Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. 'sept. 1939. MORGUMBLAÐIÐ 3 w Islensku knatt- spyrnumennirnir komnir til Khafnar Keppa þar í dag? KHÖFN í FYRRADAG. Islensku knattspyrnumennirnir, sem verið hafa í Þýskalandi síðan 21. ágúst, fara frá Hamborg í fyrramálið (laugardagsmorgun) til Kaup- mannahafnar. Þeir fara heimleiðis með „BrúarfossP* frá Kaupmannahöfn 5. þ. m. (á þriðjudaginn). Komið hefir til mála að þeir keppi við knattspyrnulið hjer í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. Allmikil breyting hefir orðið á ferðaáætlun þeirra fjelaga vegna stríðsins. Þeir hafa kept aðeins tvo kappleika í Essen (töpuðu 2:4) og í Bremen (töp- uðu 1:2). Kappleikir, sem áttu að fara fram í Trier og Kre- feld fjellu niður. Knattspyrnumennirnir áttu að ferðast um víða í Þýskalandi og sjá margt, en af því hefir ekki getað orðið nema lítið. Þeir áttu að lokum að dvelja viku- tíma í Liibeck og koma síðan iheim með Dettifossi frá Ham- borg 8. þessa mánaðar. Þegar kappleikirnir í Trier og Krefeld fjellu niður vegna óvissunnar í álfunni, var ákveð- ið að reyna að láta kappleik fara fram í Ltibeck. Stríðið batt enda á þetta áform. Knattspyrnumennirnir, sem eru 19, ásamt fararstjóra og Ivari Guðmundssyni blaðamanni koma til Reykjavíkur 12. þ. m. Ferðir Eimskipa- Ijelagsskipanna Margir spyrja um ferðir Eim- skipafjelagsskipanna og því spurðist blaðið fyrir um þær í gær. Um þær er þetta helst að segja: Dettifoss er að afferma í Grims- by. Aætlun hans er til Hamborg- ar. Oráðið enn um ferð hans frá Englandi. Selfoss kom frá Antwerpen og Rotterdam og ej; nú að taka kol í Immingham. Fer síðan til Leith og tekur þar vörur, sem Brúar- foss átti að taka. En Brúarfoss er í Höfn og fer þaðan með full- fermi beiná leið hingað til Rvíkur. Gullfoss er að taka síld á Norð urlandi. Fer hjeðan út á þriðju- dag. Lagarfoss fer með fullfermi af útflutningsvörum frá Austur- landi til Hafnaf. Reisufagnaður var haldinn í Hafnarfirði í gær við byggingu mikla, sem hafnfirskir útgerðar- menn eru að reisa við Víðistaði. í húsi þessu á að vera nótaviðgerð og nótahreinsun. Forstöðumaður þessarar iðju verður Ingólfur Theodórsson. Komast Islend- Ingar I úrslit I Argentínu ? Búið að tefla fyrstu umferðina Erlend blöð, sem hingað bárust í gaer, birta sím- fregnir frá Buenos Aires, þar sem skýrt er frá nánara fyrir- komulagi skákþingsins þar. Það eru flokkar frá 27 þjóð- um, sem taka þátt í skákþing- inu, og er þeim skift í fernt, sem hjer segir: 1. flokkur: Perú, England, Pólland, Bæheimur og Mæri. Paraguay, Brasilía, Canada. 2. flokkur: Chile, Þýskaland, Uruguay, Frakkland, Búlgaría, Lettland, Bolivia. 3. flokkur: Argentína, Island, Danmörk, Lithauen, Ecuador, Irland, Holland. 