Morgunblaðið - 10.09.1939, Page 5

Morgunblaðið - 10.09.1939, Page 5
Snnnudagur 10. sept. 19S9. 5 ■ jptorg*mMa8»i& .......................— Útget.: H.f. Árvakur, R«ykíavlk. Rltstjórar: Jðn KJartanssori o* Valtjr Bt«f4.n»*on (AbyrcOarma<Sui>). Auglýslngrar: Árnl 01«, RltsUðrn, a«glý**si(r»r o* afrrslBsla: Austuratnstl S. — iBlml t(00. Áskriftargr)aW: kr. t,00 á atknuBl. í lausaafiiu: 16 attra slntaklB — S® aur* n»t l.«»b6k. ILLGRESIÐ Nú, þegar á því ríður meira en nokkru öðru, að ís- lenska þjóðin standi saman sem einn maður, eru auðnuleys- ingjarnir, sem kalla sig komm- únista, að stritast við að halda uppi stjórnarandstöðu. En sú andstaða öll er svo aumkunar- leg og vesæl, að menn næstum kenna í brjósti um þessa fá- ráðlinga. Á meðan vitað var, að ríkis- •stjórnin hafði í undirbúningi anargþættar og víðtækar ráð- .stafanir, vegna ófriðarins, og stjórnin hafði hvatt þjóðina til |þess að taka með ró og still- ingu hverju sem að höndum jbæri, reyndi blað kommúnista ;að vekja óánægju og sundr- ung hjá fólkinu, vegna aðgerð- arleysis stjórnarinnar. En þeg- .ar svo ríkisstjórnin fór að gefa út sínar fyrirskipanir til þjóð- arinnar, risu kommarnir enn upp og fordæmdu hverja þá ráðstöfun, sem kom frá stjórn- inni. Þetta var það vitlausasta, sem hægt var að gera, sögðu þessir auðnuleysingjar! Fyrir ríkisstjórnina skiftir það engu, þótt kommúnistar sjeu að gjamma. Enginn tekur lengur mark á þeim. Enginn hlustar á þá. Allir fyrirlíta þessa vesalinga, sem hafa sýnt það, að þeir eru viljalaust verk- færi í höndum erlendra drotn- ara. ★ Ekki er gæfa kommúnista meiri, er þeir fara að skrifa um ■ viðburðina, sem nú er að ger- ast út í heimi. Þeir hafa fengið fyrirskipun frá Moskva um, að verja þýsk- rússneska vináttusamninginn, sem var undirrót hildarleiksins sem. nú er háður. Sú vörn er hvorttveggja í senn hlægileg og ..fáránleg. Fyrst sögðu kommúnistar, að -'vináttusamningurinn milli erki- óvmanna væri gerður til þess að tryggja friðinn. Stalin átti að hafa leikið svo hatramlega á Hitler, að nú átti að vera útilokað, að Þýskaland gæti llengur ógnað friðnum í heimin- um. Svo kom innrásin í Pólland. Hún var einmitt gerð í skjóli 'vináttusamningsins við Rússa. Þýskaland þurfti nú ekki leng- ur að áttast Rússland. Og þeg- : ar svo var komið, treysti Hitl- er því, að stórveldin í vestur Evrópu myndu ekkert aðhafast og bregðast Póllandi En þetta fór á annan veg. Þau stóðu • við sínar skuldbindingar, og nú geisar hin ægilegasta styrjöld, sem nokkru sinni hefir háð ver- ið. Þrátt fyrir alt þetta, og þrátt fyrir, að þeir skifta nú þegar þúsundum, sem fallið hafa og særst á vígvellinum, auk hinna mörgu karla, kvenna og barna, sem fallið hafa fyrir loftárásum á varnarlausar borgir og þorp, halda kommúnistar hjer áfram að lofa einræðisherrann í Moskva fyrir afrek hans í þágu „friðarins“! ★ Skyldi það vera sama sem vakir fyrir kommúnistum hjer og lieyrst hefir, að vakað hafi fyrir Stalin og hans ráðunaui- um, þegar þeir gerðu hinn eft- irminndega vináttusamning vio Þýskaiand? Þeir, austur í Moskva vissu, að afleið.iiig samningsins yrði styrjöld. Eln þeir eygðu í fjarlægð vonina ium það, að kommúnistar gætu risið upp og framkvv?mt hina