Morgunblaðið - 10.09.1939, Side 2

Morgunblaðið - 10.09.1939, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1939. Hæg sókn Frakka á vesturvígstöðvunum Langvarandi sifeldir bardagar framundan -6rs því er Þ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Ó MIKIÐ ORÐ hafi farið af bardögunum á vesturvígstöðvunum undanfarna daga og Frökkum hafi veitt þar betur, má ekki, að ,The Times“ segir, gera of mikið úr þeim sigrum, eða vænta sjer mikils af þeim fyrir Bandamenn. Enn sem komið er hefir franski herinn ekki komist íengra en miðja vegu milli varnarvirkja Maginot- og Sieg- friecllínanna. Millibilið á milli þeirra er um 20 kílómetrar. Árás þessi, sífeldir bardagar og hæg sókn Frakka inn ýfir þýsk landamæri vekja ugg og óþægindi meðal þýsku þjöðarinnar. En, segir blaðið, til þess- að um nokkurn verulegan sigur geti orðið að ræða, til þess að her Banda- manna geti áorkað nokkru ýerulegu gagnvart hinni öfl- ugu víglínu Þjóðverja, þarf langan og mikinn undirbúning. Nlutleysisbrot gagn- vart Hollandi ; ;•! t ------ London í gær. FÚ. tjóm Hollands lýsir yfir því í dag, að síðan styrjöldin hófst Jiafi aðeins eitt hlutleysisbrot gegn Hollandi verið sannað. Stjórnir Bretiands og Þýska- lands hafi verið beðnar um að gefa skýringar með tilliti til flug- vjela þeirra sem vart hafi orðið í Hollandi á mánudag. Þetta hafi breska stjórnin gert eins fljótt og kostur var og sje ósannað að um breskar flugvjelar hafi verið að ræða. En í dag hefir stjórn Hollands þoðið sendiherra sínum í Berlín að mótmæla hlutleysisbroti gegn Hollandi við þýsku stjórnina, því að í dag hafi þýsk flugvjel þekst er hún var á flugi yfir Hollandi. Flugritadreifing Breta Villast inn yfir Belgíu London í gær. FÚ. reskar árásarflugvjelar fóru fimta leiðangur sinn inn yf- ir Þýskaland í dag og köstuðu niður miljónum eintaka af ávarp- inu til þýsku þjóðarinnar, aðal- lega á stórum svæðum í Mið- Þýskalandi. Á heimleiðinni rjeðust árásar- flugvjelar að 5 breskum flugvjel- um, og kom í Ijós að þær voru belgiskar. Yið rannsókn kom í ljós, að hinar bresku flugvjelar höfðu vilst og flogið yfir sneið af Belgíu. Sendiherra Breta í Brússel hef- ir verið boðið að bera fram af- sakanir við belgisku stjórnina fyr- ir þessi mistök. Það ftelsta, sem frjest hefir með vissu af þessum slóðum er: SÓKN FRAKKA. I sókn sinni í áttina til hinna þýsku vígja hefir franski her- inn sótt fram með brynvagna- deildum í broddi fylkingar. Eru brynvagnar þessir hinir öflugustu, alt að því 70 tonn að stærð. Næst á eftir hefir fotgönguliðið komið, en því til stuðnings hafa verið flugvjel- ar. í þessari hægu framsókn sinni hefir franski herinn m. a. náð á sitt vald allstórum skógi, Vendt skógur er hann nefnd- ur. Var hann girtur gaddavír og komið fyrir í honum sprengj- um, sem Þjóðverjar gátu látið springa þótt sjálfir væru þeir allf jarri. En Frökkum hefir tek- ist að gera þessar sprengjur ó- skaðlegar. Undir þessum skógi er sögð yera eín besta kolanáma Saar- . hjeraðsins. Sóknarher Frakka stefnir til Saarbrucken. Hafa Þjóðverjar sýnt ótta sinn við þessa sókn óvinanna með því að þeir hafa flutt íbúana úr Saarbruchen til annara borga. LJÓSMYNDIR AF VARN- ARVÍGJUM ÞJÓÐVERJA. Þá þykir það og sjerstökum tíðindum sæta, að frönskum flugmönnum hefir tekist að ná ljósmyndum úr lofti, af vamar- vígjum Siegfried-línunnar. En til raunir þýskra flugmanna til þess að fá yfirlitsmyndir af Maginot-línunni hafa mistekist. AUKIÐ HERLIÐ Á MAGINOT-STÖÐVUNUM. Þá er sagt í hálfopinberri til- kynningu frá Frakklandi, að franska herstjórnin haldi áfram að auka herliðið í Maginot- stöðvunum. Moscicki, forseti Póllands. Hjer birtist hýj- asta myndm aí' forsetanum. Varsjá I höndum Pölverja Hroðalégir bardagar Frá frjettaritara vorum. Khöfriíángær. arsjá er enn í höndum Pól- verja. *Þar hafa síðasta sólar- hringinn verið háðir hinir grimmi- legnstu bardagar. Er nú jafnvei talið að þýski herinn sje ekki kominn nema að útjaðrahverfum, 1 sem eru 6—8 kílómetra frá aðalborginni. Sunnan við Varsjá