Morgunblaðið - 11.06.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.1941, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. júní 1941. 7 Minningarorð um Svein- björgu Kristjánsdóttur F. 22. jún 1912. D. 2. júní 1941 dag hylur reykvísk mold enn eitt/ fósturbarna sinna, unga konu, ættaða vestan af Snæfellsnesi. Saga hennar er í aðaldráttum á þessa leið. Hún var komin af góðu bændafólki á Snæfellsnesi, fædd á Lágafelli í Miklaholtshreppi, dóttir hjón- anna Kristjáns Lárussonar og Þóru Björnsdóttur. Hún ólst upp á Snæfellsnesi, kom ung til Reykjavíkur, kyntist þar Krisr- þóri Alexanderssyni málara- meistara, giftist honum 21. maí 1934 og bó með honum til dauðadags. Sveinbjörg og dótt- ir hennar nýfædd dóu báðar í Landsspítalanum 2. þ. m. Þegar mjer var flutt andláts- fregn Sveinbjargar var stadd- ur hjá mjer gamall maður, sem heyrt hafði hennar getið. Þegar hann heyrði fregnina hafði hann spaklega yfir þessa gömiu setningu, sem vjer höfum heyrt svo oft: „Þeir sem guðirnlr elska, deyja ungir“ Fyrst í stað, meðan jeg kendi einungis sársaukans við að heyra að hún væri liðið lík, fanst mjer þetta fjarstæða, en síðar fór jeg að hugleiða þessi orð gamla manns ins, sem hann hafði sagt, að því er mjer virtist til að draga úr beiskju augnabliksins, og þá fann jeg að sannarlega höfðu guðirnir elskað þessa ungu konu, sem lá nú á líkbörunum, og sannarlega var einmitt hinn sviplegi dauði hennar tákn þess að guðirnir elskuðu hana og tóku hana í arma sína, einmitt meðan hún var í blóma lífsins. Vjer skulum vera minmigir þess, að eftir að vjer erum farnir hjeðan, lit- nm vjer einungis iijer á jörðunni, í verkum vorum og minningunni um oss. Því fegurri, sem verk vor hafa verið og því heiðari sem minningin. er um oss, þess náðugri hafa guðirnir verið otes — og minningin um Sveinbjörgu Kristjánsdóttur verður fölskvalaus og heið endurminning um fallega, ástúð- lega, góða konu, sem hvarf hjeðan í blóma lífsins, án þess að skilja eftir blett eða hrukku á hinni Ijúfsáru minn ingu ástvinanna. Sannarlega voru guð- irnir henni góðir — þeir gáfu henni virðingu og ást allra, sem kyntust henni, ágætan eiginmann, yndislegt heimili og lífsgleði. Svo tóíku þeir hana í faðm sinn, áðui en gráar hærur •og rúnir lífsreynslunnær ristu mark sitt á evip hennar. Vjer vitum að guðirn- ir voru harðleiknir við eiginmanninn, sem nú á í senn að jsjá á bak eiginkomi sinni og dóttur, og við lífsþreytta for- eldra Sveinbjargar, sem kveðja nú eitt efnilegasta bam sitt. Vjer vitum að orðin ein eru fátækleg í hinni þyngstu raun, en þó skal á það bent, að ein- mitt það, sem er í senn meira sorga’- efni að þurfa að kveðja unga svo góða konu, sem hjer er til moldar gengin, er líka huggun við reiknings- skilin, því vjer skyldnm ætíð vera minnug þess, að hið eina þem vjer vit- um um þann, sem fæðist er það að hann deyr, en það sem vjer vitum ekki er hvemig minningin verður að leið- arlokum um líf hans. ÞesSu lífi er nii lokið hjer, og um minningamar vic- Fleiri off fleiri kaupa STUART í TRILLUNA. Sveinbjörg Kristjánsdóttir. um vjer, sem þektum hana. Vjer vit- um að á þær fellur enginn skuggi. Vjer skulum þá þakka guðunum fjrrir þær, minnugir þess, að einnig vjer eigum von bráðar að hverfa til duftsins og eftirláta þeim, sem þá lifa það eitt að minnast vor. — Mætti minningin um oss, !sem í dag stöndum yfir moldum Sveinbjargar vera þá> eins»óflekkuð og hrein og minningin er um hana í dag. S. M. Churchill svarar FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Churchill vakti athygli á því, hve aðsta.