Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 3
Fimtudagur 21. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Hore-Belisha hermálaráðherra Breta, sem nú er staddur í París. Uppreisn Tjekka I Bæheimi og Mæri: Þúsundir handteknir, niörg hundruö teknir af lifi Frá frjettaritara vorum. líhöfn í gær. RESKA upplýsingamálaráðuneytið skýrir frá því í kvöld, að álvarleg uppreisn hafi logað um tjekknesku hjeruðin Bæheim og Mæri síð- an urn helgina. Uppreisnin hófst í Prag. Sló þar í götubard^gá á sunnudaginn milli tjekkneskra verkamanna og þýskra yf- irvalda, aðallega S. A. manna. Uppreisnin breiddist út til annara borga fyrstu þrjá daga vikunnar þ. á m. til Piisen og Brno. Þegar Þjóðverjar sáu að um skipulagða uppreisn var að ræða, sem ekkí var bundih við takmarkað svæði gripu þeir til róttækra ráðstafana til að berja hana niður. Þúsundir manna hafa verið handteknir og hundruð tekin af lífi. Verð ð kjðti og sláturafurðum sama og i fyrra Verðjöfnunargjaldið ákveðið 6 aurar Aðalslátrun sauðfjár er nú að hefjast hvarvetna á landinu. Sumstaðar er hún hafin fyrir nokkru. Verð á kjöti og sláturafurðum er hið sama og síðastliðið haust, enda svo fyrir mælt í lögum (geng- islögunum frá síðasta þingi). Verðjöfnunargjaldið. Yerðjöfnunargjaldið var .að þeessu sinni ákveðið 6 aura pr. kíló; var 10 aurar síðastliðið ár. Þeir bændur, sem selja kjöt á innlenda markaðinum, höfðu, þeg- ar gengisbreytingin var gerð, gert sjer vonir um, að verðjöfnunar • gjaldið myndi lækka verulega eða jafnvel hverfa með öllu. Þeir höfðu góða og gilda ástæðu til að vona þetta, því að nieð gengis- breytingunni var stuðlað að verð- hækkun þess kjöts, sem selt er á erlendum markaði. En verðjöfn- unargjaldið hafði, sem kunnugt er, gengið til nppbótar á því kjöti, sem selt var á erlendum markaði. En eftir að stríðið braust út, komst alt í óvissu um kjötsöluna erlendis. Einkum er alt óráðið um hvernig verður með sölu á frystu kjöti á breska markaðnum. Af þessum sökum sá kjötverð- lagsnefnd sjer ekki annað fært en að ákveða verðjöfnunargjaldið 6 aura. En að sjálfsögðu fá bændur þetta gjald endurgreitt síðar, ef vel tekst með sölu þess kjöts, sern selt verður á erlenda markaðnum. Sumarslátrunin. . Hún var að þessu sinni óvenju mikil og byrjaði fyr en venjulega. Alls var búið að slátra liðlega 13 þúsund dilkum, þegar aðalslátrun hófst. Reyndist meðalþungi dilk- amia um 12 kg. En þegar þess er gætt, að sum- arslátrunin hófst í júlí og fyrstu lömbin þ. a. 1. ung, er erfitt að fá rjettan samanburð við fyrri ár um þunga þeirra. En síðustu vik urnar var meðalþungi dilkanna 13—14 kg. og nálgast það meðal- lag. Slátrað var og í sumar 4—500 göldfje og var meðalþungi þess 25 kg. Þúsund nei Ummæli breskra blaSa um ræðu Hitlers í Danzig í fyrradag eru á þá leið, að ekki þurfi að svara henni með rök- um. Parísarblaðið „Epoque“ seg- ir: Nei og þúsund sinnum nei, er svarið 'við öllum loforðum sem Hitler kann að gefa. Frakk ar semja ekki frið á meðan þeir eiga yfir höfði sjer að ný styrj- öld hefjist skömmu síðar, undir örðugri kringumstæðum. Á þriðjudaginn breiddist uppreisnin út til vesturhluta Slóvakíu; 15 þúsund hermenn þar hafa verið afvopnaðir. Fregnir, sem borist hafa til London í kvöid herma, að Þjóðverjum hafi ekki tek- ist að bæla niður uppreisn- ina. Tjekkar hafa ekki beygt sig, þótt við ofurefli sje að etja. Þeir sem ekki hafa byssur noita haka og ljái að vopni. Konur taka þátt í uppreisn- inni jafnt og karlmenn. Talsvert tjón hefir orðið á mannvirkjum, vegum, brúm og verksmiðj-um. VIBURKENT. Undanfarna daga ha,fa verið að berast lauslegar fregnir um uppþot í Bæheimi og Mæri til FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Heyfengur bænda Slætti er nú lokið víðast hvar á landinu. Heyskapur hefir yfirleitt verið góður og yíða með besta móti. Undantekning frá þessu er þó á nokkru svæði austan til á Suð urlandi,- í. Mýrdal (austurhluta), Álftaveri og Skaftártungu (í V.