Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1940. Undirbúningur Esjuferðarinnar Heimkoman með „Esju“ FRAMH. AF. FIMTTJ SÖHJ. fyrir landa vora yfir Petsamo, og á öndverðu sumri mun Guðm. Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, sem þá var staddur í Danmörku, hafa farið til Svíþjóðar og Finn- lands til þess að athuga mögu- leika á því, að koma Islending- um, sem heim vildu fara þessa leið. En þetta bar ekki árangur. Lá nú heimfararmálið niðri um stund. 1 júlímánuði tók sendiráð- ið í Kaupmannahöfn á ný og af miklu kappi að vinna að því, að koma íslendingum heim yfir Pet- samo, og var svo komið um miðj- an ágúst að mestar líkur voru talar á að ferðin myndi takast og allir sem fara vildu voru beðnir að vera ferðbúnir um þann 20. ágúst. Fregnir frá ísl. ríkisstjórn inni hnigu mjög í þá átt að e. s. Esja myndi verða komin til Pet- samo, ef engar nýjar hindranir kæmu fyrir, laust eftir 20. ágúst. En þrem dögum áður en búist hafði verið við að lagt yrði af stað kom skeyti frá ríkisstjórn Islands til sendiráðsins í Kaupmanna- höfn, þar sem ríkisstjórnin tjáði sendiráðinu, að úr ferð Esju til Petsamo gæti fyrst um sinn ekk- ert orðið. Sló nú óhug miklum á hina heimfúsu landa og töldu margir vonlaust um heimferð. Jeg og tveir aðrir fórum að leita að nýjum leiðum til heim- ferðar og vorum komnir langt á leið með að fá leyfi til þess að fljúga frá Kaupmannahöfn til Lissabon, og þaðan til New York — sú ferð myndi kosta um 4000 danskar krónur —, þegar sím- skeyti kom frá ríkisstjórn Islands til sendiráðsins í Kaupmanna- höfn, að nú mætti telja víst að úr ferð Esju til Petsamo gæti orð ið seint í september. Hófst nú undirbúningur undir ferðina að nýju. Gekk mjög greiðlega að fá leyfi danskra yfirvalda og Þjóðverja til þess að fara úr landi og sömu- leiðis leyfi Svía og Finna til þess að fara um lönd þeirra. Undirbúningur þessarar farar kostaði sendiráðið í Kaupmanna- höfn mikla vinnu og sama má segja um hið nýja sendiráð vort í Stokkhólmi undir stjórn hins þekta landa vors, Vilhj. Finsens. Má svo segja að starfsfólkið í sendiráðinu í Kaupmannahöfn ynni bæði nætur og daga síðustu vfkuna áður en ferðin hófst. Sendiráðin í Kaupmannahöfn og Stokkhölmi höfðu samið við Ferðaskrifstofu sænsku járn brautanna um að sjá um ferðina frá Danmörku yfir Svíþjóð og Finnland til Petsamo fyrir ákvæð isverð fyrir hvern farþega. Skyldi Ferðaskrifstofan leggja til farar kost allan, þ. e. skip, járnbraut og bíla og ennfremur mat á allri leiðinni og gistingu í Stokkhólmi. Fólksbifreið ? I I X v 5 manna, nýuppgerð, merki % % Erskine, er til sölu. Uppl. á bifreiðaverkst. Jóh. Ólafsson- í | ar & Co. V x v *;» ►❖❖♦X~X**XK~X~X~X~X~X~X~X*X~> FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Yngsti farþeginn var 4 mánaða, en elsti 63 ára. í Svíþjóð. Þegar til Málmeyjar kom tók sænska toll- og vegabrjefaeftirlit- ið á móti okkur. Var alt starf þess mjög vel undirbúið og skipu- lagt, enda var tollskoðun og skoð- un vegabrjefa að fullu lokið á tæpum klukkutíma. Allmikill hluti af flutningnum var nú innritaður á járnbraut alla leið til Rovaniemi í Finnlandi og þaðan á bíl til Petsamo, þannig að