ða Breta væri örðug satnanborið við aðstöðu Þjóðverja, ‘ því að þeir gætu með stuttum fyrirvara flutt flug'her sinn frá Austur-Evrópu til 'Vestur-Evrópu og notað haim til árása á England. Um bardagana á Krít sagði Chux-- chill, að öllum sem bæra ábyrgð á að- gerðum Breta þar hafi verið það Ijóst, að ekki var liægt að veita þar nema litla aðstoð úr lofti. En var þá rjett að hverfa burtu frá Krít án þess að verja eyna Ef við færam inn á þá braut, að hverf'a burtu af stöðum, þar sem við getum ekki komið við eins mikln liði og óvinirnir, þá myndu Þjóðverjar ná fótfeetu í ýmsum mikilvægum her- stöðvum. Og hvar ættum við þá að láta staðar numið? Það er sárt að bíða ósigur, og fólk vill ekki hlýða á neinar skýringar á á- sigrum. Eina svarið við ósigrum er sig- ur. Ef ríkisstjórnin treystir sjer ekki til að sigra, þá verðnr húu að víkja, ef hægt er að finna aðra betri. En fil þess að geta sigrað, verður ríkisstjórji- ili áð 'sbanda föst.um fótum og það verður að vera almeut vitað, að húu standi föstum fótum, sagði ChurchiiL Churchill sagði, að manntjón Breta á Krít hefði orðið 15 þús. fallnir, særð- ir eða týndir, þar með ekki taldir Grikkir eða Kríteyingar. En sam- kvæmt ábyggilegum, heámildum væri manntjón Þjóðverja a. m. k. 17 þús., þar af 5 þús., sem farist hefðu á sjó, og 12 þús í bardögum á landi. Auk þess hefðu Þjóðverjar rpist 430 flugvjelar, þar af 180 orustu- og sptBngjufllugvjelar og 250 herflutn- ingaflugvjelar. Þetta er mikilsvert nú, er við erum að ná þeim um flugvjela- mergð. Churchill pagði, að yfirforiugjar breska hersins hefðu fengið nákvæma skýrslu um það, sem gerðist á Krít. Við munum nota, til fullnnstu þann lærdóni, sem við hlutum þar, einkum nm notkun loftskeytatækja í samvinr.u flughers og landhers, en í því efni hafa Þjóðverjar náð mjög fallkomji- um árangri. MORGUNBLAÐIÐ ___________i Dagbók B 3x3—203041116! Næturlæknir er í nótt Úlfar Þórðarson, Sólvallagtöu 18. Sími 4411. Síra Sveinbjörn Högnason, prestur á Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð, hefir, samkvæmt tilskipun sóknarpresta í Rangárvallapró- fastsdómi, verið skipaður prófast- ur þar. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Hrefna Guðrún Jóhannsdóttir frá Vest- mannaeyjum og Einar Júlíus Dag- bjartsson sjómaður, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Guðrún Vilhjálmsdóttir, Laugaveg 38 B, og Böðvar Kvaran bankam., Sóleyjav- götu 9. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína í Hafnarfirði ung- frú Ingibjörg Jósefsdóttir, Hverf- isgötu 49, og Ragnar Magmtsson sjómaður, Langeyrarveg 7. Loftvarnaæfing fór fram hjer í bænum í gær frá klukkan um 6.30 til 7.30. Þótti mörgum æfingin standa fulllengi yfir, einkum þar sem sá tími var, er menn voru al- ment að fara heim frá vinnu sinni'. Kirkjuritið, maí-hefti, er ný- komið út. Efni er m. a.: Vor, ljóð eftir síra Signrjón Guðjónsson. Vorið og Guð, Ijóð eftir Kristján Jónsson rithöfund frá Hrjót. Horf- inn vinur, ljóð eftir frú Þórunni Richardsdóttur. „Allir eiga þeir að vera eitt“, eftir próf. Ásmund Guðmundsson. Jesús, eftir Pjetur Sigurðsson. Hljóðar stnndir, eftir síra Guðbrand Björnsson prófast. Ljós í héiminn komið, eftir síra Árna Sigurðsson, og ýmsar fleiri greinar um andleg mál. Happdrætti Fáks. Dregið var í gær í happdrættinu um hestinn. TJpp kom nr. 3956. Handhafi númersins getur vitjað vimiings- ins til formanns fjelagsins, Björns Gunnlaugssonar, Grettisgötu 75. Sími 3803. Ekkjan með börnin sjö. N. N. 50 kr. Isafoldarbókband 36 kr. Gömul lijú 10 kr. N. N. 10 kr, E. H. 100 kr. G. K. 20 kr. A. 3. 