Morgunblaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1939, Blaðsíða 8
^Rorguttblatii* Jfaupsítapuv RABARBARAPLÖNTUR og fjölærar plöntur til sölu — næstu daga frá kl. 1—6. Blóma stöðin Blágresi, Njálsgötu 8C. Þriðjudagtir 15. ágústi 1939L o y % I Framhaldssaga — Þ|er gellð byrfað i dag Rauða akurlilfan og rænda brúðurin •:**:**:..:**:**:..:*.:**:«:**:**:**:**:**:-:**:**:**:«:**:*.:**:«:**:*.:**x*.:«:«:«x«x..:..x«:«:*.:..x*.:«»:*.x*.:«x^»:^h.>;~x. MEÐALAGLÖS fersólglös og Soyuglös, keypt laglega. Sparið milliliðina og komið beint til okkar ef þið tiljið fá hæsta verð fyrir glös- ta. Laugavegs Apótek. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — BJðrn Jónsson, Vesturgötu 28. Siml 8594. KAUPUM mlqminium, blý og kopar hæsta verði. Flöskubúðin Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. KAUPUM FLÖSKUR, atórar og sraáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. £#mi 5396. Sækjum. Opið allan daginn. KAUPUM FLÖSKUR glös og bóndósir af flestum teg- undum. Hjá okkur fáið þjer á- valt hæsta verð. Sækjum CI yðar að kostnaðarlausu. Slmi ■5883. Flöskuversl. Hafnar'str. 21 EFTIRMIÐDAGSKJÖLAR sumarkjólar og blúsur í úrvali. Saumastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. — Sími 2744. í 2CCísru&&L EÍNHLEYP STÚLKA óskar efltir tveim herbergjum með aðgang að eldhúsi 1. okt. n. k. Tilboð merkt: „Föst at- vinna“ sendist afgr. Morgunblaðs ins fyrir 17. þ. m. _ tiwwa STÚLKA ÓSKAST til aðstoðar við heimilisverk um hálfsmánaðartíma. — Uppl. í Laugevegsapóteki. — Sími 1619 OTTO B. ARNAR, löggiltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn* ing og viðgerðir á útvarpstækj- am og loftnetum. Kernogan hertogi franskur aðalsmað- ur hefir flúið frá Nantes eftir stjórn- arbyltinguna í Frakklandi og dvalið landflótta í Englandi, ásamt döttur sinni Yvone. Hefir hún gifst á laun Anthony lávarði, einkavini Sir Percy Blakeney, sem er hin svonefnda Rauða akurlilja og hefir varað hann við yfir- vofandi hættu, er Yvonne stafi af Martin Boget. Sá síðastnefndi hefir fengið samþykki hertogans, til þess að giftast Yvonne og þykist vera banka- stjóri frá Brest. En í raun og veru er hann Pierre Adel frá Nantes, hatramm- ur fjandmaður þeirra feðgina. Fer hann með þau til Nantes, ásamt Chauvelin fjelaga sínum, er hefir var- að hann mjög við Rauðu akurliljunni. í Nantes kemur hann hertoganum fyr- ir á samkomustað mesta úrþvættis borg arinnar, „Dauðu rottunni", en Yvonne hjá syStur sinni. Ætlar hann að neyða h na til þess að giftast sjer, eða senda þau með glæpamönnum til Parísarborg ar að öðrum kosti. Hann tók þan eitt og eitt, at- hugaði þau og fjekk Carri- er þau síðan. Lalouet sat ósvífinn og forvitnis- legur á svip á stólbríkinni hjá Carrier, hrifsaði hvert brjefið á fætur öðru af honum og athugaði þau gaumgæfilega. „Skiljið þjer alt þetta rugl?“, spurði hann hortugur. „Hvað kunnið þjer mikið í ensku, Jean Baptiste?" „í»að er ekki míkíð“, svaraði fulltrúinn. „En jeg skil nóg til þess að kannast við þessa vísu um hann, sem kunnug er um alt land“. „Jeg kann hana utan að“, svar- aði Lalouet. „Jeg var staddur í París, er Robespierra borgari f jekk eitt eintak af henni. En hvað hann bölvaði!“ En líklega hefir þó Robespierre ekki bölvað nærri því eins mikið og Carrier bölvaði nú. „Bara að jeg vissi, hvers vegna þessi bölvaði Englendingur gerir sjer svona dælt með þessnm skrif- um. Jeg skil ekki ------“ „Hvað þau eiga að þýða“, tók Chauvelin rólega fram í fyrir hon- um. „Það er ekki von. Við fyrstu sjón virðist þetta barnalegt. En í raun og veru á þetta að vera hæðni, aumkvunarleg tilraun til þess að vera fyndinn! Einkenni- legir menn, þessir Englendingar. En jeg þekki þá!