Morgunblaðið - 26.01.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1941, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. janúar 1941. Reykiauíkurbrjef JíftorsxmMaMd útgref.: H.f. Árvakur, Kaykjavia. Kltatjðrar: Jðn KJartaniion, Valtýr Stef&nuson (4byn;Carm.). Angrlýsingar: Árnl Óla. Rltatjðrn, aug;lý»ij:Bar oe, afKTelðsta: Austurstrœtl 2. — Bfatl ltOO 4akriftarBjald: kr. 1,50 & aánafil lnnanlanda, kr. 4,00 utanlanda. lausasölu: Z0 aura elntaklR 25 aura m«0 Lasbðk. ví____________________________ Verkamenn! L Verkamannaf jelagið Dagsbrún hefir mikið og merkilegt verkefni að vinna í náinni fram- tíð. Hvort fjelagið verður því starfi vaxið, fer eingöngu eftir því, hvernig tekt með kosningn í stjórn fjelagsins. Dagsbrvin liefir undanfarið haft forystuna í baráttunni gegn flokks einræðinu í verkalýðsfjelögunum. Sú barátta hefir beinst gegn Al- þýðuflokknum og ráðamönnnm Ai- þýðusanlbandsins. Þessi barátta heldur áfram, því Alþýðuflokkur- inn sveik á s.l. hausti yfirlýst lof ■ orð um það, að leysa Alþýðnsam- bandið úr öllum tengslnm við Al- þýðuflokkinn. Ploltkseinræðið rík- ir enn í Alþýðusambandiiiu og verður engin breyting þar á næstn rtvö árin. /Þessum svikum Alþýðuflokksins svöruðu Dagsbrúnarmenn skýrt og skilmerkilega fyrir áramótin síð- nstn, er þeir ákváðu að fjelag þeirra skyldi standa áfram utan við Alþýðusambandið, eða þar til jafnrjetti og lýðræði yrði þar rík jandi. Það voru Sjálfstæðismeim og ó- 'háðir verkamenn, sem sigruðu í allsherjaratkvæðagreiðslunni og mörknðu þar með framtíðarstefnu Dag-sbrúnar. Þessir sömn menn ■ standa nú sameinaðir um kosn- ingu í stjórn fjelagsins og bera jtþar fram sameiginlegan lista — i A-listann! Á móti ern listar Alþýðuflokks- íns og kommúnista. VTJm lista Alþýðusambandsins er það eitt að segja, að með honum er stefnt að því, að koma Dags- hrún aftnr inn í Alþýðusamband- ið og kúga hana þar undir flokks- * einræði Alþýðuflokksins. Dags- ’hrún fær engin völd í Alþýðu- sambandinu — verður þar rjett- laus með öllu. En hún á að fá að •greiða þúsundir árlega í skatt til • sambandsins! Hún á m. ö. o. ao hafa skyldurnar, en engin rjetty iniJi. ^ 'l Það þarf ekki að lýsa því fyrii* verkamönnum, hvert er hlntskifti kommúnista í Dagsbrún. Þeir sýndn það, kommúnistar, með verk fallinu, sem þeim tókst, með blekk- ingum og ósannindum, að koma á frá áramótum, hvað fyrir þeim vakir. Hin mikla vinna, sem verka- menn höfðn h.jer í bænum, var þyrnir í augum kommúnista. Með einhverjnm ráðum varð að koma vinnunni fyrir kattarneí. Þáð tókst að nokkrti leyti, en ekki bllu. Til þess að fullkomna liið hálfnaða verk, vilja kommiinista- ar nú fá völdin í Dagsbrún. Verkainenn! Beint tjón ykkar fyrir atbeina kommúnista, hefir, það sem af er þessu ári, numið nm ?,()() þús. króna. Nái kommún- istar völdum í Dagsbrún, verður :íjónið miljónir á árinu. KJÓSIÐ A-LISTANN! í Afríku. | TT'afalaust niá svo að orði kom- ® ast um hernað Breta í Norð- ur-Afríku, að hann gangi „sam-1 kvæmt áætlun“, eins og Þ.jóðverj- ar stundum komast að . orði, er þeim vegnar sem best í hernaði sínum. Eftir að þeir hafa unnio hafnarborgina Tobruk frá Itölum segja hernaðarsjerfræðmgar, að aðstaða ítalska hersins hafi stór- um versnað í Libyu. Ekki aðeins vegna þess live þeir mistu þar riargt liðsmanna og mikil lier- gögn, heldnr vegna þess hve að- drættir allir verða þeim nú