Morgunblaðið - 11.06.1941, Blaðsíða 5
Hliðvikudagur 11. júní 1941.
s y
: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgt5arm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutSi
innanlands, kr. 4,50 utanlands.
í lausasölu: 25 aura eintakitS,
30 aura með Lesbók.
Kennari í 44 ár: Gísli Hinriks
son barnakennari
Fiaustursverk
Dýrtíðarmálið var lagt fyr-
ir Alþingi í gær, þ. e.
rfrumvarp viðskiftamálaráð-
ilrerra um víðtækar skattaheim-
áldir í því skyni að reyna að
hafa áhrif á dýrcíðina.
Frumvarpið er þannig lagt
fyrir þingið, að hvorki ríkis-
stjómin nje nokkur þingflokk-
ur telur það sitt mál. Jafnvel
viðskiftamálaráðherrann, sem
liefir óskað að málið yrði flutt
inn í þingið, er óánægður mjð
það.
Það kann nú ekki góðri lukku
að stýra, að undirbúningur slíks
-stórmáls, sem hjer um ræðir,
sje þannig í molum, er raun ber
vitni um. Og svo er þess kraf-
íist af Alþingi, að það afgreiði
málið í flýti á fáum dögum!
Nei, svona vinnubrögð eru
ekki sæmandi, hvorki ríkis-
stjórninni nje Alþingi. Það kom
og berlega í ljós í frumræðu
viðskiftamálaráðherrans, er
hann lagði frumvarpið fyrir
þingið, að málið hefir engan
veginn fengið þann undirbún-
ing, sem nauðsynlegur er, ef vel
á að fara. T. d. sagði ráðherr-
ann, að ríkisstjórnin hefði alls
ekki „gert það upp“ við sig,
hvort hún vildi að gengi ísl.
'krónunnar yrði hækkað, enda
þótt sú leið væri fær af öðrum
• ástæðum. Nú vita allir, að ein-
ijnitt þetta, að gengi krónunnar
-er haldið niðri, verkar mjög á
•dýrtíðina. Ef krónan væri skráð
aokkurnveginn í samræmi við
viðskiftaástandið alment, mynli
;það mjög draga úr dýrtíðinni.
Annað atriði í frumræðu við-
skiftamálaráðherrans sýnir og,
hve skamt hans sjóndeildar-
hringur nær. Ráðherrann sagði,
að úrslitavaldið um ákvörðun
verðlags á vörunum ætti að vera
3 höndum nefnda þeirra, er nú
-eru starfandi. -\uðvitað nær
-ekki neinni átt, að þetta vald
.sje í höndum margra aðilja.
Myndi það beinlínis verða til
þess, að kapphlaup yrði mi!li
nefndanna, því að allar myndu
reyna að ná sem mestri fúlgu
nr ríkissjóðnum í sinn hlut.
Þetta vald yrði að vera í hönd-
nm einnar nefndar, undir yfir-
stjórn og úrskurðarvaldi ríkis-
stjórnarinnar, en sjálfur grund-
völlur verðlagsins ýrði að vera
fundinn af Hagstofunni.
Hjer er um slíkt .stórmál að
ræða, að ekki má kasta til bess
Tiöndunum. Það er þjóðfjelag-
anu í heild nauðsynlegt, að stífia
verðí sett fyrir dýrtíðarflóðið.
En það verður að sjá til þess, að
þær ráðstafanir, sem gerðar
verði, komi að gagni. Annars
verða ráðstafanirnar kák eitt
og aðeins til þess gerðar, að
iþyngja landsfólkinu og auka
• erfiðleikana. Þá er líka verr af
stað farið en heima setið.
Einn af elstu barnakenn-
urum þessa lands og með
fleiri starfsár að baki en
flestir aðrir í beirri st.iett,
ljest í hárri elli á síðastliðn-
um vetri. Hann andaðist 3.
desember s.l.
Þessi niaður var Gísli Hinriks-
son kennavi I Geirmundarua' á
Akranesi. Stundaði hann barna
kenslu sanifleytt í 44 ár.
Gísli var fæddur að Litla-Ósi
í Miðfirði 17. maí 1856. Foreldrar
hans voru Hinrik Rafnsson bóndi
á Litla-Ósi og kona hans Hólm-
fríður Gísladóttir.
