Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. sept. 1939. Mr. Chamberlain og Daladier segfa: STRÍÐIÐ HELDUR ÁFRAM i BRETAR OG FRAKKAR svöruðu Hitler í gær á þá leið, að stríðinu myndi verða haldið áfram, þar til (með orðufti Mr. Chámber- iains) „búið væri að leysa Evrópuþjóðirnar frá hinum Stöðuga ótta við ágengni og ofbeldi og varðveita sjálf- stæði þeirra og frelsi“. NÁIN BRESK-FRÖNSK SAMVINNA M. Daladier, forsætisráðherra Frakka, sagði í skýrslu til franska ráðuneytisins í gær, að stríðinu myndi verða haldið áfram þar til Bretar, Frakkar og Pólverjar hefðu unnið sameiginlegan sigur og pólska ríkið hefði verið endurreist í sinni fyrri mynd. M. Daladier sagði, að sanistarf Breta og Frákka fari stöð- Ugt vaxandi og hefði aldrei verið meira en nú. Ráðuneytið samþykti allar tillögur Daladiers vegna sfyrj- aldarinnar, og ráðstafnir hans í fjárhags- og viðskiftamálum. Að loknum ráðuneytisfundinum ræddi Daladier við Hore- Belisha, hermálaráðherra Breta, og Hankey lávarð, ráðherra án stjórnardeildar, sem báðir eru staddir í París. Megin-kjarninn í ræSu sem Mr. Chamberlain flutti í breska þinginu í gær var, að ræða Hitlers í Danzig í fyrradag hefði í engu breytt ástandinu. ENGIN ÆVINTÝRI í HERSTJÓRNINNI Mr. Chamberlain gaf samtímis mikilvæga yfirlýsingu um það, hvernig styrjöld Bandamanna við Þjóðverja myndi verða háð. Hann sagði: „Breska stjórnin mun ekki flana að neinu og ekki grípa til neinna ráða, sem hermálaráðunautar vorir eru ekki að fullu samþykkir. Það er ekki til svo stór fórn, að vjer munum hika við að taka oss hana á herðar, svo fremi, að ráðunautar vorir, bandamenn vorir og vjer sjálfir erum sannfærðir um, að hún stuðli að því, að sigur vinnist. Vjer munum ekki flana út í nein ævintýri, sem af kann að leiða, að vjer leggjum her og flota í hættur að óþörfu og tafið gæti hinn endanlega sigur“. Mr. Chamberlain kvaðst ekki koma með neinar getgátur Þurkast Pólland út, sameiginleg þýsk- rússnesk landamæri? 10 ára stríö? Eða leiftur- stríð! Frá frjettaritara tiorum. Khöfn í gær. Eftir ræður Hitlers, Mr, Chamberlains og Dala- diers er mikið rætt um hvérn- ig framhald styrjaldarinnar verður. í Frakklandi og Bret- landi eru menn farnir að tala um 10 ára stríð. Bæði bresk og ítölsk blöð eru sammála um, að útflutnings- möguleikar Rússa sjeu litlir og hráefni Pólverja að viðbættum þeim vörum, sem Rússar geta flutt út muni ekki nægja til þess að gera hafnbann Breta gegn Þjóðverjum þýðingarlaust. í Englandi eru menn farn- ir að velta vöngum yfir því, hvort Hitler óttist, þrátt fyrir að hann hafi ekki viljað viðurkenna það, afleiðingar langvar- andi styrjaldar og muni því reyna leifturhraða sókn á vesturvígstöðvunum strax og losnar um þýsku her- ina í Póllandi. Rússar hafa hrifsað staérri skerf en Þjóð- verjar gerðu ráð fyrir Rydz-Smiglv fangi í Rúmeníu • ■■• .;■ '■■■i?. .'r"rú v • ' V •'••', . /• Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. EUTERSFREGN hermir í kvöld, að vegna þess hve Rússar hafa sótt langt fram vestur á bóg- inn sje horfur á að Hitler hætti við þá fýrir- ætlun sína, að láta lítið póískt ríki vera á milli Þýskalands og Rússlands, heldur láti þýsk-rússnesku landamærin ná saman. Rússneski herinn var sagður í kvöld vera kominn til ungversku landamæranna. Franska blaðið „Le Temps“ segir, að rússneski herinn hafi hjer farið lengra en gert var ráð fyrir í þýsk-rússneska sáttmálanum og getur blað- Ið þess til, að markmið Rússa sje, að hindra að landamæri Þýskalands og Rúmeníu nái saman, og að koma með því í veg fyrir að Hitler brjóti sjer leið til Svartahafsins. í dag hefir rússneski herinn lagt undir sig allstóran skika af olíusvæðunum í austanverðri Galiziu. Herinn var í kvöld kom- inn til Lwow (Lemberg) sem er mikilvægasta borgin í olíuhjer- uðunum. Hefir altaf verið talið að Þjóðverjar ætluðu sjer þessa borg og voru þeir búnir að umkringja hana á þrjá vegu. Fjórir þýskir