Morgunblaðið - 03.01.1939, Side 6

Morgunblaðið - 03.01.1939, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1939- Úr daglega lífinu I hvert skifti, sem meim um áramót setja nýtt veggalmanak upp á þilið hjá sjei', þá finna þeir til eftirvæntingar. Hvað geyma þeir, allir þessir ólifuðu dagar? Hvernig verða þeir? Og menn fara að hugsa um árið sem leið, alt það, sem aflaga fór og van- rækt var, alt það sem ætti að breytast til batnaðíu' á hinu nýbyrjaða ári. ★ Þeir setn eru vanir að kenna öSrum um flest eða alt, sem er öðru vísi en það á að vera, breyta stundum útaf þessari venju, og beina huganum meira til sjálfs sín rjett um áramótin. Því ára mót eru einskonar sameiginlegjr afmæl- isdagar allra manna. Þau minna menn á þetta, sem allir ættu að hafa í huga' alla daga, að „æfin er stutt en listin löng, og lífsins braut í sannleiká þröng“. * Þegar menn taka til starfa eftir ára- mótin gera þeir sínar ákvarðanir um jýmiskonar breytingar á dagfari og hugarfari. Trassar lofa sjálfum sjer þvi að verða hirðumenn, diykkjumenn fara í bindindi, og önuglyndir menn of kaldlyndir verða staðráðnir í því að leggja þessi skapeinkenni niður, fara úr þeim, eins og slitnum flíkum. Sumir sem eru að því komnir að kæfa sig í reykingum, ákveða nú að hætta að revkja, aðrír hætta að taka í nefið. — Menn fara sem sje í allskonar bindimh upp úr áramótunum, hversu haldgóo sem þau rerða eða varanleg. ★ Mikið myndu margir fagna því, ef ýmsir menn sem gegna opinberam stóðum hjer á landi vildu gerast þátt- takendur í þessum nýárs siðabótum. Ef t. d. útvarpsstjórinn vildi breyta til, þó ekki væri nema í því að fara að ósk'nn hlustenda og útvega þeim við- feldinn þul. Eða t. d. ef hin háa inn- flutnings- og gjaldeyrisnefnd vildi gera sjer það að reglu, að láta rjettlæti rík.ja í úthlutun gjaldeyrisleyfa. Þannig mætti vafalaust lengi telja. Og sjeu það einhverjir af lesendum blaðsins, sem hafa einhverjar slíkar óskir fram að færa, þá gætu þeir sent blaðinu Jínu, svo þær yrðu birtar hjer i frásögnum úr daglega lífinu. ★ Svohljóðandi hrjef barst blaðinu í gær: 'fcUWl" Þjer minnist ekki að ástæðulausu' á atlar hinar mörgu jólakveðjur, er út- varpið flutti nú um jóliri. fæiðinlegri lestur er vart hægt að liugsa sjer; það vax bókstaflega óþolandi, enda munu m<#gir hafa lokað fyrir útvarpið með- an á þeim stóð. Er mjer nror að halda að allmargir, sem kveðjur sendu hafi gert það af einskærnm hjegómaskap, hafa haft gainan af að heyra nafn sitt og sinna nefnt í útvarpinu. Þær hafa komið að litlu gagni fyrír móttakanda, kveðjprnar sem sendar voru til þeirra er lokuðu fyrir það kviildið. Meðáu þetta kveðjuæði stendur yfir, megum við útvarpshlustendur víst sætta okkur við slíkar „trakteringa-r" fi-á. útvarp- inu um hverja stórhátíð. ÚtvarpsMustandi. ★ I gær var óvenjulega ömurlegt hjer í bænum. AJIar búðir og skrifstofur Iok aðar. Það út af fyrir sig gerði ekkert til. En fólkið sem hafði vegna þessa fengið frí, hefir vafalaust lítið getað notið þess. Hjer var norðan hvassviðri, íheð frosti, en hríðarlaust. Moldrokið á göt- unum var svo mikið, að það var verra en nokkur hríð. Yar mesta raun að fara eftir götunum. Sennilega hafa. margir notað mikið af frídeginúm til að sofa. Þannig byrjaði árið, með kuldahryss- ing og deyf inni og hinum mesta svelj- ana í veðrinu. En máske er það fyrir- boði þess, að árið geymi í skauti sínu það sein gagnstrott er þessu. ★ Einn góðkunningi blaðsins var að velta því fyrir sjer hjer um daginn hvort menn gœtu drepið titlinga á rjúpnaveiðum. HRÍÐARVEÐRIÐ. PRAMH. AJF ÞRIÐJU SÍÐU. gamlársdag, en í gær hvesti á ný með blindhríð. Hríðin hefir náð til Norðanst- urlands og Vestfjarða nyrst. F-rost hefir ekki verið mjög mikið. í gær var mest 10 stiga frost á Síðumúla í Borgarfirði, en þar var heiðskírt. Iljer í bæn- uiíí