“ „Og þessi heimskulega vísa“, sagði Lalouet og tók í sama streng um leið og hann þuldi vísuna í háum og skrækum róm: Þeir leita hans hjer, þeir leita hans þar, þeir leita hans bara alstaðar, og undan ei himinn nje helvíti skilja. Hvar ertu, Rauða akurlilja? „Heimskulegt!“, sagði hann aft- ur og kastaði brjefinu frá sjer á borðið. „Þessi Englendingur er bölvað- ur aðalsmaður", þrumaði Carrier. „Þegar jeg næ í hann------“, bætti hann við og bandaði með hendinni. En Lalouet hló að honum. „Þjer hafið fleiri skjöl, Chau- velin borgari?“, sagði hann. „Brjef“, svaraði hann „Lesið það!‘ ‘, skipaði Carrier. „Þýðið það! Jeg skil ekki þetta rugl“. Og Chauvelin tók eina pappírs- örkina, sem var þakin fínlegum bókstöfum, og las upphátt á frönsku; „—* — — Nú erum við loks komnir hingað, kæri Tony. Hefi jeg ekki sagt þjer, að við kom- umst það sem við ætlum okkur, þrátt fyrir allar hindranir!“ „Bölvaðir dónarnir!‘ ‘, hrópaði Carrier. „Hjelstu kannske, að þeir gætu haldið okkur frá Nantes, þegar Lady Anthony Dewhurst er fangi hjá þeim?“ „Hver er það?“ „Dóttir hertogans! Eins og jeg sagði yður áðan, er hún gift ein- um af fjelögum Rauðu akurlilj- unnar1 ‘. Ilann hjelt áfram að lesa: „------ — Og hjelstu kannske, að þeir þektu okkur, nokkra Englendinga, klæddir eins og mókarlar að koma heim frá vinnu. Ótrúlegt, Tony. Ef þú skyldir hitta vin minn Monsieur Chambertin, áður en jeg fæ sjálfur þá ánægju, skaltu skila kveðju til hans og segja, að jeg lilakki til að gefa honum langt nef einu sinni enn. Cala^s> Bou- logne, París — og nú Nantes —. Þeim fjölgar stöðunum, sem gera ófarir hans frægar“. „Hvern þremilinn á alt þetta að þýða?“, sagði Carrier, sem. skildi hvorki upp nje niður. „Skiljið þjer það ekki?“, spurði Chauvelin rólega. „Nei, alls ekki!“ „Og þó þýddi jeg það greini- lega“. „Jeg skil málið, en ekki inni- haldið“, hvæsti Carrier. „Jeg furða mig á því að maður, sem þykir kænn og vill vera leyndar- dómsfullur, skuli skrifa svona hlægilegt og bjánalegt rugl“. „Jeg myndi líka furða mig á því, ef jeg þekti manninn ekki“, svaraði Chauvelin og brosti. „Já, hann hegðar sjer eins og hlægi- legur bjáni aðra stundina, en sýn- ir karlmannlega dirfsku og snar- ræði hina. Honum þykir líka gam- an að gorta og vill láta okkur vita, hve auðveldlega þeir fjelagar hafa sloppið inn í Nantes, dul- búnir eins og mógreftrarmenn. Og nú, þegar jeg, hugsa nánar um það, sje jeg, að það hefir veri§ ofur auðvelt fyrir þá. Þessir verkamenn eiga heima í bæntím og koma heim frá vinnu sinni á kvöldin, þegar farið er að skyggja. Þessir ensku æfintýramenn eru hreinustu snillingar í því að dul- búa iág, fæddir leikarar. Og þeir hafa hæglega getað keypt sjer óhreina garma í kofunum fyrir utan bæinn og blandað sjer síðan í hópinn, er verkamennirnir hjeldu heim. Peningum og ósvífni hafa þeir nóg af. Og Rauða akurliljan er mesti bragðarefur. Hingað til ntrmJ '&ZC&Afnnvngac VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skón* ní- burða vel. VENUS-GÖLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. Ávalt í næstu búð. FRIGGBÓNIÐ FlNA, er bæjarins besta bðn. MUNIÐ fallegustu og ódýrustu blómin. Blómasalan, Laugaveg 7, sími 5284. I. O. G T. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur í kvöld klukkan 8. — 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Frú Kristín Sigurðardóttir: Erindi. 3. Hr. Gumundur Gunnlaugs- son: Upplestur. 