Ungur misti Gísli föður sinn.
Bjó móðir lians eftir lát manns
síns í tvíbýli á Litla-Ósi og voru
13 börn á bænum. Kom barnaveiki
upp á heimijinu og dóu öll börn-
in á einni viku nema Gísli og
annar clrengur til. Brá móðir hans
þá búi og fluttist Gísli til ömmu,-
bróður síns, Gunnlaugs Hinriks-
sonar á Stóra-Ósi, og ólst þar
upp.
Gísli kvæntist ungur þar nyrðra
Jakobínu Ólafsdóttir og áttu þau
einn son barna, Ólaf að nafni.
Konu sína misti Gísli eftir fárra.
ára sambúð. Fluttist hann fram
úr því suður á land með sou sinn
og tók sjer bólfestu á Akranesi.
Fvrstu kynni Gísla Hinriksson-
ar af Suðurlandi hófust með því
að hann gerðist útróðramaður á
Akranesi á vertíðum. Á þeim ár-
um og lengi *síðan fóru á hverj-
um vetri stórir hópar vermanna
frá Norðurlandi til verstöðvanna
við Faxaflóa og víðar. Komust
vermennirnir, sem fóru þessi
löngu leið fótgangandi, oft í
hann krapþan á þessum ferðum.
Skall þar oft hurð nærri hælum.
Sátu þeir stundum veðurteptir á
bæjum dögum saman og sannað-
ist á þeim löngum hið fornkveðna,
að oft eru kröggur í vetrarferð-
um.
Eftir að Gísli hafði fluttst al-
farinn að norðan og sest að á
Akranesi, kom hann Ólafi syni
sínum í fóstur hjá hinum mikla
dugnaðar- og atorkuhjónum, Iler-
dísi Sigurðardóttur og Jakobi
Jónssyni á Varmalæk. Ólst Ólaf-
ur þar upp og átti þar heima
fram á þroskaár.
Seinna gerðist Ólafur sjómað-
ur, lærði stýrimannafræði og var
um skeið skipstjóri á fiskiskút-
um frá Reykjavík. Ólafur var hinn
mesti kappsmaður. Hanu drukn-
aði árið 1907 á leið til Spánar
með saltfisksfarm.
Fyrstu árin eftir að Gísli flutt-
ist á Akranes, stundaði hann sjó
á vertíðum, en var í kaupamenskn
um sláttinn norður í Miðfirði á
æskustöðvum sínum hjá Arnbirm
hreppstjóra Bjarnarsyni á Stóra-
Ósi, föður Friðriks Arnbjarnar-
sonar, sem þar hýr nú, og þeim
systkina. Hjelst síðan meðan Gísii
lifði vinátta milli hans og þessa
fólks. Buðu þau systkin Gísla í
heimsókn norður til sín fyrir
nokkrum árum og liafði hann þá
ekki komið á æskustöðvar sínar
í áratugi.
Strax eftir að Gísli settist að
á Akranesi byrjaði hann barna-
kenslu þar á vetrum, fyrst í kaup-
túninu, en síðar í Innri-Akranes-
hreppi, en þar hafði hann lengs:
af á hendi kenslustörf, eða í full
40 ár. Eftir að draga fór úr fisk-
veiðum á árabátum og skútuöld-
in hófst stundaði Gísli veiðar á
þilskipum. Var hann hinn liðtæk-
asti' sjómaður og fiskimaður góð-
ur, en á því valt mikið um tekj-
ur manna af fiskveiðunum á skútu
árunum, því hálfdrætti var þá a!-
gengasti ráðningarmátinn.
Rjett fyrir aldamótin reis’;i
Gísli bú með hústýru sinni, Pet-
rínu Andrjesdóttur frá Búðum á
Snæfellsnesi, hinni mestu myndar
og dugnaðarkonu. B.juggu þau all-
lengi á Sólmundarhöfða, þá um
nokkur ár í Innrahólmi. Keypti
Ólafur skipstjóri, sonur Gísla, þí.,
jörð og ætlaði sjálfur að reisa þar
bú, en það fór á annan veg, eins
og fyr greinir. Fram úr því flutti
Gísli að Geirmundarbæ á Akra-
nesi, þar sem hann bjó æ síðan.
