Morgunblaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1939, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLA ÐIÐ Fimtudagur 28. sept. 1939. Auglysing um dráttarvexti Sarnkvæmt ákvæðum 45. gr. laga nr. 6, 9. jan, 1635 og úrskurði samkvæmt tjeðri lagagrein falia dráttarvextir á ailan tekju- og eignarskatt, sem fjell í gjalddaga á manntalsþingi Reykja- víkur 30. júní 1939 og ekki hefir verið greiddur í síðasta lagi hinn 6. október næstkomandi. Á það sem greitt verður eftir þann dag falla drátt- arvextir frá 30. júní 1939 að telja. Skattinn ber að greiða á toilstjóraskrifstofunni. sem er á 1. hæð í Hafnarstræti 5, húsi Mjólkur- fjelagsins. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10—12 og 1—4, nema laugardaga kl. 10—12. Tollstjórinn í Reykjavík, 27. septbr. 1939. «fón Hermannss<>n. Etið íslenska Fornritafjelag. Nýtt bindi er komið út: Vatnsdælasaga Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar. EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út. Verð kr. 9,00 heft og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókaverslun Sigfúsar Eyiniindssonar 3VTUNIÐ: Altaf er það best KALDHREINSAÐA ÞORSKALÝSIÐ nr. 1 með A og D fjörefnum, hjá £IG. Þ. JÓNSSYNI Xaugaveg 62. Sími 3858 KOLASALAN S.L Ingólfshvoli, 2. hæð. Símar 4514 og 1845. Kerrupokar frá Magna Þrjár gerðir fyrirliggjandi. Einnig híífðardukar. Meðferð mála í Fjelagsdómi Brjef Fjelagsdóms til at vinnumálaráðuneytisins Atvinnumálaráðuneytið hefir sent Fjelagsdómi til umsganar erindi Alþýðu- sambands íslands dags. 29. júlí þ. á., varðandi rjettarfrí og afgreiðslu mála fyrir dóminum. Útaf greindu erindi þykir ástæða til þess að taka fram ef tirfarandi: Af 5 málum, sem málflutn- , iugur hafði ekki farið fram í um mánaðarmótfin júní—júlí, hafaði þrernur, samkvæmt sam- komulagi málsaðilja, iVerið frestað til 4. september. Að því er hin tvö snertir, sem sjerstak- lega eru gerð að umtalsefni í crindi Alþýðusambandsins, þyk- |ir ástæða til að upplýsa eftir- í’nrandi atriði: a) Málið: Aiþýðusamband ifslands f.h. Nótar, fjelags Neta- vinnufólks gegn Vinnuveii enda- ifjelagi Islands f.h. Björns Bene diktssonar. Það er rangt, sem stendur í erindi Alþýðusam- bandsins, að málið hafi verið þingfest 16. maí s.l. Þingfesting þess fór fram 16. júní s.l. En að gefnu tilefni þykir rjett að geta þess, að 10. maí s.l. kom málflutningsmaður Alþýðusam- bandsins, Sigurgeir, hjeraðs- dómsmálaflutningsmaðu|- Sig- urjónsson með stefnu í máli þessu, til forseta dómsins, til útgáfu og var það aðeins stefnt Birni Benediktssyni. Að gefnu tilefni frá forseta dómsins, kom í ljós að málflutingsmaðurinn hafði ekki leitað upplýsinga um það, hvort nefndur Björn væri meðlimur í Vinnuveitendafje- lagi íslands, en í samtali er hann þá samstundis átti við skrifstofu Vinnuveitendafjelags ins fekk hann upplýsingar um að svo væri. Hvarf hann þá frá því að fá málið höfðað í það .sinn,, með því að einnig bar að í stef na Vinnuveitendafj elaginu í máli þessu, sbr. 45. gr. 1. nr. 80/1938. Leið síðan fullur mánuður eða 14. júní, að mál- :fiutningsmaðurinn kom á ný til dómsins, með ósk um að stefna yrði gefin út í máli þessu. í þinghaldi 27. júní óskaði um- boðsmaður stefnda eftir fresti til 4. sept. þ. á., með því að hann þyrfti að láta fara fram vitnaleiðslur í málinu á ísafirði, Akureyri og Siglufirði. Umboðs- maður stefnanda samþykti, að frestur yrði veittur í einn mán- uð en mótmælti lengri fresti. Gekk málið til úrskurðar dóms- ins, með þeim úrslitum að stefnda var veittur umbeðinn frestur. Og þykir rjett að geta þess, að samkv. því, sem upp- lýst var í rjettarhaldi 4. sept. höfðu endurrit af sumum þess- ara vitnaleiðslna