Morgunblaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 2
.C£P* MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. apríl 1939. Ófriðarviðbúnaður við Gibraltar og Suez Liðsamdráttur í Marokko, franski flotinn viðbúinn að styðja Breta Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ROOSEVELT ákvað að senda Hitler og Musso- íini orðsendingu sína, síðastliðið föstudags- kvöld, vegna þess — að því er fregnir frá London herma — að honum höfðu borist upplýsingar, sem fólu í sjer, að nýjar árásir væru yfirvofandi í Ev- rópu innan fimm sólarhringa. Er einkum óttast að árásir verði gerðar á Suez-skurðinn og Gibraltar. I sambandi við þessa fregn er vakin athygli á ýms- íim ráðstöfunum, sem verið er að gera í Miðjarðarhafinu og í löndunum sem að því liggja. •I \ Bretar hafa síðustu dagana látið vinna að því nótt ' og dag að efla víggirðingarnar á Gibraltar, sem að landi snúa. Þetta verk var hafið, eftir að fregnir fóru að berast af því, að verið væri að draga saman herlið við landamæri Gibraltar Spánarmegin og að mikið herlið væri saman komið í La Linea og Al- geciras. 0\ Frönsk herskip hafa safnast saman í vestanverðu Miðjarð- arhafi til þess að aðstoða herskip Breta, ef þörf g-erist. 0\ Franska stjórnin hefir komist að því, að verið sje að gera / víggirðingar í Spönsku Marokko, handan við Gibraltar- sundið og að því verki sje hraðað mjög. Stjórna verkinu erlendir verkfræðingar, sem alment eru taldir vera þýsk- ir. Heraflinn í Spönsku Marokko hefir verið aukinn, svo að þar eru nú sagðir vera 90 þús. hermenn, en á meðan á spönsku borgarastyrjöldinni stóð, voru þar aðeins 30 þús. hermenn og fyrir borgarastyrjöldina 40 þús. manns. y| ^ Heræfingar þýska flotans í Atlantshafi, undan Spánar- */ ströndum, sem hefjast í lok þessarar viku. K\ Greinin í þýska blaðinu, sem birtist í síðastl. viku, þar sem *J/ þýskur hershöfðingi krafðist þess fyrir hönd Spánverja, að þeim yrði afhent yfirráðin yfri Gibraltar. I þessu sam- bandi er líka rjett að minna á ummæli Mussolinis „að ítalir vildu ekki vera fangar í Miðjarðarhafi“. 1 þessum ummælum felst í raun og veru krafa um að ítalir fái lyklavöldin að hafinu, við Gibraltar og við Suez. ítalir hafa enn sent 10.000 hermenn til Libyu, og hafa '-'/ þeir undanfarna mánuði jafnan verið að auka her sinn þar í landi. Kiiller svarar Roosevelt ræðu 28. þ. m. * í 80°l 0 Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Samningar Breta og Frakka . annarsvegar og Rús&a hinsvegar um hernað- arlegan stuðning ef styrjöld skellur á, miðar vel áfram. Hefir náðst samkomulag um 80% af ákvæðum þeim, sem um er samið. Búist er við að aðstoðin verði aðallega fiughemaðar- legs eðlis. Framhaldsaðal- i fundur S. í. F. TTVamhaldsaðalfundur Sölu- ■*-' sambands ísl. fiskfram- leiðenda hófst í gær í Varð- arhúsinu. Formaður stjórnar S. I. F., Magnús Sigurðsson bankastjóri, setti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Benedikt Sveinsson og rþdrar Árni Jónsson frá Múla og Arnór Guðrnundsson. Tilmæli höfðu borist frá full- trúum úr Yestmannaeyjum, sem væntanlegir voru með Lyru, að fresta fundi þar til þeir kæmu. Bar formaður þetta undir fund- inn, og var samþykt að frcsta fundi til kl. 9 árd. í dag. Verður fundurinn þá í Kaupþingssalnum. Ragnh. L. Hafstein lætur af störfum sem útvarpsþulur Ragnlieiður L. Hafstein, sem verið hefir aðalþulur við Iiíkisútvarpið undanfarin tvö ár og. átt miklum vinsældum að fagná meðal útvarpshlustenda, hefir nú sagt starfi sínu lausu, og fór til útlanda í gærkvöldi með m.s. Dronning Alexandrine. Fyrst um sinn mun Þorsteinn Ö. Stephensen taka við störfum Ragnheiðar, en Jón Þórarinsson verða varaþulur. „Styrjöld ef svarið verður neikvætt“, segir „Le Temps“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HITLER ætlar að svara Rooseveh í ræðu, sem hann flytur í þýska ríkisþinginu 28. apríl. Ríkisþingið hefir verið kal'lað saman til þess að hlusta á ræðu Hitlers vegna þess, að Hitler vill láta líta svo út, sem hann svari í nafni allrar þýsku þjóð- arinnar. Lítill vafi er talinn á því, að svar Hitlers verði neikvætt. En franska blaðið „Le Temps“, sem talið er vera málgagn franska utanríkismálaráðuneytisins, óttast að neitun Þjóðverja muni hafa í för með sjer styrjöld. „The Times“ segir, að ítalir muni í öllu haga.svari sínu eftir Þjóðverjum. „VALD Á MÓTI VALDI“ Nokkuð má marka um afstöðu Þjóðverja á forustugrein í Frankfurter Zeitung í dag, undir fyrirsögninni r Vald á móti valdi. Blaðið segir: „Öxuls“-ríkin (Þýskaland og Italía) krefj- ast þess, að haldið verði áfram að endurskoða friðarsamning- ana. Með orðsendingu Roosevelts er stefnt að status quo (ó- breyttu ástandi). „Andstæðurnar halda áfram að aukast“, held- ur blaðið áfram. „Ákafari valdaátök hvíla ógnandi yfir frið- Tveir drengir hætt komnir á bát Eimskip. Gullfoss er í Leith. