Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. janúar 1940. Þegar skipshöfninni af Bahia Blanca var bjargað FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Fýrst er skipstjóriim á Bahia Blanea talaði við loftskeytastöð- ina, bað íiann um að sendur yrði dráttarbátur með dælur. Bendir það til þess að þá hafi hann enn haft von urri að takast mætti að bjarga skipinu til lands. Yar „Æg- ir“ því fenginn til þess að koma skipinu til aðstoðar. Eftir að „Bahia Blanca“ og „Hafsteinn" náðu sambandi í gegnum loftskeytin kvaðst þýski skipstjórinn feginn ef Hafsteinn vildi köma á staðinn og vera til taks ef eitthvað skyldi koma fyr- ir, eða ef ekki væri hægt að halda „Bahia Blanca" á floti þar til dráttarskipið kæmi. Hafsteini var því stefnt í áttina til skipsins á fullri ferð. Slæmt veður var þar sem Hafsteinn var staddur, helli-rigning og skygni Kákvæm staðarákvörðun. I Togarimi var staddur 50 mílur frá þeirn stað, sem gefið var upp „Bahia Blanea“ væri. Kváðust í»j| ðverjarnir myndu skjóta flug- eldum við og við til þess að Haf- steinn gæti áttað sig betur á hvar slSþið væri. Ólafur Ófeigsson skip átjóri á Hafsteini sagði Þjóðverj- unum að þeir skyldu spara flug- élda sína þar til togarinn ætti svo sem kiukkustundar siglingu |sftir að þýska skipinu. Skipin héfðuloftskeytasamband eg gat ^þipsþjórinn á Hafsteini Iþíðað eftir þvi. tr>Er Haf§.tei.nn.. átti eftir svo sem kTlikkttSt'úlldaf sÍglingu að skipinu sáu skipverjar flugeldana beint fyrir fraiáÍh feig. r- Ólafur skipstjóri var mjög hrif- inn af því, hve nákvæmlega hinn þýski skipstjóri gaf upp stöðu skips síns, þegar þess er gætt að „Bahia Blanca“ hafði yerið 34 daga í hafi og aldrei háft land- sýn. Klukkan var um 3% á miðviku- dagsnó'MF'^er';,Hafsteinn“ kom að skipinu. Fór hann mjög nálægt því og spurði þýska skipstjórann hvort ekki værí reynandi að gera tilraun til þess að koma vírum milli skipanna og draga það til lands. Þýski skipstjórinn taldi ekki sjálfan sig. Þýski skipatjórinn kvað slíkt tilgangslaust með öllu þar sem skipið væri alveg að sökkva og gæti í. mesta lagi haldið sjer á floti í klukkustund. Spurði hann Ólaf hvopt hann hefði pláss á skipi sínu fyrir 61 mann. Sjálfan sig taldi hann ekki með, og mun hafa haft í huga þá gömlu reglu, að skipstjóri ætti að fylgja skipi sínu ef það sykki. Ólafur kvaðst hafa eins mikið pláss og þyrfti, þó mennirnir væru fleiri. Haugasjór var þarna, en vind- hraði ekki nema um 3 stig. Helli- rigning var. Björgunin. Skipstjórarnir ákváðu sín á milli, að björgunarbátar frá „Bahia BIanea“ freistuðu að ná til togarans. Gátu skipverjar á I Björgunarbáturinn af „Bahia Blanca“ á bryggju í Hafnarfirði. Hafsteini fylgst með öllu sem fram fór um borð, því þeir voru sem sagt. á næstu báru við þýska skip- ið. — Pyrst var settur út bakborðs- bátur og gekk það heldur stirt, því mikill tími fór í að velja lag, en loks var þó báturinn laus við skipshliðina. Reynt var að lægja sjóinn með olíu. MjÖg ilt var að hemja bátinn í ölduganginUm og ætlaði Þjóðverj-. unum að sækjast seint að komást frá skipshliðinni, því stöðugt sló bátnum aftur upp að skipinu. Ólafur bað þá nú um að láta bátinn reka frá skipinu og gerðu þeir það, ——- —---------------- Tók Ólafur skipstjóri því næst það ráð, sem húg'rekhi þurfti tú,; en var hinsVfgar þáð eina, sem hægt var að geya, en það var, að: sigla upp að björgunarþátnum. j OjEfSfSVÍÖ »qiMK» | i 17 fyrstu. Tókst þe^Tá veí og komust allír heilu og höldnu upp úr björgun- arbátnum, , sem í .hónum vorú, éff það voru 17 manns, þar af tveir ungtiingai'í ani^r, lé^ár/i, og hinn 15—16 ára. Skipverjar á Hafsteini lægðu öldurnar íueð-'því áð' hella lýsi í s.i«'>ilin- * « « í