Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.06.1940, Blaðsíða 5
IÞriðjndagur 11. júití 1940. S ^ Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltst jörar: J6n KJartanascn, Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Áskrif targ jald: kr. 3,50 & mánuBl lnnanlands, kr. 4,00 utsmlands. f lausasölu: 20 aura eintaklC, 25 aura meB Lesbók. Fjárhagsaðstaða bændanna Noregur Stórviðburðirnir berast nú svo ört utan úr heimi, að við eigum erfitt með að fylgjast :með. Undanfarna daga hafa liugir allra beinst að viðburðun- um í Frakklandi, þar sem háð «r „orustan um • Frakkland“, eins og Weygand yfirhershöfð- ingi Frakka komst að orði. „Orustan um Frakkland" stendur enn yfir, en á úrslitum liennar veltur sennilega meir en nokkru öðru um framtíð styrj- aldarinnar. Það er því ekki að undra, þótt hugir manna hafi beinst til Frakklands síðustu dagana. Og þeir munu halda á- fram að beinast þangað, því að 4>ar verður fyrsta úrslitaorust- ^an án efa háð. Hftt er enn öll- 'um hulið, hvar síðasta úrslita- •orustan verður háð. En þótt Frakkland sje enn sá miðdepill hildarleiksins, sem ^lt snýst um, bárust í gær fregnir um tvo stórviðburði, sem jfengru menn um stund til að jgleyma Frakklandi. Annar við- Iburðurinn var þátttaka Italíu í stríðinu. Hann kom mönnum ekki á óvart. IHin fregnin var frá frændum vokkai;, líorðmönnum. Eftir tveggja mánaða hreystilega vörn norska hersins gegn marg- földu ofurefli, var sú*ákvörðun tekin, að hætta baráttunni — leggja niður vopn. Samtímis barst fregn um það, að Banda- menn hefði flutt brott allan her sinn úr Norður-Noregi, einnig úr Narvík, sem þeir höfðu tekið 'eftir langa og harða bardaga. Hákon konungur, norski ríkis- «rfinginn og ríkisstjórn Noregs •eru komin til London, en yfir- liershöfðingi Norðmanna hefir tekið upp samninga við þýsku herstjórnina. Þessi tíðindi frá frændum ekkar Norðmönnum komu mjög .á óvart. Að vísu var kunnugt, .að norski herinn átti við marg- falt ofurefli að etja. En hann hafði barist af fádæma hreysti. En hjer hefir það sýnilega ráð- ið úrslitum, að Bandamenn hafa ekki treyst sjer til að senda Norðmönnum áfram her- lið eða vopn. Vonbrigði norsku þjóðarinn- ar eru að sjálfsögðu mikil, yfir þessum úrslitum. Hún hafði fórn að blóði sinna vöskustu sona til varnar frelsi og sjálfstæði lands íns. En hún neyddist að lokum til að gefa upp alla vörn. En frelsisbaráttan lifir áfram óskert í brjósti hinnar hug- djörfu norsku þjóðar. Norska þjóðin veit, að framtíð Noregs verður ekki ákveðin í dag eða á morgun. Hún veit, að sú stund kemur, að Noregur fær aftur frelsi sitt og sjálfstæði. Það er einlæg von og ósk okkar Islend-* :Inga, að svo verði. „Tíminn“ birtir 1?. maí nefndarálit Bjarna Ásgeirs- sonar og Steingríms Steinþórs- s.onar umi frv. mitt á síðasta þingi „um verðuppbót á kjöti og mjólk“. Svo mikils þykir „Tímanum“ um þetta vort, að gefið er út aukablað til að koma þessu fyrir sjónir al- mennings. Nefndarálit þetta var út gefið á Alþingi 18. apríl, en 8. sama mán. birti jeg álit frá minni hálfu. Eðli- lega er það því ekkert svar við ókomnu áliti frá meiri hlutanuip. og er þó auðvelt að hrekja ýmg atriði þess álits, en nú hefi jeg meiri önnum að sinna en svo, að til þess sje tími að sinni. Til