Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1941, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Fimtudagur 6. nóv. 1941. Rússar segja að Þjóðverjar sjeu byrjaðir nýja sókn við Moskva Þjóðverjar búast við skjótum árangri á Krím LOSZOVSKY, fulltrúi rússnesku stjórnarinnar, skýrði frá því í Kuibishev í gær, að síðustu tvo sólarhringana hefði staðið yfir ný sókn Þjóð- verja á Moskva-vígstöðvunum, en að árásum Þjóðverja hefði alstaðar verið hrundið. Hann sagði, að bardagarnir hefðu verið harðastir fyrir sunnan Moskva hjá Tula, en að' einnig hefði verið ákaft barist hjá Mozhaisk, Volokolamsk og Kalinin fyrir vestan og norðvestan borgina. Loszovsky sagði að Þjóðverjar hefðu safnað nýju varaliði úr hernumdu löndunum áður en þeir hófu þessa sókn. Rússneska herstjórnín gat ekki sjerstaklega um bardaga á Moskvavígstöðvunum í tilkynningu sinni í nótt, heldur skýrði hún frá hörðum bardögum á allri víglínunni. Það er nú meir en vika síðan þýska herstjórnin mintist síð- ast á hernaðaraðgerðir á landi á Moskvavígstöðvunum og í' her- stjórnartilkynningunni í gær var aðeins getið um loftherna^ar- aðgerðir þar. Auk loftárása á Moskva skýrði herstjórnin frá harðri loft- árás á iðnaðarborgina Gorki. Gorki er um 500 km. fyrir austan Moskva. Að öðru leyti skýrir herstjórnin aðallega frá bardögum á Krímskaga. Á suðausturströnd Krímskag- ans er fjallgarður, sem hækkar upp í 1500 metra, og segjast Þjóðverjar vera komnir yfir þenna fjallgarð, Jailafjallgarð- inn, á einum stað, til Svartahafs strandar. í þýskum fregnum er talað um að sókn þýsku herjanna sje svo hröð, að búast megi fljót- lega yið góðum árangri. — Er alitið, að með þessu sje átt við, að Þjóðverjar geri ráð fyrir að taka eða króa inni innan skams annað hvort Sebastopol eða Kerch, eða báðar þessar borgir. Blaðið „Rauða stjarnan“ skýrði á hinn bóginn frá því í gær, að dregið hefði úr sókn Þjóðverja. síðasta sólarhringinn. Blaðið viðurkönnir þó að horf- urnar sjeu ískyggilegar. Getur blaðið um harða bar- daga víð Simferopol, höfuð- borg ska.gans, þar sem Þjóð- verjár eru sagðir vera að reyna að komast til strandar.En þýska herstjórnín tilkynti á sunn-udag- inn að Þjóðverjar hefðu tekið Simferopol. „Rauða stjarnan“ segir að rússneski herinn hafi hörfað skipulega í nýja varnarlínu, og að Þjóðverjar hafi gert ítrek- aðar tilraunr til að brjótast í gegn um hana, en árangurs- laust. SVARTAHAFS- FLOTINN Hermálafrjettaritari Reuters gerði að umtalsefni í gær að- stöðu rússneska Svartahafsflot- ans, ef Þjóðverjar taka Krím- FRAMH. Jk 8JÖTTU SÍÐU Loflsókn Breta London, miðvikud. f tilkynningu breska flug- * málaráðuneytisins í kvöld segir: „Orustuflugvjelar okkar hjeldu áfram 1 dag árásar fiugferðum sínuni yfir Norður- Frakklandi. Skotfærageymsla var sprengd í loft upp og árásir voru einnig gerðar á vöruflutn- ingalestir, herbíla, bátahöfn og fallbyssuvirki. Einnar flugvjelar er saknað“ I fyrrinótt fóru breskar flug- vjelar í leiðangur til Ruhr og Rínarhjeraðanna og gerðu auk þess árás á Ostende og Dunker- que. íslendingurinn undir- foringi f breska ffughernum IVJ orska útvarpið í Londort skýrir frá því, að fslend- ingurinn, „sonur bóksala í Reykjavík", sem fór fyrsta árásarleiðangur sinn á mánu- öaginn, hafi verið hækkaður í tign og gerður undirforingi (sergent). „Mlkilvæo" ræða Roosevelts I kvðld Tk/| eðal starfsmanna Roose- *■ •*• velts í Hvíta húsinu var í gær látið í veðrj vaka, að ræða sú, sem forsetinn ætlar 'að flytja í kvöld sje „mikilvæg". Roosevelt ávarpar alþjóða- verkamálaráðstefnuna og hefst ræðan kl. 7 eftir ísl. tíma. Búist er við að jæðan standi yfir í 20 mínútur. Þýskir kðfbðtar við Nýfundne- land TORONTO í gær —: Flota- málaráðherra Kanada, Mac- Donald skýrði frá því í dag, að þýskir kafbátar hefðu sig í frammi „undan ströndum Ný-i fundnalands, í Iandsýn“. Ráðherrann var beðinn að gera nánari grein fyrir þessu og sagði hann þá: „Kafbátarnir eru svo nærri Nýfundnalandsströndum, að þeir sjá til lands. -— Auðvitað höldum við uppi árásum á þá, hvar sem við verðum þeirra varir. Hið sama gera könnunar- flugvjelar flughersins og strand varnaliðsins. Venjulega verðum við varir við þá í hlustunartækjunum, og gerum þá árásir á þá með djúp- sprengjum. Flugvjelarnar sjá þá og ráðast á þá með sprengj- um“. „Náin samvinna er milli