Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. júlí 1942.
¦<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><K><>0
NÝKOMIÐ:
KVENKÁPUR
„Harris"Tweecl-liantlofið
«>iöí4 vandaðai og §mekklegav
FELDUR H.f.
Austurstræti 10.
Sími 5720.
.<><><><><><><><><><><><><><><><><>^^
Veitingasaliroir
i Ocldffellowhiislnu
opnaðir í kvöld 8. þ. m.
Hljómsveif Aage Lorange spilar
JlllIlllllllllIIIlllllllllIIlIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllIllllIlllllllllIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllIlltliniIllliniIIIIIIHIIIIIIIIIIllIllIllIIIIIIIIIMlr.
I Stulka I
3 z
getur fengið atvinnu á skrifstofu í mánaðartíma 1
| eða lengur, í forföllum annarar. ;
Umsóknir sendist í pósthólf 1775.
Iffflllllllllllllllflftflllllllftlfftflttttllllllllllllllllllllllllftfflttfffftffflllllllllllllllllllllllllllll.....lllllllliMlllllllllflllllllllllllIllllliillnri
ninnumiiiiuiuiiiuiiiiiiiuuiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiniiiiiiniiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifii
— -
Stórt steinhús |
4 íbúðir og 2 verslanir er til sölu nú þegar. |
Semja ber við |
Ólaf Þorgrímsson
hæstarjettarmálaflutningsmann. |
Austurstræti 14. Sími 5332. 1
i
=
iiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiHiniiHuiiiiiiiiiHiHiHiiiiiiHuiuiHiiiHiiiiuiiininiuiHiiiiiiuininiiiHiiiiiiuiHiuiiiiiiHiiiiiiHiiiiiiiiiiii
Sumarbústaður
Af sjerstökum ástæðum er sumarbústaður á falleg-
um stað til sölu, stærð 4X5 mtr. Efni til að stækka
bústaðinn er til á staðnum. Upplýsingar í síma
5805 frá kl. 10 til 6 e. h.
Iðnfyrirtæki
Af sjerstökum ástæðum er til sölu stórt iðn-
fyrirtæki í fullum gangi. Ekki veittar upplýs-
ingar í síma.
Egill Slgargeirsson
hæstarjettarlögmaður.
Austurstræti 3.
Minning Bjarna Þorkels-
sonar skipasmiðs
T) jarni Þorkelsson var jarð-
-^ sunginn síðastliðinn mánu-
dag. Hann ljetst að heimili sínu,
Sölvhólsgötu 12 hjer í bæ, að
morgni hins 29. júní s.l., fullra 84
ára að aldri. Ææíidagur hans varð
langur, og hann lifði einnig
lengsta dag þessa árs, en var þá
sjiikur orðinn, þó að legan yrði
ekki löng, því að hann stóð á
meðan stætt var. Hvíldardagar
hans urðu ekki margir um æfina,
og varla mun honum hafa fallið
verk úr hendi nokkurn virkan
dag, frá því að hann komst á
legg, fyrr en að brottförinni dró
með skömmum fyrirvara. Svo kaus
hann sjer það líka. Honum varð
einnig að þeirri ósk sinni, að fá að
eiga sitt eigið heimili til hinsta
dags, og þó að hann yrði að sjá á
bak elskaðri eiginkonu sinni fyr-
ir 5 árum, þá naut hann eftir sem
áður hinnar ágætustu aðhlynning-
ar á heimili sínu hjá ráðskonu
sinni, Kristínu Þórarinsdóttur, er
verið hefir með þeim hjónum all-
mörg síðustu árin og í öllu reynst
þeim ómetanleg stoð og nærgætin
sem besta dóttir. I banalegunni
stundaði hún hann, ásamt öðrum
nánustu ástvinum hans, með frá-
bærri alúð og dánumensku.