4. flokkur: Palestína, Eist- land, Noregur, Guatemala, Sví- þjóð, Cuba. Þegar kept hefir verið inn- byrðis í hverjum þessara flókka, þannig, að þjóðirnar í hverjum flokki keppi ein við alla og allar við eina, eru þrjár efstu þjóðirnar í hverjum þessara fjögurra flokka, látnar keppa í úrslitunum ein við allar og allar við eina, 12 þjóðir keþpa 11 umferðir hver (44 skákir). Hinar þjóðirnar 15, sem ekki komast í úrslitin, verða svo látn- ar keppa sjer, ein við allar og allar við eina, um sjerstakan bikar, sem forseti Argentínu hefir gefið í þessu augnamiði. Kept verður þar í 14 umferðum, og teflir hver þjóð þar 56 skák- ir. Nú er ‘kepninni innan flpkk- anna lokið, og verður skák- þinginu skift í tvent, eftir því sem að framan segir. Ekki er vitað, þegar þetta er skrifað, hvaða þjóðir komast í úrslit úr 3. flokki, en ísland er í þeim flokki. — „Stríðsófti" — Breta - (frásögn Þjóðverja) Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Þýsk blöð skýra frá því, til marks um styrjaldarótta Breta, að allar eiturslöngur hafi verið drepnar í dýra- garðinum í London og allir fílar fluttir burtu. í París hafa öll leikhús lokað og fjöldi kvikmynda- húsa vegna skorts á starfs- mönnum. Frönsk blöð eru aðeins 4 síður í dag. Parísarbúum hefir verið skipað að hafa altaf með sjer gasgrímu sína. En ekki eru menn alment farnir að hlýða því boði enn. Lögreglumennirnir hafa fengið stálhjálma og gas- grímur. Austan bræla ð sfldarsvæðinu Engin síld veiðst þar tvo daga 1 fyrrinótt og gær komu 20 skip -*• til ríkisverksmiðjanna á Siglu firði, með samtals um. 8 þúsund mál síldar. Þrátt fyrir stanslausa losun, nótt sem dag, biðu í gærkvöldi 9 skip eftir löndun. Yoru þrær verksmiðjanna að fyllast og verður brætt í öllum verksmiðjum yfir helgina. Lítið barst til Siglufjarðar af söltunarsíld í gær. Voru saltaðar síðasta sólarhringinn 2106 tunnur, þar af 1657 tn. úr reknetum. 011 síld, sem komið hefir -til Siglufjarðar síðustu dagana, var sótt um 50 mílur NA af Sljettu. í gær var síldar vart ekki langt frá Siglufirði. Á djúpmiðum var ekki veiðiveður í gær; austan bræla. Alls hafa ríkisverksmiðjurnar fengið 315.054 mál, en á sama tíma í fyrra 402.731 mál. Djúpavík. Verksmiðjan þar liefir nú alls fengið 87.833 mál og þar liafa ver ið saltaðar alls 10.232 tunnur. Á sama tíma í fyrra hafði Djúpæ víkurverksmiðjan fengið 136.200 mál, og þar saltaðar 9.950 tn. Af Djúpuvíkurskipum hefir Garðar liæstan afla, 12.113 mál og 984 tn. saltsíld. Sex af skipum þeim, sem l°gt hafa upp í Djúpuvík, eru nætt veiðum; þau eru: Hafsteinn, Jón Ólafsson, Surprise, Hilmir, Baldur og Sindri. Eru þau nú á leið suð- ur. Hjalteyri. Þangað kom lítil síld í gær; fá- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Fræðslan um Is- land stóraukin í dönskum skólum Frá kynnisför kenn- aranna dönsku Dönsku kennararnir, sem tóku þátt í kynning- arvikunni á Laugarvatni, efu hjer enn. Sumir þeirra eru á ferðalagi um Norður- land, en aðrir hafa verið hjer í bænum undanfarna daga. í gær átti blaðið tal við einu þeirra, Fr. Hasseriis, kennara við lýðliáskólann í Askov. Hann er á Hótel Skjaldbreið ásamt frú sinni. Algengastur samakstur milli bif- reiða við gatnamót orsakast oft af of hröðum akstri við gatna- mót. Stundum einni gaf óaðgætni einni saman. Punktalínur (3) sýna hver hætta getur stafað af því að stöðva bifreið of nærri gatnamót- um; bíll nr. 2 verður að fara inn á miðja akbrautiúa, en það eykur stórum slysahættuna við gatna- mótin. Umferðarvikan tiefst I dag Umferðarvikan hefst í dag. Dagskrá hennar fyrsta dag- inn verður sem hjer segir: 1. Aukið lögreglulið veitir leið- beiningar á götum úti. 2. Rafskinna flettir 40 síðum með myndum og lesmáli, í Skemmuglugganum. 