fólk hefði ekki með sjer í járnbrautinni nema það allra nauð svnlegasta af fötum. Að tollskoðun lokinni var sest að snæðingi á Járnbrautarstöðv- arhótelinu í Málmey og snæddur miðdegisverður og kl. 14.20 var lagt af stað með hraðlest áleiðis til Stokkhólms. Við höfðum fengið sjerstaka vagna fyrir okkur í lest- inni. Voru þeir vel útbúnir, með stoppuðum sætum, svo líðan fólks- ins var sæmileg. Um kl. 18 var veitt smurt brauð og kaffi, te eða mjólk, og kl. um 23.30 brunaði lestin inn á Central- járnbrautarstöðina í Stokkhólmi. Þar tók á móti okkur chargé d" affaire Vilhj. Finsen. Tilkynti hann okkur þegar að þá um dag- inn hefði komið símskeyti frá skipstjóranum á Esju, þess efnis, að hún hefði verið tekin af Þjóð- verjum og færð til Þrándheims. Finsen gat þess þó strax, að fyrir lægi þegar frá Þjóðverjum loforð um að Esja skyldi látin laus eins fljótt og auðið væri og það tæki tæplega meira en 2—3 daga. Þetta þóttú okkur nú ekki svo góðar frjettir, því sýnt var, að nokkur töf yrði á ferðinni, því ekki kom til mála að fara frá Stokkhólmi fyr en Esja væri komin til Petsamo, þar sem ekki. var hægt að fá hótelpláss handa svo __ mörgu fólki annarsstaðar á leiðinni. Frá Kaupmannahöfn fylgdi með okkur Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðsritari, skyldi hann taka „Kurerpost" úr Esju og aðstoða fararstjórana á leiðinni. Vika í Stokkhólmi. Ferðaskrifstofan hafði komið því svo fyrir, að fólkinu skyldi skift niður á 6 hótel í Stokk- hólmi. Við Tryggvi notuðum tím- ann í járnb’rautinni frá Málmey til þess að raða íólkinu niður á hótelin og skipa einn flokksstjóra fyrir hvert hótel. Tókst það all- greiðlega, nema nokkur leynilega trúlofuð pör voru fyrst í stað skilin að, en seinna tókst að lag- færa það. Flokksstjórar voru: Á Park líótel Jón Engilberts listmálari. Þar bjuggu öll hjón með börn. Hafði því Engilberts ærið að starfa vikuna sem dvalið var í Stokkhólmi. Hotel Stockholms Hospits Egg- ert Guðmundsson listmálari. Þar bjó mikíð áf úngu kvenfólki. Hotel Continental Björn Sigurðs son læknir. Hotel Regina: Broddi Jóhannes- son dr. phil. Hotel Alexandra Björn Jónsson I. stýrimaður af Gullfossi. Central Hotellet Brandur Jóns- son kennari. Dvölin í Stokkhólmi varð ein vika. Var ekki lagt af stað þaðan fyr en daginn sem vissa var fyrir að Esja kæmi til Petsamo. Dvölina í Stokkhólmi notaði fólkið til þess að sjá sig um í borg- inni, eftir því sem hægt var; skoða söfn og annað markvert, en fæstir höfðu neina sænska pen- inga, og var það mjög vel þegið, að sendiráðið í Stokkhólmi Ijet skifta meðal fólksins nokknrri upphæð, svo flestir eða allir höfðu einhverja sporvagnspeninga. Eitt af kvöldunum, sem við dvöldum í Stokkhólmi, bauð fje- lagið Norden og Sænsk-íslenska fjelagið okknr öllum á kvöld- skemtun nokkra. Þótti það allgóð skemtun. Um Svíana má það segja, að framkoma þeirra og veiting öll á hótelunum, þar sem við bjnggum, var hin besta, og um sendiráðið í Stokkhólmi verður ekki annað með sanngirni sagt, en það gefði alt sem í þess valdi stóð til að greiða fyrir okkur á allan hátt og fórst það prýðilega. Langur áfangi. Svo hafði upprunalega verið á- kveðið, að flokknum