Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.1942, Blaðsíða 6
 6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. júlí 1942. Avarp Thor Thors FEAMH. AJP ÞRIÐJU SÍÐU. Bagt nú, að jeg hefi alltaf fund- ið í starfi mínu hjer, að Banda- ríkjastjóm lætur sjer mjög ant um, að allar skuldbindingar bennar við Island sjeu haldnar. „En samt er ekki algjörlega komið á daginn, að Bandaríkin standi við sumar skuldbinding- ar sínar við Island, fyrr en stríð- inu er lokið. Þetta er rjett að því ’ er snertir það loforð, að Bandaríkjamertn muni hverfa brott af fslandi með her- afla sinn strax að stríðinu loknu; og í öðru lagi að því, er snertir loforðið um að viður- kenna algjört sjálfstæði fs- lands og fullveldi og gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að þau ríki, sem semji friðaskilmálana muni einnig viðurkenna fullkomið sjálfstæð. og fullveldi íslands. 1 þessum sáttmála eru þess- ar tváer skuldbindingar mikil- vægastar, af því að þær snerta framtíð fslands. Jeg treysti því, að hver sá ís- lendingur, sem frelsi unnir muni alltaf trúa því statt og stöðugt, að þetta volduga lýðræðisríki, sem færir svo gríðarmiklir fórn- ir um allan heim í baráttu sinni fyrir frelsi og mannrjettindum, muni út í ystu æsar sjá sóma sinn í því að standa við skuld- bindingar sínar gagnvart minnsta barninu í samfjelagi hinna frjálsu þjóða. Við sjáum nú þegar, að sum lofotrðin e^u uppfyllt, einkum þau, að Bandaríkin skuli gæta hagsmuna íislands í hvívetna. Þau birgja landið upp að nauð- synjavöru. Þau tryggja þeim rúm í höfnum Ameríku. Og þau gera viðskiftasamninga við ís- land, sem eru þagkvæmir fyrir landið. Sjerhver fslendingur verður að vita, hve mikið Bandaríkin hafa þegar gert til að standa við loforð sín. Vegna starfs míns hjer hefir enginn íslendingur haft jafngott tækifæri og jeg til að kynnast því, hve mjög Bandaríkin gera sjer far um að þóknast íslendingum. í þessu sambandi langar mig til að benda á, að Bandaríkin hafa þegar greitt íslandi meira en 100 miljónir krónur fyrir vör- ur, sem seldar hafa verið til ann- ara landa en Bandaríkjanna. Þetta f je hefir gert okkur kleift að annast sívaxandi kaup á nauðsynjum okkar hjer. Bandaríkin skamta nú marg- ar vörur. Margar verksmiðjur neyðast nú til að hætta störfum sínum og taka upp hergagna- framleiðslu. Á hinn bóginn höf- um við fengið því næ allt, sem við höfum beðið um, jafnvel vjelar. Margt er geri til þess að útvega vörur til íslands. . Það, sem mest hák* okkur, er of lífíð lestarrúm til flutninga til ís- iands. En einnig í þessum vand- læðum hafa Bandaríldn hlaupið undir bagga með skipasmíða- stöðvum sínum. — ísland hefir fengið mörg skip, mikið vöru- magn, sem framleitt hefir verið til hernaðar þarfa og hefir stund um verið látið sitja í fyrirrúmi fyrir hinum þýðingarmestu hern aðaraðflutningum til Rússlands. Þegar við berum kjör okkar íslendinga nú saman við Norð- manna og Dana, þá getum við verið þakklátið fyrir okkar hlut skifti. Bandaríkjamenn hafa búið vel og drengilega að okk- ur, og við skulum vona og óska þess, að svo verði framvegis. Því miður hafa orðið ýmsir árekstrar milli setuliðsmanna úr Bandaríkjahernum og íslend inga, sen. valdið hafa sársauka á íslandi. En jeg veit, að þeir hafa einnig valdið sársauka í Washington og með Bandaríkja þjóðinni allri. — Roosevelt for- seti sagði við mig á síðastliðnu hausti, að hann vissi, að