Morgunblaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1939. Nýtísku vopn gegn kafbátum Þjóðverfar ætla að þrefalda kafbáta- flofa sinn Nýtt ágreiningsatriði milli Breta og Djóðverja Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. N ýtt áhyggjuefni er nu að skapast, sem gæti haft slæmar afleiðingar fyrir sambúð Breta og Þjóðverja, Þetta eru flotamálin. Bresk flotamálanefnd, sem dvalið hefir stuttan tíma í Berlín og átt viðræður við þýsku stjórnina um flotamál, kom heim til London í dag. Opinherlega er látið í lj.ps, að viðræðurnar hafi farið fram í mesta bróðerni hingað fil, en stjórnmálaritstjórar stórblaðanna bresku telja sig vita betur og að flotamálin muni geta orðið alvarlegur-.ásteytingarsteinnsteinn. Þessi mvnd er tekin um borð í bréskum tunclurspilli á flotaæf- ingu. Sjóliðarnir eru að undirbúa að setja út' neðansjávar sprengj- ur, sern erga að granda kafbátum. Þrjár aðalkröfur Mussolinis ef friður á að haldasl Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. BRESKA blaðið „Observer“ birtir í dag grein um erfiðleika þá, sem muni mæta þeim Chamb- erlain forsætisráðherra og Halifax lávarði utanríkismálaráðherra, er þeir koma til Rómaborgar inn- an fárra daga til að ræða við Mussolini um vandamál Evrópu. j „Observer“ telur að Mussolini muni taka upp sömu stefnu, sem Hitler notaði í Berchtesgaden, er Chamber- lain heimsótti hann þar í haust. En það er setja fram þrjár aðalkröfur, sem fullnægt verði fyrir ákveðinn tíma. Kröfurnar eru þessar: Ákveðnar kröfur um lausn deilumálanna sern snerta Afríku- málefni. Lausn á Miðjarðarhafsdeilumálunum, og loks Ákveðnar kröfur, sem tryggi sigur Francos í spænsku borg- arastyrjöldinni. 1) 2) S) Blaðið telur þó að nokkur ár- angur geti náðst af viðræðum bresku ráðherranna og Musso- lini, en eingöngu með því að Chamberlain geri ítalska ein- valdinum það ljóst, að Bretar og Frakkar geti ekki gengið lengra til eflingu friðarins en gengið var með sáttmálanum í Múnchen og að nú sje röðin komin að einræðisríkjunum, að RÁÐHERRAR 1 RÓM 11. JANÚAR Khöfn í gær. FÚ. Tilkynning hefir verið birt Rómaborg um tilhögun alla meðan fjögurra daga heimsókn þeirra Chamberlains forsætis- ráðherra og Halifax lávarðs stendur yfir. Þeir koma til Rómaborgar 11. janúar og að þau sýni að þau vilji gera eitt- móttökuathöfninni lokinni fara hvað fyrir friðinn. Iþeir í heimsókn til Mussolini. í flotamálasamningi, sem Bretar og Þjóðverjar gerðu með sjer 1936 er svo ákveðið að Þjóðyerjar megi hafa kaf- bátaflota, sem svarár til 45 % af flota Breta. ,Þó er eitt ákvæði í samningnum, sem heimilar Þjóðverjum að koma sjer upp jafnstórum . kafbátaflota: 'og Bretar hafa, ef þeés gerist þörf. VEGNA VÍGBÚNAÐR - 'x ‘ RÚSSA Núná fyrir áramótin tilkynti þýska stjórnin að Þjóðverjar ætluðu að nota sjer þetta á- kvæði, setp. heimilar að þyggja jafnstórap H^fbátaflota og Bretar. ' u Kafbátafloti Þjóðverja er nú. 3 25 þúsund smálestir,. en Breta 75 þúsund smálestir. Þjóðverja,r.segjast vera navið-, beygðir til að, stækka kafbáta- flota sinn að svona miklum mun vegna vígbúnaðar Rússa á sjó. Bretar segja aftur á móti að þetta sje Jítilfjörleg^ átylla, þar sem kafbátar sjeu ekki notaðir til þess að berjast gegn kaf- bátum, heldur sje það hlutverk tundurspilla að berjast gegn kafbátum. Talið Gr~ víst- að þær kyöfur Þjóðverja að stækka kafbáta- flota sinn muni leiða til þess að Bretar auki við tundur- spillaflota sinn og byggi fleiri herskip af þeim tegundum, sem sjerstaklega er: ætlað að berj- ast gegn kafbátum. Deilur Rússa og Japana J að London í gær. FIJ. apanar saka Rússa um myrða