Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1940, Blaðsíða 8
u^gttttMaO Föstudagur 12. janúar 194ÖL. íiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiniiiiiiiiiiif Síðari hluti Litla píslarvottsiri; iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiini Siðasía afrek rauðu akurliljunnar Hún þorði ekki að líta á hann. Hún var hrædd um, að hún myndi kannske kasta sjer fyrir fætur þessa vesalmennis og biðja hann um miskunn fyrir manninn sinn. ílvaða óyndisúrræða gat hún ekki gripið til augliti til auglitis við þessa hræðilegu staðreynd! En heilbrigð skynsemi hennar, stolt og hugrekki hjelt henni uppi, og hún píndi sig til þess að horfa ekki á hið illúðlega andlit þessa dökkklædda manns. Hún var feg- in, þegar hún heyrði fótatak hans fjarlægjast. En þá var kjarkur hennar þrotinn og hún huldi grát- andi andlitið í höndum sjer. V. kapítuli. í fangelsinu. Klukkuna vantaði tíu mínútur í hálf tíu, er Marguerite hraðaði sjer í áttina til La Con- ciergerie við hlið Sir Andrew Ffoulkes. Þau voru bæði þögul. Höfðu sagt hvort öðru alt, sem þau höfðu að segja, í litla, fátæk- lega herberginu í bústað þeirra, eftir að Pfoulkes við heimkomu sína hafði frjett um heimsókn Chauvelins. Þau gátu lítið tekið sjer fyrir hendur. Sir Andrew hafði að vísu fengið henni tvær fínar stálþjal- ir, sem hún gat falið í fellingun- am á herðaklútnum sínum, og lít- inn dolk, með beittu, eitruðu blaði. Augu hennar voru full af tárum, er hún tók hikandi við hnífnum, ©g hjarta hennar barðist af sorg. Síðan færði hún hið banvæna vopn hægt upp að vörum sínum eg kysti það með Iotningu. „Ef það verður að vera", hvísl- aði hún, „mun guð fyrirgefa okk- ur af miskunnsemi sinni". „!6etið þjer hugsað yður nokk- nð annað, sem hann gæti notað, Sir Andrew?" spurði hún. „Jeg hefi nóg af peningum, ef her- mennirnir væru tilleiðanlegir —". Sir Andrew andvarpaði og leit nndan, til þess að hún sæi ekki, hve vondaufur hann var. Hann hafði neytt allra hugsan- legra bragða til þess að múta Eftir Orczy baionessu varðmönnunum síðustu þrjá dag- ana. En Chauvelin og vinir hans höfðu gert allar mögulegar var- úðarráðstafanir. Omögulegt var að komast að fangelsinu, nema gegnum einn inngang. En hann sneri út að varðstofunni, og þar var fuít af hermönnum dag og knótt. Allar tilraunir til þess að bjarga hinni látnu drotningu úr þessu fangelsi höfðu strandað. Og eins mishepnuðust nú allar tilraunir til þess að bjarga Rauðu akurlilj- unni, til mikillar hugraunar fyrir þá, sém það reyndu. Sir Andrew var ljóst, að allar tilraunir til þess að reyna að bjarga fanganum ut- an frá, voru gersamlega vonlaus- ar. „Verið hugrakkar, Lady Blak- eney", sagði hann, við Marguerite, þegar þau litlu síðar gengu hægt niður Rue de la Barillerie. „Hafið hugfast hið hreystilega kjörorð okkar: „Rauðu akurliljunni hepn- ast alt". Þau voru nú komin að hinu stóra járnhliði á Palaee de Justice. Marguerite reyndi að brosa, er hún rjetti hinum trúa og dygga vini sínum titrandi höndina. „Jeg skal ekki vera langt í burtu", sagði hann. „Lítið hvorki til hægri nje vinstri, þegar þjer komið út aftur, en gangið rak- leiðis heim. Jeg skal ekki missa sjónar af yður og kem til yðar eins fljótt og unt er. Gfuð blessi ykkur bæði!" Hann kysti á litla og kalda hönd hennar og s'tóð síðan og horfði á eftir henni, er hún hvarf inn um hliðið. Marguerite hitti Chauvelin rjett fyrir innan hliðið hjá tröppunum. „Við erum undirbúnir heimsókn yðar, Lady Blakeney", sagði, hann, „og fanginn veit, að þjer komið". Hann