Morgunblaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1939, Blaðsíða 5
Þríðjudagur 18. apríl 1939. U f 1 tcef.: H.f. Árvaknr, RayaJaTla, Rltatjðrar: J6n Kjartanaaos oa- VaJtTr Stat&naaon (*.byra«a.ra«nnr> A.uglýalnfc-ar: Árnl 01«. Rltatjörn, aua;lyaina:ar o« »fBT»l««l». Auatoratratl I. — Stmi uoa Aakrlftarsjald: kr. 1,00 * amanaol. f lauauaolu: II aura alntakiB — II s.ara aaaH LaabOk. ÞJÓÐSTJÓRNIN Idag tekur þjóðstjórn hjer við völdum, stjórn, sem hef- ir á bak við sig allan megin- jþorra þingmanna. Umtalið um slíka stjórnar- iinyndun hefir staðið lengi yfir, og viðræður stjórnmálamanna til undirbúnings slíkrar stjórn- armyndunar síðan í nóvember síðastliðnum, með æðilöngum ihvíldum þó. Hvernig sem á stjórnarmynd- un þessa er iitið, þá hljóta allir að vera sammála um, að það er Ætórmerkur viðburður í íslensku stjórnmálalífi, er menn, sem barist hafa í návígi hinnat ;.p6iitísku orrahríðar hjer á landi, ganga til samvinnu um stjcrn landsins. Svo ólíkar skoðanir hafa þeir haft á því, hvaða leiðir liggi til farsældar fyrir þjóðina, og svo ólíkum stefnum hafa þeir fylgt, að ekki er að undra, þó ýmsir menn í óllum flokkum líti svo á, að samvinnan verði erfið þegar til átakanna kemur í því um- bóta- og viðreisnarstarfi, sem nú á að hef jast. Enhversu litla trú sem menn 'hafa á þessu í dag, verða þeir jað viðurkenna, að hjer er lagt út á merkilega braut til um- ibóta. • 1 haust, þegar viðræður •stjórnmálaflokkanna hófust, leit Hermann Jónasson svo á, og aðrir f lokksmenn hans, að ekki væri gerlegt fyrir Framsóknar- flokkinn einan, að fara með völdin í landinu. Var málið frá öndverðu túlkað þannig, að Framsóknarflokkurinn eðaí stjórn hans gerði eitt af tvennu, að leiða samningana, um þjóð- stjórn til lykta, eða efna til kosninga. Um þetta var að velja. Vafalaust iíta menn misjöfn- um augum á það, hverjar yrðu horfur á úrslitum í kosningum, «er færu fram í sumar. En senni-j lega eru þeir ekki margir, sem halda því fram, að þingstyrkur og aðstaða flokkanna hefði tek- ið stórmiklum breytingum. Og .jþá voru líka allar horfur á, að taka hefði upp samninga að nýju um þjóðstjórn að afstöðn- um kosningum. Vinningurinn við kosningar í sumar, hefði þá orðið sá einn, að stjórn sem tók við að þeim ioknum, hefði teoretiskan mögu- leika til þess að fara með völd í '4 ár. En slíkur dráttur á því um- bótastarfi, sem þjóðinni er uauðsynlegt gat líka orðið henni dýr. i • Því hefir verið haldið fram hjer í blaðinu og víðar, að rík- isstjórn sú, sem setið hefir hjer að völdum, hafi um of verið flokkslituð í athöfnum sínum. Tillögur framfærslunefndar II ÚTSVARSLOGIN Að það hafi viljað gleymast, að setja skal þjóðarhagsæld ofar öllu. Þegar þeir menn, sem hafa fengið þetta ámæli, sýna á því vilja, að breyta til, og ganga til þjóðstjórnar, þá teljum vjer að nokkur skortur væri það á ábyrgðartilfinningu, að hafna því tilboði. Enda hefir þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins tek ið þann kostinn, að skorast eigi undan þeirri ábyrgð. • Það hefir oft viljað brenna við hjá okkur íslendingum, þeg- ar ráðherraval hefir verið á dag skrá, að þar hafi gætt reip- dráttar persónulegrar togstreitu hverjir ættu að verða ráðherr- ar. Við þessi stjórnarskifti kom slíkt ekki til greina. Ólafur Thors hefir, sem formaður Sjálfstæðisflokksins, verið aðal- samningamaður flokksins. Und- ir forystu hans hefir flokkurinn aukist að atkvæðamagni svo þúsundum skiftir og gengi hans yfirleitt farið vaxandi. Sjálfur hefði Ólafur að vísu helst kos- ið að hann þyrfti ekki að taka að sjer ráðherraembætti. Bn Sjálfstæðismenn gátu yfirleitt ekki felt sig við slíka hlje- drægni frá hans hendi. Sem forystumaður flokksins varð hann að taka það að sjer. Jakob Möller var óljúft að taka við ráðherraembætti. En hann ljet undan eindregnum vilja flokksmannanna. Með