Morgunblaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1941, Blaðsíða 7
Miðvlkudajíur 16. júlí 1941. MORGUNBLAÐIÐ f Guðmundur Kristjánsson FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. að undra, þótt hann hafi átt vin- sældum að fagna í hinum marg- iáttuðu skiptum, sem hann hefir átt vifi samferðamenn sína. þótt leiðin sje nokkuð löng. Hann hef- ir verið framarla í flokki þeirrar kynslóðar, er mest hefir hrundifi fram hag þjóðar vorrar. Hann talar enn ómeingað dýrfirska 11101" ið, sem hann lærði í æsku, og stendur af sjer stormana, hvort sem hann er „nordan“ eða sunn- an. Hann er sannur fslendingur — dýrfirskur. Vinir hans og kunnmenn senda honum bestu árnaðaróskir. B. Sv. f frásögii um matvælaúthlutun í blaðinu í gær stendur að af kaffi ,hafi oftast áður verifi úthlutað 300 gr. á mann á mánuði, miðað við brent kaffi, en átti afi stánda uiiðað við óbrent kaffi. — í næstu málsgrein var skekkja. Þar stóð 303 gr., en átti að vera 309 gr. Olíuvjelar i nýkomnar. H. BIERING Lauffaveg 3. Sími 4550. A U O A Ð hvíliat glerangnm frá Ijj er miðstöð verðbrjefa- | |jj viðskiftanna. Sími 1710. 1 Góða ljósmynd eignast þeir, sem skifta við THIELE Fleiri off fleiri kaupa STUART I TRILLUNA. EF LOFrUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞA HVEK? GLÆNÝR §ilnngur Nordalsíshús Sími 3007. Islandsmeistararnir unnu Akureyringa með 3:0 C'yrsti kappleikurinn milli K. R. * og Akureyringa fór fram á Akureyri á mánudagskvöld. Veður var gott, en nokkur vind- nr var þó á. Leikslok urðu þau, að K. R. vann með 3:0. Dómari var Sig- mundur B.jörnsson. í gær vorn revkvísku knatt- spyrnumennirnir í boði Knatt- spvrnufjelags Akureyrar í Vagla- skógi. Þá er og fyrirhuguð ferð að Mývatni. Eiga K. R.-ingar eftir að keppa tvo leiki og verður sá fyrri í kvöid. Loltvarnirnar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU kunar. En það sem á stendur, eru skóflur, sem fyígja veröa. Eins og skýrt hefir verið frá, eru dunkarnir fyltir sandi og þegar e'ldsprengja fellur, er sand inum dreift yfir hana og síðan er öllu saman mokað upp í sand dunkinn. Til þess eru skóflurn- ar notaðar. En nokkur vand- kvæði eru á að fá þær. -— Hvenær búist þið við, að það verði? — Jeg geri ráð fyrir, að um næstu mánaðamót munum við fá um eitt þúsund skóflur. En það er aðeins helmingur þess fjölda, sem þörf er á, og ákveð- ið hefir veiúð að smíðaður verði. Skóflur þesar eru svipaðar venju legum • steypuhræriskóflum, beinar, með löngu skafti. — Og þessi tæki eiga að vera til á hverju heimili? — Já, það er meiningin að strax og heimild er fengin til þess að skylda fólk til að eign- ast þau, verði almenningi sett- ur ákveðinn frestur til þess að komast yfir þau, Gegn þeim, sem vanrækja það hlýtur svo að verða komið fram ábyrgð. — Það er afar áríðandi að þessi einföldu tæki sjeu al- menningseigu, e.kki síst í borg, sem er bygð eins og Reykjavík, að verulegu leyti úr timbri. — Reynslan hefir nefnilega sýnt, að eldsprengjurnar orsaka oft miklu meira tjón en sjálfar tundursprengjurnar. Það verð- ur því að leggja alla áherslu á það hjer, að eiga sem fullkomn ust slökkvitæki. — Hafið þið í hyggju að hafa loftvamaæfingu bráð- lega — Jeg geri ekki ráð fyrir að svo verði fyrst um sinn. Eins og öllum er kunnugt, eru flaut- urnar reyndar á hverjum mið- vikudegi. Verður látið við það sitja í biii. En auðvitað vinnur loftvarna- nefnd af kappi að því að koma þesum málum öllum í sem best horf og þánnig að sem mest öryggi sje í þeim fyrir bæjar- búa. Þúrarinn Arnórsson kominn fram Lögreglan ljet í gær lýsa eftir manni, Þ.