þess þó að ekki sje fyrir augum al- þjóðar svo einhliða umsögn um þetta mál, án þess að önn- ur atriði liggi líka fyrir, vil jeg hjer með biðja Morgun- blaðið og ísafold að birta álit mitt sem hjer með fylgir. Akri, 31. maí 1940. Jón Pálmason. Nefndin hefir allmikið rætt frumvarpið og átt tal við land- búnaðarráðherra og fjármálaráð- herra. Meiri hluti nefndarinnar leggu til, að frumvarpið verði feit, og mun meiri hluti á Alþingi vera því fylgjandi. Þetta hefir á eng- an hát't, sannfært mig um rjett- m.æti þeirrar afgreiðslu, og liggja þau rök til, sem hjer skulu dreg- in fram, til víðbótar því, sem sagt er í greinargerð frv. Þetta frv. er hugsað og bygt upp sem bráðabirgðaráðstöfun meðan stríðið stendur. Fyrst og fremst til hagsmuna og atvinnu- aukningar í sveitum landsins og að nokkru leyti til þess, að neyt- endur bæjanna geti á stríðsárun- um fengið þær þýðingarmiklu matvörur, sem frv. fjallar um, með nokkru lægra verði en ætla má að verði, ef engar opinberar ráðstafanir verða gerðar. Að öðru leyti er frv. fram kom- ið vegna þeirrar vissu, að ríkis- valdið tryggir á meðan það getur hækkað laun allra fastra starfs- manna og hækkað kaup þess fólks, sem er í fastavinnu í bæj- um og hjá því opinbera, alt í hlut- falli við aukna dýrtíð af völdum stríðsins, og án tillits til þess, hvernig hagur framleiðenda og annars verkafólks verður. — Jeg byggi á þeirri sannfæringu, að það eitt sje rjett, að nota eins og nú stendur allan vinnukraft, sem, mögulegt er, til að stunda lífræna framleiðslu 'til sjávar og sveita, nota á þann hátt gæði landsins eftir ýtrustu föngum, takmarka sem allra mest kaup á erlendum vörum og verja því einu til nýrra framkvæmda, sem minst er hægt að komast af með, til þess að það fólk hafi vinnu, sem engin leið er til að koma að framleiðslunni. Þessa stefnu viðurkenna margir alþingismenn í orði, en mikill meiri hluti þeirra breytir gagn- stætt henni. Andstæðingar þessa frv. virðast hafa einkum þrent við það að athuga: 1. Að bændum sje ekki þörf á Verðuppbótum vegna hækkunar á kjöti og mjólk. Álit minnl tiluta Landbúnaðarnefndar neðri deildar Alþingis um frumvarp nm verðlagsuppbót á kjöti og mjólk 2. Að mjólkur- og kjötlögin sjeu svo góð lög og nytsamleg, að þeim megi helst á engan hátt raska. 3. Að ríkissjóði sje um megn að leggja fram þá upphæð, sem frv. fer fram á, nema hann fái nýjar tekjur. Um þessi atriði ganga þó skoð- anir þeirra manna nokkuð á mis- víxl, sem. þó eru andvígir því að gera nokkuð, sem máli skiftir, til breytinga. Þessi atriði skulu nú nokkuð tekin til athugunar hvert í sínu lagi, mjög stuttlega þó. I. Að bændur þurfi hækkun á framleiðsluvörum sínum með op- inberri aðstoð vegna verðhækkun- ar, sem leiðir af stríðinu, er skoð- un, sem mjer virðist örðugt að rökstyðja, ef litið er á málið al- ment. Aðstaða einstakra hjeraða er að vísu verulega misjöfn að því er þetta snertir, en í höfuðdrátt- um er hún þó nokkuð greinilega mörkuð af þeim staðreyndum, sem kunnar eru úr búnaðársög- unni síðasta áratuginn. Það, sem almennasta athygli hefir vakið á þessu sviði, er það, að á þessu tímabili liefir vöxtur bæjanna og fólksfsekkun í sveitum orðið hlut- fallslega meiri en áður. Jarðir hafa víða lagst í eyði og allmikil