Þegar á æsknárnnum hneigðist
hugur Gísla Hinrikssonar mjög til
bóknáms, var hann gæddur ágæt-
um námsgáfum og hafði stáí-
minnir En þess átti hann engait
kost að njóta neinnar skólament-
unar, en með dugnaði og þraut-
seigju tókst lionum eigi að síður
af eigin ramleilc að afla sjer stað-
góðrar bóklegrar fræðslu. Var
hann og þaullesinn og fjölfróður í
fornbókmentum okkar. — Meðau
Gísli átti lieiina fyrir norðan hafði
hann allmikil kitnni af hinum
mikla lærdóms- og gáfumanni
sjera Þorvaldi Bjarnarsyni presti
á Melstað í Miðfirði og dvalcíi
hjá honum um skeið. Má geta
nærri, hver fengur það hefir ver-
ið hinum liámfúsa æskumanni að
komast í náin kynni við þennan
skarjigáfaða fróðleiks- og menta-
mann.
Hjá Gísla Hinrikssvni hjelst í
hendur inikil og rík fróðleiks- og
mentalöngun og sterk og einlæg
hneigð til þess að fræða aðra. —
Gísli var barnafræðari af lífi og
sál. Mátti með sanni segja að hanu
legði alla sál sína í það starf.
Enda fór honum starf ]ietta mjög
vel úr hendi. Honum var alveg
óvenjúlega sýnt um að kenna
hörnuni á misjöfnu þroskastigi
samtímis. Hann hafði mjög lipra
lund, var jafnan kátur og glaðnr
í bragði, hafði góð og uppörfandi
áhrif á nemendur sína, sýndi þeim
umburðarlyndi og vinarhug, enda
var hann ástsæll af þeim. Þegar
Gísli Ijet af kenslustörfum, Ijeta
yngri og elclri nemendur hans í
Ijós þakklæti sitt til hans og vin-
arhug með því að halda honum
samsæti og heiðra liann með
gjöfum.
Gísli var mjög fjelagslyndur
maður. Starfaði hann vel og lengi
að bindindismálum á Akranest.
Hafði hann á hendi í áratugi rií-
arastarfið í stúknnni. Einhver
þróttmestu fjelagssamtökin á
Akranesi á þeim árnm var sjó-
mannafjelagið Báran. Var fjelags-
skapur þessi deild í Fiskifjelagi
íslands. Fyrstu drögin að þess-
um fjelagsskap munu hafa verið
lögð um eða eftir 1890. Laust
eftir aldamótin reisti þetta fjelag
Gísli Hinriksson.
myndarlegt samkomuliús, Báru-
húsið. Er það fyrsti stofninn að
samkomnhúsi því, sem, nú er á
Akranesi. í þessu fjelagi áttu
fyrstu upptök sín ýmsar tillögur
og ráðagerðir um endnrbætnr og
framfarir á sviði sjávarútvegsins
á Akranesi. Þar voru og rædd
ýms önnur framfara- og umbóta-
mál. Þá beitti þetta fjelag sjer
fvrir vörukaupum lianda fjelags-
mönnum, til mikilla hagsbóta fvr-
ir allan almenning í kanptúninu
Margt annað, sem til nytsemda
liorfði Ijet þessi fjelagsskapur ti'.
sín taka. Gísli Hinriksson starf-
aði mikið í þessu fjelagi. Var
hann í fjölda ára ritari þess.
Skráði hann skilmerkilega alt sem
fram fór á fjelagsfnndum. og eru
þessar fundarbæknr ágæt lieimild
um merkan þátt í þrónnarsögn
kauptunsins, Tók Gísli við ritara-
störfnm í fjelaginu éftir fráfali
Guðmundar Þorsteinssonar í Sjó-
biið, en hann hafði verið ritari
þess frá upphafi. Var Guðmnnd-
ur greindur maðnr og gegn. Ilans
sonur er Pjetur G. Guðmundsson
fjölritari í Reykjavík.
Gísli var ritfær vel. Ritaði hann
skýra og fallega hönd fram á gam-
als aldur, en var farinn að verð'i
nokkuð skjálfhentur síðustn árin.
