Morgunblaðið - 22.03.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. mars 1941. Sr. Pjetur Helgi Hjáimarsson fíá Grenjaöastað Þar er hetja hnigin í valinn. í latínuskólann kom hann vorið 1887, tvítugur að aldri, raramur að afli, íþróttmaður góð- ttr og glæailegur ásýndum, svo aem hann átti kyn til í báðár ætt- ir, Reykjahlíðar- og Skútustaða- ættir. Á meðal vor, hinna yngri «g óþroskaðri bekkjarbræðra sinna varð hann þá þegar hetjan, sem fáir stóðust fyrir, ef á oss var leitað. Þegar lengra út í lífið kom og hann tók til starfa sem prestur, bóndi og fyrirliði í sveitarmálum, Tarð hann líka hetjan, sem ekki sneiddi hjá erfiðleikunum. Hann Ijet sjaldan illviðri eða ófærð hamla sjer frá að gegna skyldu- ,yerkum sínum, meðan bann var lieill heilsu, og hikaði ekki við að fylgja sannfæringu sinni um það, sem hann taldi sanngjarnt og rjett, þótt við andstöðu væri' að -etja. Hann sat Grenjaðarstað með dugnaði og inyndarskap, og var $ó vandi að setjast þar í sæti Benedikts prófasts Kristjánsson- ar, og mikið bætti hann þá jörð með áveitu úr Laxá yfir tún og «ngjar, svo heyfengur óx þar að miklum mun. Þegar heilsunni hnignaði og sorgir og andstreymi sóttu hann heim, var hann enn sama hetjan, bað duldi'st engum, sem sá hann síðustu missirin, er hann lifði, og hann var að berjast við ellina ná- lega á hnjánum. Bn þegar hetjan var fallin, var samt enn að sjá gleðiglampa á ásjónunní, eins og 3»ann hefði, með Guðs hjálp, unn- iS síðustu glímuna, þó hann yrði að kasta slitna kuflínum. Síra Helgi var þó eigi aðeins iimleikamaour og fullhugi, heldur iíka prúðmenni og valmenni. Sem góður drengur, trúr og áreiðan- legur, ávann bann sjer hylli kenn- ara sinna og skólabræðra. Sem skyldurækinn prestur, ráðhollur og hjálpsamur fjelagsmaður, naut hann virðingar og vinsælda hjá söfnuðum sínum, og það varð mörgum hughægra, þegar að syrti, cf hann var í fararbroddi, sam- ferðamönnum hans á lífsleiðinni fanst eins og oss, sem með honum "vorum á skólaferðunum, að öllu væri óhætt, ef á undan sæi á breiðu herðarnar hans. Hann var líka hetja í kenni- mannsstarfi sínu, ekki þó vegna mælsku eða orðgnóttar, heldur af því, að hann trúði og þessvegna talaði hann. Heimilisfaðir var hann hinn besti, ástríkur eiginmaður og um- "hyggjusamur faðir fósturbarna sinna. Kona hans, frú María Elísa- bet Jónsdóttir. átti líka sinn mikla og góða þátt í því, að gera beimili þeirra ánægjulegt og að- laðandi. Hún var og er listhneigð gáfukona, sem skemti oft fólki sínu og gestum með söng og hljóð færaslætti. Bn síra Helgi naut og annars hörpuhljóms, einkum er leið á æfidaginn. Bins og Heimir sló hörpu sína forðum, til þess að breiða yfir grát barnsins, sem hann vildi bjarga, sló minn gamli, iátni vinur Alvinnulíf og sffórn- raál ¦ Færeyjum „trúartóninn, líftón allra lýða, þá lýsir stjarna, hverri sólu skærri á meðan nóttin nöpur er að líða". Og nú er hún horfin, hetjan með barnshjartað. Ásmundur Gíslason. AOalfundur i „Anglia" T^ jelagið Anglia helt aðal- ¦*- fund sinn í fyrrakvöld við mikið fjölmenni. Forseti fjelagsins, síra Friðrik Hall- grímsson, setti fundinn og skýrði frá störfum fjelagsins á liðnu starfsári, eða síðan 15. febrúar 1940, er síðasti aðal- fundur var haldinn. Hefir fje- lagið starfað af miklu fjöri og haldið marga og skemtilega fundi. Var stjórninni þökkuð starfsemin og hún endurkosin í einu hljóði. <' Því næst flutti Geir G. Zoéga vegamálastjóri fróðlegt og skemtilegt erindi um ferða- lag til óbygða Suðurlands og sýndi í lok þess nokkrar af- burða fallegar skuggamyndir. Var gerður góður rómur að er- indi vegamálastjóra. Eins og skýrsla stjórnarinnar bar með sjer, hefir verið mikið fjör í fjelagslífinu á liðnu starfsári. Fjelagar voru 277, og hefir fundarsókn verið með af- brigðum góð, oftast um 2—300 manns á fundi, stundum fleiri. Alls voru haldnir sex fjelags- fundir, en auk þeirra ein dans- veisla (í samvinnu við ,,Alli- ance Francaise") og tvö spila- kvöld. Að meðtöldum þessum aðalfundi hafa því verið haldin 10 samkvæmi og viðstaddir