gekk; á undan henni eftir ótal og endilöngum göngum, og hún þrýsti hönd sinni að hjarta- stað, þar sem þjalirnar og dolkur- inn var falið. Þó dimt væri, sá hún að hún var umkringd af hermönn- um á allar hliðar og víða blikaði á byssustingina. Loks nam Chauvelin staðar fyrir utan eina hurðina og sneri sjer að Marguerite. „Mjer - þýkir það leitt, Lady Blakeney',, sagði hann með lotn- ingu. „En stjórnarvöldin í fang- elsinu hafa aðeins leyft þetta sam- tal með einu skilyrði,'. „Hvaða skilyrði er það?" spurði hún. „Þjer verðið að fyrirgefa mjer", sagði hann og Ijet sem hann heyrði ekki spurningu hennar. „Jeg á eng an þátt í þessu. Ef þjer viljið vera svo góð og ganga hingað inn, munuð' þjer komast að raun um, hvað það er, sem krafist verð ur af yður. Án efa finst yður það móðgandi". Hann opnaði hurðina og vjek hæversklega til hliðar fyrir henni. Hún horfði á hann bæði tor- tryggin og hissa. En henni var svo umhugað um að hitta Percy, að hún tók ekki nærri sjer smá- vegis óþægindi. Um leið og hún gekk framhjð Chauvelin, hvíslaði hann: „Jeg bíð yðar hjer. Ef þjer haf- ið yfir einhverju að kvarta, skuluð þjer kalla á mig". Síðan heyrði hún, að dyrnar lokuðust á eftir henni. Herbergið, sem Marguerite var nú stödd í, var lítið og ferhyrnt, illa upplýst og slæmt loft þar inni. Gömul kona, grá fyrir hærum, í óhreinum bómullarkjól, lagði frá sjer prjónana, þegar Marguerite kom inn ' og gekk til móts við hana. „Jeg hefi fengið skipun um að leita á yður, borgari", sagði hún, er þær voru orðnar einar. „Leita á mjer — — ?" sagði Marguerite hægt og fór nú að skilja, við hvað Chauvelin hefði átt. „Já", svaraði konan. „Jeg hefi fengið skipun um að biðja yður að færa yður úr fötunum, svc að jeg geti rannsakað þau nákvæm- lega. Jeg er þaulvön þessu verki, svo að það er þýðingarlaust að reyna að gabba mig. Jeg finn* strax, ef einhver geymir brjef, þjalir eða spotta í pilsunum. Kom- ið nú", bætti hún við í hvassari róm, þegar hún sá, að Marguerite hreyfði sig ekki. „Því fljótari, sem þjer verðið, því fyr sjáið þjer f angann". Framh. JtCaups&apuv DÖKKBLÁ KÁPUTAU nýkomin. Ullargarn, ýmsir litir. Versl. „Dyngja". REGLUSAMUR, ógiftur maður, sem vildi lána (gegn tryggingu) ca. 500 kr. g-etur fengið atvinnu nú þegar- Tilboð sendist afgr. blaðsins, fyrir laugardagskvöld, auðkent: „500". SAUMA 1 HÚSUM Upplýsingar Bergþórugötu 11A,. kjallaranum. SVART FLÖJEL nýkomið. — Versl. „Dyngja". ' ------------¦> IEnglandi er á markaðnum sáputegund, brún að lit, sem nefnd er Windsor-sápa. Sagt er að Englendingar, sem eru á f erða- lagi í Noregi, villist oft á norsk- nm mysuosti og sápu. Nýlega sendi hjón ein í Noregi kunningja- fólki sínu í Englandi mysuosts- stykki. Eunningjarnir í Englandi þökk- uðu innilega fyrir „norsku sáp- una", en kvörtuðu undan, að hún freyddi ekki sem best! • 17 lotamálaráðherra Breta, Win- * ston Churchill, fjekk nýlega send 10.000 fiskseiði til sveitabú- staðar síns í Kent. Churchill hefir ' eytt frístundum sínum í fiskiklak og sagt er, að hann eigi um 40.000 fiska í vötn- um umhverfis bústað sinn. Mesta ánægja haus er að. fóðra fiskana og marga þeirra nefnir hann með nöfnum. Fiskifræðingurinn Stan- ley Plater hefir fengið stöðu við að gæta fiska flotamálaráðherr- ans meðan á styrjöldinni stendur. Leikstjóri leikflokks spurði gamanleikara sinn, sem stóð á leiksviðinu, áður en tjaldið var dregið upp og sem var að horfa fram í salinn í gegnum, rifu á tjald- inu: — Jæja, hvernig gengur það í kvöld?" — Agætlega, sagði gamanleik- arinn. Við