Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. febr. 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Kjörfylgi Sjálfstæðisfiokksins vaxanöi í Reykjavík Kosningadagurinn Flokkurinn fær 9 fulltrúa í bæjarstjórn URSLIT bæjarstjómarkosninganna hjer í Reykjavík eru um land alt talin mælikvarði á styrkleika og framtíð- argengi flokksins. Þau sýna vaxandi fylgi og örugt. Þau urðu sem hjer segir: Sjálfstæðisflokkurinn fjekk..... 9893 atkv. Samfylking kommúnista og Alþ.fl. 6464 atkv. Framsóknarflokkurinn............. 1442 atkv. Þjóðernissinnar................... 277 atkv. Ögildir seðlar..................... 50 atkv. Samtals greidd 18280 atkv. Samkvæmt þessu hlutu kosningu af lista Sjálfstæðismanna: Guðmundur Ásbjörnsson, útgerðarmaður. Bjarni Benediktsson, prófessor. Jakob MöIIer, alþingismaður. Guðrún Jónasson frú. Guðmundur Eiriksson, húsasmíðameistari. Valtýr Stefánsson, ritstjóri. Helgi H. Eiríksson, skólastjóri. Jón Björnsson, kaupmaður. Gunnar Thoroddsen, lögfræðingur. Af lista Samfylkingarinnar. Stefán Jóh. Stefánsson, lögfræðingur. Ársæll Sigurðsson, bókari. Soffía Ingvarsdóttir frú. Jón Axel Pjetursson, framkvæmdastjóri. Björn Bjarnason, iðnverkamaður. Af lista Framsóknarflokksins: Jónas Jónsson skólastjóri. í Reykjavík voru alls greidd 18280 atkvæði eða 51 atkv. færri en í alþingiskosningunum síðustu. Má það heita frábær aðsókn, því að bæði er heldur erfiðara um sókn um hávetur og í skammdegi, og svo höfðu þá um 1800 fleiri greitt atkv. fyrir kjörfund og utan kjör- staðar. Aðsóknin að kjörfundi var því til muna örari. Svo fast var kosningin sótt, að lítil hlje urðu í matartímum, og um kl. 101/2 datt kjörsóknin svo að eftir það kom aðeins strjáling- segja niður á svipstundu, og ur af kjósendum á kjörstað. Tilfærslur og útstrikanir á listum voru ekkí miklar, og eru ekki taldar líkur til að röð eða nöf.n breytist af þeim sökum. Hlutfallslega flestar breytingar voru á A-listanum, eða 184, þá á B-listanum 42, þá D-lista 5, en hlutfallslega fæstar á C- listanum, eða 173. Svarar það til þess að 36. hver k.iosandi hafi breytt einhverju á A-Iista, en aðeins 57. hver kjósandi á C-lista, eða ekki 2 af hundraði. Samanburður við kosning- arnar 20. júní í vor. Ef þessi kosningaúrslit eru borin saman við úrslit alþingis- kosninganna síðustu, kenu það í ljós, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir unnið á í samanburði við samfylkinguna. Sjálfstæðisfl. fekk þá 10138 atkv. Hann hef- ir því nú fengið 245 atkv. færra en þá, eða mist 2.4% af atkv,- tölu sinni. Aftur á móti fengu samfylkingarflokkarnir þá sam tals 6877 atkvæði og hafa því mist 413 atkvæði eða liðlega 6% af atkvæðamagni sínu í al- þingiskosningunum. Sje nánar að gáð, kemur þó í ljós, að hjer hefir orðið til- færsla frekar en breyting. Framsókn studdi rauðliða í vor. Eins og oft var getið um hjer í blaðinu fyrir og um alþingis- kosningarnar, var leynisam- band hjer í Reykjavík milli kommúnistanna og Framsókn- ar. Þessu var þó harðlega neit- að af þeim, en hjer var á það bent, að bæjarstjtórnarkosning- arnar mundu leiða þetta í Ijós. Nú er þetta komið á daginn eins skýrt og hægt er að hugsa sj er. Framsókn bætir nú við sig 395 atkvæðum, en samfylking- in