brögð að því í sumum hjeruðum, að margar þær jarðir, sem' eru í bygð, eru ekki nærri svo notaðar sem var áður en skuldá- og halla- rekstrartímabilið byrjaði. Að svona hefir farið, er eðlilega sprottið af einhverjum áhrifa- sterkum orsökum. Menn greinir á um það, hverjar þær eru, og vitanlega eru þær margar, en um það er ekki að villast að sú er sterkust, að lífsþægindi þeirra, sem í bæjunum búa, hafa verið aukin, víða í landinu, miklu meira en svo, að sveitirnar hafi getað verið samkepnisfærar um það, að halda við búreksturinn því fólki, sem tækifæri hefir haft til að leita þangað, sem lífsþægindin eru mest. Ríkisvaldið hefir líka verið í samkepni við framleiðsluna um vinnuaflið, sem hlaut að falla á einn veg. Erlent og innlent láns- fje og aðrar opinberar ráðstafan- ir hefir verið notað í þessu efni svo freklega, að afleiðingar hlutu að verða þær, sem nú eru að veru- legu leyti komnar í ljós, en sjást þó betur síðar. Eitt öruggasta leiðarmerki um hag sveitanna var það, hvernig ástandið reyndist þegar kreppulánauppgerðin fór fram á árunum 1933—1935. Það er svo kunnugt mál, að ekki ger- ist þörf að hafa um það mörg orð. Annað er það, að þær verklegu framfarir, sem orðið hafa í sveit- unum að undanförn — og eru mjög miklar — hafa því miður ekki komist í verk með þeim hætti, að framleiðslan hafi borið sig svo vel, að hiín hafi getað kostað þær nema að litlu leyti. Meiri hluti þeirra er því kominn í verk fyrir opinbera aðstoð og lánsfje. Þeir, sem hafa á undan- förnum árum tekið að sjer for- ystuna í okkar landbúnaðarmálum og stjórn landsins, sem aS nokkru hefir farið saman, ættu að getu sjeð best afkomuskilyrði bænd- anna í sveitum landsins, þegar þeir skoða hana í þeim spegli, sem þeir hafa sjálfir búið til með stjórn sinni á þeim búum, sem. ríkið sjálft rekur og ríkisstjórnin hefir yfir að ráða. ★ Á Vífilsstöðum og Kleppi hafa verið rekin stórbú af ríkinu. I jörðum, Imisum, búfje og verkfær- um liggur á þeim stöðum um 300 þús. kr. höfuðstóll. Þar eru öll hey tekin á vjelarfæru ræktuðu landi og aðstaða öll fullkomnan en yfirleitt þekkist annarsstaðar í landinu. Árið 1937 varð rúmlega 6500 kr. halli á þessum biium. Mjólkin, sem er aðalframleiðslan, reiknuð ríkinu við fjósdyrnar á 28 aura pr. lítra og engin leiga talin til gjalda eftir jarðir, hús, mjólkurverðið fært í 32 aura pr. lítra, og þá varð 1980 kr. rekstr- arhagur með því að hafa alla eign ina leigulausa, eða lík útkoma og árið áður. Þriðja ríkisbúið er á Litla-Hrauni. Þar varð hallinn 1937 3900 kr., þó engin leiga væri reiknuð af höfuðstól og ekki held- ur fært til gjalda fæði verkafólks. Fjórða búið er á Hólumi í Hjalta- dal. Þar varð hallinn 1938 5600 kr., og þó engin leiga reiknuð af höfuðstól, sem er talinn rúmlega 129 þús. kr. Fimta búið er á Hvanneyri. Frá því hafa ekki komið reikningar til endurskoðun- ar árin 1937 og 1938, en jeg hygg, að þar sje hallinn mestur, og mun það koma síðar í ljós. Sjötta bú- ið er á Reykjum í Ölfusi. Það hefir altaf skilað nokkrum hagn- aði og 1937 var hann 11600 kr. með sama reikningslagi, en þar er höfuðstóllinn um 100 þús. kr. Aðaltekjurnar munu vera af garð- rækt við hverahita og kemur það bú því ekki til samanburðar við almennan búrekstur. hefir enn orðið