Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1939, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. sept. 1939. Bretar línna ekki fyr en Hitler kollvarpað Breska heirnsveldið stendur með Englendingum London ^ amveldislönd Mussolini, sem nu gerir tilraunina. síðustu FRAMH. AF ANNARI SIÐU. Mussolinis hefðu haft nein áhrif á þá. Sir Archibald Sinclair hvatti til þess að breska þingið ljeti ekki á sjer finna á þessari stundu, að það bæri ekki traust íil franska þingsins. BLÖÐIN EINBEITT Samkvæmt breskum blöðum hefir breska þjóðin aldrei verið eins samtaka og nú. ,,Times“ segir, að Hitler hafi neytt Þjóð- verj^ til þess að taka að sjer það ábyrgðarmikla verk að hreinsa til í álfunni með vopna- valdi, og nú skuli verkið verða gert, hvað sem það kostar, svo að ekki þurfi um að bæta. Manchester Guardian segir, að breska þjóðin eigi ekkert sökótt við þýskú þjóðina, En lunsvegar skuli það ekkert leyndarmál vera fyrir heimin- um, að því aðeins fari Bretar í stríð, að þeir muni ekki linna fyr en þeir hafa kollvarpað Hitler og öllu hans skipulagi. Daily Telegraph segir, að Englendingar hafi aldrei verið eins rólegir í byrjun styrjaldar eíns og nú og mörgum finnist eins og Ijett sje af honum fargi e/tir hið óþolandi taugastríð. í gær. FÚ. Breta hafa hvert af öðru heitið móður- landinu fullum stuðningi. Stjórnin í Kanada hefir farið fram á það, að fá heimild til hvers konar stuðnings við Bretland í styrjöld, sem háð er til að stöðva ofbeldi og ágengni. Forsætisráðher)>a Ástralíu flutti útvarpsávarp í dag og sagði m. a.: „Vjer höfum einn konung, eitt flagg, og vjer vlnnum allir, sem bresk lönd byggjum, fyrir sama málefni“. Fjörutíu og sex indverskir þjóð höfðingjar hafa heitir Georg VI. konungi Bretlands og keisara Ind- lands allan þann stiiðning, sem þeir geta í tje Játið, ef til styrj- aldar kemur. REYKJAVÍKURBRJEF. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. snöggu skoðanaumskifti sjeu sjálf- sögð og eðlileg. Þ. e. a. s. enn sem komið er telja þeir sig hafa skoð- un. En í raun og' veru hefir þjálf- unin í þjónustu kommúnismans, sem kunnugt er, verið í því inni- falin að leggja niður sjálfstæða skoðun, vera ekki annað en mál- pípa eða einskonar bunutrekt fyr- ir þær kenningar sem sendar eru austan úr Moskva. Vafalaust verða þeir kommún- istaforingjar, sem enn eru að basla við að hafa skoðun, að lúta í lægra haldi. Ellcgar þeir verða reknir úr flokknum. Það er nokkuð erfitt að liugsa sjer, að hinar skoðanalausu mál- pípur Rússa geti til lengdar haft áhrif á frjálsborna íslendinga. í raun og veru geta menn sætt sig við að svona flokkur sje til í land- inu. Þeir sem eru andlega úrkynj- aðir lenda þar, festast þar — öðr- um til viðvörunar. Stjórnarbruyt- ingin i Englandi Donsku kennararnir |—.áð varð kunnugt í Löndon f-* síðdegis í gær, að verka- mannaflokkurinn hefði neitað boðij un(jrun yfjr ag sj^ hjn yoldugu FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU, vísu höfum við sjeð nokkur mál- verk hjeðan. En við trúðum því ekki, að þau gæfu rjetta mynd af landinu, trúðum því ekki, að fjöllin væru svo litskrúðug, eins og myndirnar sýndu. En svo sjáum við, er hingað kemur, að sjálfur veruleikinn er enn þá ótrúlegri en málverkin. Við verðum gagnteknir af Mr. Chamberlains um að taka þátt í myndun nýrrar stríðsstjórnar. Verkamannaflokkurinn tilkynti Mr. Chamberlain að hann fylgdi stefnu stjórnarinnar í utanríkis- nilum af heilum hug, en vildi þó efíki að svo stöddu