Banda- ríkjaherinn væri góður her, en að oft væri misjafn sauður í mörgu fje. Hann sagði einnig, að alt yrði gert, sem unt væri, til þess að fyrirbyggja slík mis- tök framvegis. Við vitum ekkert um fram- tíðina, en jeg þori að fullyrða, að vinátta muni haldast með Is- lendingum og Bandaríkjamönn- um og að viðskipti með þessum þjóðum muni haldast. J'eg veit, að margir landar setja hlutleysið framar öllu öðru, en við megum aldrei verða hlutlausir um okkar eigin vel- ferð. Það er okkar sameiginlegt áhugamál að grundvalla lýð- veldi, sem byggist á rjettlæti og mannviti, er muni hljóta aðdá- un annarra þjóða. Bandaríkin líta til okkar ís- lendinga með aðdáun, velvild og umhyggju. — Hamingjan fylgi íslandi. Kosnin^a- úrslitin ntAMH. AF ÞRIÐJU *lÐU mann Jónasson (F) 632, Pálmi Einarsson (B) 311. SKAGAFJARÐARSÝSLA. Þar voru kosnir Sigurður Þórðarson (F) með 1125 atkv. Og Pálmi Hannesson (F) 1099 atkv.; Pjetur Hannesson (S) hlaut 751 atkv., Jóhann Haf- stein (S) 657, Ármann Hall- dórsson (A) 74, Ragnar Jóhann esson (A) 75, Pjetur Laxdal (K) 73, Þóroddur Guðmunds- son (K) 71. Auðir seðlar 8, ó- gildir ■ Á kjörskrá voru 2534. 1937 voru úrslit þessi: Pálmi Hannesson (F) 1072, Steingr. Steinþórsson (F) 1066, Magnús Guðmundsson (S) 983, Jón Sig- urðsson (S) 972. NORÐUR-ÞINGEYJAR- SÝSLA. Þar var kosinn Gísli Guð- mundsson (F) með 608 atkv., Benedikt Gíslason (S) hlaut 133 atkv., Kristján Júlíusson (K) 49, Benjamín Sigvaldason (A) 23. Á kjörskrá voru 1087. 1937 voru úrslitin þannig: Gísli Guðmundsson (F) 539, Jóhann Hafstein (S) 183, Bene- dikt Gíslason (B) 85. Oddur Sigurjónsson (A) 48, Elísabet Eiríksdóttir (K) 34. VESTUR-SKAFTAFELLS- SÝSLA. Þar var kosinn Sveinbjöm Högnason (F) með 460 atkv.; Gísli Sveinsson (S) hlaut 378 atkv., Hlöðver Sigurðsson (K) 21, Guðjón B. Baldvinsson (A) 13. — Auðir seðlar 8, ógildir 2. Á kjörskrá voru 985. Hjer tapaði Sjálfstæðisflokk- urinn þingsæti til Framsóknar- fiokksins 1937 voru úrslitin þessi: Gísli Sveinsson (S) 436, Helgi Lárus- son (F) 289, Lárus Helgason (B) 105, Ármann Halldórsson (A) 32. ÁRNESSÝSLA. Þar voru kosnir Jörundur Brynjólfsson (F) með 1341 at- kv. Og Páll Hallgrímsson (F) með 1214 atkv.; Eiríkur Einars- son (S) hlaut 861 atkv., Sigurð- ur Ólafsson (S) 713, Gunnar Benediktsson (K) 238, Ingi- mar Jónsson (-A) 194. — Auð- ir seðlar 13, ógildir 10. — Á kjörskrá voru 3014. 1937 voru úrslitin þessi: Jör- undur Brynjólfsson (F) 1305, Bjarni Bjarnason (F) 1253, Ei- ríkur Einarsson (S) 1075, Þor- valdur Ólafsson (B) 989, Ingi- mar Jónsson (A) 170, Jón Guð- laugsson 127. MkiRimBNCSaaM«Fi Einar B. Guðmundsaon. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202 og 2002. Austurstræti 7. Skrif*tofutími kl. 10—12 og 1—fi Nýtt skipstjóra- og stýrimanna- fjelag O kipstjóra- og stýrimanna- ^ fjelagið Grótta var stofn- að sunnudaginn 14. júní s. 1. Er það fjelag skipstjóra og stýrimanna með hinu minna fiskimannaprófi. Tilgangur fje- lags þessa er að vinna að hags- muna og launamálum meðlima sinna, svo og kynnum þeirra í milli. Þá vill og fjelagið vernda rjett meðlima sinna og einnig láta til sín taka endurbætur á sviði sjávarútvegsins. Starfsvið fjelagsins er Reykja vík og útgerðarstöðvar við Faxa flóa, þó að Akranesi undan- skildu. — Þegar hafa nær 100 skipstjórar og stýrimenn gerst meðlimir, þó mun tala meðlima aukast en að mun. Stjórn fjelagsins er skipuð fimm mönnum og