Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1939, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 21. sept. 1939. 6 Ur dciglegci lífinu Maður druknar við uppskipun á Ólafsvík Til mín kom kona hjer nm daginn. Ilún sagðist ekki vera því vön a<5 skrifa í blöö. Samt var hún í þetta sinn með grein, sagði hún, sem hún vildi koma í blaðið. Grein hennar vir á þessa leið: ★ Það er mikið talað um að spara. Jég heyri aldrei minst á þa'nn spaim- að, sem jeg tel þýðingarmestan, að spara áfengið. Nú eru menn áð koma heim úr síldinni, bæði ungir og gamiir. Margir þeirra hafa einmitt nú fje milli handa. Og þessvegna má búast við sama drykkjuskapartímabili hjer eins og nndanfarin haust. Allir vita, að alvörutímar fara í hönd. Hve mikil alvara verður vit- sm við ekki. En er ekki hægt að gera *ú einhverjar alveg sjerstakar ráð- stafanir til þess að hindra það, að unglingar og heimilisfeður fleygi sumarkaupi sínu í áfengiskaup, svo þeir og heimili þeiiTö líði skort er frá líður, og. hið opinbera verði að sjá fyrir öllu saman. Jeg beini líka orðum mínum til ykk- ar, bmdindisfrönmðri. Takið nú hönd- um saman og vinnið, betur en nokkru sinni áður, og sjájð um, að krónurnar fari heldur fyrir brauð handa börn- um okkar en til áfengiskaupa. Bind- indismerm og valdhafav, takið höndurn sernan í því að spamaðurinn í áfeng- bkaupum verði gagngerður og heimilin, losni við áfengisbölið. ★ Þetta sagði konan, sem óvön var að skrifa í blöð. Hún sagði ekki sína sögu, ekkert um sína reynslu í lífinu. I 'i í svip hennar máttí lesa hvílík alvara var á bak við orð hennar. ★ „Finna forvitna" skrifar mjer á þpssa leið, unr gestagang og matvæla- skömturi í ANú er skömtulag ýmsra matvæla kpmið á, og hverjum heimilismanni er ætlað sitt,— ætti fólk að hugsa út í það að forðast allt óþarft ferðaráp bg gistingu og setur á annara heim- iíum. Það er ekki þægilegt fyrir hús- móðuriiva. , sem þarf að gæta alls sparnaðar ög -láta:'‘skamt þann.endast, sgm hverjum og einum er úthlutaður — ajSj ía sífelt aðkömufólk í ofanálag og þitría, ef til villr að fæða það svo dögum skiftir. Þeir,',.sí>in ekki eiga'brýn erindi, ættu allir að sitja heima, hver við sitt, og hgtfr, sem ekki geta hjá ‘því komist, að fe^ðaf-t og dvelja utan heimilis um lehgri eða skemn tíma, iggttn að forð- ast það að gera eínstökum heimilum áthbðniug, heldur sæk.ja gistihús og nfársölur, ef þeir nestá sig ekki.sjálfir — og gæta þess' í hvívetnð, áð níðast eigi um of á gestrisni þjóðar sinnar". . Svona lítur „Fiuna‘r á skömtunina og gestáganginn. En einu má þó .efcki gíeýma', að gestir, sem 'dvel.fáíahguvÖI- um á heimilum kunning.ja sinna, geta verið- svo hugulsamir gð láta þar' af hondi rakna matvælakort fvrir það, sem þeír 'fS’ af skömtunarvprum. ★ Hejgi Gíslason fyrvcrandi skipstjón hefir beðið blaðið fyrir effirfarandi atbugasemd út af ummælum cni ís- Jenska fiskiskipstjóra. ,„í riti um endurminningar úr Þor- lákshöfn Jóns Jónssonar frá Hlíðar- enda standa þessí orð á bls. 25—26, uba íslenska fiskiskipstjóra: „Að sögn hefir það líka