Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 5
Fðstudagiir 12. janúar 1940. = JEorgstssBIaðíð = Útgef.: H.f. Árrakur, Reykjavtk. Ritstjörar: Jðn KJartan*son og Valtýr Stefanaaon (abyrgBariaaTJur). Auglýsingar: Árnl Óla. Rttstjórn, auglýsingar og afgroIBsla: Austurstrætl g. — Sfml 1(00. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBI. í lausasölu: 15 aura elntakits — 26 aura me6 Lesbök. m Stefnan í sjálfstæðis- ^ p ¦¦ % • 5 I ¦ t —¦. *'.Tg ' P <"•¦* • t->--n-»--» -w»» r* málinu er mörkuð STJÓRNARSAMVINNAN Pað fekst aldrei fullnægj- andi skýring á því, hvers- vegna það ráð var tekið, að láta Alþingi koma saman aftur 15. íebrúar, eða tæpum hálfum öðrum mánuði eftir að þingi var «litið, vel vitandi það, að þessi stutti tími nægði alls ekki til undirbúnings þingmála og að afgreiðsla fjárlaga fyrir árið 1941 á þingi í vetur, get- ur aldrei orðið annað en flaust- ursverk og kák. Eina skýringin, sem fekst á þessum óskiljanlegu vinnubrögð um, kom frá ráðamönnum í Pramsóknarflokknum. Þeir Ijetu svo um mælt, að svo kynni að fara, að slitna myndi upp úr stjórnarsamvinnunni og þá væri betra, að samvinnuslitin yrðu í vetur eða vor, heldur en Eftir að Alþingi fór heim, er komin á sveim ný skýring á vetrarþinghaldinu, með mögu-< leikum fyrir samvinnuslitum og kosningum í vor. Þessi nýja skýring er, að gömlu samherjarnir, Framsókn- arflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, þykist eygja möguleika til framhaldandi stjórnarsamvinnu, að loknum kosningum, án íhlut- unar eða þátttöku Sjálfstæðis- manna. Ýmsir af ráðamörinum gömlu samherjanna þykjast sjá, að nú þurfi ekki lengur að óttast kommúnista. Þeir gera sjer von- ,ir um, að Alþýðuflokknum hafi aukist fylgi, vegna hinnar al- mennu fyrirlitningar, sem þjóð- in hefir nú á kommúnistum. Það sje því ekki þörf lengur á næsta haust, því að kosningar samstarfi við Sjálfstæðismenn gætu þá farið fram í byrjun næsta sumars. Þessi skýring gefur tilefni til nokkurra íhugana. Hver er á- stæðan til þess, að ráðamenn flokkanna eru nú farnir að .jgera ráð fyrir samvinnuslitum? Er ástæðan sú, að nú fer að líða á kjðrtímabilið? Kosning- ar eiga rjettu lagi að fara fram vorið 1941. Eða er ástæðan hin, að einhver snurða sje á sam- vinnunni, er geti valdið sam- vinnuslitum þegar minst varir? Þjóð.in á að sjálfsögðu kröfu til, að fá að vita hvað hið sanna er í þessu efni. Hún tók sam- starfi flokkanna yfirleitt vel, og það myndi án efa verða henni mikil vonbrigði, ef nú skyldi öll samvinna eiga að rjúka út í veður og vind og illvígar f lokka • deilur að hefjast á ný. Og f>að verða menn aðgera sjer 'ljóst, að samvinnuslit nú gætu haft hinar alvarlegustu afleið- ingar fyrir þjóðina í heild, vegna þeirra alvörutíma, er vjer lif um á. • Ekki hefir þess orðið vart, að verulegir árekstrar hafi orðið í stjórnarsamvinnunni til þessa. !