Morgunblaðið - 26.01.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1941, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. janúar 1941. BRESKAR HERSVEITIR 5 KM. FRÁ DERNA Sókn Breta á öll- um vígstöðvum í Afríku ‘N ÍLARHERINN BRESKI er nú kominn 130 kílómetra vestur fyrir Tobruk, og í gær- morgun átti hann aðeins eftir 5 km. til borgarinnar Derna á Libyuströnd, sem er næsta borgin, sem hernaðarlega þýðingu hefir, fyrir vestan Tobruk. í herstjórnartilkynningu frá Kairo í gær er sagt frá 11 því, að breski herinn hafi átt í viðureign við ítalska her- inn, 3 mílur frá Dema, og hafi Bretar eyðilagt þar 2 skrið- dreka og tekið 4 herfangi. „Sóknin heldur áfram sam- kvæmt bestu vonum“, segir ennfremur í tilkynningunni. Frá öðrum vígstöðvum í Afríku tilkynna Bretar einnig sókn og sigra. í Eritreu hafa ítalir hörfað undan Bretum. í Abyssiniu hefir fjöldi Abyssiniumanna gengið í lið með Bretum og á landa- mærum Kenya segjast Bretar sekja fram. - -a—■ ——mam** „Þjóðverjar töp uðu stríðinu í júní 1940“ i) Þ JÓÐVERJAR töpuðu stríðinu í júní 1940“, sagði Halifax lávarður við blaðamenn í Washington í gær. „Það á eftir að koma í ljós, að þeir ljetu tækifærið ganga úr greipum sjer, að gera innrás í England, þegar við vorum veikastir fyr- , sagði hann ennfremur. Halifax lávarður ljet það vera sitt fyrsta verk í gærmorgun, að ganga á fund Cordell Hull, utanríkismálaráðherra Bandaríkj- anna. Bæddust þeir við í klukkustund. „Mjer er ljóst, eftir þetta samtal, að við höfum sömu skoð- un á mörgum málefnum", sagði Halifax við blaðamenn að loknu þessu samtali. Er Halifax var spurður hvernig honum hefði geðjast að því, að Roosevelt kom á móti honum á snekkju sinni, sagði hann: „Jeg hrærðist innilega". Breskar sprengjuflugvjelar hafa haft sig mjög í frammi og gert loftárásir á stöðvar ítala víðsvegar í Afríku með miklum árangri, að því er segir í tilkynn irígum frá flugmálastjóm Breta í Afríku. Jtalir hafa nú viðurkent fall Tobruk. 1 tilkynningu ítölsku herstjórnarinnar í gær segir, að í setuliðinu í Tobruk hafi verið 1 herfylki fótgönguliðsmanna, deild landamæravarða og sveit svartstakka, alls um 20 þúsund manns. Bretar segjast enn vera að telja fanga og herfang og sje nú víst orðið, að fangar í Tobruk verði að minsta kosti 20 þúsund. Um leið og bresku hersveitirnar sækja fram með strönd Libyu, hafa þeir herjað og hreinsað til í þorpum inni í landi. Segjast þeir m. a. hafa tekið þorp eitt um 45 mílur fyrir sunnan Beng- ashi, en Benghasi, sem er hafn- arborg, er ein af mikilvægustu borgum í Libyu frá hernaðar- legu sjónarmiði. AL^ANIA. Breska herstjórnin tilkynnir, að Grikkir hafi hrundið mikilli gagnsókn ítala á Tepelini víg- stöðvum og hafi ítalir beðið þar töluvert tjón. Prjettastofufregn ir herma, að einnig á norðurvíg- stöðvunum hafi Grikkir hrundið gagnáhlaupum Itala. ÁRÁS Á BRESK HER- SKIP I MIÐJARÐARHAFI. 1 tilkynningu þýsku herstjórn arinnar í gær er sagt frá því, að þýskar og ítalskar flugvjelar hafi gert loftárás á bresk her- skip og kaupskipaflota fyrir vestan eyna Krit. Segir í til kynningu þessari, að sprengjur hafi komið á mörg skipanna og m. a. á tvö bresk orustuskip og eitt beitiskip. Hafi herskip þessi laskast mjög. Ekkert er að þessu vikið í fregnum Breta. Innlenda ríkisián- ið boðið út Lánið er (il 25 ára -- Vextir 4' °/ 2 0 F JÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir nú boðið út innlenda ríkislánið, að upphæð 5 milj. króna, sem heimilað var með bráðabirgðalögum 16. þessa mánaðar. Upphæðir skuldabrjefanna verða 5000, 1000, 500 og 100 kr. og geta áskrifendur valið milli brjefa með þessum fjárhæðum. í lánsútboðinu segir svo m. a.: „Lánið á að endurgreiða með jöfnum, árlegum afborgunum á 25 árum, árunum 1942—1966 incl., eftir útdrætti, sem notarius publicus framkvæmir í júlímánuði ár bvert, næstum á undan gjalddaga“. Gjalddagi afborgana er 1. janú- ar ár hvert. Vextir skuldabrjefanna eru á- kveðnir 4y2°/o P- a. og greiðast eftir á í sama gjalddaga sem af- borganirnar, gegn afhendingu vaxtamiða. Ríkíð áskilur sjer rjett til að greiða lánið að fullu, eða svo mik- ið af því, sem því þóknast, 1. jan. 1952 eða á einhverjujm gjalddaga úr því. Prá morgundeginum (27. jan.) geta menn skrifað sig fyrir skulda- brjefum lánsins hjá fjármálaráðu- neytinu, sýshimönnum og bæjar- fógetum, bönkunum, Sparisjóðí Reykjavíkur og nágrennis, Spari- sjóði