langþráðu heimsbyltingu. Rússland skyldi vera hlutlaust í styrjöldinni, til að byrja með, en grípa inn í, þegar hin stór- veldin í Evrópu- væru örmagna. Er það þetta, sem kommún- istar hjer þykjast sjá, að koma muni upp úr rústunum? Og er það þess vegna, sem þeir lofa og vegsama þýsk-rússneska samninginn, sem varð þess vald- andi, að mestu menningarþjóðir heims berast nú á banaspjót- um? ★ íslenska þjóðin hefir megna fyrirlitningu á öllu framferði kommúnista. Þeir hafa sýnt það áður í fjölda mörgu, að þeir eru verkfæri í höndum erlendra drofnara og tilbúnir hvenær -sem er, að svíkja land sitt og þjóð. En aldrei hafa þeir þó sýnt þetta eins greinilega og nú, eftir að stríðið braust út. Hjer heima eru komm- únistar — þó af veikum mætti sje — að reyna að ala á sundr- ung og óánægju, þegar þjóð- inni ríður mest á, að standa saman. Og þegar þeir minnast á hildarleikinn, sem nú geisar í Evrópu, með manndrápunum,- eyðileggingunum og hörmung- unum, jsem hann færir yfir mannkynið, eru þeir að lofa og vegsama einvaldsherrann í Moskva, sem á síðustu stundu sveik málstað friðarins og kom skelfingunni af stað! Því lengur, sem kommúnist- ar halda uppteknum hætti, því meiri skömm og því dýpri fyr- irlitningu, fær þjóðin á þeirra starfsemi allri. Máske er það æskilegast, að kommúnistar haldi áfram á sömu braut, því að afleiðingin getur ekki orðið önnur en sú, að þetta illgresi, kommúnisminn, verði með öllu upprættur úr okkar þjóðlífi. Kaupfjelag Reykjavíkur og ná- grennis hefir sótt mn leyfi til þess að selja frá söluhíl í úthverfum bæjarins venjulegar nýlenduvörur. Meiri hluti hæjarráðs svnjaði erindinu af þeirri ástæðu, að slík sala væri ekki heimili skv. 12. gr. I lögreglusamþyktarinnar. — H eykjavíkurðrfef — ------- 9. sept --- Ófriðurinn. m síðustu helgi trúðu menn því vart að heimsstyrjöld skylli á. Þá var hún byrjuð að heita mátti. Menn Ijetu segja sjer þrem sinnum áður en þeir tryðu. Síðau hafa niargir stórviðburð- ir skeð, er hjer verða ekki rakt- ir. En ógnir þær, er menn hafa óttast mest, að loftárásir grönd uðu fjölmenni og stórborgum, hafa ekki, svo vilað sje, dunið yf- ir enn. Margar svipbreytingar hafa orð ið á hernaði síðan í síðustu styrj- öld, og yrði of langt upp að telja. En ein breytingin er sú, að nú eru útvarpsstöðvar með ýmiskonar orðaflaum í áróðursskyni reknar, að manni finst, í þjónustu her- stjórna , Menn vegast á með orðum í ljósvakanum, jafnhliða því sem morðtólin eru notuð. Hvað hag okkar áhrærir hjer úti á íslandi er eiginlega það sama að segja og um síðustu helgi. Menn vita ekkert hvað við tek- ur hjer, eða hvernig við getum komið viðskiftum okkar fyrir. Eimskipafjelagsskipin hafa verið stöðvuð alla þessa viku. Ekki vegna þess, eins og sumir hafa haldið, að fjelagið hefði ekki skip in vátrygð, heldur vgena þess, að vátryggingu vantaði á skipshafn- irnar. Fjelagið liefir haft stríðsvá- -tryggingu á skipunum alllengi, þó engin styrjöld væri, með það fyrir awguni, að ófriður gæti brot ist út livenær sem væri. Hefir sú vátrygging vitanlega verið ódýr, og hefir verið framlengd til þriggja mánaða í senn. Var sú trygging útrunnin nokkrmn dög- um áður en styrjöld braust út, og framlengd