flot- ans og flughersins". í Halifax í Nova Scotia, hafa þessar upplýsingar ráðherrans engum komið á óvart (segir í Réútersfrjett). Er þess minst, að hópur skipbrotsmanna, sem kom til Halifax fyrir nokkrum vikum, var af skipi, sem talið var að sökt hefði verið við Ný- fundnaland. Þess er einnig minst, að í síð- ustu styrjöld sáust kafbátar við ýms tækifæri í aðeins 40—50 km. fjarlægð frá sjálfri Hali- fax og þeir'voru margir, sem hjeldu því fram um þær mundir að þeir hefðu sjeð til kafbáta frá ströndinni. Er talið að þýskir kafbátar liggi í leyni við ýmsar helstu hafnirnar á austurströnd Ame- ríku til þess að tilkynna, þégar stórír skipaflotar láta úr höfn. Sendiboði Japana til Washington til „að bjarga ástandinu" „Bandaríkjastjórn hefir ekki boðið honum í éí SÚ ÁKVÖRÐUN Japana að senda diplomatiskan ráðgjafa, Kurushu, til Washington, til þess að aðstoða japanska sendiherrann þar, Nomura, við samningana við Bandaríkjastjórn, hefir vakið feikna athygli víða um heim. Ráðgjafinn lagði af stað frá Tokio í gær áleiðis til Hong Kong, en þar hafði brottför ame- rísku Kyrrahafsflugvjelarinnar verið frestað, á meðan beðið var eftir ráðgjafanum. í japönskum blöðum er talað um þessa sendiför sem „síð- ustu tilraun Japana til þess að bjarga hinu „mjög alvarleg^ ástandi“ í Austur-Asíu. Minnir förin í þessu tilliti á Berchtes- gaden-ferðalag Mr. Chamberlains haustið 1988. Útvarpsstöðin í Moskva hæfð? ýskar flugvjelar gerðu Loft- •*• árás á Moskva í birtu í fyrradag. * Hvar sprengjurnar komu nið- ur má e. t. v. marka af fregn í'rá Svíþjóð, sem hermir, að ut- varpið i Moskva hafi skyndi- lega hætt útsendingum í fyrra- dag, en nokkru síðar hafi út- varpið í Tiflis í Georgíu byfjað útsendingar á öldulengd Moskva útvarpsins (samkv. Columbia- Broadcasting' Company í New- York). Tyrknesku skipi sökt í Bosporus I fregn frá Ankara í gærkvöldi * var skýrt frá því, að óþektur kafbátur hefði stöðvað tyrkneskt vjelskip 145 smálesta, í Bosporus- sundi og skipað áhöfn skipsins að fara í bátana, en síðan sökt skip- inu. ÞaS verðnr ráðið af fregninnij að þetta hafi gerst í tyrkneskri landhelgi. ÞREM SKIPUM SÖKT. Breska flotamálaráðuneytið til- kynti í gær, að þrern óvina skipum hefði verið sökt i Mið- jarðarhafi, tvö þeirra 4 þús. smá- lestir, en eitt 1500 smálestir. Kurushu er reyndur dipio- mat, hefir gegnt sendiherra- störfum í Bandaríkjunum og í Evrópu, m. a. í Berlín um eitt skeið. í Washíngton var látin í ljós su skoðun í gær, í sambandi við sendiför Kurushus, að horfurnar í Austur-Asíu væru svo alvarlegar, að því minna, sem um þær væri talað, þeim mun betra. Cordell Hull gerði það þó Ijóst, á fundi sínum með blaðamönnum í gær (ségix-! í Reutersfregn) að japanski ráðgjafinjx kemur ekki til Bandaríkj- anna í boði Bandaríkjastjórnar,...... Hull sagði, að Bandaríkiri hefðu engin ’ afskifti af sendiför Kurushus önnur en þau, að greiða götu hans. Hull bætti því við, að japanska stjórn- ir,., hefði tilkynt utanríkismálaráðu-.. neytinu að erindrekinn myndi hafa samvinnu við Nomura, um samtöliix, serri ætttí ájer stað í Wáshingtori. l>að hefir vákið riokkra athygli að Tokioblaðið „Japans Times and Ad- vertiser", sem stundum hefir verið kallað málpípa japanska utanríkis- málaráðuneytisins, fylgdi Kurushus úr hlaði, með því að telja upp þær kröfur, sem Japanar gera á hendur Bandaríkjastjórn til þess að „bjarga ástandinu“. „ v Það er þó ekki alveg víst að blaðið túlki nákvæmjega skoðun japönsku stjórnarinnar, eri kröfurnar. er bláð- ið getur um, eru þeásár: Bandaríkiti hætti að veita Chiang Kai Shek að- toð, Japanar fái óbundnar hendtir í Kína, hagsmunir Japana í AusturAsíu verði viðurkendir, Bandaríkin. hætti vígbúnaðarráðtöfunum, sem miða að einangi-un Japana í Austur-Asíu og inneignir Japana í Bandaríkjunum verði látnar lausar". Stjórnmálafrjettaritari Reuters Ijet í Ijós þá skoðun í gær, að örðugt væri að sjá nokkra von til samkomulags milli Japana og Bandaríkjanna á þess-■" úm grundvelli, því að í því fælist að ’ ABCD ríkin yrðu að snúa algerlega baki við þeirri stefnu, sem þau hafa fylgt fram til þessa. Þessvegna er hugsanlegt að „Japari Tiems“ hafi með túlkun sinni á kröf- um Japana, aðeins verið að prófa sig áfram um það, hverjar undirtektirnar yrðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.