því sýndi hann þann drengskap sem honum er og verður mikill sómi. Hann trygði með þessu það, sem flokknum er ómetanlegt, að flokkurinn stendur heill og ó- skiftur að stjórnarsamvinnu þessari. * Aldrei hefir nokkur stjórn sest að völdum hjer á landi, sem hefir eins mikinn liðstyrk að baki sjer sem þessi. Því allir sannir og þjóðhollir Islendingar standa saman um þá ósk, að þessi braut samstarfs og ein- drægni leiði þjóðina frá að- steðjandi hættum inn á leiðir farsældar. Hattabúðin, Austurstræti 14, efnir til tískusýningar í dag. Verða sýndir nýjustu vor- og sum- arhattarnir, og alls þrjár sýning- ar, kl. 4, kl. 6 og kl. 8. Skilnaðarsamsæti og dansleik fyrir Georg Tuvfesson skíðakenn- ara heldur f. R. í kvöld að Hótel Borg. Tuvfesson fer af landi burt á fimtudaginn. Ætlast er til að það fólk, sem verið hefir á skíða- námskeiðum á Kolviðarhóli í vet- ur, sæki samsætið, svo og aðrir, sem vilja kveðja Tuvfesson. Sam- sætið hefst með borðhaldi fyrir þá, sem það vilja, en engar ræð- ur verða fluttar, og verður borð- haldið því stutt. Eins og nú er háttað gjald- lögum og innheimtu út- svara, eiga bæjar- og sveit- arfjelögin við þann erfiða kost að búa, að mikill hluti útsvarsteknanna innheimtist ekki fyrr en seinni hluta ffjaldársins, og innheimta með lögtaki hjá vanskila- mönnum er fyrirhafnarsöm ofi: dýr. Þetta veldur þeim sveitarfjelög- um, sem erfitt eiga um útvegun lánsfjár, miklum fjárhagsvand- ræðum fyrri hluta ársins. Til þess að ráða nokkra bót á þeim vand- ræðum, og jafnframt til þess að gera innheimtuna einfaldari og kostnaðarminni, afgreiddi nefndin til ríkisstjórnarinnar frumvarp til breytinga á útsvarslögunum, og er aðalefni þess á þessa leið: • I 1. gr. frv. er mælt svo fyrir, að hreppsnefndum, með samþykki sýslunefnda, og bæjarstjórnum, með samþykki atvinnumálaráð herra, sje heimilt að ákveða gjald- daga og innheimtu á útsvörum sem hjer segir: Prá byrjun næsta mánaðar, eft- ir að niðurjöfnun útsvara er lokið, er sjerhver kaupgreiðandi, sem hefir fasta starfsmenn í þjónustu sinni, hvort sem kaup þeirra greið- ist vikulega, mánaðarlega eða á annan hátt, skyldur til að halda eftir af kaupinu fyrir hvern mán- uð upphæð, er nægi til fuílnaðar- greiðslu á iitsvarinu fyrir næstu áramót, miðað við jafnar greiðsl- ur mánaðarlega til ársloka. Vilji bæjarstjórn eða hrepps- nefnd haga innheimtunni þannig, er þeim skylt að senda hverjum kaupgreiðanda, í tæka tíð eftir niðurjöfnun útsvara, tilkynningu umi útsvör þeirra gjaldenda, sem hann hefir í þjónustu sinni, og krefjast þess, að hann haldi eftir áskyldri upphæð af kaupinu. Nú hefir kaupgreiðandi í þjón- ustu sinni daglaunafólk, sjómenn, ákvæðisvinnufólk eða annað starfs fólk, sem ekki er á föstu árs- kaupi, og skal hann þá skyldur frá fyrsta degi næs^ta mánaðar eftir niðurjöfnun útsvara að halda eftir við hverja útborgun, sem út- svarshluta, 10% af kaupi hvers kaupþiggjanda. Geri menn út til fiskjar í fjelagi upp á hlut, eða stundi aðra atvinnu í fjelagi með sama greiðslufyrirkomulagi, ber eftir niðurjöfnun útsvara, að halda eftir til greiðslu á útsvari alt að 10% af því fje; sem hver útsvars- greiðandi ber úr býtum. — Þó skal ekki skylt að halda eftir út- svarshluta af minni útborgunar- upphæð en 30 krónum, enda líði þá minst vika milli útborgunar- daga. — Ákvæði þetta nær til allra nema þeirra, er sanna með vottorði oddvita eða bæjarstjóra, að útsvarsgreiðslu sje ekki kraf- ist á þennan hátt, og það gildir þar til kaupþiggjandi hefir greitt útsvar sitt að fullu, enda þótt komið sje nýtt gjaldár, en heimilt innheimta hjá honum eftir- nm Hjer birtist önnur grein Ólafs Sveinbjörnssonar, þar sem hann skýrir tillögur framfærslunefndar um breytingar á framfærslulögunum er stöðvar útsvarsins með lögtaki eða á íiiman hátt, þegar sýnt er, að fullnaðarskil fást