>ó munu einhver átök hafa orð- ið í fjármálunum á síðasta jjingi, en sá ágreiningur jafnað- íst. Verið getur, að stærri átök Srerði í þessum málum á næsta Jþingi. Þá er og vitað, að ekki er enn fengin sú lausn á verslun- armálunum, sem Sjálfstæðis- menn gerðu kröfu til í upphafi stjórnarsamvinnunnar. En lausn á þeim málum er eingöngu í höndum stjórnarinnar. Hún get- ur á hvaða tíma sem er leyst pess.i mál og það er henni blátt áfram til minkunar, ef hún ekki finnur viðunandi lausn $>eirra. Skýringin á því getur ekki verið önnur en sú, að hún vilji ekki leysa málin. En það «ru þá Hka augljós brigðrof við : Sjálfstæðismenn. og best að láta þá fara. Rjett er að taka það strax fram, að það mun engan veginn vilji hinna gætnari í Fram- sóknarflokknum, að slíta sam- vinnunni, með það fyrir augum, að taka upp stjórnarsamyinnu við Alþýðuflokkinn einan, að loknum kosningum. En sterk öfl munu vera til innan Framsókn- arflokksins, sem vilja þessa lausn málanna og ekki myndi þetta stranda á Alþýðuflokkn- nm, ef til kæmi. Sjálfstæðisflokkurinn mun taka því, sem að höndum ber. Hann hefir gert sína skyldu á örlagaríkustu tímum þjóðarinn- ar. Hann hefir afsalað sjer þeirri þægilegu aðstöðu, að vera áfram eini andstöðuflokkurinn enda þótt hann með því bakaði sjer óþæginda. Þegar flokkurinn tók þessa afstöðu, leit hann ein- göngu á, hvað þjóðarheildinni væri fyrir bestu. Hann ljet Pað hefir eðlilega bótt orka nokkurs tvímælis, hvort heppilegt væri, að svo komnu, að halda uppi mikl- um umræðum um sjálfstæð- ismál þjóðarinnar. Alþingi hefir fyrir hennar hönd þegar fyrir mörgum árum markað stefnuna, sem fylg.r-r ber í þessu höfuðmáli, og síð- an ítrekað fyrri yfirlýsingar svo, að ekki verður um vilst. Fyrir þessa ' skýlausu afstöðu hefir þingið hlotið alþjóðar þökk. Bnda hefir öllum þorra manna verið það ljóst, að hjer er ekki um neitt að velja. Ætíð frá því, að endurreisn íslands hófst, hafa landsmenn heimtað alt það frelsi sjer til handa, sem þeir þá mest gátu fengið, og sú kynslóð, sem nú lifir, hefir eigi haft hug á að verða ættleri í þessu efni. Af þessu hafa ýmsir talið, að hjer ætti best við þögn einbeitninnar, og að ó- tímabærar umræður mundu leiða til sundrungar í þessu máli, sem alt liggur við, að sameining hald- ist um. Reynslan hefir og sýnt, að þessi ótti var ekki með öllu ástæðu- laus. Þegar á síðastliðnum vetri voru teknar upp umræður um þetta mál í blöðum og síðar á stúdentafundi, gætti einmitt þeirr- ar sundrungar og úrtöluradda, sem ýmsir höfðu óttast, og endurómur þeirra heyrist enn. • En þessar raddir voru ekki síst að kenna of mikilli þögn um mál- ið. Þess verður að gæta, að með hverjum degi vaxa upp nýir menn, sem ekki vita um fyrri atburði, nema þeir sjeu þeim sagðir, og jafnvel hinum eldri -hættir furðu- fljótt við að gleyma því, sem ekki er sífelt rifjað upp fyrir þeim. Of mikil þögn getur og valdið annarskonar tjóni. Hún getur kom- ið þeirri tríi inn hjá öðrum, að Islendmgar láti sig þessi mál engu skifta. Mjer skilst, að það hafi vakið furðullíla eftirtekt hjer á fyrir íslendinga, að þeir dragi dul á vilja sinn til að vera öllum öðr- um óháðip og þá skoðun sína, að þeir telja fult frelsi vera bestu vörn landsins. * Það er kunnugt, að Danir hafa sjálfir sagt frá því, að 1864 hafi þeir haft ráðagerðir um að bjóða miimimiiiiimiiiiiiiimiiimmiiiiiiiiiii Það er varað við