fyástú- hafðU'ýéfíþ ráðgert, að nokkrir íslendingar færu, í björg- unarbátinn til-þess að >sækja skfp- verja á .JÍahia Blanea“, en frá þessu var ho/þið .ui'tur, er ,svo vel gekk með fyrsta bátinn. Ólafur skipstjóri báð um..,að ljds yrðu höfð í björgunarbátnum, svo betra væri að átta sig á hvert þá ræki, og einnig hafði hann menn ■á verði fram á hvalbak til þess að gæta þess að togarinn sigldi ekki á bátana. Gekk nú alt eins og í fyrsta skiftý og komu fjúrir bátar frá „Bahia Blanca“. Var skipstjóri í þeim síðasta. G.ekk björgunin vel í alla staði. Aðeins einn björgunarbát tók Hafsteinn með, hinum var slept á hafið. Var það járnbátur sem Haf- steinn kom með. „Bahia Blanca“ var með fullum ljósum er þeir skildu við það klukkan 6þb um morguninn, en skömmu eftir að Hafsteinn var lagður af stað frá skipinu, sást að öll ljós slokknuðu, og var ekki talinn minsti vafi á að skipið hefði þá sokkið. ý Hafsteinn hjelt nú til Hafnar- fjarðar og kom þangað klukkan 3i/2 í fvrrinótt. einkennisfötum. Þeir höfðu aðeins smápinkla meðferðis og var aðal- lega tóbak í pinklunum. Skipverj- ar höfðu og með sjer tvo ketlinga, sem þeir ljetu sjer mjög ant um. Þröng var um borð í Hafsteini, en reynt var að hlynna sem best að skipbrotsmönnunum. Var þeim boðinn matur og drykkur, en enginn Þjóðverjanna þáði sykur með kaffi eða tei. Ólafur skipstjóri rakst. á yngsta manninn af skipshöfninni, þar sem hann húkti í skjóli, rennblautur í gegn af rigningunni og skjálfandi af kulda. Tók Ólafur hann með sjer niður í klefa sinn og færði hann í þurr föt og gaf honum heitt kaffi að drekka; brestist sá litli þá brátt. Enginn maður á Hafsteini svaf dúr frá því lagt var af stað á þriðjudagskvöld, til hjálpar skip- inu, og þar til komið var til Hafn- arfjarðar á miðvikudagsmorgun. Voru öll rúm í skipinu upptekin af skipbrotsmönnum og matsveinn hafði ekki við að matbúa handa öllum, sem um borð voru, eða rúmlega 80 manns. Þjóðverjarnir ljetu mjög vel af hjálpfýsi og dugnaði skipverja á Hafsteini og áttu ekki nógu sterk orð til að lýsa þakklæti sínu og hrifningu á framkomu Islending- I anna. ★ „Bahia Blanca“ var að koma frá Rio de Janeiro í Suður-Ame- ! ríkui og var hlaðinn járnmálmi og kaffi. | Hafði skipið verið 734 daga í hafi og ætlaði það áð freista að !komast norðurleiðina óg suður með Noregi heim. Hafði skipið farið eina ferð áð- ur frá Suður-Ameríku til Þýska- ilands síðan ófriðurinn hófst. | ' ’Síðastliðinn mánudag lenti skip- jið í ís og festist í honum. Tókst því þó að losa sig úr honum aftur, en hafði þá fengið svo mikinn leka, að ekki var hægt að halda því á floti,: eins og fyrr greinir. Á leiðinni til Hafnarfjarðar iræddu, Þjóðverjarnir mjög sín á milli möguleikana á að komast heim til Þýskalands og virtust það vera einu áhyggjur þeirra úr því sem komið var hvort það myndi takast og þá með hvaða hætti. Allir vildu ólmir heim. / Þegar til Hafnarfjarðar kom beið þýski ræðismaðurinn þeirra með bíla og voru þeir fluttir hing- að og fengu gistingu á Hótel Skjaldbreið og Hótel Heklu. Þess skal að lokum getið, að menn þessir eru frjálsir ferða sinna hjer og hjeðan að eigin vild. oooooooooooooooooo GLÆNÝ 0 0 0 E G G . » STÓRLÆKKAÐ VERÐ. vntn Tvær kisur bjargast. Þjóðverjarnir komu flestir vinnufötum sínum og yfirmenn Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2. ' oooooooooooooooooo' --------23,6 §------------ - og ört hækkandi Hlutfallstala óskilgetinna barna hefir undanfarin 100 ár aldrei verið eins há og ár- ið 1938, að því er Hagtíðindi upplýsa. Það ár var svo komið, að af öllum fæddum börnum voru 563 eða 23.6% óskilget- in; eða m. ö. o. fjórða hvert bam eða því sem næst, sem fæðist hjer á landi er óskil- getið. Hlutfallstala óskilgetinna barna hefir síðustu tvo ára- tugina verið sem hjer segir: 1916—20 . . . 