Morgunblaðið - 10.09.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.09.1939, Qupperneq 3
Sunnudagur 10. sept. 1939. MORGU'NBLAÐIÐ Vjelarnar keypt- ar I Raufarhafn- arverksmlðjuna Sú fregn barst hingað í gær; að sendimenn ríkisstjórnarinnar, Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri og Jón Gunnarsson verksmiðjustjóri. haf'i nú fest kaup á öllum vjelum í bina fyrirhuguðu síldarverk- smiðju á Baufarhöfn. Hún á að geta unnið iir 5000 málum á sól- arhring. Yjelar þessar eru keyptar í Nor- egi, Svíþjóð og Danmörku, og er rerð þeirra ekkert hærra en verð- lagið var áður en styrjöldin braust út. — Gjaldeyrisnefnd qerir rfkisstjórninni skráveifu Fyfir 2—3 mánuðum samþykti ríkisstjórnin vátryggingartil- boð í nýju Esju. En þegar átti að greiða vátryggingargjaldið neitaði Gjaldeyrisnefnd Skipaútgerð rík- ieins um gjaldeyri til þess. í gær ónýtti Lloyds, er tilboðið hafði gefið, þetta tilboð sitt, þar eð greiðsla hafði ekki farið fram, og heimtar nú miklu hærri ið- gjöild. I>etta er almenn vátrygg- ing, en ekki stríðstrygging. En vátryggjendur segja sem svo, að akip geti farist, t. d. á tundur- dufli án þess það sannist að sú sje orsökin. Og því er heimtað hærra gjald. Það er óneitanlega dálítið ein- kennilegt af Gjaldeyrisnefnd, að neita ríkisstjórnínni um gjaldeyri í 2—3 mánuði, til þess að fá skipið vátrygt, því þó vera kunni að vafi geti leikið á því, hvort rjett var að byggja skip þetta, þá er eitt, TÍst, að íir því það var bygt þurfti líka að vátryggja það. í Siegfried-varnarlinu Þjóðverfa Vjelbyssa tekin út úr neðanjarðar víggirðingu Þjóðverja við vesturlandamærin. Eimskipafjelags- skipin sigla Samnmgsgrundvöllur um tryggingar og striðsliættu[)óknun skipverja ---!-- * I W W ><■ ■ ÐUR en skip Eimdkipafjelagsins ljetu úr höfn hjer heima vildu jf jelög skipverja að fenginn væri einhver samningsgrundvöirnr eðasam- komulag milli Eimskipafjelagsstjórnarinnár og fjelags- stjórna skipverja um það hvernig stríðstryggingar skip- verja yrðu og stríðsáhættuþóknun. En slíka viðbót á kaupi hafa sjómenn annarsstaðar farið fram á að fá. Nú vita menn ekki svo gjörla hvernig þessu hefir verið komið fyrir me.ðal nágrannaþjóða yorra. En sanjjkomplag;.komst á í gær- kvöldi milli fjólagsstjórnarinnar og sjómanna, þess efnis. að hvorki stríðstryggingarnar nje kaupuppbótin yrði lægri en hún verður lijá þeirri Norðurlandaþjóð annari, þar sem hún verður lægst. Ensku gaskolin koma Skeyti kom frá Englandi í gær til O. J. Johnson & Kaaber, þar sem sagt er frá því, að nú losni um gaskolafarm- inn, en það var þetta firma, sem seldi Gasstöðinni. Ferming var þó ekki byrjuð í gær, að því er gasstöðvar- stjóri skýrði blaðinu frá. En væntanlega verður nú ekki fyrirstaða lengur um að kolin fáist hingað. Heyrst hafði í bænum að þýska kolaskipið Bianca, sem er meðal flóttaskipanna, hafi gas- kol innanborðs. En svo er ekki, þó nota mætti þau kol sem gas- kol. Kol þessi voru ætluð járn- brautum í Portúgal og eru mjög sterk „steam“-kol. Fimtugur verður í .dag Bjarni Brandsson afgrm. hjá Alliance. Eimskipaf jelagístjórnin var dá-> lítið hikandi í því, að gera svo óá- kveðið samkomulag, þar sem hún er með því að fallast á hlut, sem hún enn veit ekki með vissu hvern- ig er. En á hinn bóginn eðlilegt, að sjómenn, sem leggja út á hafið undir núverandi kringtimstæðum, vilji fá sömu kjör og stjettar- hræður þeirra meðal annara þjóða. Nokkurt umtat varð um það í gær hvort hægt væri að fallast á kaupuppbótina, vegna þess að hún kynní að brjóta í bág við vinnu- launaákvæði gengislaganna frá í vor. En ef svo reyndist vera,1 mun það liafa komið til orða, undir þessum alveg einstæðu kringum- stæðum, að fá nauðsynlega breyt- ingu á þeimí lögum. Gullfoss og Lagarfoss, er hjer voru, fóru í gærkvöldi. Brúarfoss lagði af stað í gærkvöldi frá Höfn. Selfoss er væntanlega farinn frá Leith. En Dettifoss liggur enn í Hull og var ekki nema sáralítið komið af vörum í hann er síðast frjettist, vegna þess að ekki hafði fengist útflutningsleyfi fyrir vör- una. Hann á aðallega að taka syk- ur, hveiti og aðra nauðsynlega matvöru. 