að láta til- finningarnar ráða þessu máli og sagt, að fara beri eftir rökunum. En er það þá alveg víst, að til- finningin ráði engu hjá þeim, sem með úrtölurnar em? Óttinn getur ekki síður ráðið rökunum, heldur en. rökin óttanum. En hvort ber meira að óttast: Trúna á, að aðr- imiiiiiiiiiiiiimimimiiiimmiiimmim' Eftir Bjarna Benediktsson flokkshagsmunina víkja fyrir' landi, að Stauning forsætisráð hagsmunum alþjóðar. Sjálfstæðisflokkurinn er þess fullviss, að stjórnarsamvinnan hafi verið hið mesta happaverk. Hann veit, að hans þátttaka í stjórninni hefir komið mörgu góðu til leiðar. En ef hinsvegar svo kynni að fara, að gömlu samherjarnir, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn æskja þess, að bráðlega verði lokið' þátttöku Sjálfstæðisflokksins í stjórn- inni, þá þeir um það. Þeir verða þá einir til ábyrgðar þeirra verka og afleiðinganna, sem af hljótast fyrir land og þjóð. En það teljum vjer mjög vafasamt, að þjóðin sætti sig við þessa lausn málanna, á þeim örlagaríku tímum, sem nú standa yfir. Og það gæti orðið dýrkeypt fyrir þjóðina, ef þessi yrði endalok núverandi stjórn- arsamvinnu. Ilillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þjóðverjum ísland, til þess, að þeir fyrir það gjald fengju sjer hagkvæmari samninga um Sljes- vík og Holtsetaland, er Þjóðverj- ar þá höfðu hertekið og hjeldu, þrátt fyrir gagnstæðar ráðagerðir Dana. Þetta er eigi rifjað hjer upp Dönum til áfellis. Danir eru ment- uð þjóð, mannúðleg og góðgjörn. En þeir eru önnur þjóð en íslend- ingar. Og vitanlega meta þeir sína eigin lífshag'smuni meira en hags- muni Islendinga. Slíkt mundu all- ar þjóðir gera. Stærri þjóðir hafa löngum látið hátt um umhyggju sína fyrir þeim minni. En í viðskiftum þeirra hef ir átakanlega sannast, að æ sjer gjöf til gjalda. Um hvern einstakan mann hefir löngum reynst, að sjálfs væri höndin holl- ust, og það er fullvíst, að þetta á ekki síður við um skifti þjóðanna en einstaklinganna. Einstaka úrtöluraddir halda því að vísu fram, að íslendingar sjeu of fátækir og fáir til að taka utanríkismálin í sínar hendur. Fljótt k litið virðkt þetta vera skynsamlegt, því að möguleikum fámennrar, fátækrar þjóðar í stóru landi hljóta að vera einhver takmörk sett. En röksemdin er ekki ný. Henni hefir sí og æ ver- ið haldið fram gegn öllum þeim kröfum, sem íslendingar hafa gert Dönum á heiidur um avikið frelsi. En er það þá ekki alveg eins óskynsamlegt, að í þessu stóra og erfiða landi skuli lifa fáeinir jnenn, ekki fleiri en í einni götu í erlendri stórborg, og þeir skuli hafa eigin tungu, menningu og þjóðerni? Hvort sem þetta er skynsamlegt eða ekki, þá er þettp herra Dana sagði, er hann kom úr ísiandsför sinni í sumar, að eng- iim Islendingur, sem mark væri á takandi, nema Jónas Jónsson, vildi algeran skilnað við Dan- mörku. En í öðrum löndum ]iótti þessi umsögn frásagnarverð. Á járnbrautarférð milli Berlínar og Kaupmannahafnar í sumar keypti jeg eitt helsta þýska blaðið, Isamt staðreynd. Islendingar eru Deutsche Allgemeine Zeitung, til að lesa mjer til dægrastyttingar. Þar rakst jeg á þessi tíðindi í einni helstu