Morgunblaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.01.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1939. Fasteignaskattur. Samkvæmt lðgum um tekjur bæjar- og sveitarfjelaga 31. desember 1938 og reglugerð bæjarstjórnarinnar í ISeykja- vík staðfestri 22. nóvember 1938 verður fasteignaskattur til bæjarsjóðs, með GJALDDAGA 2. JAKÚAR 1939, sem bjer segir: Af byggingarlóðum 1 °/o Af öðrum lóðum og löndum % °/o Af húsum og niann- virkjum 1 °/o Leigulóðir eru skattskyldar á sama bátt og eignalóðir og greiði leigjandinn skattinn. Gjaldaseðlar árið 1939 hafa nú verið bornir til gjaldenda og eru búseigendur, og aðrir eigendur fasteigna, svo og lóðar- leigjendur beðnir að gera bæjarskrif- stofunum aðvart ef, þeim hefir ekki bor- ist gjaldaseðill. GJALDDAGI FASTEIGNASKATTSINS VAR 2. JANÚAR. Borgarritarinn. Af fasteigna- mats verði eignanna Goíd Ttledal HVEITI 140 lbs. i 10 lbs. Fyrirlig'gjandi H. BENEDIKTSSON & CO. Sími: 1228. Verðlag á kartöflum Útsöluverð Grænmetisverslunar ríkisins, fyrri hluta árs 1939, má eigi vera lægra en hjer segir: 1. janúar—28. febrúar kr. 25.00 pr. 100 kgr. 1. mars—30. apríl kr. 23.00 pr. 100 kgr. 1. maí—31. maí kr. 28.00 pr. 100 kgr. Verðlagsnefnd Grænmetisverslunar ríkisins _________ ? ii ___________ s™ i3s°- UTLA BILSTOBIN Er nokku;i mi- Upphitaðir bílar. Opin allari sólarhringinn. Læknamálið í Mjer hefir nú borist í hendur 82. tölublað Tímans, sem kom út 24. des. s.l. í blaðinu er grein eftir J. J. með yfirskriftinni: Læknamálið í Skagafirði. í grein þessari segir m. a. að um 1000 t manns úr Skagafirði hafi beðið ríkisstjórnina og landlækni að veita Úlvari Þórðarsyni lækni Sauðárkrókslæknishjerað og lýkur þessum þætti greinarinnar með svohljóðandi klausu: „Binna fremstur í fylkingu þeirra, sem báðu um hinn nnga lækni var einn af forgöngumönnum Mbl.- manna í Skagafirði Sigurður sýslu- maður frá ’V^igur11. J. J. hefir við og við, einkum þegar alþingiskosningar hafa stað- ið fyrir dyrum, sent mjer orðsend- ingar 1 blöðum sínum, oftast ekki beinlínis vinsamlegar, en jeg hefi látið þær eins og vind um eyrun þjóta og svarað þeim engu. En mj verð jeg að bregða út af venju minni og svara þessari grein hans örfáum orðum, þótt jeg telji hana ekki áreitni við mig. Er ástæðau sú, að jeg vil með engu móti að blaðalesendur og aðrir, er kunna að kynnast ofangreindri klausu J. J., haldi að jeg sje að sletta mjer, að nauðsynjalausu, fram í embætt- isveitingar, góðum og reyndum embættismönnum og öðrum um- sækjendum til meins. Þetta hefi jeg aldrei gert. Og sannleikurinn í þessu máli er sem hjer segir: Nokkru áður en jeg fór suður hingað mjer til lækninga, var komið með skjal til mín í því skyni að jeg skrifaði undír það. Skjal þetta var ofangreind áskor- un um að veita hr. Úlfari Þórð- arsyni lijeraðslæknisembættið í Sauðárkrókshjeraði. Er jeg sá skjalið voru hjer um bil 30 nöfn rituð á það. En jeg sagði brjef- beranum að jeg vildi ekki rita mitt nafn á það af ofangreindum ástæðum, að jeg með því vrði