3. Erlingur Pálsson yfirlög- regluþjónn flytur erindi í útvarpið kl. 1 e. h. um um- ferðarmál. 4. Á nokkrum fjölförnustu gatnamótum bæjarins eru skiltij sem sýna fjölda um- ferðaslysa á þeim gatna- mótum, árið 1938. 5. Umferðarmyndir til sýnis víðsvegar um bæinn. 6. Kvikmyndahúsin sýna (í hljeinu) leiðbeiningamyndir í umferð. Einkunnarorð dagsins: Á götu altaf til vinstri vertu, var um þig ávalt og gætinn sjertu. Innamjelagsmót Ármanns fyrir drengi 15 ára og yngri hefst í dag kl. 10 árdegis á íþróttavellinum. Kept verður í 80 metra hlaupi, kringlukasti, 1000 metra hlaupi. Ætlast er til þess, að Ármenning- ar fjölmenni. Við höfum ekki allir getað fylgst að, sagði hann. Sumir okkar kennaranna komu með „Dr. Alexandrine“, ásamt blaða mönnunum dönsku.Jeg var einn í þeim hóp. Við fórum til Norð- urlands áður en fyrirlestrarnir byrjuðu á Laugarvatni. — En margir kennaranna urðu að láta Norðurlandsferðina bíða þangað til eftir Laugarvatnsdvölina. — Þeir eru væntanlegir hingað eftir helgina og ætla með Gull- foss heimleiðis. . En við hinir förum með Lyru og yfir Noreg. Tilgangurinn með þessari ferð okkar er, eins og þjer vitið, að kynnast hjer bæði landinu og þjóðinni, landshögum og lífs- skilyrðum, til þess að við í fram- tíðinni getum gefið meiri fræðslu um ísland en við höfum getað hingað til. Áformað var að þessi ferð yrði farin í fyrra.En það strand- aði þá á því, að ekki fekst nægi- legt farþegarúm í skipunum, sem hingað sigla. Nú tókst það; og ferðin hefir yfirleitt gengið að óskum. Við höfum fengið mikinn fróðleik um Island, bæði af fyrirlestrunum á Laug- arvatni og af ferðalögunum. —• Við höfum líka heim með okk- ur mikinn fjölda mynda, bæði þær, sem við sjálfir höfum tek- ið, og keypt hjer. Ætlun okkar er að halda fyrirlestra um Is- land, ekki aðeins í skólum okk- ar, heldur víðar um landið. Og hvernig lýst yður á land- ið, samanborið við álit yðar að ósjeðu í stuttu máli: Hluturinn er, segir Fr. Hasse- riis og brosir við, að okkur Dönum hættir altaf til þess að hugsa okkur Island með sama svip og við kynnumst því af íslendingasögum. Að vísu höf- um við lesið ýmislegt af nýjum, íslenskum bóklmentum. En það gildir einu. Það er sagan og hið gamla Island, sem altaf stendur okkur fyrir hugskots- sjónum, áður en við komum hingað. Við hjeldum að hjer ferðuð- ust menn á hestbaki um landið, eins og í gamla daga. En það fyrsta, sem við fyrirhittum er, >að hægt er að komást á bílum, um þvert og endilangt landið. Landið er líka alt öðru vísi en við hjeldum að ósjeðu. Að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.