Morgunblaðið - 17.09.1939, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1939, Blaðsíða 7
Iðttnnudagur 17. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 7 „Brúarfoss" fer á briðjudag 19. sept.br. M. 12 á hádegi, vestur og norður. KOLASALAN S.f. Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. ■CT^^=aw.»mai!iaw!MHi.t!B!i^wA RAFTÆKJA VIDGERDIR VANDAÐAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM Nýar gúmmívðrur: Baðhettur, margar teg. Gúmmíbuxur, margar teg. Gúmmíhanskar, margar teg. Gúmanítúttur og GúmmísnuS. Fyrir börn Sjálfblekungar 1.75 Pennastokkar 0.75 Teiknibækur 0.50 Litakassar 0.45 Blýantsyddarar 1.00 Greiður 0.50 Speglar 0.50 Skæri 0.50 Smíðatól 0.75 Dátamót 225 Hálsfestar 1.00 Töskur 1.00 Saumakassar 1.00 Svippubönd 0.75 K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Óiafur Þorgrímsson | lögfræðingur. 1 Viðtalstími; 10—12 og 3—5. | 1 Austurstræti 14. Sími 5332. = a j-s | Málflutningur. Pasteignakaup § 1 Verðbrjefakaup. Skipakaup. | Samningagerðir. Sffiumiiimimmiiiiomuminimmmiumnnninimnmii Best að auglýsa í Morgunblaðinu, Verðhækkunarskattur vegna skipulags- breytingar Bæjarráð hafði falið þeim Ól- afi Lárussyni prófessor og Gunnlaugi Briem fulltrúa í at- vinnumálaráðuneytinu að athuga löggjöf viðvíkjandi framkvæmd skipulags bæjarins, þannig að bærinn gæti fengið endurgoldið eitthvað af þeim kostnaði, sem skipulasgbreyting hefir í för með sjer. Tillaga þeirra var, að leggja sjerstakan skatt — verðhækkun- arskatt — á eignir þær, sem hækkuðu í verði, vegna skipu- lagsbreytingar. Á fundi bæjarráðs á föstudag var samþykt að fela þeim Ólafi Lárussyni og Gunnlaugi Briem að gera uppkast að frumvarpi til laga um slíkan verðhækkunar- skatt. Frá vesturvíg- stöðvunum FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Seinustu fregnir frá vígstöðv- unum herma, að barist sje á svæðinu milli Mosel-fljóts og Rínar og bardagarnir verði æ ákafari. Þá er sagt, að Frökkum hafi miðað svo vel áfram í hinni nýju sókn sinni við landamæri Luxembourg, að þeir sjeu komnir austur fyrir þýska þorp- ið Perl, en þar er tolla- og eft- irlitsstöð á venjulegum tímum, vegna flutninginna milli Metz og Trier. Frönsku blöðin segja í dag, að franski flugherinn hafi sýnt greinilega yfirburði í viðureign sinni við þýska flugherinn og hafi flugmenn Þjóðverja hvað eftir annað verið hraktir á flótta. — Stríðsfrj ettaritari Parísar- blaðsins .„Petit Parisienne“ skýrir frá því, að Frakkar hafi tekið tvö þorp á hæð austur aí' Saarbriicken. Hæð þessi er mikilvæg, vegna þess hversu skilyrði eru þar hentug, til þess að hafa þar athuganastöð, er gefi stórskotaliðinu bendingar. „Le Journal" segir, að allur franski herinn hafi nú tekið sjer stöðu við landamærin, og að innan 3 mánaða hafi Frakk- ar betur skipulagðan her en 1918 og búinn öflugri og full- komnari hernaðartækjum. 2. hljómleikar Tónlistarfjelags- ins á þessu starfsári verða annað kvöld kl. 7 í Gamla Bíó. Hljóm- sveit Reykjavíkur leikur, en stjórnandi og einleikari verður fiðlusnillingurinn Emil Telmáyni og frú Annette Telmáyni mun að- stoða með cembalo. Innanfjelagsdeild Ármanns héld ur áfram í dag, sunnudaginn 17. sept., kl. 10 f. b. Verður þá kept í kringlukasti, kúluvarpi og þrí- stökki fyrir fullorðna, 1500 metra laupi fyrir drengi 16—19 ára og spjótkasti fyrir drengi innan 16 J ára. Qagbófc UJ Helgafell 59399197-VI-2. I. O. O. F. 3 = 1219188= I8‘/2 Veðurútlit í Reykjavík í dag: Veðrið í gær (laugard. kl. 6) : Lægð við Suður-Grænland á hreyf ingu NA-ef'tir. S-átt nm alt. land og rigning við suðurströndina, en þurt veður í öðrum landslilutuin. Hiti 12—15 stig. Helgidagslæknir er í dag Grím- ur Magnússon, Hringbraut 202. Sími 3974. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6 B. Símí 2614. Næturvörður er í Reykjavikur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Lágafellskirkja. Messað í dag kl. 12.45, síra Hálfdan Helgason. Bifreiðastöðvarnar. í nótt, að- faranótt mánudags, verður opin Litla bílastöðin, Lækjartorgi 1, sími 1380, en aðra nótt Bifreiða- stöð Reykjavíkur, Austurstræti, sími 1720. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni vígslubiskup ungfrú Guðrún Árnadóttir, Þórsgötu 5, og Kristjá.n Jóhannesson stud. med. Hjónaband. í gær voru gefin saman í lijónaband hjá lögmanni ungfrú Sigfiður Guðmundsdóttir, Óðihsgötu 8, og Halldór Halldórs- soii; kennari við Mentaskólann á Akureyri. Heimili þeirra verður í Brekkugötu 1, Akureyri. Hjúskapur. Gefin verða saman í hjónaband í dag (sunnudag) í Danmörku ungfrú Halla Kristjáns dóttir Bergssonar og Hans Niel- sen mjólkurfræðingur. Heimili ungu hjónanna verður Maarum Televærk Maarum St. Danmörku. „Nýjustu hneykslisfrjettir“ heií ir kvikmyndin, sem Nýja Bíó sýn- ir í kvöld. Er það amerísk gam- ianmynd. Aðalhlutverkín leíka Loretté Yöúiig', T.vrone Power, Don Ameehe og gamanleikarinn Slim Summerville. Úrslitakappleikur fer fram í dag í knattspyrnukepninni milli starfsmanna ,.IIjeðins“, Strætis- vagna og Egils Vilhjálmssonar, og keppa tveir liinir fyrst töldu. Hefst; kappleikurinn kl. 6 e. h. á Iþróttavellinum. Lejkar standa nú þannig, að Hjeðinsmenn hafa '5 stig, Strætisvagnar 4 og starfs- menn hjá Agli Vilhj. 1. Nýr lögregluþjónn. Lögreglu- stjóri hefir lagt til, að Sigfús Kolbeinsson skipstjóri verði sett- ur lögregluþjónn í stað Sigtryggs Eiríkssonar, sem hefir fengið lausn frá starfi. M.s. Skeljungur fer í dag á liá- dagi áleiðis til Þingeyrar og ísa- fjarðar. Útvarpið í dag: 11.50 Hádegisútvarp. 17.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Friðrik Ilallgrímsson). 19.30 Hljómplötui’; Ljett lög. 19.50 Frjettir. 20.20 HljómplötiU’: Lög eftir Rim- sky-Korsakow. 20.30 Upplestur: Úr sögu Eldeýj- ar-IIjalta (Guðmundur Gíslason Hagalín prófessor). 21.55 Einsöngur (frú Annie Chal- opek-Þórðarson). 21.20 Kvæði kvöldsins. Útvarpið á morgun: 12.00 Iládegisútvarp. 19.45 Frjettir. 20.30 Siunarþættir (V. Þ. G.). ! 20.50 Illjómplötur: a) Yms lög. b) 21.20 Píanókvintett í Es-dúr, eftir' Schumann. Tilkynnine fcá útflutningsnefnd Samkvæmt reglugerð um sölu og útflutning á vör- um frá 12. sept. 1939 er óheimilt að bjóða til sölu erlendis, selja eða flytja úr landi íslenskar vörur, nema að fengnu leyfi útflutningsnefndar. Umsóknir um útflutningsieyfi skulu sendar útflutn- ingsnefndinni í Reykjavík, og skal þar tilgreina vöruteg- und, vörumagn, til hvaða lands útflytjandi vill selja vör- urnar, og fyrir hvaða) verð. Ennfremur hvenær ráðgert er að flytja vörurnar úr landi og hvernig þær verða greiddar. • * j"* 1 { }*4 íá Þeir, sem eiga óútfluttar vörur, sem samið hefír ver- ið um sölu á áður en reglugerðin öðlaðist gildi, skulú senda útflutningsnefndinni afrit af sölusamningum eða aðrar fullnægjandi upplýsingar um vörumagn, göluverð. og kaupendur varanna. Úfflntnlngsnefnd. Hraðferðir Sleindórs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga og laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. Steindór - siml 1580. ■ . .IfHt AfpreiQsla Álafoss Þingholtsstræti 2, verður lokuð mánikdaginn 18. sept. kl. 1-4 vegna fardarfarar. Konan mín MÁLHILDUR ÞORKELSDÓTTIR andaðist mánudaginn 11. þ . mán. Guðlaugur Eyólfsson. Faðir minn GUNNLAUGUR GUÐBRANDSSON verður jarð?vnginn að Hraungerði þanrr 18. þessa mánaðar. Guðbrandur Gunnlaugsson. Innilegustu þakkir til allra þeirra mörgu, sem sýndu okk- ur hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður ÁGÚSTU K. ÁRNADÓTTUR. Guðlaugur Þorbergsson, börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.