Morgunblaðið - 22.03.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1941, Blaðsíða 2
2 MQRGUNBLAíiIÐ Laugardagur 22. mars 1941, Júgóslafar sagðir hafa gefist upp fyrir Þjóðverjum Heitar umræður á ráðu- neytisfundi. Þrír ráð- herrar segja af sjer Bretartaka „slð- asta vlgi Itala I Cyrenaica“ Skrifa undir í dag eða á morgun FREGNIR frá New York í gærkvöldi hermdu, að breskt herlið Iværi stöðugt að streyma til Saloniki, og að Bretar hröðuðu herflutning- unum sem mest má vera, því að úrslitastundin á Balkan væri nú nálæg. Það er alment fullyrt í fregnum frá Belgrad, að Júgóslafar hafi gefist upp fyrir Þjóðverjum og ætli að gerast aðilar — með nokkrum fyrirvara — að þríveldabandalaginu. Talið 'er að Cvetkovic forsætisráðherra fari til Vín- arborgar í dag eða á morgun, til þess að undirskrifa sátt- jnálann. En ákvörðunin, um að beygja sig fyrir Þjóðverj- um, var tekin á ráðuneytisfundi í fyrrakvöld, eftir langar og heitar umræður. ÓKYRÐ í JÚGÓSLAFÍU Þótt ákvörðunin hafi verið tekin, hefir það enn dregist, að Júgóslafar undirskrifuðu sáttmálann, vegna þess að þrír af ráð- herrunum sem mæltu harðast gegn því á ráðuneytisfundinum að spor þetta yrði stigið, báðust lausnar í gær. Atkvæðagreiðslan á ráðuneytisfundinum er sögð hafa forið þannig, að 13 greiddu at- kvæði með, en 4 á móti. Það voru Kroatarnir og Slovenarnir, sem greiddu atkvæði með, en 4 serbneskir ráðherrar greiddu atkvæði á móti. Þetta er athyglisvert vegna þess, að áhrifa Serba hefir gætt lang mest í júgóslafneskum stjómmálum eftir stríðið Páll ríkisstjóri neitaði í fyrstu að taka til greina lausnar- beiðni serbnesku ráðherranna þriggja, sem ekki vildu taka á- byrgð á ákvörðun stjórnarinnar um að ganga í bandalag við Þjóðverja, en síðar í gær barst sú fregn frá Belgrad, að ríkis- stjórinn hefði veitt ráðherrunum lausn frá embætti. Þetta var tilkynt, eftir að Páll hafði setið á fundi með Cvetkovic forsæt- isráðherra, Matchek, foringja Kroata, og enn hinum þriðja ráð- herra. Ákvörðun júgóslafnesku stjórn- arinnar í fyrrakvöld var um að undirskrifa sáttmálann með skil- yrðum. Þessi skilyrði eru: 1) að Júgóslafar verði undan- þegnir hernaðarbandalagsákvæð- inu, þ. e. að þeir þurfi ekki að veita samningsaðilum hernaðarlega aðstoð, þótt á þá verði ráðist. 2) að Þjóðverjar taki ábyrgð á því, að engar kröfur verði gerðar um endurskoðun á landamærum Júgóslafíu. Þetta ákvæði er sett, vegna þess að bæði Ungverjar og Búlgarar gera kröfu til landssvæða í Júgó- slafíu. f þessu sambandi vekja at- hygli viðræður ungverska utan- ríkismálaráðherrans, Bardozzy, í Miinchen, en hann ræddi í 1% klst. við Hitler í gær. Eftir fund- inn var gefin út opinber tilkynn- ing um að viðræðurnar hafi farið fram í anda hefðbundinnar og hjartanlegrar vináttu beggja þjóð- anna. En talið er að Þjóðverjar sjeu að reyna að fá Ungverja ofan af landakröfum á hendur Júgóslöfum. f staðinn láta Júgóslafar koma: Leiðirnar, sem talið er að Þjóðverjar muni velja, þegar þeir ráðast inn í Grikkland. 1. Leiðin um Vardardalinn í Júgóslavíu. 2. Leiðin um Struma dalinn í Búlgaríu. 3. Leiðin um Maritza-dalinn í Búlgaríu. 1) Þeir leyfa Þjóðverjum að flytja hergögn yfir Júgóslafíu. (Ilermennirnir verða þá fluttir að- allega yfir Búlgaríu). 2) Júgóslafar taka upp nána viðskiftalega samvinnu við Þjóð- verja. 3) að Júgóslafar fái greiðan að- gang að höfn við Eyjahaf eftir FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Ábyrgðin hvíiir á honum Páll prins var skipaður for- seti ríkisráðsins í Júgóslafíu (sem er skipað tveim mönnum, auk hans) árið 1934 er bróðir hans, Alexander konungur, var myrtur í Marseilles, í'rakklandi. Pjetur, sonur Alexanders var þá bam að aldri, en á þessu ári nær bann aldri til að taka við konungdómi af föðarbróður f ínnm. Talið hef- ir verið, að fyrsta boðorð Páls væri a‘S gangast ekki undir nein- ar skuldbindingar, sem orðið gætu binum yæntanlega konungi til byrði. Hann hefir nú neyðst til að víkja frá þessu boðorði. Höfuð-einkenni Páls í stjóm- málum er andúð hans á sósíalist- um og kommúnistum. Hann sótti mentun sína aðallega til Eng- lands, en einnig til