ekki enn bor- ist hingað vegna fjarveru vitna frá heimilum sínum og rjettar- frís hjeraðsdómara hjer á Iandi. b) Málið Sigmundur Björns- Morgunblaðinu hefir borist eftirfarandi: Vegna marg endurtekinna blaðaummæla um meðferð mála í Fjelagsdómi sendum vjer yður, hr. ritstjóri, með- fylgjandi afrit af brjefi Fjelagsdóms til atvinnumálaráðu- neytisins, dags. 7. þ. rrk, með tilmælum um að þjer birtið það nú þegar í blaði yðar, ásamt brjefi þessu. Virðingarfylst. Hákon Guðmundsson. Sverrir Þorbjörnsson. Gunnl. E. Briem. Sigurjón A. Ólafsson. Kjartan Thors. son gegn Verkamannafjelaginu Hlíf. Mál þetta var þingfest 2. júní s.l., ekki 31. maí, eins og stendur í erindi Alþýðusam- bandsins. í þinghaldi 7. júní fekk umboðsmaður stefnanda frest til 12. júní og þann dag saftur framhaldsfrest til 19. júní, en í því þinghaldi var á- kveðið að málflutningur skyldi ;fara fram 27. júní s.l. En er málið skyldi flytja var mál- flutningsmaður stefnda, hæsta- rj ettarmálaflutningsmaður Pjet ur Magnússon, veikur. Varð það þá að samkomulagi milli um- boðsmanna málsaðilja að mál- inu skyldi frestað fyrst urn sinn. Lýsti umboðsmaður stefnanda yfir því, að fullur vinnufriður væri í Hafnarfirði, þrátt fyrir ágreining þann, sem mál þetta er risið út af, og lofaði hann að tilkynna dóminum ef breyt- ing yrði á því ástandi, en kvartanir um slíkt hafa ekki enn borist dóminum. Var svo frá gengið í rjettarhaldi þessu, að dómurinn ákvæði hvenær málið skyldi flutt og því lýst yfir af dómsins hálfu, að ef bú- ast mætti við að til átaka kæmi milli málsaðilja, yrði ekki hægt að taka tillit til veikindafor- falla málflutningsmanns stefnda og mundi málflutningur þá verða ákveðinn þegar í stað. Samkvæmt læknisvottorði er dóminum hefir borist er mál- flutningsmaðurinn ekki enn heill heilsu. Hann býst hins- vegar við að mega taka til starfa 20. þ. m. og hefir flutn- ingur málsins verið ákveðinn þann dag. 1 tilefni af ummælum í er- indi Alþýðusambandsins um meðferð dómsins á málinu AI- þýðusamband Islands f.h. verka lýðsfjelagsins Baldur gegn Hálf- dáni Hálfdánarsyni þykir á- stæða til þess, að mál þetta var þingfest 27. júní s.l. Mál- flutningur í því fór fram 29. s. m. og dómur var kveðinn upp 3. júlí s.l. Loks skal þess getið vegna ummæla í oftnefndu erindi Al- þýðusambandsins um rjettarfrí dómsins, að hvert það mál, sem dóminum hefði borist yfir sum- armánuðina hefði verið tekið strax til meðferðar svo sem á öðrum tímum, og það að sjálf- |sögðu jafnt fyrir því, þótt ein- Jhverjir af aðaldómurum dóms- ins væru fjarstaddir vegna jsumarleyfa, enda hefði forseti dómsins áður en hann fór í sumarleyfi sitt, gert ráðstafanir til þess að dómurinn gæti ó- hindrað starfað í fjarveru hans. En til þess hefir ekki komið, þar sem ekki hefir verið beiðst útgáfu á á neinni stefnu frá því í júnímánuði og til þessa dags. Með tilvísun til framanritaðs vísum vjer algerlega á bug öll- um aðdróttunum í vorn garð um vítaverða meðferð mála í F'jelagsdómi. Erindi Alþýðusambandsins endursendist hjermeð. Hákon Guðmundsson. Gunnl. E. Briem. K j artan Thors. Sverrir Þorbjörnsson. Sigurjón A. Ólafsson. Ríkisskpi. Esja kom til Djúpa- víkur og' Súðin var á leið til Bol- ungarvíkur frá fsafirði kl. 6 síð- degis í gær. Lærið af 1914 Styrjöldin 1914 kom eins og reiðarslag yfir við- skiftalífið. í óðagotinu, sem þá kom á menn, gripu þeir fyrst til þess ráðs að draga saman seglin og spara auglýsingar. Hver varð afleiðingin? Kreppan, og hún helst í öllum löndum, þangað til menn hurfu aftur að því að vekja viðskiftalífið úr dvala með auglýsingum. Látið yður eigi henda sömu skyssuna og 1914!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.