100 kr. Gerða 5 kr. K. J. 15 kr. G. G. 5 kr. S. H. 5 kr. Hh. 20 kr. M. og V. 10 kr. H. Guðmundsson 5 kr. Norðmaður 10 kr. M. J. 10 kr. Póa 5 kr. L. 5 kr. Ónefndur 10 kr. Thea 5 kr. Fyrsta sveit 25 kr. Ónefnd 5 kr. R. 5 kr. 62. 20 kr. Ónefndur 15 kr. Veðmál tveggja hazardkarla 50 kr. Þ. B. og E. Þ. 10 kr. S. M. 10 kr. IJnnur og Sverrir 100 kr Ý. P. 5 kr. Tr. G. 40 kr. N. N. 100 kr. J. Ó. 10 kr. Ó. P. P. 4 kr. 5 syst.kini 100 kr. K. II. og S. J. 150 kr. S. G. 10 kr. Þrjár stelpur 6 kr. Ónefnd 15 kr. N. N. 5 kr. N. N. 10 kr. H. B. 10 kr. G. Q. 5 kr. H. Ó. 10 kr. Malla 10 kr. Starfsfólk h.f. Pípu- verksmiðjunnar 700 kr. — Afhent síra Garðari Svavarssyni. A. J. 100 kr. G. A. 10 kr. Útvarpið í dag: 12.00 Iládegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Miðjarðarliaf og Suðurlönd, II: Hálfmáninn og krossinn (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 20.55 Hljómplötur,- Fiðlulög. 21.00 TJtvarpssagan „Kristín Lafr- ansdóttir“, eftir Sigr. Undset. 21.30 Auglýst síðar. 21.40 „Sjeð og heyrt“. 21.50 Frjettir. Látið oss panta fyrir yður, Góð sambönd! Góðar vörur! Höfum stofnsett heildverslun og um- boðssölu. Útvegum allar vörur, fyrir kaupmenn og kaupfjelög, frá Banda- ríkjunum, Canada og Englandi. Vjer höfum mjög góða aðstöðu, vegna ágætra sambanda er oss hefir tekist að ná í nefndum löndum og getum því selt allar vörur með lægsta verði, sem til er á heimsmarkaðnum, á hverjum tíma. Mikil áhersla lögð á fljóta afgreiðslu. lnnlendar afurðir komum vjer til með að kaupa hæsta verði. Skrifstofa vor er, fyrst um sinn, í Austurstræti 14, 3. hæð, sími 3479. Leyfið oss að gefa yður tilboð. íslensk- Erlenda Versltínarfjelagið Símnefni: Service, -- Reykjavík. Bími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkaS stór. UPPHITAÐIR BlLAR. Fyrirligg)andi Kanel heill og steyttur, Hjartarsalt, Natron, Matarsalt í 50 kg. sekkjum, Borðsalt, Matar- lím, Þvottasódi. Eggert Rrisfjánsson & Co. h.f. Minn hjartkæri eiginmaðnr, faðir og tengdafaðir, SNORRI JÓHANNSSON, andaðist 9. þ. mán. Guðborg Eggertsdóttir, born og tengdaböm. Hjer með tilkynnist vinum og vandamönnum, áð jarðarför sonar okkar og bróður, INGÓLFS. fer fram frá Dómkirkjunni föstndaginn 13. júní. — Athöfnin hefst með húskveðju að heimili okkar, Laufásveg 45, kl. 1 e. h. Jórunn Guðnadóttir, Jón Guðmundsson og systkini. Jarðarför bróðursonar míns JÓNS ÁGÚSTS PJETURSSONAR fer fram frá heimili mínu, Bræðraborgarstíg 20, fimtudaginn 12. þ. m. og hefst með hæn kl. iy2. Elísabet Bjarnadóttir. Jarðarför mannsins míns og föðnr, BJÖRGVINS BJÖRNSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 12. þ. mán. og hefst með bæn að heimili háns, Lindargötu 13, kl. 1. Kransar afheðnir. Inga Marteinsdóttir. Geir Björgvinsson. Innileg þökk fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför KARLS EIRÍKSSONAR. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.