4. Hljóðfæra- leikur. Gerið svo vel að mæta stundvíslega. Olesen, biskup í Ribe, sem nú er nýlátinn, gat verið spaug- samur ef því var að skifta. Eftir- farandi saga er sögð um biskup- inu: Einu sinni, er hann var prófast- ur í Ribe, gekk hann út í sveit sjer til gamans. Hann mætti þá smala með stóran kindahóp. Pró- fastur gaf sig á tal við smalann og spurði hann hve margar kind- ur væru í hópnum. — Tja, svaraði smalinn, þær skifta nokkrum hundruðum. — Jæja, þá héfi jeg stærri kindahóp, svaraði prófastur, því í minni hjörð eru um 5000! Smalinn stóð dálitla stund þög- ull og fiktaði við skeggið á sjer, en sagði síðan: — Já, einmitt. Þú hefir þá nóg að gera um sauðburðinn! ★ Ramses II., fyrrurn Egypta- landskonungur, sem nú er til sýnis á safni í Kairo, en sem enskt vindlingafirma notar í aug- lýsingar sínar, var 10 sinnum „miljónamæringur“. Menn eins og Ford, Rockefeller og Krösus eru hreinustu sveitarómagar í saman- burði við Ramses II. Þessi faraó, sem nefndur var „hin gullna sólarupprás Egypta- lands“, var fyrsti faraóinn, sem sigraði alla konunga í Núbíu og Syríu. Hann lagði undir sig auð hinna sigruðu konunga og varð eigandi að gullnámunum í Núbíu. Allur ágóði af rekstri námanna rann í hans vasa í næstum 70 ár. Það er því vel skiljanlegt að hann ljeti setja álitlega peningafúlgu með sjer í gröfina. ★ Þýskur vísindamaður er sagður hafa fundið upp sýru, sem leysir alt upp. Danskt blað, sem segir frá þessari frjetf, bætir því við, að næsta uppfinning vísinda- ínannsins verði vonandi að finna upp ílát til að geyma sýruna í. ★ Stjórnarvöld Þýskalands vilja helst að þýskir kvikmyndaleikarar noti eingöngu þýska bíla. „Paris Soir‘ ‘ segir frá því, að dr. Göbbels hafi skipað öllum þýskum kvik- myndaleikurum, sem ætla að eiga bíl, að kaupa þýska bíla. Yerði þeir elcki við þessari skipun hefir þýsk kvikmyndaframleiðsla engin not fyrir starfskrafta þeirra. ★ Nýlega var hjer sagt frá skegg- prúðum borgarstjóra, sem var svo óheppinn að flækjast í skegginu á sjer, svo að hann datt niður stiga og hálsbrotnaði. í því sam- bandi má minna á ráðgjafa Maxi- milians keisara, Andreas Bauber, sem hafði svo langt skegg,' að það náði frá höku niður á tær og aftur upp að beltisstað. ★ Ameríska tenniskonan, Alice Marble, sem varð sigurvegari á síðustu Wimbletonkepni, ætlar að hætta að taka þátt í tenniskapp Ieikum. — Kvikmyndatökustjóri einn kom auga á hana á tennis- kappleik og árangurinn varð samn ingur við tenniskonuna um að leika í kvikmyndum. hefir hann haft liepnina með sjer á dásamlegan hátt. En við sjáunn nú hvað setur!“ Carrier lilustaði þegjaudi á. haryi. Ró Chauvelins hafði róandi álirif á hann, svo að hannt sefaðist smátt og smátt, sat álút- ur við skrifborðið og einblíndi á. Chauvelin. Lalouet var heldur ekki eins- ósvífinn á svip og áður. Það var- eins og hið dularfulla vald æfin* týramannsins drægi úr hroka þess- ara forhertu sálna og þeir fundu* að hjer var ekki um tilfelli að' ræða, þar sem hægt var að myrða miskunnarlaust og úthella sak- lausu blóði. Báðir fundu þeir lík® það, að eini maðurinn, sem gat tekið upp baráttuna við himt: djarfa fjandmann, var Chauvelinr. þó hingað til hefði fokið í flest skjól fyrir honum. „Haldið þjer, Chauvelin borg- ari“, spurði Carrier eftir nokkra.i stund, „að Englendingamir hafbt ætlast til, aíj böggull þessi kæmist: í okkar hendur?“ „Sá möguleiki er ekki útilokað- ur“, svaraði Chauvelin þurrlega. „Ekkert er ómögulegt, þegar- svóna menn eiga í hlut“. „Haldið þjer þá áfram, Chauve- lin borgari. Hvað stendur meira '£i þessum brjefum ?“ „Ekkert merkilegt. Hjer er landabrjef yfir Nantes, yfir strönct ina og Le Croisic. Þá er hjer blaðaúrklippa úr Le Moniteur í september og önnur úr Londonu Gazette, sem er þriggja ára gömul. Loks eru hjer kvittaðir reikning- ar, frá skraddara í London, tvn- hundruð pund fyrir föt, og fr§ kaupinanni í Lyon hundrað pund'1 fyrir hálsbindi. Af öllu þessu- skrani er hjer eitt einasta brjefr sem virðist hafa nokkra þýð- ingu .... “ Hann tók síðustu pappírsörkina- úr bunkanum og sagði: „Það er ritað til Lady Anthony Dewhurst, dóttur hertogans, eins- Framh. V BÚÐ (4X9). bakherbergi og geymsla,, til leigu. fíími 4441. herbergi eða íbúð eða leigjendur fyrir baustið, vinnustúlku, eða einhverja muni til kaups, þá er hægt að ráða bót á því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.