Morgunblaðið - 12.01.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.01.1940, Qupperneq 3
Föstudagur 12. janúar 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Tollar og flutningsgjöld af Ameríkuvörunni nema 100% af innkaupsverði Nauðsynlegt að vörubirgðir safnist I landinu Samtal við Magnús Kjaran stórkaupmann HVERNIG ganga viðskiftin við Ameríku?, spurði jeg Magnús Kjaran stórkaupmann í gær, en hann er, sem kunnugt er, fram- kvæmdastjóri Innflytjendasambands heildsala hjer í bæn- um, sem stofnað var í októbermánuði síðastliðnum. — Ameríkuviðskiftin hafa gengið vel, svarar Magnús Kjar- an. Þau hófust í októbermánuði og hafa síðan alls verið keypt- ir 5 skipsfarmar og eru þessi viðskifti nú komin í fastar skorður. — Hvaða vörur eru það aðal- lega, sem keyptar eru í Ame- ríku? — Vörurnar, sem Innflytj- endasambandið kaupir aðallega í Ameríku eru: Sykur, hveiti, rúgmjöl, haframjöl, hrísgrjón og hænsnafóður. Sömu vörur mun S.Í.S. kaupa vestra og fær það sínar vörur með sömu skip- um og Innflytjendasambandið. — Hvernig ,líka þessar vörur yfirleitt? — Vörurnar eru ágætar, svar- ar Magnús Kjaran. Og. vepðið er nokkuð lægra, en sömu vörur eru fáanlegar fyrir í Ev- róþu. Rjett er í þessu sambandi að geta þess, aí5 sykurinn, sem hingað til hefir komið frá Ame- ríku, hefir ekki þótt hentugur, vegna þess hve stórir molarnir eru. Verður sykurinn þar af leiðandi ódrýgri. Hjer eftir fær Innflytjendasambandið ein- göngu smáan sykur, og vona jeg að fólki geðjist vel að honum. — Hvernig er með greiðslu vörunnar, sem keypt er í Ame- ríku? — Hún verður öll að greið- ast fyrirfram og hefir það verið gert hingað til, fyrir milligöngu Landsbankans, samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar. Skipin hafa yfirleitt haft fullfermi vestur, aðallega síldarafurðir. — Hefir verð nauðsynja verið stöðugt vestra, síðan ykkar við- skifti hófust? — Eftir að stríðið braust út, rauk ialt verðlag upp í Ame- ríku, sem annars staðar. Síðar f jellu vörurnar nokkuð, einkum sykur. En nú hafa kornvörur hækkað talsvert aftur í innkaup- um, eða um 25% frá síðustu innkaupum. Annars eru engin undur, þótt þessar nauðsynjavörur sjeu dýr- ar hjer, heldur Magnús Kjaran áfram, vegna hins gífurlega kostnaðar á öllum sviðum, sem fellur á vöruna. Hjer er eitt dæmi: Af tveimur skipsförmum, Málfundafólagið Úðinnsamþykkir samvinnu við Málfundafjelagið Óðinn hjelt fund í gærkvöldi í Kaup- þingssalnum, þar sem Dagsbrúnar- koshingin var til umræðu. En kosn ingni í stjóm Dagsbrúnar fer fram 18. og 19. þessa mánaðar. Samningar ha.fa staðið yfir und- anfarið, eins og kunnugt er, milli Oðins-manna og Alþýðuflokksins, og lá frumvarp að samningum þessum fyrir fundinum í gær. Samþykt var í einu hljóði á fund- inum, að Óðinn gengi að þessu samkomulagi, eins og samninga- menn beggja aðila hafa gengið frá því, og er búist við að gengið verði formlega frá þessum samn- ingum í dag„ og frá frambjóð- endalistunum. Um 100 manns voru á Óðins- fundinum í gær. ★ Þau eru lög 'í Dagsbrún, að fje- lagsmenn hafa ekki kosningarjett þar við stjórnarkosningar ef þeir skulda árgjöld fyrir meira en eitt ár. I fyrra leyfði Dagsbrúnarstjórn- in, að menn, sem skuldugir voru við fjelagið meira en svo, fengu rjett til að kjósa, ef þeir greiddu áfallna skuld um leið og þeir kusu. I þetta sinn er ekki víst að svo vérði og verða skuldugir fjelags- menn því að gæta þess, að þeir hafi greitt skuld sína við fjelagið fyrir kjördag, ef skuldin er meiri en að hún nemi einu árgjaldi. Ríkisskip. Esja var væntanleg til Þingeyrar kl. 5 síðdegis í gær. Mjólkin hækkar um 4 aura litirinn Mjólkurverðlagsnefnd ákvað á fundi sín- um í gærkvöldi, að hækka verðið á neys Ium j ólkinni um 4 aura lítrann og á rjóma um 20 aura. Þessi hækkun kemur sennilega til framkvæmda á morgun. » Samkvæmt þessu kostar mjólkin í búðum 44 aura lítrinn, í stað 40 aura áður og flöskumjólkin 46 aura, en hún kostaði áður 42 aura. Mjólk á hálfflöskum hækkar hlutfallslega, en hún hefir verið 2 aurum dýrari pr. lítra. Rjóminn hækkar úr kr. 2.60 upp í kr. 2.80 lítr- inn. Skyr var ekki hækkað í verði. Aðalsala mjólkurinnar er á heilflöskum, og nemur hækkunin því um 9%. ______________ : Fjárhagsáætlun- in fyiir 1940 Borgaxstjóri gerði stuttlega grein fyrir fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1940, í bæjar- stjómarfundi í gær. Skýrði hann fyrst frá því, hVers vegna fjárhagsáætlunin væri svo seint á ferðinni að þessu sinni. Yar