taka þátt í stjórnarmyndun. >í gær var talið að fjórir nýir ráðherrar myndu verða teknir í stjórnina þegar breytingin verð- ur gerð á henni. T^eir af hs|sum fjórum ern Eden og Ghtirchill. náttúruöfl hjer, er við kynnumst jarðhitanum, fossunum o. fl. En ef til vill vekur það mesta eftirtekt okkar, hve sterk trú á framtíðinni er ríkjandi meðal þjóðarinnar. Þó þið sje- uð fámennir, og þó ykkur vanti tilfinnanlega fjármagn, þá er- uð þið vissir um, að ykkur takist að sigra erfiðleikana. Og það er þessi vissa, sem fyrst og fremst gefur ykkur styrkinn til þess. Ófriðarundir- búningur Dana Hverfa frá sterling- pundi Frá frjettaritara vorurn. Khöfn í gær. Danir hafa kallað fimm ár- ganga til herþjónustu. Á föstuddagskvöld samþykti Ríkisþingið lög um að úttekt sparifjáreigenda úr bönkum yrði takmörkum háð. Á laugar- daginn voru til umræðu í þing- inu frumvörp til laga um skömtun á nauðsynjum og um takmörkun á vöruálagningu. Á föstudaginn var það ákveð- ið, að dönsk króna skyldi fylgja sterlingspundinu, og pundið skyldi skráð í kr. 22,40 á með- an sterlingsgengið yrði ekki lægra en svo, að 4,32 dollarar væru í pundi. En á laugardag var ster- lingspundið lægra. Þá voru 4,19 dollarar í pundi, svo sterlings- gengið í Höfn var þann dag skráð kr. 21,65. Búist er við að íhaldsflokkur- inn og jafnvel flokkur vinstri manna fái fulltrúa í ríkisstjórn- inni. í Svíþjóð. Sænska stjórnin býr nú flotann að öllu leyti út til þess geta tekið að sjer varnir landsins. Er í Svíþjóð nokkur ótti um að til sjóorustu kunni að koma utan við Gautaborg. Ræða Daladiers í gær Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gxr. ldungadeild franska þings- ins samþykti í dag í einu hljóði 400 miljón sterlings- punda fjárveitingu til hernað- arþarfa. I ræðu, sem Daladier flutti í franska þinginu í dag, lýsti hann yfir því, að Frakkar myndu standa við skuldbinding- ar sínar við Pólverja. Því hvern-< ig væri hag Frakklands komið ef þeir gerðu það ekki. Þeir myndu standa einir og yfirgefnir. Þjóðverjar hefðu lof- að að virða sjálfstæði Áustur- ríkis og Tjekkóslóvakíu og svikið það. Þeir hefðu lofað að virða landamæúi Frakklands, en ef Frakkar leyfðu þeim að kúga Pólverja, þá væri röðin næst komin að Elsass og Loth- ringen. Allir frjálsbornir menn, sagði Daladier, munu veita Pólverjum stuðning. Loftárásir á Varsjá FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. ur-PrúSslandi til sömu borgar og telja Þjóðverjar, að þessar her deildir muni þá og þegar ná sam an. Eru pólsku göngin þá einangr uð frá öðrum hlutum Póllands Um leið einangrast herdeildir Pólverja, sem eru í göngunum. Loftárásir. I dag kl. rúmlega 5 eftir Mið Evróputíma var gerð loftárás í Varsjá. Tuttugu flugvjelar flugu yfir borgina og voru þar á sveimi í 25 mínútur. Þær svifu einar sjer eða þrjár í hóp í 5000 feta hæð Pólskar eltiflugvjelar tóku sig strax upp og sló í bardaga í loft- inu. Um tjón í Varsjá liefir ekk- ert frjest. Fyr í dag, klukkan rúmlega þrjú, hafði önnur loftárás verið gerð á Varsjá. Um tjón af þeirri loftárás hefir heldur ekkert frjest Sumar fregnir herma, að 6 loft- árásir hafi verið gerðar á höfuð- borgina í dag. Loftárásir hafa verið gerðar ýmsar aðrar borgir í Póllandi, þ. á. m. Posen og Krakau. í Kraka.u segjast Pólverjar hafa skotið £ flugvjelar Þjóðverja niður. Samtals segjast þeir hafa skot ið niður 34 þýskar flugvjelar. Þeir segjast hafa tekið 100 skrið dreka af Þjóðverjum og yfir 500 stríðsfanga. Þjóðverjar