Morgunblaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Þriðjudaffur 18. apríl 1939. Þióðstjórnin tekur við Samkomulag flokkanna á sunnndag PJtoSTJÓRN þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins, tekur við völdum í dag. Á sunnudaginn hjeldu þingmenn og miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins fundi, um samningana við Framsóknar- flokkinn og Alþýðuflokkinn, og var afráðið klukkan 6 á sunnudagskvöld að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ríkis- stjórninni yrðu þeir Ólafur Thors og Jakob Möller. Símaði Hermann Jónasson þá um kvöldið til konungs lausnarbeiðni fyrir Skúla Guðmundsson ráðherra. Hinir flokkarnir höfðu áður fyrir sitt leyti gengið frá málinu, að Hermann Jónasson yrði áfram forsætisráðhera, en Eysteinn Jónsson yrði viðskiftamálaráðherra og Stefán Jóhann Stefánsson fulltrúi Alþýðuflokksins yrði fjelags- málaráðherra. Gjaldeyrismálin og verðlagseftirlitið rættá Verslunar- þinginu ANNAR fundur Verslunarþingsins hófst í Kaup- þingssalnum kl. 2 á sunnudag. Var fundar- salurinn þjettskipaður áheyrendum, enda voru stórmál á dagskránni. Skipunartillögur voru símaðar konungi fyrir þessa 4 ráðherra, og fá ráðherraefnin skipun sína frá konungi fyrir hádegi í dag. VERKASKIFTINGIN Pundir hafa verið haldnir um verkaskiftinguna í hinu nýja ráðu- neyti og verður húu í aðalatriðum þessi: Hermann Jónasson forsætisráðherra fer með dómsmál, landbún- aðarmáJ, kirkju- og kenslumál. Olafur Thors atvinnumálaráðherra fer með sjávarútvegsmál, þar með talin yfirstjórn Sölusamhands ísl. fiskframleiðenda, síldarverk- smiðja, síldareinkasölu og fiskimálanefndar, samgangna á sjó og landi, þar með strandferðir og vegamál, póst og síma og þau atvinnumál önnur, sem ekki eru sjerstaklega undantekin. Jakob Möller fjármálaráðherra. fer með fjármál, skatta og tolla og iðnaðarmál og hefir yfirstjórn ríkiseinkasalanna. Eysteinn Jónsson viðskiftamálaráðherra fer með viðskiftamál og hankamál. Stefán Jóh. Stefánsson fjelagsmálaráðherra fer með bæjar- og sveitarstjórnarmál, tryggingarmál, heilbrigðismál og utanríkismál. Pundur verður í sameinuðu þingi í dag, þar sem hin nýja stjórn tekur formlega við og flytur yfirlýsingar sínar í því sambandi. Fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfjelaganna. I gærkvöldi var haldinn fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfjelag- anna í Reykjavík. Var fundurinn háldinn í Kaupþingssalnum. • Pundurinn var injög fjölmenn- ur. Þar mættu þeir Olafur Thors Og Jakob Möller, ráðherraefni flokksins. Guðm. Benediktsson bæjargjald- keri stýrði fundinum. Bauð hann þá Ólaf Thor’s og Jakob Möller velkomna á fuudinn og tóku fund- armenn undir bað með því að hrópa ferfalt húrra fyrir þeim. Lýsti Ólafur Thors því sem gei'st hefði innau flokksins í und- irbúníngí þjóðstjórnarinnar síð- ustu daga, skýrði frá úrslitum hinnar leynilegu atkvæðágheiðslu er fór fram í fulltrúaráðinu á dögumun, en þau voru á þann veg, að þvínær allir fulltrúarnir, er voru við þá atkvæðagreiðslu, greiddu