Alþýðublaðið - 10.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1920, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. um varpað í fangelsi unnvörpum að órannsökuðu máli, og brezka sambandsmerkið, „Unioa Jack“, blakti aftur yfir öllum opinberum stöðum. Sinn Fein hefir herliði á að skipa, sem ríkir landar þeirra erlendis hafa komið upp, svo þeir eru ekki á flæðiskeri staddir, þótt erlendur her fari nú aftur um land þeirra. (Framh.) H. Pj'zta kosnmgamar. Khöfa 9. júnf. Símað er frá Berlín, að hi@ ný- kosna þing verði, eftir útreikningi innanríkisráðuneytisins,skipað: 110 meirihluta jafnaðarmönnum, 80 óháðum jafnaðarmönnum, 45 demó- krötum, 67 úr kaþólska flokknum (centrum), 21 úr bayerska þjóð- ernisflókknum, 61 úr þjóðernis- flokknum gamla (Deutscbe Volke- partei), 65 úr junkaraflokknum gamla (Deutsche Nationale) og n úr öðrum flokkum. [Áður höfðu þessir flokkar sæti á þingi í sömu röð og þeir eru hér að ofan : 166 sæti, 22 sæti, 75 sæti, 93 sæti, ókunnugt um þenna flokk, 37 sæti, 37 sæti]. Um dagiDQ 09 vep. Hilmir kom í morgun af fiski- veiðum. Fljótvirk angl. Rúml. klukku- stund eftir að Alþbl., með augl. um stolna hjólhestinn, kom út í gær, var hjólinu skilað í Guten- berg. Timburfarnaur. „Harres“,skon- norta, kom í gær með timbur- farm, og skonnortan „Dagoy" með timburfarm tii Völundar. M.S. Leo fór í gærkvöldi til Siglufjarðar og Akureyrar. Tók póst og farþega. Bekkjaprófum f Mentaskóian- um er lokið í dag. Burtfararpróf byrja á laugardaginn, og ganga um 30 undir gagnfræðapróf, 12 skólarsemendur, og um 30 undir stúdentspróf, þar af 14 skólanem* endur. Trúlofun. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Stefanía Ingvarsdóttir, beykis af Eyrar- bakka, og Ingvar Loftsson stýri- maður á „Jóni Forseta“. Skjaldbreið kom í gær með á annað hundrað tn. af sfld. Tjörnin. Hvort mun borgar- stjóri ætla að gera Tjörnina að slægjulandi í sumar? Kommgurinn kemnr! Viðbúnaður mikill er nú af hálfu stjórnarinnar til að fagna Kristjáni X., konungi Danmerkur og íslands, er hann heiðrar landið með návist sinni f sumar. „Morgunbiaðið" flytur hverja greinina á fætur annari um konugskomuna, að nú eigi að sýna gestrisni Islendinga og jafnframt spara sem mest út- gjöldin. Allir, sem um þetta mái fjalla, sýnast vera hjartaniega sam- mála um, að landið detti í lukku- pottinn við þessa konungskomu. En um það kynni þó að vera hægt að deila. Alþýða þessa Iands er ef til vill ekki jafn sólgin í konungskomuna, eins og þeir háttvirtu herrar, kross- aðir á balc og brjóst, sem búa nú alt sem bezt undir, skipa móttöku- nefndir af hálfu bæjarins og lands- ins, kaupa samsætisvarning fyrir tugi þúsunda og haga sér á annan hátt eins og nú væri landinu frelsari fæddur. Hvernig er ástandið í landinu? Ðýrtíð meiri en dæmi eru til, örðugustu tímar fyrir framleiðslu alla og viðskifti, sem komið hafa um langan aldur. Er þá tíminn beztur til að eyða fé landsins tií tildurs og prjáls? Hvað er konungur? Uppruna- lega kusu frjálsar þjóðir sér þjóð- höfðingja í hernaði, er svo fékk einnig æðstu friðarstörf og var nefndur konungur. Síðar misbeittu þessir kjörnu leiðtogar þjóðarinnar valdi því, sem hún hafði fengið þeim í hendur, og gerðu með of- beidi konungstignina arfgenga. Valdið óx og fjarlægðist meir og meir þjóðina sjálfa og hagsmuni hennar. í þess stað rökuðu kon- ungarnir og hirðgæðingar þeirra saman auð á kostnað ánauðugrar alþýðu, en þess á milli tættu þeir þjóðirnar upp í stríðum sía á miili. Kúgun var bundin við konungs- nafn. — Stjórnarbyltingin franska sýndi fyrst konungunum í tvo heimana. Franska þjóðin braut: kiafann og tók sjálf sín eigin mál í hendur. Síðar hafa fiestar þjóðir siglt í kjölfarið, ýmist steypt koo- ungunum af stóli eða sniðið utan af valdssviði þeirra og fengið f hendur þjóðinni sjálfri eða fulltrú- um hennar, svo að lítið er eftir nema nafnið. Ráðherrarnir, kjörnir af meirihluta þings, eru nú hinir eiginlegu konungar. Stríðsárin hafa svift úr sessi flestum konungunum og þeim fáu keisurum sem eftir sátu. Norðurlandakonungarnir sitja enn eftir, sem menjar úrelts kúg- unarfyrirkomulags á þjóðfélögun- um. Er nú tíminn til þess að dást að konungunum? Hvernig er konungur íslandsr’ Réttara sagt „af guðs náð kon- ungur Danmerkur og íslands, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þétt- merski, Láenborg og Aldinborg", að nafninu til, þó að í rauninni ráði hann eltki yfir nema Dan- mörku, íslandi og Sljesvík. „Af guðs náð". Að minsta kosti ekki af náð íslendinga. Hann er kon- ungur erlendrar þjóðar, sem lengi hélt landi okkar ánauðugu. Fyrst með heillar aldar samfeldri sjálf- stæðisbaráttu hefir tekist að fá fullveldi landinu til handa, og það hangir þó enn á þeirri taug, að konungur sé sameiginlegur með Danmörku. Konungurinn er ekki kjörinn af okkur sjálfum, heldur hafa Danir sett okkur hann. Ætt- um við af þessari ástæðu að vera hrifnir af konunginum? Hvernig hefir konungur okkar reynst ? Hanr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.