var 7 stiga frost í gærmorg- un, en ekki nema 1 stigs frost um 6-leytið í gærkvöldi. Sum- staðar var kominn 1—3 stiga hiti hjer á landi í gær, t. d. á Dalatanga 1 stigs hiti og á Hól- um í Hornafirði 3 stiga hiti. Fárviðri. Á Jan Mayen var í gær norð- austan fárviðri, 12 vindstig. Á Bretlandi var norðan hvassviðri og hiti um frostmark. Utlit var fyrir að lægja myndi í nótt veðnrofsann, sagði Veður- stofan, en norðanáttin mun samt haldast enn. Lágþrýstisvæði er yfir Norðursjónum, en óvenju- lega hát loftþrýsting á norðan- verðu Grænlandi. Þar var í gær 20 stiga frost. DÁN ARFREGN. íra Jón Þorvaldsson prestnr á Stað á Reykjanesi, ljest í Landakotsspítala á gamlárskvöld. Hann var á ferð í Englandi í önd- verðum desember, en veiktist þar og hvarf heim þess vegna. Kom hann hingað með Gullfossi rjett fyrir jólin og fór þá beint í spít,- alann. Lík hans verður flutt vestur til Flatevjar í dag, en kveðjuathöfn fer fram í dómkirkjunni - kl. 4þ2. Sfötug: Frú Elísabet Jónsdóttir Qrenjaðarstaður í Þingeyjar- sýslu hefir löngum verið talinn meðal hinna virðulegustu prestssetra landsins, bæði í forn- um og nýjum sið. Þar hafa og margar konur hinna merkustu presta átt sinn þátt í þvítað gjöra garðinn frægan. Meðal þeirra er hin megingóða kona, frú María Elísahet, er nú um síðustu áramót varð sjötíu ára að aldri. Frú Elísabet (svó er liún oftast. nefnd) er fædd að Hítarnesi í Mýrasýslu hinn 1. janúar 1869. Sjö ára að aldri fluttist hún með for- eldrum sínum, merkisprestinum sjera Jóni Björnssyni og hinni á- gætu konu hans, frú Ingibjörgu; Hinriksdóttur (d. 27. mars 1910), að Ásgautsstöðum við Stokksevri, árið 1876, og þjónaði sjera, Jón því brauði til dánardægurs, 2. maí '1892. Lengst af bjuggu þau sjera Jón og frú Ingibjörg á Eyrar- bakka og vann hann þar m. a. að því með áhuga miklum og ó- sjerplægni að þar var í fyrsta sinni kirkja reist, er vígð var hinn 14. des. 1890 með mikilíi viðhöfn. .yígsluna framkvæmdi Hallgrímur bisknp Sveinsson. Hinn 17. sept. 1893 giftist frú Elísabet sjera P. Helga Hjálmarssyni þá nýlega útskrifuðm úr Reykjavíkurskóla. Tveim árum síðar, hinn 25. ágúst '1895 var sjera Helgi vígður til Helgastaða í Reykjadal, en hann ’sagði því branði lhusu árið 1907 og gerðist þá aðstoðarprestur sjera Benedikts Kristjánssonar að Grenjaðarstað og varð sjera Ilelgi síðan kjörinn eftirpia.ðiup hans; ■ þjónaði hann því brauði þar til hann fluttist með fjölskyldu sinni, sökum heilsubrests, hingað til Reykjavíkur árið 1930. Þeim sjera Helga og frú Elísa- betu hefir eigi orðið barna auðið, en umkomulaus börn þrjú hafa þau tekið að sjer, alið þau npp sem væri þau þeirra eigin börn og mannað þau vel. Sjera P. Helga ‘ IT.jálmiirssý'ni h'efír jafnan verið viðbrgðið fyrir dugnað hans, samviskusemi og skyldurækni í öllurn störfum sín- um, andlegum og veraldlegum, enda verið klerkur góður. Hann hefir verið búforkur hÍDn mesti og mun Grenjaðarstaður lengi bera þess menjar að þár hefir stórvirkur maður staoio, áð ýn\s- um mikilsverðurn framkvæmdum til fyrirmyndar á marga lund. auk hins mikla starfs síns í prests- émbætti sínu, mun sjera ííeigi hafa lát.ið mikið til sín taka öll venjuleg málefní hjeraðsins, var oddviti hreppsins, síðustu árin þar póstafgreiðsulmaður n. s. frv. um mörg ár og leysr öll þau störf af Elísabet Jónsdóttir. hendi ,ineð hinni mestu sæmd. Hehnili prestshjónanna að Grenj- aðarstað var venjulega mann- margt nijög og manndómsbragur þar á öllu hinn mesti bæði innan- húss og utan, má því af líkum ráða, að oft hafi það komið til konunuar kasta, eigi síður en manns hennar, að halda uppi góðri reglu og risnu á svo mannmörgu heimili, sem þar var, veita mÖnn- um beina, íiðsinna langfefðamönn- um og öðrum er að garði bar, enda mun svo alment álitið, að frú Elísabet hafi leyst þessi miklu og vandasömu störf