13,1% 1921—25 . . . • ■ . 13,5% 1926—30 . . . . . . 14,5% 1931—35 . . . . . . 18,6% 1935 . . 20,4% 1936 • . . 21,8% 1937 • . . 21,1% 1938 . . . 23,6% Hjónavígslum hefir á sama tíma farið hlutfallslega fækkandi. H jónavígslur hafa verið á hvert þúsund landsmanna, sem hjer segir: 1916—20 meðaltal 594 6,5%c 1921—25 — 571 6,9%c 1926—30 — 691 6,6%c 1931—35 — 721 6,4%c 1935 — 735 6,4%c 1936 — 628 5,4%c 1937 — 650 5,5%c 1938 — 644 5,4%o HRAÐFRYSTING OG tSFáAMLElÐSLA _____ f;lp. •‘•r,Ó FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. mitt ekki alls fyrir löngu fengið vitneskju um, að í Ameríku værí að opnast mun meiri markaður en áðúr héfiir verið fyrir hraðfrystan fisk. Fiskinn þyrfti að hafa í sjer- stökum ximbúðum, og hefði nefnd- in einmitt verið búin að fá tals- vert af slíkum umbúðum, en þær voru geymdar í „Isbirninum“ og brunnu þar um daginn. Vegna þessara fregna umi vax- andi eftirspurn vestra eftir hrað- frystum fiski, væri mjög nauðsyn- legt að bærinn sæi fyrir því, að hjer yrði komið upp hraðfrystingu, en sömu vjelar hægt að nota fyr- ir slíka frystingu og fyrir ís- framleiððslu. Bjarni Benediktsson sagði m. a., að sjálfsagt væri að gefa þessu máli gaum og sjálfsagt að bæj- arstjórn samþykti tillögu J. A. P. sem yfirlýsingu um, að hún vildi að þessu máli yrði sint, og var tillagan samþykt. Árni Einarsson fimtugur dag er Árni Einarsson fimtugur. Er hann mörg- um Reykvík- dngum að góðu kunnur, því á sínum yngri árum kom hann mikið við sögu elstu og þektustu fjelaga þessa bæjar- fjelags. í stjórn Verslunarmannafjelag Reykjavíkur var hann í mörg áifj> og þegar fjelaginu reið mest ár var það hann sem með áhuga og dugnaði sínum, ásamt nokkrum öðrum góðum mönnum, bjargaði því yfir örðugasta hjallann, þeg- ar deyfð margra fjelagsmanna va næstum orðin því að fótakeflt. Þetta elsta verslunarmannafjelag landsins á því honum mifeið að þakka og verslunarstjettin í heild, því eins og kunnugt er, er nú þetta fjelag öflugustu fjelagssam- tök verslunarmannastjettarinnar. í íþróttalífi bæjarins var hann um skeið mikilvægur starfskraft- ur, því í mörg ár var hann í stjórn Knattspyrnufejlags Reykja víkur og formaður þess í 5 ár. : Sá sem þetta ritar kyptist honum vel í því starfi. Áhugi hans fyrir velgengni fjelagsins var tahmarka Uaus og voru þá árejðanlega-/flest- ,ar af hans frístundum helgaðar starfi þess. Á þeim árum var K. R. áreiðanlega efst í lxuga hans. Á formannáárum Árna var stofn- uð yngri deild fjelagsins, sem síð- an hefir verið. lyftistöng þess, í- þröttalega, alt til þessa. Hann vár Sanngjárn og rjettsýnn for- maður, sem allir fjelagsmenn báru virðingu fyrir, því h§nn var jafn- framt drengur góður. Að loknu ■starfi sínu fyrir K. R. var hanri gerður lieiðursfjelagi þess. Aðalstarf hans hefir verið versl- unar- og kaupmenska, en um nokkra ára skeið var hann málari hjá Lúðvík bróður sínum. Árni er af góðu bergi brotinn, sonur hins vinsæla kaupmanns Einars Árnasonar og konu hans Guðriinar Knudsen, sem nú eru. bæði Iátin. Hin síðari ár hefir Árni átt við: vanheilsu að búa, en þrátt fyrir það, er hann síkátur og hrókur allsHagnaðar meðal vina sinna. Árni hefir dvalið öll sín ár í Vesturbænum og er því ósvikinn Reykvíkingur. Við fjelagar þínir, Árni, þökk- um þjer heillaríkt starf á liðnum árum og óskum þjer innilega bjartrar framtíðar. E. Ó. P. Heimdallur. F. U. S. Fundur verður haldinn í Varðarhúsinu í kvöld, föstudaginn 12. janúar, kl. 8.30. FUNDAREFNI : 1. Fjelagsmál. 2. Thor Thors alþm.: Þingstörfin og stjórnmálavið- horfið. STJÖRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.