Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. okt. 1940. MORGUNBLAÐIÐ „Esjan" er komin að landi með 258 farþega .¦¦¦'.-:¦¦ „Esja". Farþegar teptir í skipinu meðan skoðun íer fram STJ FREGN flaug eins og eldur í sinu um bæinn í gærmorgun, að Esja væri að koma, og henn- ar væri von upp úr hádcginu. Átti enginn hjer von á henni svo snemma, því búist var við að hún hefði tafist í breskri eftirlitshöfn fram yfir helgina. En skýringin á því, hve fljót hún var hingað, kom brátt. Skoðun sú eða eftirlit, sem búist var við í Bretlandi, fór aldrei fram. Það er framkvæmt hjer, og byrjaði í gær, en verður vafalaust lokið í dag. Á meðan það stendur yfir liggur Esjan á ytri höfninni. En undir eins og hennar var von þangað safnaðist fólk upp á Arnarhórog á aðra staði, þar sem útsýni er yfir höfnina. Því það var fróun að sjá skipið með eigin augum, hið langþráða skip með ástvini um borð, sem svo lengi hafði verið saknað. í gær barst blaðinu farþegalisti Esju. Varð ekki annað sjeð, en hann vœri samhljóða þeim, sem áður hefir birst hjer. Farþegar eru alls 258. En eftir því sem blaðið frjetti í gærkvöldi hafði hinn breski her- vörður yfirheyrt 75 manns er dagsverkinu lauk. Þ6 er vonast eftir því að rannsókn verði lokið fyrir1 kvöldið í kvöld. /________________________________ Fararstjóri ferðamannahópsins frá Kaupmannahöfn til Petsamo var H. J. Hólmjárn forstjóri. Frá honum barst blaðinu í gær- kvöldi eftirfarandi frásögn af ferðinni frá Höfn til Finnlands: Lagt af stað. Burtfarardagurinn frá Kaup- mannahöfn rann upp fagur og heiður. Alt ferðafólkið skyldi mæta við Havnegade 49 kl. 9 árdegis þann 25. sept. og var brottförin ákveðin kl. 10 með Eyrarsunds- bátnum „Bellevue". Til þess að vera fararstjórar fyrir ferðinni hafði sendiráðið í Kaupmannahöfn ráðið þá Finn Jónsson alþm. og H J. Hólmjárn forstjóra. Finnur var áður farinn til Svíþjóðar, en skyldi mæta í Stokkhólmi. Skoðun á vegabrjefum og flutn- ingi gekk mjög greiðlega og var að fullu lokið á klukkutíma. — stjórinn, H. J. Hólmjárn, mann- fjöldann nokkrum kveðjuorðum; var þá hrópað húrra fyrir Dan- mörku og sunginn danski þjóð- söngurinn. Þá mælti fararstjóri nokkur orð til konungs vors, sem átti sjötugsafmæli daginn eftir, óg vár hrópað nífalt konunga- húrra óg sungið ó, Guð Vors lands. Þá mælti danskur kvenstúdent nokkur orð fyrir minni íslands og hrópuðu Danirnir þrefalt húrra fyrir íslandi. . Voru kveðjur hinar innilegustu. Kl. 10.15 ljetti skipið akkerum og sigldi áleiðis til Svíþjóðar. Skyldi nú hafin ein hin fjölmenn- asta ferð, sem hefir verið til ís- lands farin. Við sigldum sem leið lá í lá- dauðum sjó beina leið til Málm- eyjar, en sú sigling tekur rúmar tvær stundir. Farþegar voru: 100 konur, 94 Þarna var samankominn mikill karlar, 12 börn 4—12 ára, 11 börn FjöQur ný prestsembætti í Reykjavík Fyrstu umsóknirnar komnar f jöldi fólks til þess að kveðja okk- ur, sem lögðum út í þessa löngu og erfiðu ferð. Ávarpaði farar- yngri en 4 ára. FEAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. TTIjórum prestsembœttum hef- *: ir veriS „slegið upp" hjer í Reykjavík, og er umsóknar- frestur til 27. nóvember. Þessi embætti eru: Laugarnespres,takall, með einum presti. Hallgrímsprestakall (Skóla- vörðuholtið), með tveimur prestum. Nesprestakall (Vesturbær og Seltjarnarnes), með einum presti. Tvær umsóknir hafa þegar borist um þessi prestaköll. Er önnur frá síra Jóni Auðuns, sem sækir um Hallgrímspresta- kall. Hin er frá síra Halldóri Kolbeins, sem sækir um Nes- prestakall. Vitað er um marga presta, sem ætla að sækja um Reykja- víkurprestaköllin. Nýr doktor á laugardag I úlíus Sigurjónsson læknir hefir " samið rit um skjaldkirtils- sjúkdóma á íslandi: Studies on the Thyroid Gland in Iceland, sem dæmt hefir verið maklegt til varn- ar fyrir doktorstitli í