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss i'er til Leith op Kaupmannahafn- ar kl. 12 á Itádegi í dag. Detti- foss tor frá Akureyri ld. 12 í gær- kvöld til SiglufjarSar. Lagarfoss er á Norðfirði. Selfoss fer til út- landa í dag. inum'. Hitler sat allan sunnudaginn á ráðstefnu með ráðgjöfum sín- um, foringjum nazistaflokksins. Hann talaði lengi í síma við Mussolini, og Göring marskálk- ur, sem verið hefir í opinberri heimsókn í Róm fór hvað eftir annað á fund Mussolinis í Pallazzo Venetia. Eins ræddust þeir Ciano greifi og von Ribben- trop við í síma. I dag fór Hitler til Austurrík- is og ætlar að ferðast þar um næstu daga. Hann er ekki vænt- anlegur til Berlínar fyr en á fimtudag, en þá fara fram stór- feld hátíðahöld í tilefni af af- mæli hans. ÓSVÍFIN ÁRÓÐURS- BRELLA. Þýsk blöð hófu strax á sunnu- daginn árásir á Roosevelt fyrir boðskap hans. Var boðskapur- inn birtur í heild og valdar á hann niðrandi fyrirsagnir. Blöð- in segja að Roosevelt leiki hlut- verk Wilsons. Hann geti ekki tekiö að sjer að vera sáttasemj- ari, vegna andúðár sinnar á Þjóðverjum. Boðskapur hans sje ósvífin áróðursbrella, og að Roosevelt sje leik^oppur í hinni glæpsamlegu einangrunarpóli- tík. „Völkischer Beobachter" segir (skv. F.Ú.) : „Roosevelt má ekki búast við, að hann geti skaðað þýsku þjóðina eins með kjaftæði sínu, eins og Wilson tókst á sínum tíma. Til þess er hún of sterk, of vel vakandi og of vel st.j órnað. Með boðskap þessum hefir Roosevelt tekið í hendumar á versta fjandmanni evróp- iskrar menningar, það er að segja, sovjetkommúnisnianum, og það mun Þýskaland ekki gera sjer að góðu“. I Italíu fara blöðin kuldalegum orð- um um áskorun Roosevelts. Telja þau bana vera fram komna fyrir undirróð- ur frá Bretlandi, kalla hana frekjulega og ótímabæra og óviðeigandi íhlutun af hálfu Bandaríkjanna um málefni Ev- rópu, sem þeim komi ekkert við. Tel.ja sum þeirra, að Roosevelt myndi ekki gera sjer að góðu, ef Þýskaland eð.a ■Italía hefðu á jafn yfirlætisfullan hátt farið að hlutast til um málefui Ame- ríku. Tveir unglingspiltar úr Hafnarfirði voru hætt komnir í Hvaleyrarósi í gær. Um kl. 3 tóku þeir bát hjá haf- skipabryggjunni og reru yfir höfn- ina, að hinum svonefnda Hvaleyr- arósi. Þar er geysimikill straum- ur í að- og útfalli Og þegar dreng- irnir komu að ósnum greip straum- urinn bátinn og bar hann á fleygi- ferð út á ,,eyri“, sem þarna er fyrir innan. Menn, sem sáu til ferða drengj- anna, hlupu til og fóru út á þrem- ur trillubátum, og tókst að bjarga drengjunum, án þess að nokkuð slys yrði. Annar drengurinn er 12 árn gamall, sonur Jóns Gíslasonar út- gerðarmanns, en hinn 15 ára gam- all unglingur, að nafni Kristján Jónsson. Vænn þorskur, 56 pund Fiskaflinn orðinn 20.972 smál. Heildaraflinn á öllu landinu var, samkvæmt heimildum Fiskífjelags íslands, 20.972 smá- lestir laugardagskvöldið 15. þ. m. TJm sama leyti í fyrra var heild- araflinn 15.265 smálestir. Ilvort tveggja er miðað við fullverkaðan fisk. Aflinn það sem af er þessu ári er því 5.707 smálestum — eða um fjórðungi — meiri en á sama tíma síðastliðið ár. Dessa mynd tók blaðamað- ur frá Morgunblaðinu í gærmorgun hjá fisksöluskúr Jóns og Steingríms við Tryggvagötu. Þorskurinn, sem, maðurinn heldur á, vóg 56 pund og er með stærstu þorskum, sem komið hafa á land í vetur. Þorskurinn veiddíst á hand- færi í Sundunum í gærmorg- un. Hafa trilluhátar aflað all- sæmilega sumir hjer inn á milli eyjanna undanfarna daga. Stærri vjelbátár hafa einn- ig aflað allvel og sjerstaklega „Aðalbjörg“ og „Geir goði“, sem veiða með botnvörpu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.