Eftir Gísla liggur allmikið rit-
safn, ank áðurnefndra fundar-
gerða. Eru það ýmsir þættir úr
sögu bygðarlagsins. M*un það á
sínum tima þykja mikihverð
heimild til yfirlits og glöggvun-
ar þegar gangskör verðu.* að þvi
gjörð að rita sögu Akraneskanp-
túns og sveitanna ntan Skarðs-
lieiðar. Saga þessa bygðarlags 4
að verða einn þáttur í sögu Borg-
arfjarðar. Gísli var .ættfróður vei.
Mun hann hafa ritað eitthvað um
þau fræði. Hann var að eðlisfari
lífsglaður maður síkátur og
skemtilegur. Fljettaði hann jafn-
an inn í viðræður sínar frásögur
frá eldri og yngri tímum. Sagði
liann einkar vel frá, á ljettu og
lipru alþýðumáli IJann var skáld-
mæltur, en flíkaði því lítið. Nokk-
uð er þó til eftir hann af lausa-
vísum og erfiljÓðum.
Gísli var sjálfstæður í skoðun-
um, fór þar sínar eigin götur, en
grundaði jafnan vel sitt mál
Hann var trygglundaður og vin-
fastur.
Það var hlutskifti' Gísla í lífinn
frá barnæsku að verða að treysta
mest á sjálfan sig, sína eigin orku,
sitt eigið hyggjuvit.
Þau Gísli og Petrína hjnggu
saman í 42 ár og voru m.jög sam-
hent og samtaka nm alt, er lant
að hag og afkomu heimilisins og
umhyggju fyrir hörnum og fóst-
urbörnum. Áttu þau saman þrjú
hörn, tvo syni og eina dóttnr.
Auk þess ólu þau npp eina stúlkn.
Dóttur sína mistn þau uppkomna
fyrir allmörgum árum. Tóku þau
þá til up.pfósturs ungan son henn-
ar.
Með Gísla Hinrikssyni er tit
rnoldar genginn merkilegur mað-
nr, sem af innri hvöt helgaði
fræðslu barna og unglinga mik-
inn þátt af lífsstarfi sínil og lagði
sig mjög fram nm það að hafa
heilbrigð og þroskavæiileg áhrif
á æskulýðinn.
Slíkir menn sá frækornnm, eir
ávöxt munu bera í aldir fram.
P. O.
„Fyrstu berklavarn-
irnar á íslandi"
Að ótilgreindum ástæðum þykir
mjer rjett að geta þessa nm
þær:
1. . Að liinn 5. október 1906
hjelt Guðmundur Björnson (land-
læknir) fyrirlestur „um berkla-
varnir hjer á landi“.
Viku síðar (12. október) var
nefnd kosin til þess að athuga
málið og gera tillögnr nm það,
svo og „boða til almenns fnndar
nm málið“.
2. „Var sá fundur haldinn i
Bárubúð hjer í hæ 13. nóvember
1906 ---- og var Heilsuhælisfje-
lagið stofnað á þeim fundi ....“
„í framkvæmdarstjórn: Kl. Jóns 1
son (form.), Björn Jónsson (rit-
ari) og Sighvatur Bjarnason (fje-
hirðir“.
3. „Fyrstu gjöfiná í Heilsuhæl-
issjóðinn, 1815 kr. gáfu Oddfell-
owar með frjálsum samskotum og'
gerðust ýmsir þeirra strax æfifje-
lagar í f jelaginu, með 200 kr. æfi-
gjaldi, hver um sig ....“
4. Blaðagrein nokkur, eftir Ein-
ar Hjörleifsson rithöfund, ljet
þessa getið síðar og í sambandi
við stofnun þessa, sem lijer segir:
„Að dagurinn 13. nóvember 1906
mundi jafnan hjá þjóð vorri verða,
talinn heiðursdagur í sögu ís-
lenskra Oddfellowa“.
5. Var byrjað á undir-
búningi undir byggingu Vífils-
staðaliælisins haustið 1908. Hyrn-
ingarsteinn lagður í vegg 31. maí
1909. En til starfa tók hælið í
byrjun september 1910. Vífilsstaða
hæli var rekið fyrir kostnað Heilsu
Hælisf jelagsins með styrk úr lands-
sjóði, til ársbyrjunar 1916, en þá
tók landssjóður allan rekstur hæl-
isins að sjer“.
★
Þannig er saga þessi, þótt í
stuttu máli sje, rjett sögð.
Reykjavík, 21. maí 1941.
Jón Pálsson.