Sviss. Hann er kvæntur systur Marinu, konu bertogans ,af Kent, bróður Georgs Bretakonungs. Páll ríkisstjóri er 48 ára gam- all. Ahlaup I’.ald í Albaiiíii P* regnir frá Grikklandi í gær- *■ kvöldi hermdu, að ftalir hefðu enn gert skriðdrekaárás í! Viosadalnum, en árásinni hefði verið hrnndið og einn skriðdreki evðilagður. ítalskir fangar hafa skýrt frá því, ,að Italir sjeu nú að endur- skipuleggja lið sitt að baki víg- stöðvanna til nýrrar sóknar. I árásum Itala undanfarna 8 daga er talið að þeir hafi mist 25 þús. menn T aust fyrir miðnætti í nótt J—^ þirti herstjórnin í Kai- ro aukatilkýnningu, þar sem skýrt ér frá því, að Bretar hafi tekið Jarabub-vinjam í Libyu. Jarabub er 250—300 km. í suður frá Tobruk. Erá því er skýrt í London, að breska herstjómin bafi ákveðið, en bresku berimir sóttu fram um Bar- dia Tobruk, Dema vestur til Beng- hazi, hafi verið ákveðið að láta her- liðið í Jarabub í friði fyrst um sinn, en hafa þó anga meS því. En nú var álitinn tími til þess kominn. að befja áhlaup á virkið og vora valdir til þess breskir og ástrálskir hermenn. Hófu þeir áhlaupið í gærdag, og eftir nokkra bardagá gafsf ítálska SetuliðiS upp síS- degis í gær. Bretar ségjast hafa tekið 800 fanga, þ. á tn. 1 bersböfSingja. Undanfarnár vikur, en þó einknm síðustu dagana, befir ítalska herstjóm- in skýrt frá áköfum áhlaupum Breta á Jarábub, sem þó öllum var bmndið. Bretar halda því þó fram, að þessar fregnir sjeu rangar, því að Bretar bafi ekkert. áhlaup gert, fyr en í fyrradag. ítalska liðið fjekk vistir með flug- vjelum, sem álitið er að bafi komið frá Tripoli. Matzuoka væntanlegur til Berlín í næstu viku Farið er nú að setja upp skraut- súlur á Unter den Linden, í tilefni af hinni væntanlegu heim- sókn Matzuokas, utanríkismálaráð- herra Japana. Domei-frjettastofan skýrir frá því, að Matzuoka sje væntanlegur til Berlín á miðviku- daginn (26. mars). Matzuoka er fyrsti japanski ráð- herrann sem fer í heimsókn erlend- is síðan árið 1905. Móttökurnar í Berlín eiga að fara fram með mikilli viðhöfn, og verða sömu skraUtsúlurnar notaðar meðfram vegunum, sem Matzuoka ekur um, og notaðar voru þegar Mussolini var síðast í Berlín; en hinsvegar getur víst varla komið til mála að þær verði flæðilýstar, eins og þá. Maður, sem hafði verið undir rústum í Liverpool, vatnslaus og matarlaus, í 7V2 sólarhring, var grafinn út í gær. Maðurinn var hress og reykti vindling þegar verið var að flytja hann á sjúkra- hús. Læknar telja það einsdæmi, að maðurinn skuli hafa lifað. Þjóðverjar tilkynna: Árás á bresk tlutn- ingaskip á leiö til Grikklands A ssociated Press skýrði frá því í gærkvöldi, skv. fregn frá Berlín, að þýskar flug vjelar hefðu í gær ráðist *á breskan skipaflota, ’sem var á leið til Grikklands skamt fyrir vestan Kreta. Eitt skipið, 10—12 þús. smá- lestai var gjöreyðilagt. Sprengja hæfði annað 8 þús. smálesta skip og klauf það í tvo hluta; sökk það á skömmum tíma. Eldur kom upp í þriðja skipinu, sem var 6 þús. smálestir. 69 þús. smál. sðkt — segja Þjóðverjar Berlín í gær —: I aukatilkynningu, sem þýska herstjómin gaf út í dag, er skýrt frá því, að þýskir kafbátar hafi sökt 69 þús. smálesta skipastól úr sterki lega vörðum skipaflota viS vestur- strönd Afríku. Skipin voru á leiðinni til Englands. • • • Pólskt-tjekkneskt bandalag Otjórnir Pólverja og Tjekka í ^ London hafa skipað ýmsar nefndir til þess að vinna að sam- starfi beggja þjóða með það fyrir augum, að þjóðirnar geri með sjer frjálst bandalag eftir stríðið. 7 miljarða fjárveitingin jFv að er búist við, að öld- ungadeild Bandaríkja- þings taki fyrir 7 miljarða dollara f járveitinguna vegna hjálparinnar til Breta, á mánu- daginn, og samþykki hana sam-. dægurs. Roosevelt fær heimildina síð- an til undirskriftar. LOFTHERNAÐURINN Víðurskilyrði hömluðu loftárás- um Breta á Þýskaland í fyrrakvöld (að því er fregnir frá London herma). En árás var gerð á hafnarborgina Lorient. Einnig var gerð árás á þýska E-báta við Frislandseyjar og þýsku birgða- skipi var sökt við Noreg. Þjóðverjar gerðu harða árás á Plymouth.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.