Bjarni Þorkelsson ólst upp á
einu merkasta prestsheimili lands-
ins í þá daga. Hann var fæddur
að Ásum í Skaftártungu 24. janú-
ar 1858, en hjelt þó jafnan afmæli
sitt í kunningjahópi á Pálsmessu
(25. jan.). Foreldrar hans voru
Þorkell prestur Eyjólfsson og
kona hans Ragnheiður Pálsdóttir,
er þá bjuggu í Asum, en fluttust
ári síðar (1859) að Borg á Mýr-
um, en þaðan að Staðarstað. Það
ár fæddist dr. Jón þjóðskjalavörð-
ur (16. apríl) og varð hann eftir,
er prestshjónin fluttust úr hjer-
aðinu, og ólst upp í Hlíð hjá Ei-
ríki hreppstjóra Jónssyni og Sig-
ríði Sveinsdóttur (Pálssonar lækn-
is) ; var hann 13. barn þeirn
hjóna, en þau systkinin urðu 17
alls, og eru nú eftir á lífi 2 bræð-
ur: Kjartan, fyrrum kaupmaður
og organleikari í Ólafsvík (nú á
82. ári), og Einar, áður skrifstofu-
stjóri Alþingis (nú á Elliheimil-
inu, 75 ára gamall). Hafa þeir
báðir verið sjónlausir um allmörg
ár, en þó vel ernir. Pyrir skömma
er látin systir þeirra, frú Guðrúu
Clausen, freklega hálfníræð, stór-
merk höfðingskona.
Bjarni var yngtur systkinanna,
er vestur fluttust (á 2. ári) og
ólst að mestu upp á Borg — þar
mundi hann fyrst eftir sjer. Hann
var ættaður vel til beggja handa:
Paðir sírá Þorkels var síra Ey-
jólfur Gíslason, prests Ólafssonar,
biskups í Skálholti, en móðir síra
Þorkels var Guðrún, dóttir síra
Jóns Þorlákssonar, skálds á Bæg-
isá, og Margrjetar konu hans Boga
dóttur úr Hrappsey, Benediktsson-
ar. Móðir Bjarna var (sem fyrr
segir) Ragnheiður Pálsdóttir, pró-
fasts í Hörgsdal, Pálssonar á Ell-
iðavatni, Jónssonar, og Matthildar
Teitsdóttur, hjeraðskunnra höfð-
ingshjóna. Síra Þorkell var orð-
lagður tignarprestur, siðavandur
og stórbrotinn lærdómsklerkur.
Ætlaði hann syni sínum að ganga
mentaveginn, en Bjarni þvertók
Bjarni Þorkelsson.
fyrir það og hneigðist hugur hans
allur að verklegri efnum; naut þó
hinnar bestu heimafræðslu, er þá
var völ á, og mátti segja, að flest
lægi sveininum í augum uppi —
og alt ljek í höndunum á honum.
Nam hann fyrst söðlasmíði í Rvík,
en er til kom, leist honum þó bet-
ur við sitt hæfi að stunda skipa-
smíðar, bæði róðrarbáta og op-
inna vjelbáta. Útvegaði hann
einna fyrstu vjelarnar í þá (frð
Möllerup í Danmörku) og má svo
kalla,, að hann hafi orðið braut-
ryðjandi í þessum efnum, enda að
jafnaði við þessa iðn kendur. Síð-
ar gerðist hann um langt skeið
(nál. 35 ár) umsjónarmaður með
slíkum bátum (við Paxaflóa og
víðar) fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar; hafði hann kynt sjer þetta
alt saman í Danmörku. Síðustu
árin allmörg starfaði hann að
smíðum af ýmsu tagi, kassagerð
o. fl., og lá leið hans daglega árla
morguns á vinnustöðvarnar.
Árið 1881 (1. júlí) gekk Bjarni
að eiga Vilborgu Andrjesdóttur
frá Þorgeirsfelli í Staðarsveit
vestra, af traustum og mætum
bændaættum. Hún var fædd 14.
sept. 1861 og Ijetst í Reykjavík
12. jan. 1937. Var hún orðlögð
gæðakona, hjálpfús og góðgerða-
söm, enda gafst henni þar ærið
verkefni, því áð um langt skeið
var hún ljósmóðir þar vestra,
lengi í mjög erfiðu umdæmi, en
þar var þá víða fátækt mikil.