það vegna þess að ekki þótti fært að ganga frá henni fyrri en fjár- lög voru afgreidd. Þvínæst sagði hann m. a., að fá nýmæli væru í fjárhagsáætlun- inni, svo hún þyrfti ekki langrar skýringar. Útsvörin eru, sagði hann, komin hátt í 5 miljónir. I tekjubálkinum er m. a. það nýtt, að þar eru áætlaðar 120 þús. kr. tekjur af þeirri hlutdeild sem bæjarsjóði er ætlað í tekjuskatt- inum. I áætluninni er nýr útgjaldalið- ur til endurskoðunar, því bæjar- ráð leggur til, að endurskoðun verði breytt þannig, að bætt verði við daglegri endurskoðun er nær til hæjarsjóðs og allra bæjarfyrir- tækja. Sænska stjómin hefir bannað útflutning á skíðum og útbún- aði til skíðaferða. (FÚ). miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii; Þegar Baliia Blanea immnmi.mimiium sökk: Þarleg frásögn: I Hafsteinn bjargaði I I Þjóðverjunum 1 I á síðustu stundu I imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniiiii; iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiTii PAÐ mátti ekki tæpara standa, að Hafsteinn kæmi þýsku skipshöfninni af „Bahia Blanca“ til aðstoðar. Eins eða tveggja stunda seink- un, frá því sem var, hefði getað orðið Þjóðverjunum ör- Iagarík. Skipstjórinn á þýska skipinu sagði, að skipið hefði ekki getað flotið nema í mesta lagi klukkustund lengur. Sjór var mjög úfinn og hellirigning, þó ekki væri mjög hvasst, eða 3—4 vindstig ,en svo var myrkrið. Það sýndi sig, er farið var að bjarga, að björgunarbátar „Bahia Blanca“ ljetu afar illa í sjó og erfitt var fyrir Þjóðverjana að koma þeim niður. Við þetta bættist svo, að skipshöfnin var alóvön að eiga við smábáta og má nokkurnveginn sjá fyrir örlög þessara sextíu og tveggja manna, ef þeir hefðu neyðst til að yfirgefa skipið í björgun- arbátunum. Ólafur Ófeigssonj - ýq . , H.i V i.i' ' 1 7 yrir nokkru vakti Guðmundur Ásbjörnsson máls á því íbæj- arráði, að gera þyrfti gangskör að því, að ísframleiðsla yrði aukin hjer í hænum. Því síðan ísfisks- flutningar eru orðnir svo miklir sem nú, hefir Sænska frystihíisið ekki haft undan að framleiða næg- an ís fyrir skipin. Fól bæjarráð Yalgeir Björns- syni bæjarverkfræðingi að rann- saka hvernig þessu yrði komið í viðunandi horf. Jón A. Pjetursson bar fram við- auka við þessa tillögu Guðmund- ar á bæjarstjórnaxfundi í gær, þar sem hann lagði til að bæjarstjórn leitaði samvinnu við Fiskimála- nefnd um það, að koma hjer upp frystihúsi til að hraðfrysta fisk. Borgarstjóri skýrði frá því, að skýrsla væri ekki komin frá bæj- arverkfræðingi um málið. En hann hefði heyrt að Sænska frystihúsið myndi geta aukið ísframleislu sína um 50% frá því sem nú er, og þá ætti framleiðsla þess að nægja fyr- ir fiskiskipin, Jón A. Pjetursson skýrði frá því, að Fiskimálanefnd hefði ein- „Bahia Blanca“ rakst ekki á borgarísjaka, eins og haldið var í fyrstu, heldur skrúfaðist inn í ís s.l. mánudag, og leit illa út um tíma hvort skipið komist út. ur ísnum. Tókst samt að sigla skipinu úr ísnum, en við það laskaðist það svo að framan, að óstöðvandi leki kom að skipinu. Þjóðverjarnir ætluðu augsýni- lega ekki að gefa sig fyr en í fulla hnefana og þeir sendu ekki i út neyðarmerki fyr en i>Ll von. u;m. að skipið hjeldist á floti, var úti. . ■ .roiínqbÝ Neyðarmerki á t síðustu stundu. Þegar skipstjórinn á „Bahia Blanca“ sendi út skeyti klukkan 11 á þriðjudagskyöld voru liðnar 20 stundir frá því að lekinn kom að skipinu. í þessa 20 klukkutíma hafði skipinu verið siglt í áttina til lands með þriggja sjómílna ferð' á klukkustund, en dælur skipsinsi höfðu ekki við lekanum og loks var svo komið, að sýnt var að skipið myndi sökkva hægt óg: hægt. Þegar „Hafsteinn" kom að skip-' inu var það orðið svo þungt að framan af sjó, að ekki var viðlit að sigla því lengur. Frásögn sú, sem hjer fer á eftir og það sem á undan er komið, byggist á samtölum, sem jeg áttx við Ólaf Ófeigsson skipstjóra og Halldór Jónsson loftskeytamann á Hafsteini, en þeir fylgdust vitan- lega best með öllu sem gerðist í sambandi við björgunina. Þýskukunnátta loftskeytamannsins. Svo vel vildi til, að Halldór Jónsson loftskeytamaður talar og ritar þýsku, og gátu því öll við- skifti milli skipanna farið fram á móðurmáli skipbrotsmanna. Loftskeytastöðin hjer í Reykja- vík heyrði neyðarskeyti „Bahia Blahca“ á þriðjudagskvöld. Brátt náðist í samband við fjóra íslenska togara, sem staddir voru fyrir Vestfjörðum. Þar á meðal voru Hafsteinn og Egill Skallagrímsson. FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.