japanska menn á Saelialin og fyrir að fljúga vfir syðri hluta eyjarinnar, sem er eign Japana, í um. Japönsk blöð segja, að nýlega hafi japönskum mönnum á Sacha- lin verið rænt og þeir fluttir norð ur yfir landamærin. Islensk kona fremur sjálfsmorð í Höfn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Kaupmannahafnarblöðin birta í dag þá frjett, að öldruð Islensk koná, sein átt hafi heima í Ádelgadé-liverfinu, hafi framið sjálfsmorð. Rjeði hún sjer bana með gasi. Rannsókn hefir leitt í ljós, að jietta er sama konan, sem gahb- aði nokkra kaupmenn með því að kaupá vörur fyrir íslenska 100 króna seðla og heimta þá tekna fvrir sama verð og danska pen- júgá. ' í FÚ-frjett er sagt frá því, að kofnm sje ekki íslensk, heldur flðilsk. Franco kaupir Færeyjafisk fyrir 3 milj. kr. Frá D frjettaritara vorum. Khöfn í gær. anska Stjórnin og stjórn Francos í Burgos hafa ný- lega gert með sjer verslunarsamn- inga,,á grundvelli vörúskiftaversl- unar. Samkvæmt samningi þessum kaupir Franco-Spánn vörur í Danmörku fyrir næstum 5 milj- ónir króna, þar af fyrir 3 rniljón- íry, króna Færeyjasaltfisk. Danir fá í þess stað ávexti og vín. Samningur þessi er fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs. Breskur tierforingi drepinn f Palestínu London í gær. FÚ. Mnn af helstu herforingjum _ Breta í Palestínu, Sander-' hernaðarflugvjel- son ag nafni, var drepinn á ný- ársdag í launsátri, sem Arabar stóðu fyrir á veginum milli Haifa og Jerusalem. Fleiri her- foringjar voru í fylgd með Sanderson, en þá sakaði ekki. Frakkar láta I aidrei athendi Iðnd sln segir Daladier Daladier, forsætisráðherra Frakka fór til Korsíku í gær og var tekið þar með ó- hemju fögnuði. Hjelt ráðherr- ann ræðu, þar sem hann sagði m. a. að Frakkar myndu aldrei láta af hendi neitt af löndum sínum við aðrar þjóðir. — Þeir vildu heldur ekki ásælast lönd annara ríkja, heldur lifa í friði. Daladier gekk ekki vel að komast frá París í þetta ferðá- lag sitt. Umræður um fjárlögiú stóðu yfir alla nýársnótt og seinkuðu umræður um þau för Daladiers um 2 klukkustundir. Að lokum voru fjárlögin sam- þykt með 372 atkvæðum gegn 229 atkv. Daladier varð að hóta því fimm sinnum að segja af sjer ráðherraembætti til þe$s að fá vilja sínum framgengt í sam- bandi við fjárlögin. KORSÍKA ,,,j GETUR REITT SIG Á FRAKKLAND London í gær. FÚ. í ræðum sínum vjek Daladier að hinum sögulegu tenglsum Korsíku og Frakklands, og mintist m. a. á Napoleon mikla í því sambandi. Kvaðst Dala- dier vera stoltur af því, að í æðum sínum rynni einnig kor- síkanskt blóð.Korsíkubúar geta reitt sig á Frakklandi, sagði hann. Herskipin fimm, sem liggja hjer úti fyrir eru tákn þess, að þjer getið verið öruggir, Frakk- ’and muni vernda Korsíku. Af herskipum þeim, sem Daladier vjek að, eru tvö beiti- skip, en hin tundurspillar. Það er tekið fram, að herskipin sje ekki notuð til þessa ferðalags í hótunarskyni við neinn. I fylgd með Daladier eru m. a. tveir þingmenn Korsíku. í Tunis er mikill viðbúnaður undir komu Daladiers og er búist við að Tunisbúar fagni honum með kostum og kynjum. Hann leggur af stað áleiðis þangað þegar í dag, til Bizerta, sem er önnur mikilvægasta flotahöfn Frakka við Miðjarð- arhaf. Seinustu fregnir herma, að Datádier sje lagður af stað '"h þangað frá Korsíku. ÓGURLEG LOFTÁRÁS. Osló 2. jan. Mesta loftárás, sem gerð hefir verið á Barcelona síðan í mars 1937, var gerð á gamlárskvöld. 62 menn biðu bana, 111 særðust, en þrjátíu stór hús voru að kalla jöfnuð við jörðu. Næturvörður er í Ingóifs Apó- teki og Laugavegs Apóteki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.