Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. júní 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Þegar almenningur ljet greip r ar sópa í verslunum Alasunds Helgi Pálsson útgsrðarmaður kominn heim frá Noregi HELGI PÁLSSON, útgerðarmaður frá Akur- eyri, var 1 Álasundi í Noregi er innrásin var gerð í Noreg. Hann er nú kominn heim. Hann mun vera fyrsti Islendingurinn sem frá Noregi kem- ur síðan ósköpin dundu yfir þar. Hann kom til Akureyrar á föstudaginn var eftir 8 daga ferð frá Álasundi. — Hvernig komust þjer heim? spurði tíðindamaður blaðsins hann í síma í gærkvöldi? — Jeg fór með strokuskipi til Pæreyja. En þaðan komst jeg með kolaskipi, er var á leið frá Englandi til Seyðisfjarðar og kom við í Færeyjum. — Eru mörg norsk strokuskip í Færeyjum ?. — Mjer var sagt að þau væru 10 eða 12. Skipstjórinn sem jeg kom með var búinn að strjúka tvisvar. Hann átti 3 fiskiskip og er búinn að koma þeim, öllum til Færeyja. Hann er 75 ára gamall. Er hann hafði komið tveim skip- um sínum heimanað fór hann til baka frá Færeyjum, við annan mann, á opinni „doríu“ sem hafði mótor, og strauk síðan að nýju. Annars máttu skip óáreitt af Þjóð- verjum fara frá Noregi til íslands fram til 10. maí. — Hvernig var að vera í Ála- sundi eftir að styrjöld hófst þar í landi? — Heldúr ömurlegt var það. Meðan barist var í Suður-Noregi kom ekki sá dagur fyrir, að eigi væru gefin hættumerki, svo allir urðu að flýja í kjallara. En fyrsta sprettinn var aldrei nein loftárás gerð á bæinn. Flugvjelar Þjóð- verja, sem til sást, flugu altaf lengra norður. :—' Var breskt lið í Álasundi? — Já, breskt lið kom þangað fljótt eftir innrásina. — Hve mikið? -— Mjög ólíkum sögum fór af því. Sumir sögðu 400 manns, aðrir 3—4 þúsund. Jeg held að það hafi verið nálægt þúsund manns. — Urðu miklar skemdir og slys af loftárásum Þjóðverja þar? — 12 eða 14 hús eyðilögðust. En engir menn biðu þar bana. All- mörgum skipum var sökt, bæði í höfninni og skamt utan við liöfn- ina, bæði fiskiskipum og vöru- flutningaskipum. Annars bar þar fátt til tíðinda fram til mánaðamóta apríl og maí. Vandræði urðu vitanlega strax mikil. Útgerð stöðvaðist svo að segja alveg. Skipin gátu ekki stundað veiðar vegna tundurdufla- hættu. Og verksmiðjuiðnaður bæj- arins truflaðist fljótlega eða stöðv aðist. — Var ekki búist við matvæla- skorti í landinu? — Norðmenn töldu að þeir hefðu kornmat nægan til næsta árs. En þeir litu yfirleitt mjög döprum augum á framtíðina. — Hvenær tóku Þjóðverjar Ála- sund ? Bretar missa flugvjelamóðuskip, 2 tundurspilla og 2 fiutningaskip Flugvjelamóðurskipið „Glorious“ Þýska herstjórnin tilkynti um miðjan dag á sunnudag- inn, að þýsk flotadeild, sem í voru orustuskipin Gneisenau og Scharnhorst, hafi rekið hernað í norðurhöfum undir stjórn Marshalls aðmíráls, og hafi hún þann 8. júní sökt enska flugvjelaskipinu ,,Glorious“, sem var 22,500 smálestir að stærð og tundurspilli. önnur flotadeild hafi sökt 1900 smá- lesta olíuskipi enska flotans og nýtísku skipi til eyðingar kaf- bátum. Flotadeildir þessar voru sagðar hafa tekið mörg hundruð fanga. un í Nokkru síðar á sunnudaginn tilkynti breska flotamálaráðu- neytið, að því hefði borist fregnir, sem bentu til þess, að sjó- orusta hefði verið háð í Norður-Atlantshafi á laugardaginn (8. júní), en enga skýrslu væri hægt að gefa um þessa sjóorustu, fyr en nánari fregnir væru komnar. STAÐFESTING BRETA í gær tilkynti breska flotamálaráðuneytið, að enda þótt engar nánari fregnir hefðu borist af viðureignínni í Norður-At- lantshafi, þá hefði ráðuneytið ástæðu til að halda ,að „Glorious" hafi verið sökt í hernaðaraðgerðum við Norður.Nofeg, í sam- band við herflutningana þaðan og auk þess tveim tundurspill- um, ,,Ardent“ og „Acasta“, einu herflutningaskipi „Orama“ og olíuflptningaskipinu „Oil Pioner“. Það er tekið fram, að engir hermenn hafi verið um borð í herflutningaskipinu. En ættingjum áhafnanna á öllum skipunum hefði verið til- kynt um tjónið. ,Glorious“ var systurskip» flugvjelamóðurskipsins „Coura- geous“, sem sokt var síðastliðið haust. Hafa Bretar þá mist tvö flugvjelamóðurskip af 7, sem þeir áttu í stríðsbýrjun. ,,Glorious“ var bygt árið 1916, þá sem beitiskip, en síðar var því breytt (eins og Courageous) í flugvjelamóðurskip. Skipið flutti á friðartímum 48 flugvjelar. Tundurspillarnir „Ardint“ og „Acasta“ voru báðir af sömu gerð, bygðir árið 1930. Þeir voru 1350 smálestir og gátu farið 35 sjómílur á klst. Bretar hafa nú mist 22 tundurspilla. „ArdenÞ ‘ og „Acasta" voru systurskip. — Þýskur her var ekki komirm þangað þegar jeg fór, aðeins tveir eða þrír liðsforingjar, sem voru þar í sambandi við yfirvöld bæj- arins. En breska liðið fór þaðan samdægurs og liðið fór frá Ándals- nesi. Þá varð uppi fótur og fit í bænum. Setúliðið fór mjög skyndi- lega út í ýms s£ip, í vöruflutn- ingaskip, herskip og fiskiskip. Þá hjelt almenningur í bænum .að Þjóðverjar væru í nánd., kæmu á hverri stundu. Og þá þutu menn í búðirnar og vörugeymslurnar og ljetu greipar sópa. Við ekkert varð ráðið. Hver' 1 ók það sem honum sýndist og hann gat haft með sjer. Fólk kom með hjólbör- ur og vagna og margar vöru- geymslur voru tæmdar á svip- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Ben. G. Waage heiðraður á Álafossi Fánadagurinn á Álafossi var hátíðlegur haldinn s.l. sunnudag að Álafossi. Sigurjón Pjetursson setti há- tíðina með skörulegri ræðu. Aðr ir ræðumenn voru Siguföur Kristjánsson alþm., sem mælti fyrir minni fánans og Ben. G. Wáge, forseti 1. S. 1., sem tal- aði fyrir minni íslands. Auk þess voru ýrns skemtiat- riði, svo sem gamanleikur og fleira. Sigurjón Pjetursson hefir haft það fyrir venju undanfarin ár, að sæma einhvern afreksmann í íþróttum eða á öðru sviði Ála- fossmerkinu úr gulli. Að þessu sinni var forseti 1. S. í, Ben G. Wáge, sem varð þess heiðurs að njótandi að fá Álafossmerkið. Sigurði Kristjánssyni gaf Sig- urjón pappírshníf með Álafoss- merkinu. Fánadagurinn fór hið besta fram, en færra var þar af fólki en venjulega, sakir slæms veð- íslendingur sær- istfviOureignviO enska hermenn Sá atburður gerðist á sunnu- dagskvöldið að Islending- ur einn lenti í illdeilum við breska hermenn á Matsölunni í Tryggvagötu € og særðist Is- lendingurinn nokkuð. Lögreglan kom þarna að og fór með hinn særða mann á sjúkrahús og kallaði á ensku lögregluna til þess að taka hermennina. Þegar lögreglan kom, sýndu hinir bresku hermenn einhvern mótþróa í fyrstu og við það skarst kápa eins íslenska lög- regluþjónsins. Allir viðkomandi voru und- ir áhrifum víns og einnig tvær stúlkur, sem munu hafa beinlínis eða óbeinlínis átt sinn þátt í að slagsmál þessi hófust. Fleiri enskir hermenn voru þarna inni er óeirðirnar byrj- uðu, en þeir tóku engan þátt í þeim, heldur fóru út úr veitinga- stofunni, er ólætin byrjuðu. Lögreglan hefir rannsakað þetta mál og yfirheyrt þá er við- staddir voru. Bresku hermennirnir halda því fram, að íslendingurinn hafi móðgað þá, en íslendingarnir vilja skella allri sökinni á her- mennina. Margt virðist benda til, að hjer sje um drykkjuæði að ræða, þar sem báðir partar eiga nokkra sök á. Þess skal að lokum getið, að sár Islendingsins eru ekki lífs- hættuleg, og er hann nú kominn heim til sín. Jugoslafar verða hlutlausir Deutsches Nachrichten- buro“ skýrði frá því í gærkveldi, samkvæmt fregn frá Belgrad, að stjórnmálamenn þar ljetu í Ijós þá skoðun, að á- kvörðun Itala að fara í stríðið, breytti í engu þeirri stefnu Júgóslafa, að gæta hlutleysis gagnvart öllum stríðsaðilum. Stjórnmálamenn í Belgrad, segir DNB, hafa veitt sjerstaka athygli þeim ummælum Musso- linis, að ætla ekki að draga Júgóslafíu, Tyrki eða Grikki inn í styrjöldina. Hæsti vinningur í Happdrætti Háskólans -— 10 þús. kr. —■ var á kvartmiðum í þessum umboðumr Stefáns A. Pálssonar og Ármanns, Norðfjarðarumboði og Hríseyjar- umboði. — Næst hæsti vinningur — 5 þús. kr. — var einnig á kvartmiðum í umboði frú Guðrún- ar Björnsdóttur og frú Önnu Ás- mundsdóttur, Túngötu 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.