órarni Arnórssyni, sem ekkert hafði spurst til frá því síðastliðinn miðvikúdag. Mað- urinn er nú kominn fram heill á húfi. Hafði hann farið síðastl. mið- vikudag upp í Borgarfjörð og var þar síðan á ýmsum stöðum. Siglingar um Hval- íjörð bannaðar Breska herstjórnin hefir til- kynt, að allar siglingar um Hvalfjörð skuli bannaðar fyrir innan línu, sem hugsast dregin milli Innra-Hólms og Kjalarness. Ef óskað er að sigla skipum inn fyrir þessa línu, verður að leita aðstoðar bresku flótayfir- valdanna í Reykjavík um leiðsögn Dagbóh Næturlæknir er í nótt Krist- björn Tryggvason, Skólavörðustíg 33. Sími 2581. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Dánarfregn. Frú Sigríður Roth, dóttir Páls Einarssonar fyrverandi hæstarjettardómara og konn liaus Sigríðar, andaðist í Berlin 7. júlí síðastliðinn. Sigríður var gift þýskum manni, Heinrieh Roth. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sáman í hjónaband af síra Árna Sigurðss.vni ungfrú Sigríður Álfs- dóttir og Jónas Guðmundsson. — Heimili [leirra er á Brunnstíg 6. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Jóni Thorarensen Vera Pálsdóttir, Bald ursgötu 7. og Torfi Ásgeirsson, Suðurgötu 22. Hjónaefni. Nýlega hafa opinbei- að trúlofun sína ungfrú Guðlaug L. Jónsdóttif, Leifsgötu 27, Og Georg Lúðvígsson gjaldkeri, Há- vallagötu 5. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofuu sína ungfrú Benedikta Þorsteinsdóttir og Sæmundur Kristjánsson. vjelstjóri á Laxfossi. Sjálfstæðiskvennafjelagið Hvöt fer sliemtiför n.k. mánudag. Upp- lýsingar í síma 4015 og 4075. í gjafalista til Hallgrímskirkju í Revkjavík, er birtist í blaðinu í gær, stóð 50 kr. frá Einari. afli. af síra Bjarna Jónssvni, en átti að vera 100 kr. Ekkjan með börnin sjö. Á. M. (áheit) 5 kr. E. C. 5 kr. N. N. 10 kr. Útvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.30 íþróttaþáttur (Sigfús Ilall- dórsson frá Höfnum). 20.00 Frjettir. v 20.30 Eriudi: „Veðrið og við“ (frú Theresía Guðmundsson). 20.45 Hljómplötur: Stenka Rasin, tónverk eftir Glazounow. 21.20 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. 21.40 „Sjeð og heyrt“. 21.50 Frjettir. Tilkynning frá rikisstfórainni. Breska herstjórnin hefir tilkynt að allar siglingar um Hvalfjörð skuli bannaðar fyrir innan línu, sem hugsast dregin milli Innra-Hólms (64°18’16”N. 21°55’52”W.) og Kjalarness (64°13’52”N. 21°54’47”W.). Ef óskað er eftir að sigla skipum inn fyrir ofan- greinda línu verður að leita aðstoðar bresku flotayfirvald- anna í Reykjavík um leiðsögu. Jafnframt afturkallast tilkynning ríkisstjórnarinnar, dags. 23. desember 1940, birt í 71. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1940, og tilkynning, dags. 6. febrúar 1941, birt í 9. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1941, að því er varðar tálmanir á siglingaleið um Hvalfjörð. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. júlí 1941. Daglejfar hvaOfofðtr Reykjavik — Akursyrl % Afgreiðsla í Reykjavík á Skrifstofu Sameinaða. Símar 3025 og 4025. Farmiðar seldir til kl. 7 síðd. daginn áður. Mesti farþegaflutningur 10 kg. (aukagreiðsla fyrir flutn- ing þar fram yfir). Koffort og hiólhestar ekki flutt. Stillka óskast nú þegar til ráðskonustarfa hjá fjelagsbúinu á Kárastöðum. — Upplýsingar í síma 2292 frá kl. 9—18, og í síma 2758 frá kl. 12—43 og 17—21. Afgreiðsla sjerleyfisbifreiða okkar hefir síma 1585 Panta þarf sæti með minst eins klukkutíma fyrirvara. Nteindór. Dóttir okkar, SIGRÍÐUR ROTH, andaðist í Berlin þann 7. þ. m. Sigríður og Páll Einarsson. Hjartkær sonur minn, AGNAR STURLUSON, andaðist að Vífilsstaðahæli 14. þ. m. Sigríður Þorvarðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.