þá. Stríðstryggingar. vernig verða samgöngurnar á hafinu í þessari styrjöld? Það er spurningin, sem mestu varðar fyrir okkur. Eftir síðustu fregnum liafa Þjóðverjar tekið upp „ótakmarkaðan kafbátahern- að“, þ. e. a. s. þá aðferð að kaf- bátamenn skjóta skip í kaf fyrir- varalanst, er þeir telja sjer fjand- samleg. Sú aðferð var upptekin í síðustn styrjöld, þegar hún hafði staðið yfir í 2y% ár. Stríðstryggingar voru mjög há- ar fyrstu daga vikunnar. Sem dæmi má nefna, að það átti þá að kosta 60.000 krónur að vátryggja hina nýju Esju á ferð hennar frá Danmörku og hingað. Sú vátrygg- ing var vitanlega ekki tekin, hefði verið sama og kyrsetning á skip- um, ef slíkt hefði haldið áfram. En, síðustu daga hefir þetta verið alt annað. T. d. var í gær boðið að vátryggja togara í Englands- ferðum í 3 mánuði fyrir 4% af vátryggingarupphæðinni. Dagana á undan var vátryggingin 10—15 sinnum liærri. En hvað sem um vátryggingar- gjÖldin er sagt, og hyernig sem þau verða, þá er aðalatriðið það, :"t yfirleitt er leggjandi út í ■:: iingar t. d. til Englands eins og sakir standa. Menn hugsa til Ameríkuferða, eins og í fyrri styrjöld, en hætt við að ógreið- ara verði um að hefja ný við- skifti nú en þá. Því þegar Ame- ríkuferðir hófust á þeim árum, var hjer enginn liörgull á fje eða tregða á því að borga hvað sem var, út í bönd. Þó mikið hafi verið talað um framfarir hjer síðan þá, og margt hafi hjer verið gert í framfara- átt, ])á er það hinn sorglegi sann- leikur, að á sviði kaupgetu þjóð- arinnar hafa framfarirnar eigi orðið sem skyldi. En það er víst ekki staður eða stund til að æðrast um þá hluti hjer að þessu sinni. Síldin. íldveiðarnar eru að fjara út, að því er síldveiðimenn segja, og skipin að hætta veiðum. Gerði síldin það ekki endaslept að þessu sinni í því að ganga gegn öllum spádómum og útreikningum manna. Það má segja um það sjávardýr, að enginn veit hvaðan hún kemur eða hvert hún fer, eða hvað stjórnar ferðum hennar. Menn hafa verið að gera sjer í hugarlund, að síldargöngur mætti nokkuð marka af því, hvernig át- an væri í sjónum, þeim mun meira sem væri í sjávarborðinu af smá- krabbategund þeirri, sem kölluð er rauðáta, þeim inun betri væru veiðihorfur. En alt hefir þetta farið meira og niinna á annan veg í sumar en ætlað var — og endar með því, að átumagn er mjög mikið ein- mitt um það leyti sem síldin hverf- ur alveg. Síðasta aflalirotan, sem munaði um, var langt úti í hafi norðaust- ur af Sljettu. Þangað var síldin síðast elt frá landinu, altaf lengra og lengra. Það var Örn flugmað- ur Johnson, er benti á þá veiði fyrst, þar úti í hafinu. Hann hefir unnið fyrir mat sín- um piltur sá í sumar. Hlutleysið. ýrmætast af öllu fyrir okk- ur sem aðrar smáþjóðir er hlutleysið, varðveisla hins full- komnasta hlutleysis gagnvart hin um mikla hildarleik, er nú stend- ur yfir. Benti Hermann Jónasson forsætisráðherra rjettilega á það í ræðu, er hann flutti í útvarpið fyrir nokkrum dögum, að allir ís- lendingar verða á þessum tímum að kosta kapps um að varðveita þetta fjöregg þjóðarinnar. Þó við verðum fyrir margskon- ar óþægindum vegna styrjaldar- innar, og verðum vafalaust að neita okkur um margt, sem menn hafa vanið sig á hjer hin