missir, eins og áður er sagt 413 atkvæði. Hjer koma J»á undan sauðargærunni um 400 pniiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiimmyi | Síðan 1934 hefir fylgis- § | mönnum Sjálfstæðis- I | flokksins hjer fjölgað | | um 2850, en samfylking- | | arflokkarnir aukist um g 1 642. VIÐ Alþingiskosningarnar 1 sumar var . óvenjumikil kjörsókn hjer í Reykjavík. Áttu menn vart von á því, að önnur eins kjörsókn gæti hjer orðið á þessum tíma árs, a. m. k. ekki, ef veður yrði slæmt. Á sunnudagsmo'rgunmn var hjer dumbungsveður og útlit fyrir hríðarmuggu, enda var hríðarhraglandi fram eftir degi við og við En fyrir hádegi birti til, og var komið hjart veður, er hjelst allan daginn. Frost var talsvert. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuitiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiii FRAMH. AF FYRRA DÁLKI. Framsóknaratkvæði, sem var laumað til kommúnista í vor! Er nú gaman að sjá hvort Framsóknarmenn reyna enn að bera á móti þessari staðreynd. Ef hinsvegar er litið á atkv. Sjálfstæðismanna nú og í vor, þá má gera ráð fyrir að eitt- hvað af þeim 59 atkvæðum, sem Bændaflokkurinn fekk í vor, hafi nú kosið C-listann. En á hinn bóginn er varla hægt að hugsa sjer annað, en að þjóð erníssinnar, þessir höfuðfjendur marxismans, hafi yfirleitt kosið Sjálfstæðismenn í vor, en nú höfðu þeir eigin lista. Má þá af þessu ráða, að Sjálfstæðislistinn hefir raunverulega nú fengið nokkuð fleiri atkvæði en í al- þingiskosningunum, og það þó við heldur minni kjörsókn. — Fylgi Sjálfstæðisflokkains hefir því aukist hjer í bænum síðan Alþingiskosningarnar fóru fram. Samanburður við bæjar- stjórnarkosninffarnar 1934. Sjeu þessar bæjarstjórnar- kosningar bornar saman við síð- ustu bæjarstjórnarkosningar hjer í Reykjavík, 1934, kemur afarskýrt í Ijós vöxtur Sjálf- stæðisflokksins. Þá fjekk Sjálfstæðisflokkur- inn 7043 atkv. og hefir því bætt við sig 2850 atkvæðum síðan. Aftur á móti fengu þá sam- fylkingarflokkarnir til samans 5822 atkvæði, og hafa því bætt við sig einum 642 atkv. með allri þeirri fólksfjölgun, sem orðið hefir í bænum. En hún sjest m. a. á því, að þá voru greidd atkvæði 14357 móti 18280 nú. Hjer er því um stór- kostlega breytingu að ræða. Þá náði Sjálfstæðisflokkur- inn ekki alveg 50% atkvæða, þó að hann kæmi að 8 mönnum. En nú heflr hann fengið rjett að segja 55% ailra gildra at- kvæða, og fær 9 menn kosna. Hann ber því ægishjálm yfir alla aðra flokka í bænum sam- anlagt! Reykvíkiiiffar hafa gert skyldu sína. Reykvíkingar hafa sýnt það nú eins og áður, að þeir eru óbifanlega trúir Sjálfstæðis- stefnunni. Þeir ekki að eins standa vörð um hana, heldur auka fylgi hennar sí og æ, og sækja fast og með vaxandi styrk á hina flokkana. Undir eins og kosningaathöfnin byrjaði í Miðbæjarskóla sást, að margir bæjarbiiar höfðu farið eft- ir þeim tilmælum blaðanna, að kjósa snemma. Kosningin hófst með því, að um 1000 manns kusu fyrsta hálftímann. En þó aðsóknin væri svona mik- il, þá dreifðist hxin jafn yfir dag- inn, að aldrei urðu svo tiltakanleg þrengsli í barnaskólanum, að fólk sneri frá, án þess að kjósa, enda var mikið reynt að leiðbeina kjós- endum um skólann til kjördeilda sinna. Nokltur hálka var á götunum, og mun það