máske til þess að gera góðum um- sækjendum, er ennþá meiri verð- leika hefðu til að fá embættið en Úlfar vinur minn, rangt til. Þetta var ástæðan til þess að jeg var alls ekki meðal þeirra þúsund, sem báðu um Úlfar fyrir lækni, hvað þá heldur einna fremstur í fylkingu eins og J. J. segir. Eu um Úlfar hefi jeg það að segja, að jeg hefi fáum eða engum ungmn mönnum kynst, er mjer hafa fallið betur í geð en hann. Tel jeg mig hafa kynst hon- um svo vel að jeg megi fullyrða að hann er hinn vænlegasti maður og af honum mikils góðs að vænta, endist honum líf og heilsa. Þrátt fyrir þetta hefi jeg ekki látið læknamálið í Skagafirði af- skiftalaust. Og úr því sem komið er þykir mjer nú hlýða að gefa stuttorða skýrslu um afskifti mín og’ annara forystumanna Skag- firðinga af því. * + Þegar mjög var liðið á umsókn- arfrestinn um læknisembættið á Sauðárkróki, en hins vegar engar ^ fregnir fengnar um að neinn dug-; andi skurðlæknir myndi sækja um eiébættið, þá snerum við Steindór i Jónsson kaupmaður okkur til Pjeturs Jónssonar læknis á Akur- eyri og háðum hann að sækja um það. Gerði hann þetta aðeins fyrir okkar og fleiri Skagfirðinga orð. En okkur var Pjetnr að góðu knnnur síðan hann hafði gengt embættinu í fjarveru Jónasar Kristjánssonar, enda hefir farið af honum hið besta orð sem færum lækni og góðum dreng á Akur- eyri. Skal þess getið að við Stein- dór beittumst fyrir þessu af því að við höfðum nú í 14 ár stjórnað sjúkrahúsinu á Sauðárkróki með hjeraðslækninum. Fanst okkur því að okkur varðaði þetta mál sjer- staklega. Um miðjan nóvember kallaði jeg saman á fund á Sauðárkróki allar hreppsnefndir og sýslunefndar- inenn innan Sauðárkrókslæknis- hjeraðs, en það er úr 8 hreppum Skagaf jarðarsýslu. Funchir þessi var vel sóttur og var hann hald- inn 19. nóvember. Sömdu og und- irrituðu fundarmenn svohljóðandi erindi til landlæknis og heilbrigð- ismálaráðherra: Yið undirritaðir sýslunefndar- og hreppsnefndarmenn í Sauðár- krókshjerað>i, mættir á fundi á Sauðárkróki, til þess að ræða um væntanleg læknaskifti og framtíð- arrekstur sjúkrahússins hjer á Sauðárkróki, leyfum oss hjer með að b'eina þeirri ásltorun til iand- læknis og heilbrigðismálaráðherra, að þeim einum lækni verði veitt Sauðárkrókslæknishjerað, sem ekki er aðeins góður meðalalæknir, heldur fyrst og fremst duglegur skurðlæknir, og fær um að ann- ast stórt sjúkrahús, jafnframt um- fangsmiklum ferðalögum. 1 þessu sambandi viljum vjer vekja athygli á, að við höfuin haft afbragðs lækni, og er því eðlilega vandfeng’inn maður í hans sæti, sem hjeraðsbúum líki, eða þeir geti sætt sig við. Við erum þannig settir, að samgöngur á sjó eru nálega engar langan tíma að vetrinum og því ekkert að flýja með sjúklinga livað sem að hönd- um ber, því landleiðin er þá oft- ast lokuð fyrir bifreiðar út úr hjeraðinu. Loks viljum við benda á, að það hefir mjög’ mikla fjárhagslega þýðingu fyrir læknishjeraðið og alt sýsluhjeraðið, að læknirinn sje skurðlæknir og njóti trausts hjer- aðsbúa, svo sjúklingar