Voru þau hjón samhent í því sem
öðru, að líkna og liðsinna bág-
stöddum; þar var ekki spurt um
launin, heldur líðan og þarfir
fólksins, og kom ljósmóðirin oftast
heim með börnin nýfædd og skil-
aði þeim venjulega ekki aftur,
fyr en mæður þeirra gátu annast
þau sjálfar. Og alloft bar það við,
að 2—3 reifastrangar í senn ætti
þar fyrsta athvarfið á lífsleiðinni.
Þeim hjónum varð sjálfum ekki
barna auðið, en auk þessarar
barnaverndar sinnar ólu þau að
öllu upp 3 börn: Vigfús Guð-
brandsson klæðskerameistara, sem
er bróðurson Bjarna, frú Vilborgu
Magnúsdóttur, konu Vigfúss Árna
sonar (starfsmanns í Reykjavíkur
Apóteki), Guðrúnu, er þau gerðu
kjördóttur sína, en mistu hana í,
Akureyri á fermingaraldri og
treguðu sáran, bráðefnilegt barn.
Öllum þessum börnum reyndust
þau svo, að á betri foreldra varí
ekki kosið.
I Olafsvík áttu þau hjón heima
í rúm 20 ár; þar gerðist Bjarni,
ásamt Kjartani bróður sínum,
forgöngumaður að bættum kirkju-
söng og útveguðu þeir fyrsta org-
anið þar vestra. Skömmu eftir
aldamótin fluttust þau til Reykja-
víkur, en eftir 12 ára dvöl þar
fóru þau til Akureyrar, og að 5
árum liðnum fluttust þau enn til
Reykjavíkur og áttu þar heima æ
síðan.
Æfiskeið Bjarna Þorkelssonar
var rjett hálfnað á aldamótunum
síðustu; var honum fyrri helming-
urinn miklu hugstæðari hinum síð-
ara og mótaðist hátterni hans alt
af því tímabili. En vel fylgdist
hann þó með hinum öru breyting-
um, er síðar urðu, og dæmdi þær
jafnan varlega, þótt öfgarnar væri
liouum hvimleiðar. Hann stjakaði
ekki við öðrum að óþörfu, en ekki
varð honum hnikað um hársbreidd
út af þeirri braut, er hann taldi
rjetta; vildi hann öllum vel, en
fastur var hann í orðum og skoð-
unum og fámáll jafnan um þá,
sem honum fjellu ekki í geð, en
mintist iðulega hinna, sem honum
voru að skapi og honum þótti vera
til fyrirmyndar. Hann var öllu
trúr, mönnum og málefnum, því
að hann var í eoli sínu inesta
trygðatröll, frændrækinn og gest-
risinn í besta lagí, ljúfmenni í
allri umgengni, hann var bráð-
skemtilegur maður, enda marg-
fróður og stálminnugur. Skapfest
una mun hann mest hafa sótt í
föðurætt sína og fjörið og glað-
værðina í móðurættina, en gáf-
urnar komu honum jafnl úr báð-
um áttum. Hann var meðalmaður
á hæð, en þrekinn vel og fyrir-
mannlegur á velli og hinn prúð-
mannlegasti; hann var karlmenni
hið mesta, en ljet þó jafnan lítið
yfir sjer.
Þó að vinir Bjarna Þorkelsson-
ar og vandamenn unni honum
\ Ijúfrar hvíldar við hlið ástkærrar
eiginkonu sinnar, er þess engan
veginn að dyljast, að þeim þykir
I nú ærið skarð orðið í hópi þeirra
við fráfall hans. Þeir munu geyma
; bugstæða minningu hans meS
þakklæti og virðingu. P.
MILO
afllOSQlUClRGÐIR- Arni jönsson. HAIKASSIR 9
^ tíílert Claessen
Einar Asmundsaon
hæstarjettarmálafltitningsmeiQn.
Skrifstofa í Oddfellowhúsinn.
(Inngangnr nm ansturdyr).
Bími 1171.