er talið að þýski herinn sje kominn allmikið lengra austur á bóginn, og eigi ekki eftir nema 100 mílur til Lublin, en þar ér nú stjórnarað- setur pólsku stjórnarinnar. Hervæðing Rússa London í gær. FU. ússneskar varaliðssveitir hafa verið kallaðar til þjónustu og sendar fast upp að pólsku landamærunum austanverðum. . Tala þessara varaliðsmanna er ekki kunn. j ];, ; • í Moskva er verið að taka hesta og bifreiðar í þjónustu hersins, og sala á bensíni hefir verið tak- mörkuð. Eimskipafjelag íslands tilkynn- ir, að Sjóvátryggingarfjelagi ís- lands hafi í gærmorgun borist sím- skeyti um, að vátrygging sú á skipshöfnum Eimskipafjelagsíns, sem umboðsmenn Sjóvátrygging- arfjelagsins í London, hafa unnið að undanfarna daga, sje nú kom- in í lag. — Skip fjelagsins munu því tafarlaust hefja siglingar á ný. Undirbúa þriggja ára styrjöld Bein hjálp til Pól- verja ómöguleg Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. STRÍÐSRÁÐUNEYTI Breta tilkynti í dag, að ákveðið væri, að allar ráð- stafanir, sem gerðar væru i Englandi vegna styrjaldarinnar, skyldi miða við það, að styrjöldin stæði yfir í 3 ár, eða lengur. Verksmiðjur yrðu reistar og aðrar ráðstafanir gerðar til þess að breski herinn hefði altaf gnægð her- gagna, hversu lengi sem styrjöldin stæði yfir. Eftir þessa fyrstu viku styrjaldarinnar líta heims- blöðin yfir það sem gerst hefir og segja m. a.: Það hefir komið á daginn, sem menn gerðu sjer í hugarlund, að Bandamenn gátu ekki veitt Pólverjum beina hernaðaraðstoð í styrjöldinni. The Times segir um undanhald og ósigra Pólverja: Það væri altof mikil bjartsýni að halda, að und- anhald pólska hershns. hafi< farið fram eftir fyrirfram lagðrl ásétlun er herstjómin hefði gert. Það sem mestum erfiðleikum veldur fyrir Pólverja er, að þeir hafa nú mist helstu hergagnasmiðjur sínar, eða hjeruðin þar sem þeir gátu gert mestu vígtýgi sín. í blaðinu er jafnvel borin fram sú getgáta, að Þjóðverjar muni rejma, ef þeir ná Varsjá á sitt vald, að setja þar á stofn stjórn, er þeir láti heita stjóm Pól- lands og láti þessa stjórn semja frið við Þýskaland. í skeyti frá London er því haldið fram, að líða muni vikur og mánuðir ims árásir Bandamanna á Vest- urvígstöðvunum geti orðið til þess að draga herafla Þjóðverja frá Póllandi svo Pólverja muni um þann frá- drátt. Ýms blöð á Norðurlöndum hafa síðustu daga látið undrun sína í 1 jósi yfir því, hve aðgerðálítið hafi verið á vesturvígstöðvunum. En skýringin er sú, eins og til- kynning bresku stjórnarinnar bendir til, um undirbún- inginn undir langa styrjöld, að Bandamenn hugsa sjer að vinna á með tímanum. Harðvítugur eltingaleikur þeirra við kafbáta, bendir einnig í þá átt. iiiiiiiniiiiiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHimi^ s == I Gðring marskðikur talar | I kjark i þjóð sfna | | Minni klæði þarf | | um horað fólk | miiiiiimmimimimimmimmmimmmmimmiiii iiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniii Igær flutti Göring marskálkur ræðu í stærstu hergagnasmiðju Berlínar. Talaði hann í V/t klukkustund. Var ræðunni útvarpað um allar þýskar stöðvar. Lýsti hann í stórum dráttum því helsta sem gerst hefir síðan styrjöldin hófst og hvernig horfurnar væru utanlands og innan frá hans sjónarmiði. Hjer birtist útdráttur sá úr ræðu hans, sem breska útvarpið flutti síðar í gær (að mestu samkv. FÚ.): Eitt af því sem hann lagði áherslu á í ræðu sinni var það, að mikill munur væri á því hafnbanni eða innflutnings stöðvun, sem Bretar gætu nú komið við, og innilokun Þýskalands í síðustu styrjöld. Því nú fengju Þjóðverjar aðgang að Rússlandi og eins hefði þeir hlutlaus lönd fyrir sunnan og suðaustan. En í styrj- öldinni 1914—’18 var lokaður hringur um landið gervalt. Göring sagði meðal annars: gerlega geta hreinsað til í Pól- „Sigur okkar í Póllandi er landi og það þýðir það, sagði miklu stærri en sigurinn við Göring, að við getum snúið okk- Tannenberg, og á minna en 4 ------ vikum myndu Þjóðverjar al- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.