35 þús. fisk- pakkar til Itallu Ný sala S. í. F. Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda gekk í gær frá samningum á nýrri, stórri fisksölu, að þessu sinni til Italíu. Þessl nýja sala nemur 35 þús- und pökkum og er verðið mjög viðunanlegt, að 'því er tíðinda- manni Morgunblaðsins var skýrt frá af nákunnugum. En hjer er það eins og með Portúgalssölurnar, að það vantar að fá skip, til þess að flytja fisk- inn, en vonandi rætist úr þessu bráðlega. jTvö skip fengu góð köst Aföstudagskvöld nam heildarsöltunin á öllu landinu 232.401 tn., en. 309.- 387 tn. á sama tíma í fyrra. Bræðslusíldarmagn ríkisverk- smiðjanna var í gær um 333.500 mál, en 414.789 mál á sama tíma í fyrra. Saltaðar voru á Siglufirði síð- asta sólarhringinn 1448 tn., þar af 264 tn. af herpinótasíld. I gær barst engin síld á land, enda var óhagstætt veiðiveður. Seint í gærkvöldi bárnst þær fregnir frá Raufarhöfn, að tvö skip hefðu fengið sæmí- lög köst í Þistilfirði. Annað skipið var Dagný; fekk um 300 mál. Hitt var Hnginn frá Rvík; fekk svip&ð kast. Kirkjuvígsla. Þann 17. þ. m. verður vígð Núpskirkja í Dýra- firði, sem hefir verið í smíðum undanfarið. Biskup landsins fram- kvæmir vígsluna Emil Telmányi. Viðfðrull fifilusnillingur Telmányi fiðluleikari leit inn á skrifstofu Morg- unblaðsins rjett sem snöggvast í gær, er hann var að koma af æfingu með Páli ísólfssyni, en þeir ætla að halda sameiginlega tónleika í dómkirkjunni á þriðjudaginn kemujr. — Jeg hefi komið til íslands áður, sagði Telmányi, hinn ungverski fiðlusnillingur, sem kvaðst jafnvel skilja íslensku, ef hún væri töluð hægt. — Það yar fyrir 14 árum. Þá hjelt jeg 7 tónleika á 16 dögum — í Nýja Bíó — og altaf fyrir fullu húsi. Nú kom jeg hingað á vegum Tónlistarfjelagsins og ljek í Gamla Bíó. Þykir mjer það góður tónleikasalur, og gott að leika fyrir íslenska áheyr- endur, þó að þeir sýni ekki góð- an tónlistaráhuga sinn með eins eldheitu lófataki og fótastappi og suðrænar þjóðir. — Nú er líka komið nýtt orgel í dómkirkjuna, síðan jeg var hjer síðast, segir Telmányi ennfremur, — og hlakka jeg til að leika í kirkjunni með undirleik míns góða vinar, Páls ísólfssonar. M. a. mun jeg leika eitt af þeim lögum, sem jeg ljek, þegar jeg var hjer áður fyr — La Folia eftir Corelli. Hert á bensfnbanninu ð Norðurlöndum FRAMH. Á SJÖTTU SÖ)U. Fyrirspurn var gerð í gær til Sveins Björnssonar sendi- herra og hann beðinn að skýra frá ráðstöfunum Norðurlanda- þjóða viðvíkjandi bensínsparn-' aði. 1 Öllum löndunum, sagði hanstí er akstur einkabíla báhhaðút‘.' ’ ’ En stjórnirnar hafa ekki látið sjer það nægja. Því dág- lega að kalla er hert á ákvæð-1 unum sem miðá að bensín sparnaði, með því að takmark'a1 notkun áætlunarbíla, mótor- Iesta, flutningabíla og flugn vjela. ★ Það er mjög erfitt að gera sjer grein fyrir, hve míkill' sparnaður verður að aksturs- banni einkabíla hjer. En þar eð bílarnir sem stöðvaðir eru eru 500 og hver þeirra notar að' meðaltali 18 lítra fyrir hverja 100 km. sem þeir aka, þá er það augljóst, að fyrir hvem mánuð sem þeir eru úr notkun sparast mjög mikið bensín. KINDUR BITNAR AF HUNDUM í fyrradag fundust í Geldinga- nesi fjórar kindur rifnar og bitnar af hnndum. Var ein þeirra danð, en þrjár með lífsmarki. Þorgeir bóndi í Gufunesi segir að hnndarnir hafi verið tveir, sem rifu fjeð, annar frá Grafarholti,. hinn frá Engi, og hefir sá hnnd- ur áðnr. verið staðinn að því að rífa fje. r Kindurnar áttu þeir Þorgeir í Gufunesi og Engilbert Hafberg í Viðey. . M.s. Dronning Alexandrine er væntanleg frá Vestur- og Nörður- landi á miðnætti í nótt. Skipið fer til Kaupmannahafnar á morgun kl. 6 síðd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.