á mjólkurverði af völdum ófriðar eða gengis- falls. Kjöt hefir hækkað nokk- uð, en allar líkur benda til, að enn sje sú hækkun minni, sem til bænda fer, en sem svarar verðfalli peninganna. ★ Af þessum staðreyndum getur svo hver sem er dregið samanburð inn, ef ætlast er til, að bændur og þeirra fólk ætti að hafa svipað fyrir sína vinnu eins og það. fólk, sem vinnur á ríkisbúunum, en rekstri þeirra hafa valdamenu þjóðarinnar ekki enn fengist til að breyta, þrátt fvrir bendingar frá yfirskoðunarmönnum Alþingis. Eitt af því, sem sýnir glögga mynd af ástæðum bænda, er starf- semi jarðkaupasjóðs ríkisins. Hann er stofnaður til að kaupa jarðirnar þegar bændur eru komn- ir að þroti vegna skulda, og auð- vitað þykir flestum betra að fá að vera áfram en að þurfa að búfje og verkfæri. Árið 1938 var flæmast burtu og gefa sig upp til gjaldþrots. Á þenna hátt er búið að kaupa fjölda jarða og umsóknir óþrotlegar um áfram- hald. Á þessu ári á að greiða úr ríkissjóði 85 þús. kr. til þessa og næsta ár 70 þús. kr. Þetta mun þýða, að jarðir verði keyptar fyr- ir hálfa miljón kr. að minsta kosti á þessum 2 árum, því meginhlut- inn er greiddur með því að taka á nafn sjóðsins skuldir við pen- ingastofnanir. ★ II. Mjólkur- og kjötlögin voru sett í þeim tilgangi að bjarga vandræðum sveitanna og áttu í takmörkuðum skilningi nokkum rjett á sjer. Hafa þau gert sum- um bændum nokkurt gagn, en öðrum ógagn, og eftir breytinguna á mjólkurlögunum 1937 voru þan gerð með öllu óviðunandi fyrir nokkurn hluta bændanna. Fram- kvæmdin hefir þó verið ekki síð- ur gölluð en lögin sjálf. — Flest- ir bændur landsins munu vera í einhverjum samvinnufjelagsskap: í kaupfjelögum, sláturfjelögum Þegar þetta er borið saman við J ega mjólkurbúafjelögum. Mitt sjónarmið er það, að þessi fjelög eigi að hafa stjórn á því, hvern- ig er hagað sölunni á afurðum bænda, að svo miklu leyti sem hún er ekki í höndum einstakl- inga. Ríkisvaldið á sem minst að skifta sjer af sölufyrirkomulag- inu. Án þess má líka hafa laga- fyrirmæli um verðjöfnunargjald bæði á mjólk og kjöti. Að taka stjórn þessara viðskifta úr hönd- um fjelaganna undir ríkisvaldið, er mesta vantraust á samvinnu- fjelagsskap hjer á landi, sem enn hefir komið fram. Hvernig afleið- ingar mjólkurlaganna eru, þekkja bændur í nágrenni Reykjavíkur einna best, og er það svo kunn- ugt mál, að ekki gerist þörf að fjölyrða um það hjer. Hinsvegar verður því ekki neitað, að öðrum bændum er full þörf á þeim pen- aðstöðu bænda, þá eru þessi afr riði til athugunar; 1. Bændur fá fyrir sína mjólk, þar sem um mjólkursölu er að ræða, 15—25 aura pr. lítra, að frádregnum flutnings- og sölu- kostnaði. Þeir, sem lifa á sauð- fje aðallega, hafa svipaða að- stöðu alment, þar sem best gengur, eins og t. d. búið á Hól- um. 2. Einstaka bóndi á allmikið af höfuðstólnum skuldlaust, en mikill meiri hluti skuldar fyrir miklu af honum, og margir öllu. Þeir verða því að svara vöxtum og afborgun skuldanna, og er það mörgum einn af þyngstu gjaldaliðunum. 3. Flestir bændur í landinu hafa miklu verri aðstöðu en ríkis- búin með jarðnæði, húsakost, skilyrði til vjelanotkunar o. fl 4. Engin hækkun í höndur bænda FBAMH. Á SJÖTTU 8ÍBTJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.