verið alls um 2500 manns, eða að meðaltali 250 manns í hverju. Stjórn fjelagsins skipa: Mr. C. Howard Smith, sendiherra, heiðursforseti, síra Friðrik Hallgrímsson, forseti, Sig. B. Sigurðsson, konsúll, varafor- seti, Mr. F. M. Shepherd, aðal- konsúll, formaður stjórnar- nefndar, Mr. John Lindsay, kaupm. gjaldkeri og ritari og meðstjórnendur: Daníel Gísla- son, verslunarmaður, Mr. How- ard Little, kennari, Einar Pjet- ursson, stórkaupm. og Mr. Cyril Jackson, sendikennari. FRAMH. AP ÞRIÐJU SÍDU. nauðsynlega aðflutninga og veitti ábyrgð á 100.000 dollara láni í Ameríku. Þann 12. apríl s. 1. gengu breskir hermenn á land í Þórs- höfn og Færeyjar voru her- numdar. Lögþingið bar fram mótmæli gegn hernáminu. Síð- an gerði Lögþingið fyrirspurn um það til Breta, hvaða afstöðu þeir tækju til Færeyja, nú er Þjóðverjar hefðu hernumið Danmörku. Við fengum ekki svar um það strax. Var fyrir- spurn okkar símuð til London. Er svarið kom, var það á þá leið, að Bretar vildu kaupa alt það sem við hefðum að selja og selja okkur alt sem við þyrft- um á að halda. Þá reis upp spurningin um það, hvers virði 'peningarnir væru. Margir álitu, að danska krónan yrði þá og þegar einsk- is virði. Voru margir kaup- menn að því komnir að hætta viðskiftum, því þeir vildu ekki taka við peningum fyrir vörur sínar. Þá komu boð frá Englandi þess efnis, að Bretar ábyrgðust að gengið á þeim peningum, sem voru í umferð í Færeyjum, sem álitið var að væri rúmlega 2 milj 22 kr. í sterlingspundi. Er hjer var komið sögu, vildu sumir þingmenn Lögþingsins, að við tækjum öll mál í okkar hendur, löggjöf og alt saman. Aðrir voru því mótfallnir, og þeir fengu byr, eftir að Bretar höfðu viðurkent !það umboð, sem amtmaður og Lögþing hafði fengið frá dönsku stjórninni um vald til að gera lögformlegar ráðstafanir til bráðabirgða, meðan sambands- laust yrði við Danmörku. Við, sem erum á þeirri skoð- un, að rjett sje að fara þessa leið, viljum ekki breyta neinum lögum, nema nauðsyn beri til. Hinir vilja að við Færeyingar samþykkjum nýja stjórnarskrá. Fyrsta missiri ófriðarins gerðust litlar breytingar í fisk- veiðum okkar frá því, sem áð- ur hafði verið. í fyrrasumar fóru mörg skip okkar til Græn- lands, eins og venja hafði ver- ið. En er fram á haustið kom 1940 var það sýnilegt, að við urðum að leggja megináherslu á ísfisksölu til Englands. Og þá kom það vandamál, hvernig við ættum að sjá sjómönnum okk- ar fyrir atvinnu, sem nú mistu skiprúm á fiskflutningaskipun- um. Á kútterunum eru venju- lega 20—25 menn, á skonnort- um 30 við veiðar. Þegar skipin eru í flutningum, þarf ekki meira en þriðjung af þeim mannfjolda. Og það var m. a. með tilliti til þessa, sem Lög- þingið sendi samninganefndina hingað til íslands. Það, sem fyrir okkur vakti var, að landar okkar kæmust sem flestir hingað til lands í sumar, stunduðu hjer veiðar á trillubátum og veiddu í færeysk og íslensk flutningaskip. Er hingað kom, fengum við hinar bestu undirtektir. Ríkis- stjórnin skildi vandræði okkar og eins nefnd sú, sem falið var að semja við okkur hjer. Að samningunum loknum fórum við svo hringferð um Iandið til þess að athuga hvar hinir fær- eysku bátar gætu komið sjer fyrir í sumar, einkum á Norð- urlandi, því þar eru Færeying- ar ókunnugir. Hvar sem við komum, fengum við hinar bestu viðtökur. Við höfum enga samninga gert við menn hjer, fyrir báta- útgerðarmenn okkar. Erindi okkar í verstöðvarnar var aðal- lega að kynnast þar fólki og staðháttum, svo við gætum orð- ið milligöngumenn við væntan- lega samninga. Að endingu bað Rasmus- sen Morgunblaðið að flytja öll- um þeim er hann hafði kynst hjer og haft viðskifti við sínar bestu þakkir, og þá einkum rík- isstjórninni, samninganefndinni íslerisku og danska sendiráðinu hjer í Reykjavík, svo og ótal mörgum, er þeir nefndarmenn höfðu haft sambánd við víðs- vegar í verstöðvum landsins. Hann kvaðst 'harma það mjög, hve Færeyingar hefðu lítil króna, skyldi samsvara kynni af íslandi, og hve lítil viðskifti hefðu á undanförnum árum verið milli Færeyinga