þurfi ekki, frekar en hingað til, að leita til annara lækna, en geti dvalið hjer á sjúkrahúsinu, enda núverandi sjúkrahús reist og rekið með það fyrir angum. Bak við þessa áskorun stendur tvímælalaust vilji almennings í læknishjeraðinu og treystum vjer því, að heilbrigðisstjórnin taki fult tillit til hennar. Var erindi þetta afgreitt, ágrein- ingslaust af öllum fundarmönnum, en á fundinum voru menn af öl'l- um stjórnmálaflokkum nema ef kommúnista og nazista skyldi hafa, vantað í hópinn. Af þessu má sjá að stjórnendur sveitarfjelaganna og sýslufjélags- ins hafa ekki ástæðu til að ásaka sig um nokkurt tómlæti eða van- rækslu í þessu máli. En hitt er jafn satt að þeir hafa farið fram með stillingu og trausti á því að rjettmætar óskir þeirra yrðu ekki virtar að vettugi. ★ I umræddri grein J. J. segir, að Skagfirðingar hafi beðið Jónas Kristjánsson að vera lækni þeirra áfram um stund meðan verið væri aí leitast við að fá lækni í hans stað. Verða hjer að lútandi um- mæli J. J. tæplega skilin öðru vísi en ónot í garð Jónasar læknis. Jónas Kristjánsson hefir sagt mjer að þetta sjeu helber ósannindi. Engin áskorun eða bón hefir bor- ist honum um að gegna læknis- hjeraðinu framvegis um lengri eða skemri tíma. Einn maður spurði hann hvernig störfuín hans yrði háttað framvegis. Svaraði hann því að hann væri ráðinn til ákveð- ins lækningastarfs í Reykjavík og ljet þá spyrjandinn sjer svarið lvnda. Greinarkorn þetta hefi jeg skrif- að einungis í því skyni að leið?- rjetta mishermi, en alls ekki í á- deiluskyni. En vafalaus skvlda býður mjer að benda J. J. á það, að honum og öllum öðrum er það ofraun að bera nokkuð ilt eða óhreint milli Jónasar Kristjáns- sonar læknis og Skagfirðinga, nú er Jónas læknir hefir kvatt þá eftir nær því 28 ára þjónustu. Jeg get fullvissað J. J, um það, að Jónas læknir nýtur fylstu ást- sælda Skagfirðinga ungra og gam- alla af hvaða sauðahúsi sem þeir eru í stjórnmálunum. Og jeg veit það með fullri vissu, að enginn embættismaður hefir farið burt úr Skagafirði hlaðnari hjart-fólgnari þökknm alls fólksins en Jónas læknir. Og löngu eftir að við allir þrír verðum komnir undir græna torfu munu enn lifa með alþýð- unni í Skagafirði sögur og minn- ingar um snildarverk Jónasar læknis, hjálpfýsi hans og hjarta- gæði, framúrskarandi hvatleik og ágæta karlmensku. Staddur í Reykjavík, Sigurður Sigurðsson frá Vigur. Parsóttatilfelli í nóvember á ollu landinu voru 2283 talsins, þar af 846 í Rvík, 435 á Suðurl., 169 á Vesturl., 661 á Norðurl. og 127 á Vesturl. Farsóttatilfellin voru sem hjer segir (tölur í svig- um, frá Rvík, nema annars sje getið) : Kverkabólga 573 (281). Kvefsótt, 1146 (468). Gigtsótt 7 (2). Iðrakvef 172 (62). Inflúensa 215 (214 Nl. og 1 VI.). Kvef- lungnabólga 21 (8). Taksótt 11 (0). Skarlatssótt 17 (10). Ileima- koma 1 (0). Kossageit 16 (0). Mænusótt 5 (4 Nl., l'VL). Munn- angur 15 (4). Hlaupabóla 34 (9). Herpes Zoster 2 (2). — Land- læknisskrifst. (FB).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.