Jakob MöIIer atkvæði sem ráðherra, ef til kæmi að einhver af þíngmönnum flokksins er greiddu atkvæði gegn gengisbreyt- ingunni. En það var þó ekki fyrri en fulltnmráðið árjettaði atkvæða greiðslu þessa með því að sendá Jakob MöIIer áskorun að hann Ijet tilleiðast að taka að sjer ráð- herraembættið. Jakob Möller þakkaði fulltrúa- ráðinu það traust sem honuin hefir verið sýnt í þessu máli, og gerði grein fyrir því hvers vegna hann hefði verið tregur til þess að taka. þetta starf að sjer, og hvers vegna hann hefði látið tilleiðast. Þessir tóku til máls á fundinum auk þeirra sem fyrr segir: Prú Guðrún Guðlaugsdóttir, frú Marta Indriðadóttir, Sigbjörn Armann kaupmaður og frú Guðrún Jónas- sou. Var fundurinn svo einhuga sem hugsast getur í því að fylgja ráðherrum flokksins fast að mál- um, enda er fulltrúaráð Sjálfstæð- isflokksins hjer í Reykjavík skip- að einvala liði áhugamanna og kvenna. í Arnarhváli. Með fjölgun stjórnardeilda verð- ur ekki rúm fyrir þær í Stjórnar- ráðshúsinu. Er ráðgert að f.jár- málaráðherra og viðskiftamálaráð- herra, hafi skrifstofu í Arnarhváli, en þaðan flytji aftur í Stjórnar- ráðið utanríkismálaskrifstofan. En til þess að rýma til í Arnar- hváli verða tollstjóraskrifstofurn- ar að fara þaðan. Barnadagsblaðið. í dag geta dugleg sölubörn enn fengið blaðið á afgreiðslu Morgunblaðsins, í Grænuborg og Vesturborg frá kl. 8—12. Nauðsynlegt er, að börn þau, sem hafa blöð frá því í gær, skili í dag. Gestir í bænum. Hótel Borg: Brynj. Sigurðsson, Seyðisfirði; 0. 1 Hertervig, Siglufirði. Tregur aíli hjá Akurnesingum Síðastliðna viku var afli mjög tregur á línu. 2 bátar, sem hafa þorskanet, hafa aflað dável, ög smábátar hafa fiskað allvel á færi. E.s. Sindri kom af saltfísks- veiðum á laugardag með 72 smál. eftir 9 daga útivist. L.v. Ólafur Bjarnason kom af veiðuin á mánudag með 100 skpd. Skipið hættir nú veiðutn í bili vegna fiskileysis. E.s. Selfoss var á Akranesi í gær, lestar þar 100 tonn af fiski- mjöli og 300 tonn af þorskalýsi. Stofnfundur nemendasambands Iðnskólans Stöfnfundur Nemendasambands Iðnskólans var lialdinn í Baðstofu iðnaðarmanna á sunnu- daginn, að tilhlútun Málfundafje- lags Iðnskólans. Stofnendur voru miíli 80—90. Malkmið sambands- ins er meðal annars að vinna að aukinni mentun iðnaðarmanna og velgengni Iðnskólans. I stjórn sambandsins vöru kosn- ir: Forseti Ágúst II. Pjetúrsson, Ög auk hftns Ingólfur Einarsson járnsmiðuf, Bjarni Bentsson hús- gagnasmiður, Guðmundúr Jóhanns son blikksmiður og Georg Kristj- ánsson forstjóri. Pyrir stofnun sambandsins ríkti mjög niikill áhugi. Bárust fund- inum brjef frá gömlum nemendum skólans, sem búsettir eru úti á landi. Ljetu þeir í ljós ánægju sína yfir stofnun sambandsins og gerðust stofnendur. Framlialdsstofnfuudur mun verð verða haldinn innan skamms. Háskólafyrirlestrar. Sæuski sendikennarinn frk. Anna Oster- man flytur næsta fyrirlestur sinn í kvöld kl. 8. Gjaldeyris- og inn- flutningshöftin. Pyrsta málið á dagskrá voru gjaldeyris- og innflutningsmálin og var framsögumaður