og íslendinga. Ýmsar iðnaðarvör- ur sá hann t. d. hjer íslenskar, er hann taldi jað markaður gætí orðið fyrir í Færeyjum í fram- tíðinni. Minningarorð um Ólöf u Ólafsdóttur I _ Barðtta ð hafinu.,. PRAMH. AF FIMTU SIÐU. honum, reynast trúir synir og dæt- ur ættjarðar vorrar, er vjer heyr- um brimgnýinn í bylgjum hafsins og háreystið í þjóðunum? Viljum vjer þá vera í ljóssins fylking? Viljum vjer á þessum baráttu- og stríðstímum ganga til sigurgjafarinnar, eins og hinir drenglunduðu íslendingar, sem 5, alvarlegum tímamótum þjóðarinn- ar helguðu sig Guði, og gengu til sigurgjafar fyrir augliti hans, ein3 og sagt er frá, er kristin trú festi rætur í hugum manna á helgum stað þessa lands. Gefumst Guði, og biðjum: i H'lifi þjer, ættjörð, Guð, í sinni mildi. • Blessaðir í nafni Drottins sjeu ástvinir hinna látnu sjómanna. Segjum með trú og trausti: f hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er alt vort stríð. Hið minsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúpr hið litla tár. Blessuð minning er tengd vi'3 hveri nafn. Þriðja og síðasta kynnikvöld Guðspekifjelags Tslands verður annað kvöld. Koma þar fram 3 ræðumenn og tala um „meistar- ana", um stríðið í ljósi Guðspek- dag verður jarðsungin hjer i Reykjavík Ólöf Ólafsdótti'r frá Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Ólöf var fædd 2. apríl 1862 að Langholtskoti í Hrunamanna- hreppi, og þar ólst hún upp og vann síðan eftir að hún varð full- vaxta, bæði á heimili foreldra sinna og í vinnumensku hjá yandalausum, uns hún giftist eft- irlifandi manni sínum, ÞorgeirL Arnasyni frá Löngumýri á Skeið- um. Reistu þau fyrst bú að Löngu- mýri og bjuggu í sömu sveitinni allau sinn búskap, eða 36 ár, lengst af á Efri-Brúnavöllum. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- rúnu að nafni, er jafnan hefir verið með foreldrum sínum. Þeim Olöfu og Þorgeiri búnað- ist vel, því að bæði voru þau dug- leg og ráðdeildarsöm. TJrðu þau því brátt fremur veitandi en þurf- andi, og naut margur þar góðs af. Skyldmennum sínum reyndist Ólöf hinn mesti bjargvættur. ÓI hún meðal annars upp son systurdótt- ur sinnar og reyndist honum sem móðir. Annar piltur vandalaus. ól'st einnig upp hjá þeim hjónum, og gekk Ólöf honum í móðurstað, og jafnan bar. hún hag þessara fóstursona sinna fyrir brjósti til' dauðadags, eins og væru þeir hennar eigin börn. Tvö aldurhnig- in systkini hennar áttu skjói hjá henni í ellinni. Yfirleitt var ÓTöf mjög hjálpfús og raungóð kona, bæði við skylda og vandalausa og gerði mörgum gott. Br mjer, sem þetta rita, vel kunnugt um, að hún skar aldrei við neglur, það sem hún ljet öðrum í tje. Munu því margir minnast hennar nú með þakklæti, bæði skyldir og vandalausir. Ólöf var mjög nærgætin við sjúka og náttúruð fyrir hjúkrun- arstörf, þótt ólærð væri, og þótti gott að leita til hennar í þeim efnum. Þætti mjer trúlegt, að hún hefði lagt hjúkrunarstörf fyrir sig, ef hún hefði átt þess kost að nema til þess í æsku. Ólöf heitin var greind kona, minnug og bókhneigð og Tas tals- vert mikið. Henni þótti mjög gaman að kveðskap, einkum al- þýðukveðskap, og var sjálf hag- mælt. í trúarskoðunum var hún frjálslynd og Teitandi og hafði mikið yndi af að Tesa og ræða um andleg mál og fylgdist vel með- umræðum um þau í ræðu og ritL Fyrir nokkrum árum brugðu þau hjón búi og fluttust hingað til Reykiavíkur, ásamt dóttur sinni, og hafa átt hier heimili síð- ustu árin. Ólöf var þá orðin þrot- in að heilsu, enda aldurhnigin nokkuð. Hún andaðist aðfaranótt 10 .þ. m. eftir stutta, en nokkuS stransra sjúkdómslegu. sje minning hennar. M. J. Bléssúð Leiksýning. Á sunnudaginn var hafði leikflokkur St. Framtíðin frumsýningu á gamanleik, sem hann bráðfyndinn frá upphafi til heitir „Húsið við þjóðegvinn". Er enda og var stöðugur hlátur í húsimi alaln tímann. Fjöldi fólks varð frá að hverfa þá, svo að nú innar og um áhættu efnishyggj unnar.. Hljómlist á undan og eft- er í ráði að sýna leikinn aftur á ir erindunum. morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.