ekki á þennan hátt fyrir gjaldárslok. — Sje heimildargrein þessi notuð, má ekki reikna dráttarvexti af út- svörum þeim, er undir hana heyra á því gjaldári, sem útsvörin eru á lögð. Vanræki kaupgreiðandi að standa skil á þessum útsvars- greiðslum, má taka upphæðir þær, er honum ber að sjá um greiðslu á, lögtaki hjá honum sjálfum. * Þá er og í frumvarpinu mælt svo fyrir, að verslanir, iðnfyrir- tæki, skráð útgerðarfjelög og önn- ur sambærileg útsvarsskyld fyrir- tæki, skuli greiða útsvör sín mán- aðarlega, og fellur fyrsta mánað- • argreiðslan í gjalddaga fyrsta dag næsta mánaðar eftir að niðurjöfn- un útsvara er lokið, og greiðist alt útsvarið með jöfnum mánað- arlegum greiðslum til ársloka. Á þennan hátt dreifast útsvars- greiðslurnar yfir lengri tíma en áður, — þær byrja fyrr á árinu, en er ekki lokið fyrr en um ára- mót. Bæjarsjóðurinn fær nokkurn hluta útsvarsteknanna 2—3 mán- uðum fyrr en ella, og þær greið- ast einmitt á þeim tíma þegar þörfin er mikil og lítil von um aðrar tekjur. — Utsvarsgreiðend- um verður þetta ekki til neinna óþæginda nema síður sje. Þar sem útsvörin eru tilfinnanlega há, bæði hjer í bæ og annarsstaðar, verður flestum það erfitt að greiða út- svar, sem kann að vera áttundi til tíundi hluti allra árslaunanna, með fáum afborgunum seinni part ársins, auk þess sem við þau bæt- ast háir dráttarvextir ef ekki er greitt á rjettum gjalddögum. All- ir skilamenn reyna til þess ítrasta að ljúka útsvarsgreiðslunum fyrir áramót til þess að fá útsvarsupp- hæðina til frádráttar á næsta skattaframtali. Bn þar sem menn eru yfirleitt ekki svo forsjálir, að leggja til hliðar af tekjum sínum til greiðslu á útsvari og sköttum meðan innheimtan ekki kallar að, verður síðasta greiðslan, í mesta útgjaldamánuði ársins, ákaflega tilfinnanleg. — En með því að skifta útsvarinu í fleiri greiðslur og smærri, eins og frv. gerir ráð fyrir, verður dregið úr þessum ó- þægindum að miklum mun. Á hinn bóginn gera ákvæði frv., ef að lögum verða, innheimtu- mönnum útsvara miklu hægara fyrir um innheimtu hjá óreiðu- og vanskilamönnum, og ættu auðveld- lega að hafa þær afleiðingar, að minna tapist af útsvörum hjá slíku fólki. Þessar innheimtureglur eru al- gengar víða erlendis um innheimtu skatta til ríkis og bæja, og hafa þótt gefast vel. Þótt undarl«gt megi virðast, hefir frumvarp þetta «kki ennt komið fram á Alþingi, en yænt- anlega verður þess ekki langt a5 bíða. Áttræður: Siourður Pjetursson, íyrv. fangavörður Attræðisafmæli á í dag Sig- urður Pjetursson, fyrv. fangavorður, einn af elstu og mætustu borgurum þessa bæjar. Sigurður er fæddur að Porna- seli í Alftaneshreppi. Faðir hans var Pjetur Þórðarson járnsmiður, sonur Þórðar í Skildinganesi. Móðir Sigurðar var Sigríður Jóns dóttir frá Krossanesi í Álftanes- hreppi. Árið 1887 fluttist Sigurður til Ameríku og vann í þrjú ár við smíða- og járnbrautavinnii, en hvarf síðan heim aftur. Hann kvæntist 1892 Guðríði (Giisdóttur og fluttu þau hingað til bæjarins 1898. Gegndi Sigurður hjer lög- regluþjónsstarfi í 5 ár, en launin voru lág fyrir það starf á þeim árum og heimili Sigurðar þungt. Stundaði hann smíðar hjer í bæn- um næstu tvö ár og á sumrum var hann fylgdarmaður erlendra ferðamanna. Pangavörður varð hann 1907. Sigldi hann til Danmerkur áður en hann tók við því starfi, til að kynna sjer starfshætti í erlendum fangelsum. Pyrri konu sína misti Sigurður 20. apríl 1918. Þau eignuðust sjö börn: Guðrúnu, Pjetur háskóla- ritara, Sigríði, Gils verslm., Jón verkfr., Sesselju og Sigurð. 6. nóv. 1919 kvæntist Sigurður seinni konu sinni, Sigríði Gils- dóttur, systur fyrri konu sinnar. Fjölda margir vinir og kunn- ingjar munu á þessum merkis- degi Sigurðar Pjeturssonar færa honum heillaóski? og árna honum blessunarríks æfikvölds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.