skyldi skift í tvent í Stokkhólmi og færu þeir þaðan norður á bóginn sinn dag- inn hvor, vegna þess hve erfitt er með bílaflutninga í Finnlandi. Skyldi Finnur Jónsson alþm. vera fararstjóri fyrir þeim fyrri en jeg fyrir þeim' síðari. Þegar dvölin nú varð lengri en áætlað hafði verið, var þessu fyr- irkomulagi breytt þannig, að að- eins skyldu fara daginn áður en aðalflokkurinn færi, nokkrar stúlkur, sem síður var talið að myndu þola að taka hina erviðu og löngu ferð frá Stokkhólmi til Petsamo í einum áfanga. Yarð því úr að Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðsritari lagði af stað með lítinn valinn hóp frá Stokkhólmi þriðjudaginn 1. október áleiðis til Rovaniemi. Samanstóð sá flokkur af 8 konum, sem heldur þóttu veikbygðari, Haraldi Sigurðssyni lækni og frú hans, sem einnig er læknir, og tveim börnum þeirra. Þetta reyndist að vera hin far- sælasta skipan. Miðvikudaginn þann 2. október kl. 12.30 lagði allur hinn hópur- inn af stað í aukalest frá járn- brautarstöðinni í Stokkhólmi. Skyldi nú haldið í einum áfanga til Petsamo. í fylgd með okkur var forstjór- inn fyrir ferðaskrifstofu sænsku járnbrautanna, Axel Ekström. Fylgdi hann okkur alla leið upp til Rovianemi í Finnlandi, þar sem járnbrautina þrýtur, og reynd ist fylgd hans öll hin besta og giftudrýgsta. í Stokkhólmi bættust við í hóp- inn 26 karlmenn og 7 konur, sem komu frá ýmsum stöðum í Sví- þjóð, og 5 karlmenn og 3 konur frá Noregi. Seinna bættist einn karlmaður í hópinn í Finnlandi. Meðal þeirra er frá Noregi komu var Skúli Skúlason ritstjóri. Lestin brunaði nú móti norðri í gegnum hin undurfögru lönd Norð ur-Svíþjóðar. Fögur býli, akrar, skógar, vötn, ár og fossar bera fyrir augun. Hugur Petsamofar- anna er hress og vonglaður, gleðin yfir því að vera nú endanlega á leið heim til okkar kæra gamla Fróns, heim til ættingja og vina, skín út úr hverju .andliti. „Vittigheder“, sem vel hefðu sæmt Páli og Speglinum, fjúka hvar sem maður fer um lestina, og ættjarðarsöngvarnir hljóma stöðugt án afláts, og svona heldur það áfram þangað til járnbraut- arþjóAarnir koma og búa um bekkina til nætursvefns. Áður höfðum við fararstjóramir, auð- vitað á siðsaman og kristilegan hátt, skift fólkinu niður í svefn- klefana eftir hjónastandi, kynjum og öðru því um líku. svo alt færi vel, enda fór líka alt í besta lagi. Fimtudaginn þann 3. október vöknuðum við árla í svefnklefun- um í járnbrautinni og ristim úv rekkju. Kl. um 10 árd. komum við til Boden, sem er allstór bær norðar- lega í Svíþjóð. Þar snæddum við ágætan morgunverð, bæði heitan mat og kaldan. Dvöldum við þar rúman klukkutíma; stigum síðan inn í járnbrautina aftur og hjeld- um áleiðis til Haparanda, sem er landamærabærinn á landamærum Fisnlands. ★ Hjer endar frásögn H. J. Hólm- jáms. Tíðindamaður blaðsins átti í gærkvöldi tal við Klemens Tryggvason cand. polit., en hann fekk að koma í land í gærkvöldi af Esju. Hann skýrði svo frá: Ferðin gekk greiðlega norður eftir Finnlandi. Komið var á enda- stað norðurjárnbrautarinnar að aflíðandi miðnætti aðfaranótt föstudags. Það varð nokkur töf við að koma fólkinu fyrir í bílana, sem fiuttu það til Petsamo. Flest voru