erfið- ari. Alt frá því í snmar, er fram- sókn ítala austur á bóginn stöðv- aðist, bjnggust menn við því, að þá og þegar myndi þýskt lið, eða a. m. k. þýsk herstjórn gera vart við sig þar syðra. En aldrei hefir bólað á því. Um áramótin frjett- ist að borið hefði á þýsku herliði í járnþrautarlestnm suður yfir Brennerskarð, er væri með her- búnað fyrir bardaga í eyðimörk- um. En mælt er, að eftir fall To- bruk verði það Þjóðverjum mun erfiðara en áður, að koma við hjálp til Itala. Á yfirborðinu er samvinna bin besta milli Hitlers og Mussolinis. Var hún m. a. innsigluð hjer á dögunum með því að andlits- drættir beggja voru áteiknaðir á nýútkomin þýslv frímerki. En þó margskonar vinarhót. og kurteisi eigi sjer stað þar í milli, er ekki líklegt að það geti aukið álit ítalskra hermanna og herst.jórnar í augum hinna þýsku samherja. Þjóðverjar líta niður á ítali og ítalir finiia til þess uiulir niðri. Spádómar. on eru menn að „spyrja og spá“ hvað verði næsta stór- felda skref Þjóðverjá í styrjöld- inni. Talið er, að þeir hafi nvi flut.t mikið lið suður yfir Ungverja- land, sem hægt er að nota til inn- rásar í Júgóslafíu og Búlgaríu. Ovíst er enn, hvernig Búlgarar bregðast við innrás. En Tyrkir aftvir á móti alveg eindregnir í að grípa til vopna, ef á Búlgari verður ráðist. Þá hafa og horist um það fregnir, að snður við Pyrenæafjöll hafi Þjóðverjar mikið lið. En hvað líður undirbúningnum iiridir innrós í England er mönn- |um hulið. Talið líklegt, að Þjóð- vérjar nndirhúi hvörttveggja, stórfeld átök við austanvert. Mið- jarðarhaf og innrásina, og síðan verði gripið til þesij, sem þeim finst sigurvænlegra. Ellegar alt á að ske í senn, árás á England, Spán og Balkanlönd, þegar ósköp- in. dynja yfir. Liðsmunur. ðalstríðsfrjettaritari „The Times“, Cyril Fall, komst ’nýlega að orði á þá leið, að Bret- ar verði að hafa það hugfast, að :þeir geti aldrei komið á fót hér- liði með fullum týgjum, sem sje nema tæplega helmingur að mann- afla á við þýska, herimv, máske, segir hann, lítið vneir en þriðj- ungur. í landhernaði, segir hann, er okkur það lientast, að ráðast þar að óvinunum, sem þeir síst geta kornið við liðsafla sínum, en við getum nveð flota okkar komið við aðflutningum. Þar tekur hann við- ureignina í Afríku til dæmis. Og enn segir hann, að Bretum væri fyrir hestu að auka aðstoð sína til Grikkja, því hættan á því að „sagan frá Noregi endurtaki sig“ sje ekki mikil, meðan Bretar geti lcomið þar við orustuflugvjelum sínnm. Ef Þjóðverjar koma ítöl- um til hjálpar í Albaníu, þá verði Grikkir með aðstoð Breta að kom- ast til varnar á hentugustum stöð- um þar, svo Þjóðverjum verði þar sóknin dýr. Yjelahersveitir Þjóð- verja ættu ekki að verða hættu- legar í því landslagi. lnnrásin. m mnrásaráform Hitlers segir sami nvaður, að hann telji líklegast að sú tilrann verði gerð með vorinu, en þangað til haldi loftárásirnar á England á- franv. Þær tefji og trufli her- gagnaframleiðsln Breta, en flvig- vjelatjón Þjóðverja s.je hverfandi. Aftur á móti sje það viðurkent, a.