sín af hendi með hinni mestu prýði, þótt eigi væri hún ávalt hraust eða heil heilsu. Æskuheimili frú Elísahetar var sannkallaður friðar- og griðastað- urfjolda barna og unglinga er þailgað sóttu gleðisamkomur sína.r öðrum stöðnm fremur. Saklaus og sönn sgleði, svásleg sönglist og sí- s.tarfarrdi kærleikur skipuðu þar jafnan hinn æðsta sess, og þótt frú Elísabet væri þá enn barn að aldri, lieillaði húri hugi.allra ann- ara barna með háttprýði sinni, hljóðfæraleik og liinni fögru söng- íjödd sinni, enda hefir sönglistin Verið hennar líf og yndi alla tíð* Hún lærði á fyrstu æskuárum sín- um er austur kom, að leika á harmóníum hjá Bjarna sál. Páls- syni, er þá var organisti við Stokkseyrarkirkju og vildarvinur foreldra hennar. Hún var og í söngfjelagi með Fjarna, uns hann fjell fí'á (druknaði) 24. febr. 1.887. en síðan í söngfjelaginu ,,Bára“ á Eyrarbakka um langt skeið. Það. I.eið beldur eigi á löngu, að frú Elísabet stofnaði söngfjelag í Réykjadal er þangað kpm, og var hún. siiugstjóri þess nm mörg ár. Hú)i þefir sarnið mörg sönglög, sem:;]),ó,íflirgi hafa prentuð verið, némai eitt: ,,Farfuglarnir“; en flest niunu lög hennar vers kunn FKAMH. A SJÖUNDU SÍÐU Itiskupinn kveður FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. prestakynslóð hlýtur ávalt að' vera erfiðleikum bundin og fer þá vitanlega best á því, að hinn aldraði dragi sig í hlje, áður en menn taka af nefndum ástæð- um að óska í hjarta sínu brott- farar hans. Sem að líkum ræður hyrfi hann frá indælu starfi sínu, eins- og hann sagði, ekki angurblíðu- laust. En sjerstaklega mætti hann minnast þakkarskuldar- innar sem hann fyndi á sjer hvíla á allar hliðar. ★ Hann ætti þakkarskuld að- gjalda landsstjórn og löggjaf- arvaldi fyrir það traust, sem hann hefði átt þar að mæta í flestum greinum. Hann ætti þakkarskuld að gjalda próföst- um þessa lands, látnum og lif- andi, fyrir yfirleitt góða sam- vinnu og ánægjulega. Hið sama væri að segja um prestastjett landsins alls yfir. Þótt sumum þeirra kynni að hafa mislíkað við sig, hefði hann átt mestu elskusemi að mæta hjá þeim öllum og á heimilum þeirra víðsvegar um land. Einnig værl hann í þakkarskuld við allá söfnuði landsins, sem hann hefði heimsótt og fyrir hinar alúðlegu viðtökur, sem hann hefði átt að mæta á fjölda sveitaheimila, sem hefðu tekið á móti sjer sem aufúsugesti,. þótt hann kæmi til þeirra öll- ilm ókunnugur og það á mesta annatíma ársins. Hefði hann sannreynt það á ferðum sínum um landið, að enn væri gest- risnin einn af elskulegustu þátt- unum í þjóðlífi voru. Allra safnaða kærstur væri honum þó dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, þar sem hann hefðí átt sitt kirkjulega heimili í meira en 70 ár, og við enga af landsins prestum hefði hann átt meira saman að sælda en við presta þess safnaðar, sem þá heldur aldrei hefðu sýnt sjer annað en fölskvalausan vinar- hug í einu og öllu. Loks mintist biskup þakkar- skuldar við kirkjuráð hinnarísl., þjóðkirkju fyrir ánægjulegt 'samstarf nokkur undanfarin ár, og við Prestafjelag íslands, og stjórn þess sjerstaklega, fyrir áhuga þess á málum kirkju vorrar og ómetanlegan stuðning- sem það hefði veitt biskupi í starfi hans fyr og síðar. En um- i'ram alt bæri sjer þó að beina þakklæti sínu til guðs fyrir alla hluti í nafni drottins vors Jesú Krists, -og lauk biskup máli sínu með þakkargjö’i'5 og fyrirbæn fyrir kirkju oí kristni þessa lands, fyrir eftirmanni sínum á biskupsstóli, fyrir starfsmönn- um kirkjunnar, fyrir landi og þjóð, fyrir konungi og lands- stjórn, fyrir atvinnuvegum þjóð- arinnar til lands og sjávar, ósk- andi landi og lýð góðs og" gleðilegs nýárs. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlfefun sína ungfrú Elín Blöndal, Snælandi við Elliðaár og Emil Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.