það stórir bílar. Yarð fólkið þreytt á þeirri erfiðu ferð. Bílarnir lögðu af stað á tíma- bilinu kl. 1—4 um nóttina og komu til Petsamo kl. 4—8 e. h. á föstudag. í Petsamo var gott veður, og eins fyrstu daga sjóferðarinnar. Vár siglt langt vestur í haf, áður en beygt var til suðurs. Sjóveiki var nokkur meðal far- þegar, eins og gengur, en skapið hið allra besta meðal manna yfir- leitt, og gleðskapur góður. Var mikið sungið og söngflokkur stofn aður, er hjelt uppi söng og glað- værð. Viðurger-ningur á skipinu var allur góður, og aðbúnaður yfir- leitt. Um 70 manns urðu að haf- ast við í lestarrúmi skipsins. — Ilvað gerðist í eftirlitshöfn- inni bresku? — Þar voru skoðuð vegabrjef farþeganna og annað ekki. Er Esja fór þaðan fylgdi henni tundurspillir og kafbátur út fyrir hættusvæðið. Hjeldum síðan beina leið til íslands og nú erum við hingað komin. Lárus Pðlsson kominn heim FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. ir „Fredlöse Folk“ — Útlagar — og fjallar um Gretti. — Hver eru yðar bestu hlut- verk til þessa? — Fyrsta hlutverk mitt á Kon- unglega leikhúsinu var hlutverk Pierre Lascalle í „Nederlaget‘% eftir Nordahl Grieg, en stærsta leikhlutverk mitt var, er jeg ljek Hector í „Það verður ekkert úr Trojustríðinu“. Það leikrit var leikið í Riddersalen, sem er lítið leikhús, en gott, og hefir jafnan það nýjasta og besta á boðstól- um. — Þjer hafið líka leikið í kvik- mynd? — Já, nokkrum, t. d. „Ballett- inn dansar", sem hefir reyndar verið sýnd heima. En þó gaman sje að leika í kvikmynd, er þó betra að vera á leiksviði. Þar er sjálfur leikarinn aðalatriðið, en í kvikmyndunum hefir leikstjórinn einna mesta hlutverkið. — Voruð þjer ekki ráðinn við Konunglega leikhúsið í vetur? — Jú, að vísu. — En stríðið breytti öllu, segir Lárus að lok- um. — Og jeg er eins og aðrir Is- lendingar. Jeg vildi ólmur komast heim um leið og þess varð nokk- ur kostur. Þ. H. Menningarsaga Svía FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. kenslustofu háskólans. Fyrsti fyr- irlesturinn er í kvöld kl. 8. Efni: „Með lögum skal land byggja“. Sendikennarinn kennir sænsku á fimtudögum kl. 5—7 í háskól- anum, 4. kenslustofu. Kenslan er bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Eins og áður er kenslan heimil öllum, sem henn- ar vilja njóta, án endurgjalds. Rússar og Þjóðverjar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hernám Þjóðverja á Balkan- skaganum er gert í þ>eim til- gangi að styðja sókn ítala í Egyftalandi, sem átti að hefj- ast í ágústmánuði, en nú getur ekki byrjað fyr en í nóvember. Tilgangur Hitlers er nú áð gera Rússa óvirka og er því ástandið mjög líkt því, sem það var í fyrrasumar. Hitler hugsar nú mest um að halda Stalin í skefjum, en eins og kunnugt er getur það orðið honum dýrt vegna þess að hann Ijet Stalin ekkert vita um um fyrirætlanir sínar í Rúmeníu. Stalin; hefir þegar skipað fyrir að auka loftvarnir í Kaspirsku hjeruðum, en á þeim stöðum hefir hann komið fyrir bestu hersveitum, sem hann á völ á. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. N. N. kr. 2.50. N. N. (gamalt áheit) 10 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.