komið fyrir á fiskiskútum við Faxaflóa, að skip- stjóri hefiv þegar eitthvað aivarlegt hefir .boi-ið að höndurn mist kjark, og einhver hásetanna orðið til þess að taka við stjóminni“_ Þar sem jeg var til sjós á þessum fiskiskipum í 18 ár, 3 ár háseti, 5 ár stýrimaður og 10 ár skipstjóri á skip- um frá 36—88 smálestir, og aldrei heyrt getið um slík ummæli, er jeg í vafa um, að þau hafi við rök að styðj- ast. Yi! jeg því mælast til þess við höfund þessara orða, að hann gerði frekari grein fyrir þeim, og gæfi mjer o;; flcirum tilefni til að sannfærast um að þau sjeu rjett. Mér finnst að skipstjórar frá þeim fímum eigi alt annað skilið en slík ummæli, fyrir dugnað sinn í því að sækja björg í þjóðarbú íslendinga á þeim árum. Læt jeg hjer staðar numið að sinni og bíð eftir svari“. ★ Þetta segir hinn gamli skipstjóri. Höfundur hinna umræddu ummæla, getur sent blaðinu svar sitt til birt- jnrraT*. ★ Jeg er að velta því fyrir mjer, hvort Fram geti farið aftur. Morgunmaðurinn. Síöasti hljómleikur Telmányis Húsið var hvergí nærri full - skipað á kveðjuhljómleik Telmányis í gærkvöldi, en fálæti fólks hjer í bæ gagnvart hljóm- leikum er orðin staðreynd, sem ekki þýðir að fást nm lengur, og munu engar fortölur fá þar nokkru um haggað. Aðferð sú, sem. Tónlistarfjelagið hefir tekið upp, að halda hljómleika eingöngu fyr- ir áskrifendur, er víst sú eina sem dugar í þessu efni, og væri at- hugandi, hvort ekki væri hægt að gera slík samtök enn víðtækari. Telmányi endurtók að þessu sinhi fiðlukonsertinn eftir Bach með hljómsveitarundirleik, og hefir hann áður verið gerður að umtalsefni hjer. Hin viðfangsþfnin ljek haún með undirleik , kbinú- sinnar, sem virtist á stöku stað vera ofurlítið mislagðar hendur í gærkvöldi, að mínsta kosti í Ménd- eísohn-konsertinum, sém var ann- að aðalverkefni kvöldsjns., Méð- ferð Teímányis á þessu verki ang- aði af hreinni rómaptík og án alls fjálgleiks, sem miðkaflinn freist- ar þó óneitanlega til. Tzigane Ra- vels, seni’hljómleikurinn endaði á, ristir ekki djúpt, en þetta er ræ- kalli „flott“ samsetningur og var leikið af ósviknum ungverskum eldmóði. Áheyrendurnir kvöddn Telmányi og frú hans með blómum og lófa- taki, Sem aldrei ætlaði að taka enda. E. Th. Hrútasýningar á Suðurlandi Hrútasýningar verða haldnar í haust í Árnes-, Rangár- valla- og Yestur-Skaftafellssýslum. Ilalldór Pálsson ráðunautur Búnaðarfjelags íslands mætir á öllum sýningunum. Byrja sýning- arnar í uppsveit.um Árhessýslu og verður hin fyrsta á föstudaginu kemur. að slys varð í Ólafsvík i fyrradag að maður druknaði við uppskipun á salti úr e.s. Eddu. Maðurinn var Kristþór Sigþórsson, Pjetursson- ar íshússtjóra í Ólafsvík. Slysið vildi til með þeim hætti, að uppskipunarbátur, hlaðinn salti, rakst á akkeris- festi skipsins og sökk þegar. Fimm menn voru í bátnum og náðu þeir allir í akkerisfest- ina og gátu haldio sjer þar uns menn á skipinu heyrðu hjálp- arköll þeirra. Skutu þeir út báti og gátu bjargað öllum nema Kristþóri, en hann hafði þá mist tök á festinni. Veður var ágætt, er slysið vildi til. Lík Kristþórs heitins er ó- fundið ennþá, þótt slætt hafi verið í höfninni og leitað með ströndum fram. Uppskipunarbáturinn hefir náðst upp. (FÚ). Var „Courageoiis“ við Þýskalands- strendur ? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. r. Churchill skýrði frá því í breska þinginu í dag, að fullkoirin tundurspillafylgd hafi verið með flugvjelamóðurslripinu „Courageous" er því var sökt. Er hann var spurður, hvernig á því stæði, að kafbáturinn hefði getað komist jafn nærri skipinu og raun Var á, þótt því hafi áður verið haldið fram að skip ættu að geta verið örugg fyrir kafbátum éf þau hefðu tundurspillafylgd, sagði Mr. Churchill, að hann gæti ekki gefið svar um þetta að svo stöddu. En hann sagði, að ekkert lægi fýrir sem 'gæfi fílefni til að dragá þá ályktuu, að .öryggi skipa með tundurspillafylgd væri, minna en gért hefir verið ,.ráð fyrir áður. Mr. Churchill upplýsti að 1202 menn hefðu verið á slripinu. Þar af hafa 690 bjargast. Hjá Wilhelmshafen. Samkvæmt símskeyti frá Róma- borg lá, „Courageous* ‘ unda’n AVil- helmshaféh,' er' þvi var sökt., ] Á skipinu voru upp undir 50 flugvjelár og stóð til. að gera loftárás á Wilhelmshafén, er tund-; urskéytið hæfði móðurskipið og, várð því áformið , að engu. UPPREISNIN 1 BÆ- HEIMI OG MÆRI FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. franskra blaða, en ekki eins ít- arlegar og breska upplýsinga- málaráðuneytið hefir nú fengið. En í gær viðurkendi þýska út- varpið í sambandi við fregnirn- ar í frönsku blöðunum að nokkrar handtökur hefðu farið fram, vegna skemdastarfs í hin - um tjekknesku hjeruðum. Ræða Chamberlains FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Markmið vort, sagði Cham- berlain, er að bjarga Evrópu — leysa Evrópuþjóðirnar frá hin- um stöðuga ótta við ágengni og ofbeldi, og varðveita sjálfstæði þeirra og frelsi. Engar hótanir myndi duga til þess að fá Breta og Frakka til þess að hvika frá þessu marki. Bretland vill ekki stríð, heldur friðsamlegt sam- komulág um öll helstu deilu- tnál þjóðanna. Yonirnar um, að unt væri að ná slíku samkomu-i lagi, hefði að engu orðið með hinni tilefnislausu og hrottalegu árás Þjóðverja á Pólverja, bandamenn Breta. ÍNNRÁS RÚSSA í PÓLLAND. Um innrás Rússa í Pólland, sagði hann, að það atferli hefði ekki komið mönnum á óvart. Hann sagði, að rússneska stjórnin hefði sent bresku stjóminni orð- sendingu um þetta áform sitt, og hefði hún þá svar- að með annari orðsendingu, þess efnis, að innrásin hefði engin áhrif á þá á- kvörðun Bretlands, að standa við allar sinar skuld bindingar gagnvart Pól- landi. Chamberlain kvað enn of snemt, að ræða um hvatirnar, sem iágu til grundvallar fram- ferði Rússa. En afleiðingin hefði orðið hræðilegur harm- leikur fyrir þá, sem fyrir inn- rásinni hefðu orðið. Allar þjóðir, sagði hann, bera samúð og meðaumkun í brjósti til Póllands, ekki aðeins vegna árásar Þjóðverja, heidur og vegna innrásar Rússa, þegar Pólverjar áttu þegar við ofur- efli liðs að etja, þ. e. vegna á- rásar Þjóðverja. Hin vaska og drengilega vörn