grein blaðsins þann dag, og urðu þau mjer til lítillar gleði. Ummæli Staunings. eru auðvitað fjarstæða. En af hverju stafar misskihiingur hins glöggskygna manns? Vafalaust af því, að menn I hafa talið sjer sem góðum gest- gjöí'um ósæmilegt að hefja þræt- nr við svo tiginn gest. En um- mælin sýna, að varlega verður að fara, — líka í því að segja ekki of lítið. Því að það er áreiðan- lega hvorki til hags nje sæmdar sjerstök þjóð og hafa a. m. k. efeki í bili ástæðu til að öfunda hinar stærri. Með sama hætti sem íslending- ar eru sjerstök þjóð, alveg án hliðsjónar af því, hvort skynsam- legt er, að þeir sjeu það eða ekki, þá hefir reynslan orðið sú, að aukið frelsi hefir ætíð orðið þeim til góðs, alveg án tillits t.il bolla- legginganna um ])'að, hvort ekki væri skynsamlegra að láta aðra sjá fyrir okkur. Stendur og skrif- að, að guð hjálpi þeim, sem hjálpi sjer sjálfur, en hver annar en fá- tækrastjórnin hjálpar þeim, er alt sitt traust setur á aðra? Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli ir sjái manni farborða, eða traust- ið á, að öruggast sje að standa á eigin fótum? Urtölumennirnir óttast sjálfs- traustið meira en trúna á forsjón annara. A þessum grundvelli hvíla rök þeirra. Hjer er sá grund- vallarmunur, að erfitt er að koma rökum við, því að hvorir um sig álykta frá ólíkum forsendum. Og hver er reynslunnar dómur? Hann er sá, að ætíð þegar á hefir reynt, hafa íslendingar sjálfir orðið að ráða fram úr utanríkis- málum sínum og bera af þeim kostnaðinn. Það er að vísu sagt, að í þessu efni hafi íslendingar ekki haldið sem best á, og að ofrausn sje t. d. að senda sex menn til samninga í London. Undir ár- angri þessarar sendifarar gat líf og afkoma íslensku þjóðarinnar verið komin, og sýnist því ekki ó- eðlilegt, að til hennar væri vand- að. Og meðan Danir hafa ellefu nienn úr tveim heimsálfum og þrem þjóðlöndum í nefnd til þess að hafa yfirstjórn íslenskra skjala, sem sögð eru geymd í skotheldum kjallara í Kaup- mannahöfn, en hjer á landi mætti geyma og nota nefndarlaust, þá virðist fráleitt af þeim, sem dönskum fordæmum unna, að fár- ast yfir, að sex menn sjeu sendir til að semja um líf íslensku þjóð: arinnar. * Hitt er víst, að íslendingar verða að sníða »sjer stakk eftir vexti, og í meðferð utanríkismála sinna sem annara mála að muna, að þeir eru smæstir af þeim smáu og fátækastir hinna fátæku. Út af fyrir sig væri það því engin frá- gangssök nje fordæmislaust, að öðrum ríkjum, emu eða fleirum, væri falið að fara með einhvern. hluta utanríkisþjónustunnar, t. d. í tilteknum löndum, þar sem fs- lendingar hefðu ekki sjálfir er- indreka. Alt slíkt verður vitanlega at- hugað af stjórnarvöldum landsins þegar þar að kemur. Blaðagrein- ar um einstök atriði þess máls sýn- ast nú ekki tímabærar. Það, sem nú skiftir máli, er, að landsmenn láti ekki villa sig af þeirri braut, sem sagan hefir markað þeim, og skyldan — hvort sem hún er skynsamleg eða ekki — býður þeim að halda, til þess að síðari kynslóðir festi ekki á þeirri, er nú lifir, ættlerans aum- lega heiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.