Björn Ól- afsson stórkaupm. Mintist hann þess, að þjóðin hefði nú búið að verslunarhöftunum í iy2 ár; þrátt fyrir marg ítrekaðar kröfur um afnám þeirra hefðu valdhafarnir haldið dauðahaldi í þau, til þess að stuðla að framgangi kaupfje- laganna og samvinnufjelaganna, með því að veita þeim frekar inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi held- ur en kaupmönnum. Illutdeild kaupmanna í innflutningsverslun landsins hefði farið minkandi frá ári til árs. Deildi lianu þvínæst mjög á höfðatölureglu þá, sem notuð hefði verið við úthlutun innflutn- ingsleyfa; taldi, að höfðatöluregl- an væri bygð á trú, en ekki vissu. Eftir reglu þeirri væri það svo, að ef kaupfjelögin hefðu til samans 35000 meðlimi, þá ættu þau ein að hafa allan innflutning til landsins. Sagðist ræðumaður einnig hafa orðið þess var, að erlendis undruð- ust menn, sem viðskifti hafa við ís- land, að Sambandið gæti altaf stað ið í skilum, en hjá kaupmönnum söfnuðust vanskilaskuldir. Hin op- inberu gjaldeyrisleyfi sem kaup- menn fá, eru engin trygging fyrir greiðslu og eru þau aðeins blekk- ing. Víxlar fyrir vörum eru ýmist afsagðir eða endursendir. Árangur- inn er nú að koma í Ijós. Allir fiuna, að opinbert velsæmi í þess- um málum er á lágu stigi. Undir- rótin eru hin marklausu gjaldeyr- islevfi. Knýjandi nauðsyn væri að hætta að gefa út þessi svika- leyfi. Gjaldeyrisleyfin eru orðin einskisvirði, nema í þeim tveim clearing-löndum, sem við skiftum við. Við getum ekki framvegis flutt inn aðrar vörur en þær, sem við getum greitt. Það sem fyrst þarf að gera er að greiða allar innifrosnar skuldir erlendra manna hjer á landi. Það má gera þannig: I fyrsta lagi þarf að athuga, hvað þær eru miklar. 1 öðru lagi þarf að útvega FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. í dag Tvær merkar konur látnar Emilia Indriðadóttir Emilía Indriðadóttir (dóttir Indriða sál. Einarssonar rit- höf.) andaðist á Landsspítalanum s.l. laugardag, eftir stutta legu, en langvarandi vanheilsu. Hún dvaldi alla tíð í föðurhúsum; stundaði föður sinn með einstakrl umhyggju og nú síðast í banalegu lians. Hún tók virkan þátt í ýms- um fjelögum, svo sem Leikfjelag- inu og kom oft fram á leiksviði. Sigríður Björnsdóttir Sigríður Björnsdóttir (Jens- sonar) kaupsýslukona and- aðist á Landsspítalanum s.l. laug- ardg, eftir 1 y2 mánaðr legu. Hún var rúmlega fimtug. Hafði um lagt skeið verið eigandi Versl, Augustu Svéndsen; var dugandi og vel metin í sínu starfi. ENSKUR TOGARI TEKUR NIÐRI í HAFNARFIRÐI Enskur togari „Comander ■ Ev- ens“ var á leið til Hafnar- fjarðar í gærkvöldi með veikan mann og tók þá niðri á Helga- skeri. Sendi hann skeyti um strandið og var strax brugðið við og farið út á hafnsögumannsbátnum. Losnaði togarinn af skerinu og^ var lagt við brvggju í Ilafnar- firði í gærkvöldi. Það var um kl. 11 sem skipið tók niðri, en kluklcan 12y2 var það lagst við bryggjuna. Um skemdir er ekki kunnugt, en líkur eru taldar til þess að þær sjeu litlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.