segjast aftur á móti hafa eyðilagt margar flugvjelar Pólverja í loftárásum á flugvjela- stöðvar þeirra. í frjett frá Varsjá segir, að þýskar árásarflugvjelar hafi með- al annars kastað sprengjum á járnbrautarlest, seni var að flytja konur og börn. Sjöfug: Frú Marsibil Ólalsdóttir Ö' Fekk tveggja klst. frest D ÞAKKAR MUSSOLINI. En Daladier fór strax í upphafi ræðu sinnar lofsam- legum ummælum um viðleitni Mussolinis til þess að stilla til friðar og hjet honum stuðningi Frakka, með sömu skilyrðum og Bretar hafa gert. Hvað eftir annað kvað við dynjandi lófaklapp er Daladier flutti ræðu sína og frá öllum flokkum, jafnvel kommúnistum. r. Burkhardt, fulltrúi Þjóða- bandalagsins í Danzig er nú kominn til Kovno í Lithauen. Hann hefir sagt í viðtali við blaða menn, að honum hafi verið gef- ính tVeggja klst. frestur til þess að hafa sig á burt frá Danzig með starfslið sitt, og Gestapo-lögreglu menn hefðu fylgt sjer til járn- brautarstöðvarinnar. Dr. Burkhardt f'er til London. SÍLDIN. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ein skip með slatta. Veiðiveður var ekkert á síldarsvæðinu í gær eða fyrradag. Ekkert af Hjalteyr- arskipunum hefir hætt veiðum. Þau bíða fram yfir helgi og sjá hverju fram vindur og leita, ef veður batnar. Alls hefir Hjalteyrarverksmiðj- an fengið um 160 þús. mál. Húsavík. Þar, lönduðu í gær og fyrrinótt: Sæborg 700 málum, Barði og Vís- ir 550, Birkir 570, Frosti, Einar og Kristinn 350 niálum. Þrær verk smiðjunnar í Húsavík eru fullar. \morgun er ein af merkiskon- um þjóðarinnar sjötug, frá Marsibil Ólafsdóttir, nú búsett í Borg-arnesi. Hún er fædd að Rauðs stöðum í Arnarfirði 4. sept. 1869. Komin af góðum dýrfirskum ætt- um, dóttir Ólafs Pjeturssonar, er síðar var skipstjóri á Þingeyri, hins mesta dugnaðarmanns. Árið 1888 giftist hún Matthíasi Ólafssyni fyrv. alþm. og voru þau lengst búsett í Ilaukadal í Dýra- firði eða fram til ársins 1914, að þau fluttust til Reykjavíkur. Hún hefir alið manni sínum 15 börn, af þeim lifa 11, öll uppkomin og hin mannvænlegustu. • Frú Marsibil hóf ung sitt mikil- væga lífsstarf, starf móðurinnar, húsmóðurinnar og konunnar og jafnframt því að stjórna gestrisms fyrirmyndar heimili, hefir hún veitt börnum sínum þá bestu að- hlynningu og uppeldi, sem á verð— ur kosið. Hún er kona hreinlincf og vönduð til orðs og æðis, reiðu- búii; að taka málstað þess, sem á er hallað, hver sem í hlut á og einkar fundvís á hið góða í öllum mönnum, yfir höfuð búin þeim kostum og ltvendygðum, sem góða konu prýða. Þrátt fyrir sín grán hár og lúnu hendur, er hún enn glöð og ung í anda og glöðust í hópi sinna mörgu barna og barna- barna, en meðal þeirra dvelur hú« nú um þessar mundir. Við vinir hennar óskum þess: að su gleði endist henni til leiðar- loka. Vinur. FÁ EKKI KOLASKIP TIL ÍSLANDS. Aftenposten í Osló skýrir 'fráí því í gær, að svo mikill skipa skortur sje nú, að ekkert skip fá- ist til þess að fara með kol tij ís- lands fyn en 8. september, og sje' nú verið að yfirvega hvort ekkf skuli reyna að fá lánuð kol hjá íslendingum handa norskum skip- í, sem þeim yrðu svo borguð mjög bráðlega. TYRKIR standa með BRETUM. T yrkneska ríkisstjórnin kora saman á fund í gærkvöldi. Að fundinum loknum var sendi- herra Breta tilkynt, að Tyrkir myndu standa við allar sínar skuldbindingar gagnvai't Bret- landi og Frakklandi. Georg Bretakonungur og Inan- ui Tvi'klandsforseti hafa skifst á hlýjum kveðjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.