ð skipatjón Breta sje svo vnikið, að það sje uggvænlegt. Menn megi ekki gera sig ánægða með það, að skipatjónið sje minna að smá- lestatölu en það var í fyrri styrj- öld, því skipastóllinn, sem Bretar bafi yfir að ráða, sje minni. Og nm aðstoðina frá Bandaríkj- unnm segir hann, að margir geri sjer ekki grein fyrir því, hve hún sje langt undan landi. Þegar tal- að sje nm hina miklu framleiðslu- mögnleika þar vestra, þá sje átt við hvað hægt, sje að framleiða af hergögnum árið 1942 eða jafn- vel ’43. En átökin, sem um er rætt og mest koma málinu við, 'ieigi sjer stað á þessu ári. Það sje ákaflega vingjarnlegt af Banda- ríkjamönnum, að hæta við fögur fyrirheit sín í hvert sinn sém þeir frjetta um að nú hafi Þjóðverjar gert stórárás á eina horg í við- bót í Englandi. En alt sje þetta upp á von og óvon. Hann er ekki trúaður á, að inn- rás í England takist, en býst við að hún verði reynd með því móti, að herlið verði flutt loftíeiðis á marga flugvelli í einu í landinu, og um leið verði herflutningaskip látin drífa að ströndinni hjer og þar. Liðið, sem flutt var í lofti, verði innikróað. En þeir sem ráðist til landgöngu, fái svo liarðvítugar móttökur, að þeir komist ekki langt. Vestfjarðamiðin. akmörk baimsvæðisins fyrir Vestfjörðum hafa nú fengist færð norður á bóginn til mikilla ,bóta fyrir útgerðina þar vestra, einkum fyrir bátana. Nii eru suð- urtakmörkin á 6ú°20’ nl. br. og er sú lína fyrir norðan Tsafjarð- ardjúp. Pyrir jól lijelt ríkisstjórnin fund með breska. sendiráðinu og flotastjórninni hjer og fór fram á, að takmörkum bannsvæðisins vestra yrði breytt, svo aðgangur fengist að fiskmiðunum. Þ. 24. des. skýrði flotastjórnin svo frá, að bráðlega myndu suðurtakmörk- in færð í 66°20’ nl. br. En eftir nýárið, voru takmörkin flutt suð- ur í 65°30 nl. br. og þá lokuðust öll mið fyrir Vestfjörðum. Þ. 21. jan. kom svo tilkynning nm það, að nú yrðu takmörkin endanlega flutt norður fyrir Djúp, eins og umtalað hefði ver- ið. Er þetta mjög stórvægileg bú- bót fyrir útgerð Vestfjarða, frá því sem áhorfðist, er þetta bann- svæði fyrst var auglýst. Sýnir öll framkoma flotastjórn- arinnar í þessu máli, að hún vill fyrir alla muni forðast að gera nokkuð, er skerði lífsbjargarvegi manna, eftir því sem henni er frekast unt. Inneignir í Englandi. argt fer öðruvísi en ætlað er. Fyrir ári nm þetta leyti voru hjer mikil gjaldeyrisvand- ræði og helst svo fram eftir ári. Nú safnast svo miklar inneignir r sterlingspundum í Englandi, að það mál skapar vandasöm við- fangsefni fyrir ríkisstjórn og banka. Viðræðufundir hafa farið fram milli stjórnarinnar og bankastjór- anna nm þessi mál, og ráðstafan- ir sem gera, þarf í því sambandi. Ekki hefir blaðið áreiðanlegar fregnir af því, hvaða ákvarðanir hafa verið teknar. En til umræðu hefir komið, að leggja hömlur á eitthvað af inneignum manna í sterlingspiiúdnm, þannig að inn- eignir þessar í Englandi liggi þar fyrir reikning og á ábyrgð eig- endanna, en ekki á ábyrgð hanka og ríkis, nns til þeirra þarf að taka fyrir þjóðfjelagið. Þó engan grunaði fyrir ári síð- an, að inueignirnar í Englandi yrðu sviþað því sem þær nú eru orðnar, þá er rjett að minna á, að Sjálfstæðismenn hafa hvað eft- ir aunað bent á, að allar líkur væru til, að gjaldeyrisaðstaða okk- ar breyttist, og að okknr væri margfalt meiri þörf á því að fá vörur inn í landið, en að eiga pen- inga í útlohdum, og best væri, að fá vörurnar sem fyrst, því öll reynsla benti til þess, að vörnverð hækkaði og vöruútvegun yrði öll erfiðari. Sjálfstæðismenn hafa orðað þetta atriði ' viðskiftamálanna þannig, að við vildum heldur vör- ur heldur en sterlingspund. Ey- steinn Jónsson streittist á mótí fram eftir öllu ári. Ilann vildi „pundin“. Nú