þrem til vara. Þessir hlutu kjör í stjórn fje- lagsins á stofnfundi þess: Formaður: Agnar Hreinsson, ritari: Guðmundur Ó. Bærings- son, gjaldkeri: Gísli Jónsson. Meðstjórnendur: Valgarð Þor- kelsson og Auðunn Sæmunds- son. í varastjórn fjelagsins eru: Varaformaður: Bjarni Þor- steinsson, vararitari: Ágúst Snæbjörnsson, varagjaldkeri: Þorsteinn Jónsson. Þeir, sem hafa í huga að ger- ast meðlimir fjelagsins, snúi sjer til Gísla Jónssonar að Hofs- vallagötu 16, sími 5580, sem mun láta allar frekari upplýs- ingar í tje. Greln próf, Alexanders FRAMH. AF FIMTU «ÍÐU undar, og Framsóknarmenn geta verið leirskáld, og öfugt. Nordal hefir aldrei haft áhuga á stjórn- málum og hefir eingöngu litið á listamennina frá áðurnefndu sjón armiði. Listirnar eiga að vera fi-jálsar, og þótt illgresi hafi sprottið upp á meðal fagurra blóma, mun það visna og deyja, því að aðeins það mun lengi lifa, er ber sjer einkenni sannrar listar. Alexander Jóhannesson. Víðhorfiö l Rússlandi FRAMH. AF ANHARI SlÐU. í fyrra og hitteðfyrra. — Rússar tóku þann kostinn að verja hvert fótmál af landi sínu, svo lengi, sem unnt var og eyðileggja á und- anhaldinu hvern þann hlut, sem Þjóðverjum mátti að gagni verða. Menn minnast þess, er þeir sprengdu í loft upp aflstöðina miklu við Dniepropetrovsk, aðra stærstu rafstöð heimsins (.sú stærsta er við Boulder Dam x Bandaríkjunum) og það mann- virkið, sem þeir voru hreyknastir af. Þeir lýstu heldur ekki borgir sínar opnar og óvarðar, ef ske kynni, að þeim yrði hlíft við eyði • leggingu, enda hefir sá varnagli reynst haldlítill í þessum ófriði, og er skemmst að minnast lihit- skiptis Varsjáborgar, Beígrad og Rotterdam, sem nú eru í rústum, enda þótt þær væru óvíggirtar borgir, eða smáborganna í Nor- egi, svo sem Molde Narr.sos og Elverum. Auk þess hafa óbreyttir borg- arar í Rússlandi tekið virkan þátt í vörn landsins, hinir svonefndu smáskæruflokkar, og oft unnið fjandmönnunum mikið tjón. ★ ÁRIÐ 1812 rjeðust hersveitir mesta herveldis Evrópu, undir stjórn mesta hershöfðingja þeirra tíma, Napoleons inn í Rússland. Rúss- ar brendu Moskvu. Árið 1941 rjeðist öflugasti her 20. aldar- innar inn í Rússland. Rússar sprengdu Dniepropetrovsk í loft upp. ★ VEL MÁ VERA, að það geti veriö vísbending um endanleg úrslit í orustunum um Rússland. » er miðstöð verðbrjefa- l viðskiftanna. Sími 1710. Z AUGAÐ hvílist T U I I h meö glerangnm frá I I L I f EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞA HVER’ FYRIRLIGGJANDI Sýróp Pakkað í tunnur og dósir V/2, 3 og 5 lbs. Eggerl KrÍsl|ánssoii & €o. h.ff. Bifreiðaviðgerðir Maður getur fengið góða vinnu við bílaviðgerðir. BifreiðosfðA Sleindórs Auglýsing um hámarksverð Dómnefnd 1 kaupgjalds- og verðlagsmálum hefir sam- kvæmt heimild í lögum 29. maí 1942, ákveðið að setja eftir- farandi hámarksverð: Kaffibætir íheilds. kr. 4.50 pr. kg. í smás. kr. '5.20 pr. kg. Egg í júlí og ágúst - — — 9.00 —• — - — — 10.80- Hveiti - — — 54.60100 kg.---— 0.68--- Molasykur - — — 118.50 — — - — — 1.48 - Strásykur - — — 109.20 — — - —• — 1.36--- Þrátt fyrir þessa ákvörðun um hámarksverð, má álagning á hveiti, molasykri, og strásykri aldrei fara fram úr (P/2% í heildsölu og 25% í smásölu. Reykjavík, 3. júlí 1942. Dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum. flmi 1880 I LITLA BILSTðBIN Er nokkaö »tor, UPPHITAÐIR BÍLAR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.