Hafnarfjarðar, Kauphöllinni, í skrifstofum allra hæstarjettar- málaflutningsmanna og nokkurra annara málaflutningsmanna í Revkjavík. Dagsbrúnarmenn! Síminn á kosningaskrifstofu Óðins er 5619. Munið A-listann! Litlar loftðrásir á Bretland O amkv. tilkynningum breska flugmálaráðuneytisins og ®rygg>smálaráðuneytisins í gær- kvöldi voru loftárásir á England enn með minna móti i gær. Sprengjum var varpað á ein- um stað í Kent. Skemdust þar nokkur hús og nokkrir menn fórust, fáir særðust. Churchill í „fremstu víglínu“. Churchill forsætisráðherra og frú hans voru í gær í Kent og í fylgd með þeim var Mr. Hop- kins, sendimaður Roosevelts. Skoðaði hann m. a. hinar lang- drægu fallbyssur Breta við Erm- arsund. Sendiherrann sagði ennfrem- ur, að menn 1 Bretlandi væru ekki í vafa um að Þjóðverjar reyndu að hefja stórfelda sókn með vorinu. ,,En við erum ekki í nokkrum vafa um, að hún mis- hepnast", bætti hann við. Halifax sagði, að það sem Bretar þörfnuðust, væri iðnað- arframleiðsla Bandaríkjanna. Hjálp Bandaríkjanna hefir úr- slita þýðingu fyrir okkur og lýð- ræðið í heiminum. „KING GEORG V.“ FAR- INN FRÁ U. S. A. Fregnir frá Indianapolis í gær skýrðu frá því, að orustuskipið „King Georg V.“ hefði farið þaðan í gær, skömmu áður en liðnir voru þeir 24 klukkutímar, sem herskip ófriðaraðila er heimilt að vera í höfn hlutlauss ríkis. Það var og kunnugt, að flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, Frank Knox og tveir full- trúar Roosevelts fóru í heim- sókn um borð í „King Georg V.“ til að skoða það, á meðan skipið lá í höfn. HIN MIKLA LEYND. Til dæmis um þá algjörðu leynd, sem ríkti um ferð Hali- fax vestur um haf, er frá því sagt, í London, að s. 1. mið- vikudag hafi útvarpið í Breslau, á ensku og ætlað fyrir Eng- lendinga, skýrt frá því, að Hali- fax lávarður væri í hvíldarfríi á landsetri sínu og ekkert benti til þess að hann hugsaði til að taka sjer ferð á hendur vestur um haf eða að flýta sjer að taka við hinu nýja embætti sínu. Var þetta notað til þess að sanna, fyrir breskum hlustendum, að snurða hefði hlaupið á stjórn- málalega samvinnu Bandaríkj- anna og Bretlands, síðan Joseph Kennedy, fyrv. sendiherra Bandaríkjanna í London fór vestur. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Rúmenía: Horia Sima handtekinn Foringi uppreisnarmanna í Rúmeníu, fasistaleiðtog- inn Horia Sima hefir nú veri8 handtekinn og bíður dóms. Talið er að Sima verði leidd- ur fyrir herrjett og verði dæmd- ur til dauða. Hann stóð fyrir mishepnaðri uppreisnartilraun óánægðra fasista og stóð upp- reisniri í 5 daga, en lauk með sigri hersins og stjórnarinnar, sem nú hefir komið á reglu í landinu. Flokkar uppreisnarmanna verjast samt ennþá í stöku bygg ingum eins og t. d. í háskóla í Bukarest og kirkju. Hefir ekki verið gerð alvarleg tilraun til að ná þessum uppreisnarmönnum vegna þess að herinn vill ekki eyðileggja byggingamar með skothríð. Uppreisnarmenn geta ekki varist lengi. Úti um sveitir Rúmeníu og þorp gerðu uppreisnarmenn mikinn usla og þúsurídir Gyð- ingafjölskyldna hafa orðið fyr- ir árásum og líkamlegum meiðsl um og jafnvel dauða. Sagt er að Antonescu forsætis ráðherra sje að undirbúa mynd- un nýrrar stjórnar. Hann hefir þakkað hernum opinberlega fyr ir að bæla niður uppreisnina og sagði við þa|ð tækifæri: „Jeg tek með þakklæti í hendina á hverjum einasta hermanni og yfirmanni í hernum/. Llfsskllyrðl fyrlr Bandarlkln að hjálpa Bretum — segir Bullit. William Bullit, fyrverandi sendiherra Bandaríkjanna í París, var leiddur sem vitni fyr- ir utanríkismálanefnd Bandaríkja- þings í gær, til að segja sitt álit á frumvarpi Roosevelts. Mr. Bullit ljet svo um mælt, að ekki væri nokkur vafi á því, að Bandaríkjunum bæri að hjálpa Bretum af öllum mætti, þó ekki færu þau í stríð eða lánuðu flota sinn til heruaðaraðgerða. Hann sagði, að vitanlega kæmi ekki til mála, að Bandaríkin segðu neinum stríð á hendur. Bullit sagði, að það væri aug- ljóst mál, að Bandaríkin væri nu í eins mikilli hættvi og að þegax’ hefði verið á þau ráðist. Tlvatti hann til. allrar hjálpar, sem hægt væri að veita Bretum. Hafnfirðingnr einn skrifstofu blaðsins og sögu: „Konu einni í varð að orði, er hún áhuga Emils Jónssonar armáli Hafnarfjarðar lóksins kominn hotil í kom inn á sagði þessa Hafnarfirði heyrði um fyrir hafn- : „Er nú höfnina?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.