er ekki lengur um það deilt, hvað affarasælla er. En nú eru allar úrbætur erfiðari en áður. Vöruþurð í landinu — og má búast við að hún fari vax- andi, fje í Englandi, sem ekki verður hreyft nema að nokkra leyti. Fiskverðið. ndanfarna daga hafa borist fregnir um það hingað, að væntanlegt sje hámarksverð á fiski í Englandi. Ekkert er hægt um það að segja, hvað lír þessi verði. En vitað er, að Bretar eru nokkuð fastheldnir við viðskifta- stefnur sínar og hafa forráða- menn þeirra fram til þessa talið fremur þörf á öðru en því, að torvelda innflutning annara þjóða til Bretlands. Raddir hafa og komið fram um það, að setja hjer lágmarksverð á fisk, sem keypt.ur er af bátum til að flytja hann til Englands. Fyrir þessn má færa þau rök, að hátt verð á Englandsmarkaði 25. jan. tryggir bátunum ekki hátt verð hjer lieima, vegna þess hve mikil! skortur verður á flutningaskipum þegar fiskafli eykst og kemur fram á vertíð. Hinsvegar eru þeir annmarkar á þessu, að engar líkur eru til að þessi fisksala til Englands geti gengið jafnt yfir, nema sett yrði á fót allsherjar miðstöð f^TÍr fisksöluna. En það yrði kostuað- arsamt og þunglamalegt í vöfnm. Síld ar af urðirn ar. Umboðsmaður Islands í Ame- ríku, Thor Tliors, hefir unnið að því nú undanfarið, að reyna að selja síldarlýsi það þar vestra, sem hjer er óselt frá sumrinu. Eru það ein 10—12 þús- und tonn. Á þessu eru miklir erfiðleikar, því á lýsi þessu er mjög hár inn- flutningstollnr vestra. Hafa ver- ið gerðar tilraunir til að fá toll- inn afnuminn eða endurgreiddan. Er hjer um mikið nauðsynja- mál að ræða fyrir síldarútgerð- ina. Því ekki er í önnnr hús að venda, ,ef Bretinn ekki kaupir lýs- ið. Takist ekki að selja þetta lýsi fyrir næstu vertíð, en þetta er lýsi úr 500—600 þús. hektólítr- um síldar, þá myndi það draga úr síldveiði að snmri að miklnm mun, jafnvel þó það tækist að selja lýsið úr nýja aflannm. Síldarmjölið, sem óselt var í haust, hefir Thor Thors tekist að selja fyrir sæmilegt verð alt, sem bændur þnrftn ekki til fóðurbæt- is. Tímaritstjórinn önugur. Þórarinn Þórarinsson, sá er ritar í Tímann, hefir kom- ist að þeirri einkennilegu niðnr- stöðu, að þegar sagt var nm ham» hjer um daginn, að hann hefði það til síns ágætis að kunna Tíma- greinar utanað og alveg óvenjn- legt næmi á alt, sem broddar Framsóknarflokksins liefðu sagt á nndanförnum árum, þá væri þessi lýsing á honum „persónu- legt níð“. Ef maðnrinn vissi nokkuð hvað hann væri að segja, myndi hann fyrirverða sig fyrir að vilja ekki 'kannast við flokk sinn og blað og kenningar þeirra í forstjóraklíkn Framsóknarflokksins, sem hann hefir þjónað í blindni undanfar- in ár og heldur áfram að þjóna. í sömu grein talar Þórarinn um „hógværar og rökstuddar greinar“ þeirra fjelaga, Skúla „ráðherralausa“ og hans um fjár- mál og iit.gerðarmál. IlógværS og rök þeirra fjelaga voru um ára- mótin helst þau, að hávaðinn af íbúum Reykjavíkur væru land- eyður og letingjar, en útgerðar- menn fífl og fjárglæframenn. Þegar svo ýtt er við þessum Tímasnáðum með fáeinum orðnm, þá setur Þórarinn upp sakleysis- svip og almenningnr þurfi ekki aðstoðar við til að dæma nm blaðamensku hans. Nei, öll aðstoð er óþörf í því efni. Blaðamenska Þórarins dæm- ir sig sjálf. DagsbrúnaiT'.enn! Munið að listi Sjálfstæðismanna og óháðra verka- manna er A-listi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.