síðari ár, þá má telja víst, að þau óþæg- indi verði lítt tilfinnanleg, borið saman við hörmungar þær, sem dynja yfir ófriðarþjóðirnar. Auðlindirnar. rfiðleikatímar hafa oft reynst lærdómstímar fyrir þjóðirn- ar. Og svo getur orðið enn. Þegar hinir dönsku blaðamenn, sem voru hjer í heimsókn um dag- inn, skýrðu frá því, sem vakið hafði eiuna mest’a athygli þeirra, voru flestir á því, að trú þjóðar- innar á land sitt, möguleika pess og framtíð sína hefði verið þeim beinlínis undrunraefni. Hvernig svo fámenn þjóð og fátæk, í svo norðlægu landi gæti, sem við, lif- að í þeirri öruggu vissn, að okk- ur mætti takast að skapa okkur- lijer trygga hagsæld í framtíð- inni. Það er sagt að trúin flytji fjöll. Og hjer skal það ekki lastað, að almenningur í landi voru hefir „tekið gleði sína“ eftir margra alda vonleysi og doða. En alt fyr- ir það getum við með sjálfum okkur viðurkent. að eitthvað er bogið við okkar framtíðarplön og framtíðartrygging, meðan búskap- ur þjóðarinnar ei' þannig, að þeir sem jörðina hafa ræktað undan- farin ár, kvarta sáran jTir sínum taprekstri. Og sótt liefir verið veiði á „ein ríkustu fiskimið heimsins“ með þeim árangri, að tap hefir hlaðist- á tap ofan. Sparnaðarnauðsvn á ófriðartím um og samhugur þjóðarinnar til sjálfsbjargar ætti máske að geta komið því til leiðar. að „auðlind- ir“ landsins gæfu ekki taprekstur alt of lengi. Ný sjónarmið- þeim framfaraspretti, sem þjóð in hefir tekið, upp á síð- kastið, hefir mjög á það skort, að við| hofum bygt nægilega mikið á bláköldum staðreyndum. Yið böf- um farið í loftköstum og liorft á loftkastala. Okkur hefir verið gjarnt á að hugsa of mikið um hvernig hlutirnir ættu að vera, hvernig við vildum að þeir væru, en ekki bygt áætlanir okkar og verk á hnitmiðuðum staðreyndum. Og þrátt fyrir alt og alt erum við eun í dag altof bundnir í daglegu lífi okkar af gömlum vana og framtaksleysi. Er það ekki til dæmis alveg einkennilegt, að meiri hluti íslenskra bænda er ekki enn farinn að hafa vothevsgerð sem fastan lið í búskapnum? Þó þetta sje auðveldasta heyverkunarað- ferðin, og altaf örugt að þar varðveitast næriugarefnin í hey- inu. Eða að margir bændur skuli ekki enn, eftir að Jarðræktarlög- in liafa verið í gildi í 15 ár, vera búnir að koma áburðarhirðing sinni í sæmilegt lag. Að enn skuli frjóefni áburðarins fá að fara for- görðum fyrir augum þeirra. Svona búskaparlag í því smáa þarf að brevtast, samfara breyt- íngu á rekstri þjóðarbúsins. Og það sem mest veltur á fyr- ir sveitirnar er, að takast megi að sýna og sanna, að ræktun hins óræktaða úthaga gefi arð og á þeirri ræktun megi byggja fram- tíð uppvaxandi kynslóðar. Á alvörutímum sem nú ætti að taka þetta stórmál upp til ræki- legri meðferðar en nokkru sinni áður. Varasjóður. n hvað snertir þjóðarbúskap- inn í framtíðinni í heild sinni verður hann, eins og allir vita, að miðast við það, að hann heri sig í meðal aflaári, og þegar aflinn verður meiri, þá notist tekjur af hví í varasjóð. í stnð þess, að útgjöld hafa verið sknúf- uð það hátt. að alt er miðað, að heita má, við há'nark af því, sem fengist getur í aðra liönd. Það kann að þykja undarlegt FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.