þurfum ekkert að ótt- ast. Ennþá erum við í meirihluta! — Hvað er þetta, er ungi mað- urinn ekki farinn heim ennþá ? — Nei, hann fetar í fótspor til- vonandi tengdaföður síns. Maður nokkur var handtekinn í Liége á dögunum og lögreglan hjelt að hún hefði náð í skæðasta njósnara. Við rannsókn á högum' manns- ins kom í ljós, að hann var munk- ur og hafði ekki komið út úr klefa sínum í klaustrinu í 30 ár, fyr en hann hætti sjer út á götu daginn, sem hann var handtekinn. Hann hafði ekki hugmynd um að það væri stríð, og heldur ekki hafði hann hugmynd um, að það hefði verið stríð fyrir 25 árum! — Komdu með mjer heim og sjáðu hátalarann minn. — Nei, jeg þori það ekki. Minn bíður með kvöldmatinn. GÓÐUR TVÍSETTUR klæðaskápur til sölu. Tækifær- isverð. Sími 2773. NÝA FORNSALAN Kirkjustræti 4, kaupir og selur allskonar notaða muni og fatnað. ÞORSKALÝSI Laugaveg Apoteks viðurkenda meðalalalýsi fyrir börn og full- orðna, kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan1. Selt í sterilum (dauðhreinsuðum) flöskum. — Sími 1616. Við sendum um allan bæinn. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfum pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00. Sendum. Sími 1619. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Björn Jónsson, Vesturgötu 28. Síim' 3594. DÖMUFRAKKAR- ávalt fyrirliggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. Sparið milliliðina, og komið beint til okkar, ef þið viljið fá hæsta verð fyrir glösin. Við sækjum heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. Kaupum allskonar FLÖSKUR hsösta verði. Sækjum að kostn- aðarlausu. Flöskubúðin, Hafnar- stræti 21, sími 5333. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. FULLVISSIÐ YÐUR UM að það sje Freia-fiskfars, sem þjer katipið. EFTIRMIÖDAGSKJÓLAR og blúsur í úirvali. Saumastofan Uppsölúm, Aðalstræti 1'8. — Sími 27á'4. ROTTUM, MÚSUM og alskonar skaðlegum skor- dýrum eytf úr húsum og- skip- um. — Aðalsteinn Jóhannsson,. meindýraeyðir. Sími 5056, Rvjík.. OTTO B. ARNAR, löggtltur útvarpsvirki, Hafnar- stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-r ing og viðgerðir á útvarpstækj— um og loftnetum. REYKHOS Harðfiskaölunnar við Þvergötu^ tekur kjöt, fisk og aðrar vörur til reykingar. Fyrsta flokkab vinna. Sími 2978. SAUMANÁMSKEIÐ byrjar 15. janúar. Kent verður & dag og kvöldtímum. — Sauma- stof a Guðrúnar Arngrímsdóttur„_ Bankastræti 11. Sími 2725. SajtaS-funcUÍ VETLINGUR, köflóttur, tapaðist í Austur- stræti í gær. A. v. á. ÍÍMfafnTunguc GUÐSPEKIFJELAGIÐ Reykjavíkurstúkan, heldur f uncK í kvöld kl. 8,30. Deild?.rforseti flytur erindi: „Hvað eigura við- að kenna". MINNINGARSPJÖLD Styrktarsjóðs sjúklinga í Kópa- vogshæli, eru seld í Hljóðfæra- versl. Sigríðar Helgadóttur (Katrínar Viðar), Lækjargötu 2; L O. G. T. ST. VERÐANDI NR. 9. Fjelagar eru vinsamlegast beðn- ir að mæta í G.T.-húsinu kl. \y% í dag vegna jarðarfarar síra Bjarna Þórarinssonar, heiðurs- fjelaga stúkunnar. Æt. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. 81/2- Móttaka nýliða.^ Þeir, sem óska eftir að fylla hóp okkar til starfs um bindindis- málið, gefi sig fram við undir-* ritaðan eða mæti í Góðtempl- arahúsinu kl. 8y% hvern föstu- dag. Önnur venjuleg fundar- síörf: Br. Hendrik Ottósson: Þjóðflokkar og bræðralag. Br. Sigurður Halldórsson: Sjálfval* ið efni. — Fjelagar, fjölmenn- ið stundvíslega og gerið mjer aðvart um innsækjendur sem fyrst. Helgi Sveinsson, æt. Best að auglýsa í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.