m. a. hafa. verið orsök þess', að ýmsir smávægilegir bíla- árekstrar urðu, eftir að bílaakst- urinn var kominn í algleyming. Hefir blaðið heyrt, að einn af þeim, sem fyrir slíku varð hafi verið Hjeðinn Valdimarsson. Var því spáð, að hann mýndi þá eiga eftir að reka sig bettti*' á, áður én lyki. * í aukablaði Morgunblaðsins á sunnudaginn, var sagt frá gjallar- horni því, er samfylkingarmenn settu upp á Iðnó og ljetu áróðurs- ræður sínar glymja yfir fólkinu á kjörstaðnum, svo lögreglustjóri bannaði það. ftreka varð hann bann þetta áður en hlýtt var, og þessum ólöglega áróðri hætt. Tóktt þeir kommúnistar þá það ráð, að spila grammófónplötur. Þetta þótti vel við eigandi, ekki síst vegna þess, að ræður þeirra og pólitík er lítið annað en „aðfengnar erlendar plötor", sem spilaðar eru upp aft- ur og aftur. Seinna um daginn fluttu þeir þó gjallarhorn sitt á skrifstofu sína við Kirkjutorg. Þar jusu þeir Kosningarnar utan Reykjavík- ur: sjá 5. síðu skömmum sínum og svívirðingum yfir mannlaust torgið og kirkjuna, langt frarn á kvöld, til þess að fá útrás fyrir geðvonsku sína. ¥ Minst var og í aukablaðinu á fregnmiða þann, sem B-listinn gaf út, út af brjefi því, sem á að hafa verið sent til Framsóknarmanna til þess að fá þá til að kjósa A-list- ann. Seinna um daginn kom út fregn- miði frá A-listanum, þar sem skýrt er frá því, að þeir samfylking- armenn hafi kært B-listamennina fyrir fregnmiðann, og þær sakir, sem á samfylkinguna voru botmar þar, því þeir segjast aldrei hafa sent út neitt slíkt brjef, og géfá í skyn, að brjef þetta, hafi það A'erið selit, hafi það kömið frá einhverjum Framsóknarmönnum sjálfum — eins og sagt er v brjef- inu. Svo klögumálin gehgu á víxl. Nokkru fyrir miðnætti hætti öli ijörsókn mjög snögglega. Þó hjelst dræm sókn til kl. rúmlega <eitt um nóttina. Var síðan byrjað að undirbúa talningu, og var henni lokið um kl. 6 á mánudagsmorgun- Frjettir af talningunni bæði hjer FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. sÚthlutun verð- tauna á skákþingi Reykvíkinga Igærkvöldi voru afhent verðlaun á Skákþingi Reykvíkinga. — Ouðmundur Ólafsson, formaður Taflfjelags Reykjavíkur hjelt að- alræðuna og afhenti verðlaunin. Verðlaunin voru öll að þessu sinni gripir, sem ýmsir menn eða fyrirtæki höfðu gefið í þessu skini. Morgunblaðið hefir verið beðið að færa gefendunum þaþkir frá Tafl- fjelagi Reykjavíkur, sem sá um mótið. Gefendurnir voru þessir: Jón Björnsson kaupm. (1. verð- laun í meistarafl.). Aiþýðublaðið (II. verðl. í meist- araflokki). 0. Johnson & Kaaber (III. verð- laun í meistarafl.). Morgunblaðið (I. verðl. í I. fl.). Sportvöruhús Reykjavíkur (II. verðl. í I. fl.). Sjóvátryggingafjel. íslands (III. v^erðlaun í I. fl.). Vinnufatagerð íslands (IV. verð- laun í I. flokki). Haraldur Árnason (I. verðl. 1 I. fl. A). Dagblaðið Vísir (I. verðlaun í II. fl. C). Guðmundur Elísson stórkaupm. (II. verðl. í II. fl. B). Árni B. Björnss. (III. verðlaun í II. fl. A). Bókav. Sigfúsar Eymundsson- ar (HI. verðl. í II. fl. B). Penninn (III. verðl. í II. fl. C). Theodor Johnson veitingamaður (II. verðlaun í II. fl. A). Egill Benediktsson veitingamað- ur (II. verðl. í II fl. C).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.