stjórnarembættismenn komu til Moskva í dag, til þess að taka upp samninga við rússnesku stjórnina um hin nýju landamæri. STRÍÐINU LOKIÐ? von Brauchitsch, yfirhershöfðingi Þjóðverja birti skipun til hersins í dag, þar sem segir að stríðinu í Póllandi sje lokið, og pólski herinn hafi verið upprættur. um, hvenær úrslitastundin myndi koma í ljós. En hann kvaðst vera sannfærður um, að bandamönnum mundi aukast styrkur smám saman og þegar mest á reyndi, myndi þeir bera sigur úr býtum. Hann lauk máli sínu með því, að vitna í orð pólsks her- foringja, sem sagði nýlega: „Vjer munum berjast. Fjandmennirnir munu vaða yfir mik- inn hluta lands vors og miklar þjáningar bíða vor, en ef þjer leggið oss lið, munum vjer hrósa sigri að lokum“. SVAR TIL HITLERS Mr. Chamberlain hóf mál sitt með því að svara Hitler og sagði, að Bretar legðu ekki í vana sinn að vera stórorðir og hafa í hótunum, og ef til vill væri þar að finna ástæðuna, að Þjóðverjum veittist svo erfitt að skilja Breta. En þótt svo væri, kvaðst Mr. Chamberlain mundu ta^a um málin rólega og æsingalaust. Hann kvað ræðu Hitlers ekki mundu valda neinni breytingu, það, sem menn yrði að horf- ast í augu við væri óbreytt eftir sem áður. I ANDA FRIÐRIKS MIKLA. í þýskum blöðúm er lögð mikil áhersla á ummæli Hitl- ers í ræðu hans í gær, að stríðið myndi ekki verða háð eftir hugmyndum, sem breskir stofu- hernaðarsjerfræðingar gerðu sjer um það, heldur myndu Þjóðverjar hafa fullan íhlutun- arrjett um það, hve lengi það stæði. En samtímis undirstrika blöð- in það sem Hitler ságði um að þýska þjóðin væri gagntekin anda Friðriks mikla. En Frið- rik mikli háði sjö ára styrjöld og stóð sem sigurvegari að lok- um. Mr. Chamberlain kvað Hitler hafa farið með ósatt mál, er hann sagði, að Frakkland hefði fallist á friðartillögur Musso- lini, en Bretar hafnað þeim, og yrði opinber viðauka-skýrsla varðandi þessa staðhæfingu gefin út á morgun, og yrði þar með iagðar fyrir þingið stað- reyndirnar í málinj. MARKMIÐ BRETA OG FRAKKA. Þar næst mótmælti Chamber- lain þeirri staðhæfingr. Hitlers, oð mannúðar hefði \ erið gætt við allar hernaðarlegai aðgerð- ir í Póllandi. Það væri ekki nóg, að halda slíku fram, því að stað reyndirnar sönnuðu hið gagn- stæða, og sú aðferð Þjóðverja, að gera loftárásir á óvíggirtar borgir og þorp, méð þeim af- leiðingum, að konur og börn bíði bana, hefði vakið hryll- ing í öllum íöndum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Berliner Börsen-Zeitung skrif ar um ræðuna, að hún sýni að engin málamiðlun sje hugsan- leg. Ef Bretar og Frakkar vilja frið, þá verði þeir að sætta sig við það ástand, sem skapast hefir í Austur-Evrópu. Sum blöðin, eins og t. d. „Völkischer Beobachter“ segir, að landamæri hins þýska rík- is hafi nú verið endanlega á-' kveðin eða m. ö. o. að Hitler hugsi ekki til þess að færa þau út meir en orðið er. Rydz-Sirdgly, yfirhershöfðingi Pól- verja og hinn sterki maður þeirra, sem fyrir nokkru var sagður hafaj sagt af sjer, er nú fangi með öðr-! um pólskum hermönnum í Rúmeníu í fregnum frá Varsjá segir þó, að varnarliðið þar verjist enn og hafi í dag gert gagnsókn norðan við borgina og hrakið þýskar hersveitir, þar í burtu. Eins segir Varsjáútvarpið að pólskar hersveitir verjist hjá Kutno og í Lwow. RYDZ-SMIGLY FANGI. Fyrir tveim dögum sagði þýska herforingjaráðið að pólski herinn hjá Kutno hefði verið upprættur. En í morgun sagði í hernaðartilkynningu Þjóðverja, að mesta orusta, sem nokkru sinni hefði verið háð, stæði þá yfir á þessum slóðum. I hernaðartilkynningunni sagði, að 105 þús pólskir hermenn hefðu verið handteknir. Fregnir, sem borist hafa frá Bukarest til London í kvöld herma, að Rydz-Smigly yfir- hershöfðingi Pólverja hafi ver- ið settur í fangabúðir ásamt öðrum pólskum hermönnum, skamt innan rúmensku landa- mæranna. von Brauchitsch kom til vesturvígstöðvanna í dag. FRAMIL Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.