- Skaftafellss.) og í Vestm.eyjum. Á fyrnefndu svæði í Vestur- Skaftafellssýslu hafa verið nálega samfeldir óþurkar síðan um mið.j- an ágúst. Úthey bænda á þessum slóðum hafa því stórskemst og víða ónýttust þau að mestu leyti. I Vestmannaeyjum gekk einnig erfiðlega að þurka seinni slátt- inn. Þar hafa því hey skemst tals- vert. Rjettur Norðurlanda til að versla við ófriðaraðilana Yfirlýsing ráðherra- fundarins í Khöfn HIN opinbera tilkynning, sem gefin var út í Kaupmannahöfn eftir fund forsætisráðherra og utanríkismálaráðherra Norðurlanda í fyrrakvöld og sem samþykt var af fulltrúa íslands, Sveini Björnssyni sendiherra, hljóðar svo (skv. sendiherrafrjett): „Forsætisráðherrar og utanríkismálaráðherrar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, ásamt sendi- herra Islands í Danmörku, ræddu á fundi í Kaupmanna- höfn 18. og 19. september um kjör þjóða þeirra í hinum óheillaríka ófriði, sem hafinn er“. „Þeir staðfesta að nýju hinn einbeitta vilja þjóða sinna til þess að fylgja stranglega hlutleysisstefnu gagnvart ófriðaraðilum, jafnt gegn öllum' ‘. Dettifoss kom í gærkvöldi Dettifoss kom hingað seint í gærkvöldi. Með skipinu voi’u 43 farþegar. Dettifoss kom til Grimsby, á leið til Þýskalands, daginn áður en stríðið braust út, og fór því ekki lengra. Beið skipið eftir ýmsum vörum þar og í Hull í hálfan mánuð, og fjekk ekki nema lítið, fjekst ekki útfliitn- ingsleyfi. En skipið tók að síðustu kol, til að sigla ekki erindisleysu. Éngar , hindranir komu fyrir skipið á heimteiðinni, sagði Einar Stefánsson skipstjóri við tíðinda- mann biaðsins í gærkvöldi. En háseta einum sýndist hann sjá til kafbáts eitt sinn að nóttu til í Norðursjó. Var það. fyrsta verk skipstjóra í Grimsby, er ófriður var kominn, að láta mála íslenska fána á skip- ið, þrjá á hVora hlið, og er einn sinn hvoritm megin á yfirbyggingu skipsins. Ljet skipstjóri fána- merkin vera upplýst að nóttu til. Auk þess voru greinileg fánamerki á þilfarinu. Er Dettifoss var á leiðinni til Englands lenti hann í því æfin- týri, að fara um þar sem 10 ber- skip voru við æfingu. Röðuðu fimm þeirra sjer sitt hvorum meg- in við Dettifoss og hófu skothi’íð, en 12 flugvjelar sveimuðu yfir skipinu og vörpuðu niður reyk- bombúm. Fyrsta daginn sem Dettifoss var í Grimsby fjekk skipshöfnin öll, fyrir forgöngu skipstjóra, gas- grímur. En snúningasamt var að ná í gasgrímurnar, því sagt var að um 200.000 erlendir sjómenn væru í enskum höfnum þá, og hefði ekki verið hugsað fyrir því, að útvega þessi varnartæki. Gas- grímunumj varð að skila aftur, áð- ur en Dettifoss lagði frá landi. Meðan hann fór um enska land- helgi varð að draga úr öllum Ijós- um skipsins. „Þeir eru staðráðnir í því að fylgja þessari stefnu í nánu sam- starfi hver við annan, og á sama hátt að vinna að framkvæmd hennar í samvinnu við önnur ríki, sem gagntekin eru af sama hug- arfari“. „Norðurlandaþjóðirnar þykjast sannfærðar um, að í engum stór- veldaf lokkanna gæti nokkurrar óskar um að nein af þessum þjóðr um dragist inn í styrjöldina". „Á sama hátt og skandinavisku þjóðirnar þrjár, gerðust árið 1914, í sameiginlegri orðsendingu til ó,- friðarþjóðanna, formælendur rjett- ar hlutlausra þjóða til verslunar- viðskifta og samgangna á sjó, eins eru norrænu þjóðirnar nú stað- ráðnar í því, til öryggis sínu eigin atvinnulífi, að Iialda fram rjetti sínum til þess að halda áfraui hefðbundnum verslunarsamhönd- um við allar þjóðir, líka við. ó- friðarþjóðirnar“. ,< „Þeir hafa ástæðu til að. gera ráð fyrir að þeir muni með opnum samningum við hina andstæðu að- ila . komast að samkomulagi vi,? þá báða, um að vers 1 unarsambönd þessi verði virt. Gagnvart hinum margvíslegu örðugleikum og tjóni, sem stríðið undir öllum kringum- stæðum hefir í för með sjer, oiniiig fyrir Norðurlandaþjóðirnar, í daú: legu lífi þeirra og í atvinnulífinu, er það áform þeirra að draga úr örðugleikunum að svo miklu leyti sem mögulegt er með samstaí*fi“; Að öðru leyti er í yfirlýsing- unni skýrt frá að samkomulag hafi orðið um að láta nefndir þær, sem skipaðar hafa ervið vegna ófriðarástandsins, taka til starfa eins fljótt. og auðið er. Ráðherrarnir, sem tóku þátt í samningunum í Khöfn, hvetja að lokum hver sina þjóð til þess að taka áhyggjum og vandræðum, sem að kunna að steðja á meðan styrjöldin geysar, með ró og still- ingu. Bæjarstjórnarfundur verður í dag kl. 5 í Kaupþingssalnum. Sjö mál eru á dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.