læknisfræði. Doktorsprófið fer fram í 1. kenslu stofu Háskólans á laugardaginn kemur og hefst kl. 2. Prk. Þórunn Hafstein er meðal farþega á Esju. Fekk blaðið frá henni í gær þær greinar, sem hjer birtast um Esjuferðina. Gort hershöfð- I y% ry! (sem stjórnaði breskaj l^ -^ ~yy Sngl [hernum í Frakklandi} KOlTf hingað í gær GORT LÁVARÐUR, hinn frægi hershöfðingi Breta, sem var yfirmaður breska hersins í Frakklandi í vetur, er kominn hingað til lands. Kom hershöfðinginn í gærmorgun og var tekið á móti honum á hafnarbakkanum í gær með mikilli viðhöfn. Skip ítorts lávarðar lagðist á ytri höfnina snemma í gærmorgun, en það var ekki fyr en undir hádegi að lávarðurinn kom í land. Hermönnum hafði verið raðað upp á hafnarbakkanum, þar seni Grort steig á land, og þar var einn- ig hljómsveit frá setuliðinu hjer. Æðstu menn breska hersins hjer á landi voru á hafnarbakkauum til að taka á móti lávarðinum Hann kom á vopnuðum togara upp að bryggju, og er hann gekk á land ljek herhljómsveitin. Gort lávarður gekk á milli her- mannanna og ræddi við einn og einn þeirra. Er hann hafði lokið þessari skoðun hjelt hann að Hótel Borg, en þar mun hann hafa að- albækistöðvar sínar á meðan hann dvelur hjer á landi. Ekki er blaðinu kunnugt um hve lengi hershöfðinginn dvelur hjer á Iandi, eða í hvaða erindagerðum hann er hingað kominn, en hann er yfireftirlitsmaður með þjálfun breska hersins (Inspector-Genera!) Gort lávarður hefir getið sjer mikið orð sem hermaður og hefir meðal annars hlotið æðsta heið- ursmerki, sem breskum hermanni er veitt, Victoria Cross. Auk þess hefir hann hlotið heiðursmerkin K. C. B, C. B. E., D. S. O., M. V. O. og M. C. Hershöfðinginn er 54 ára gamall. Árið 1905 gekk hann í breska herinn og tók þátt í heims- styrjöldinni. Árið 1937 var hann gerðtfr að yfirmanni breska herforingjaráðs- ins og yfirforingi B. E. F. í Frakk- landi er núverandi styrjöld braust út. — Þegar Bretar hörfuðu frá Dun- kerque hlaut Gort mikið hrós fyrir skipulag það, sem var á undan- haldi breska hersins. Er hann var sæmdur heiðurs- merki þegar hann kom heim frá Dunkerque, er sagt að fulltrúi Bretakonungs, sem afhenti honum heiðursmerkið, hafi ságt: „Sam- kvæmt öllum reglum um veitingu heiðursmerkja í hernaði ættuð þjer ekki að vera lengur í tölu hinna lifandi". <Jort lávarður. ^BIöð úr menningarsögu Svía* »i»» Sigurður Halldórsson, formaðuí „Dagsbrúnar", hefir sent Mbl. at- hugasemdir við það, spm sagt var í kæru hr. Langvads yfirverk- fræðings, viðvíkjandi verkaskift- ingu trjesmiða og verkamanna, sem vinna í Hitaveitunni. Vegna rúmleysis gat skýrsla Sigurðar ekki birst fyr en í blaðinu á morgun. Sænski sendikennarinn við há- skólann, fil. mag. Anna Z. á sænsku á miðvikudögum kl. 8-9 síðdegis. Efni fyrirlestranna haust- misserið verður blöð úr menning- arsögu Svía. Verða tekin fyrir ým- iskonar efni úr fjelagslífi og menningarsögunni: um lög og stjórnarfyrirkomulag, frá sjónar- miði menningarsögunnar, um er- lend áhrif, holl og óholl, um þró- un heilsuverndar í Svíþjóð og þættir um þróun alþýðumentunar. Fyrstu 3 fyrirlestrarnir,, í októ- ber, verða samfeld heild: um þró- un þjóðfjelagsins frá hnefarjetti, vígum og blóðhefnd tál lögvernd- aðs einstaklingsfrelsis og almenns rjettaröryggis og um þróun stjórn arfarsins úr hinu forna skipulagi, um stjettarríki miðaldanna í hið lýðfrjálsa skipulag nútímans, þing bundna konungsstjórn. Það skal tekið fram, að þessir fyrirlestrar, eins og allir aðrir háskólafyrir- lestrar sænska sendikennarans, Osterman, mun flytja fyrirlestra eru ekki einungis fyrir sjerfræð- inga, heldur eru þeir fyrst og fremst sniðnir eftir þörfum almenn ings, sem hefir áhuga á norrænni menningu. Aðgangur er ókeypis og heimill öllum. Fyrirlestrarnir verða fluttir í 1. PRAMH. Á SJÖTTTJ SÉDU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.