Pólverja, sagði hann, hefir vakið furðu og að- dáun um allan heim. Jafnvel nú verjast þeír áfram og neita að gefást upp. Ef einhverjir hjeldi, að Bret- land og Frakkland hefði ekki enn gert alt, sem þau gæti gert í stríðinu, kvaðst hann vilja segja, að hvorki Bretar eða Frakkar hefði látið nokkum bil bug á sjer finna, þeir væri á- kveðnir í að standa við skuld- bindingar sínar gagnvart Pól- landi og halda áfram stríðinu, þar til þeir hefði náð settu marki. SÓKN BRESKA FLOTANS. Að því er viðureignina á víg- stöðvunum snerti, sagði Cham- berlain, vildi hann taka fram, að Frakkar og Bretar hefði unn ið mikið á og treyst aðstöðu sína á vesturvígstöðvunum, þrátt fyrir ákafar gagnsóknir Þjóðverja. Að því er breska flotann snerti sagði hann, að hann hefði haldið uppi stöðugri sókn á þýska kafbáta, og enda þótt ekki væri alt af hægt að segja með vissu, hvort árásir á kaf- báta bæri þann árangur, að þeir hefði verið eyðilagðir, þá væri vanalega hægt að komast að raun um það. Kvaðst hann geta sagt, ár» þess að fara með neinar ýkjur, að 6 eða 7 þýskum kafbátum hefði verið sökt, er þeir gerðu árásir á bresk skip. í sumum tilfellum hefði kaf- bátsskipshafnirnar verið tekpar til fanga. Þá kvaðst hann vera sannfærður um, að árásirnar á kafbáta, og eftirlit breskra her- skipa, sem og það, að byrjað væri á því, að láta herskip fylgja kaupskipum, myndi smám saman hafa þau áhrif„ að kafbátaárásum færi fækk- andi. HÖFUÐVERKEFNI BRESKA FLOTANS. Mr. Chamberlain lýsti þeirrl skoðun sinni, að Bretum mundi auðnast að flytja inn öll þau hráefni og matvæli, sem þjóðin þarfnaðist. Hann sagði, að síð- an er styrjöldin hófst, hefði Bretar mist mörg skip en færri skipum hefði verið sökt. aðra viku stríðsins en hina fyrstu. Höfuðverkefni flotans sagðí hann að væri að ráða niðurlög- um herskipa óvinanna og vernda hlutlaus lönd og sigl- ingar og verslun Breta við önn- ur lönd. Eftirliti Breta var kom- ið á með hliðsjón af alþjóðalög- um um þessi efni, en sú stefna Breta að fara að alþjóðalögum; væri gagnstætt stefnu Þjóð- verja. (Samkv. einkaskeyti og FÚ.). Frakkar óttast þýska árás á Belglu FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Fregnir frá Þýskalandí herma, að honum hafi ver- ið fagnað mjög af þýsku: hemönnunum þar. Litlar hernaðaraðgerðir hafa farið fram ú þessum vígstöðv- um í dag ,og hefir aðallega ver- ið barist með fallbyssum eins- og undanfarið. Slegið hefir í loftorustu milli þýskra og franskra flugvjela og segjast Frakkar hafa skotið éina þýska, flugvjel niður. Við landamæri Belgíu. I fregn frá París segir, að franska herstjómin veiti mikla athygli hernaðarviðbúnaði Þjóð verja hjá Aachen. Aachen ligg- ur eins og kunnugt er við hol- lensk-belgisku landamærinH langt frá vígstöðvunum, þar sem nú er barist. í hinni frönsku fregn er vak- in athygli á því, að íbúunum í Aachen hefir verið fyrirskipað að flytja til Köln, og gefa blöð- in í skyn að Þjóðverjar kunni að vera með fyrirætlanir á prjón unum um að ráðast yfir Belgíu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.