Alþýðublaðið - 11.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1920, Blaðsíða 3
Iaust verður eBgin úlfúð út af því milii atvirmurekenda þar og verka- manna. Gumilaugar Classen læknir tók þátt í uœræðum um barna- uppeldi á fundi í Bandalagi kvenna í iýrrakvöld. Kom hann víða við og mæltist vel. Hann mun síðar haida opinberan fyrirlestur um þetta mál, sem fyilileg þörf er orðin að taka til athugunar hér. Margir muuu bíða fyrirlestrarins með eftirværstingu. Flskiskipin: í gær komu: Skallagrfmur fullur af fiski, 170 föt lifrar. Snorri goði, með 95 föt og Skúli fógeti með 80—90 föt, fiskaði fyrir Austurl. En hinir báð- ir fyrir Vesturlandi. í fyrradag lágu inni á ísafirði Belgaum, með 120 föt lifrar og Ingólfur Arnarson með 100 föt. Eigandi kyenhjólsins er tek- ið var við prentsmiðjuna Guten- berg, biður þess getið, að þeir sem komu með það hafi engan þátt átt í hvarfi þess. Það fanst inn á Hverfisgötu kveldinu áður. á knattspyraumótinu um bikar Víkings hófst í gærkvöldi kl. 8V2. Leikurinn var milii Framsog K.R., sem bæði höfðu leikið við Vík- ing, en með þeim úrslitum, að Fram vann V., en Víkingur vann K, R. Eins og áður lék Gígjan á Ijíðra á Austurvelli. Veður var hið bezta, logn og blíða, og að því leyti frábrugðið því, sem var, er hinir kappieikarnir tveir fóru fram. Og var því vindurinn ekki í þetta skifti til þess, að villa á- horfersdum sýn og þreyta knatt- spyrnugarpana. Auðséð var á leiknum, að Fram hafði jafnvígara liði á að skipa, en K, R., einkum brast hið sfðar nefnda félag sóknarlið. Fram hóf léikinn, og hafði Obbi (Fraro) skotið knettinum f mark K. R. eftir 40 sek. frá leikbyrjun. Er 14 mín. voru liðnar, skoraði Björn (K, R.) mark hjá Fram, og 5 mín. síðar skaut Gunnar Halld. ALÞYÐUBLAÐIÐ (Fram) knettinum í mark K. R. Nú varð hlé. Að því loknu skor- aði Júlli (Fraro) mark hjá K. R. eftir 10 raín þauf, og loks skoraði Björn (K. R.) síðasta markið, er gert var á þessu kappmóti, er 26 raín. voru liðaar af síðari háifleik, Lauk þessum leik því þannig, að Fram vann K. R. með 3 : 2, og þar með mótið. Var bikarinn af- hentur Fram og minnispeningur hverjum liðsmanni kappliðs hans. Yfirleitt má segja það um þetta mót, að* það hafi farið sæmilega fram. En sýnilegt er, að æfingu hafa knattspyrnumennirnir fengið of litla. Æft of skaman tfma, áður en þeir lögðu í kappmót Og völlur- inn er Reykjavík tii stórskammar. Kjörorð knattspyrnufélaganna ætti að vera: Grasvöll umfram alt. I. J. Lög og réttur í Canada. Norður Ameríka varð tiltölulega lítið hrjáð af fjárhagslegum vand- ræðum, er af stríðinu leiddu, en það virðist hafa valdið andlegri afturför og svæsnu pólitísku aftur- haidi hjá stjórnum Bandaríkjanna og Canada. Það orð hefir löngum leikið á um Bandaríkin, að hinir fégráðugu auðmenn par hafi haft þau tök á lögum og lagagæzlu landsins, er þeim var í hag, en Canadabúar hafa hrósað sér af því, að vera tiltölulega óspiítir af því meini. Dómgæzlan þar hefir verið full- komlega óháð stjórnlega valdinu og ríkir og fátækir jafnir fyrir lögunum. Svona var ástandið. En svona er það ekki nú orðið. Sfðan Wranipeg-verkfallið varð í fyrravor, hefir stjórnin, hin ómentaða miðstétt og eignastétt- irnar skolfið af ótta við að bolsiv- isminn yrði skollinn á einn góðan veðurdag. Ötti þessi má þó heita því nær ástæðulaus, en vond sam- vizka hræðist oft ímyndaða hættu. Nálega helmingur íbúa landsins eru sem sé sjálfseignabændur, sem lifa á afurðum Iands, sem þeir rækta sjálfir, og væru þeir því allra manna ólíklegastir til að að- hyllast byltingakenningar. En verkamannahreyfingin er eigi sterk sökum þess, að þeir eru fáir og 3 á dreif í borgum landsins og iðn- aðarhéruðum. En að sliku gáðu eignamennirnir ekki. Hræðslan við að missa hinn dýrmæta dollar og það vald er honum fylgir hafði gripið þá heljartökum, svo þeir spurðu eigi urn rétt eða rangt, en voru reknir áfram af blíndri eigin- girninni. Fáein dæmi sýna Ijóst þann órétt, þá kúgun og misbeit- ing valds, er auðvaldsstjórn sú er nú ríkir og dómstólar landsins hafa gert sig seka í á sfðasta ári. Stjórnin Iét, að tillögum þings- ins, gera lista yfir forboðnar bækur (index expurgatorius) og lagði þunga refsingu við að lesa og eiga slíkar bækur. 'Margir al- saklausir menn, sem hvorki eru jafnaðarmenn né fjandsamlegir stjórninni, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi sökum þess, að slíkar bækur hafa fundist í fórum þeirra, og það jafnvel þó þeir hafi getað sannað að bæk- urnar væru alls eigi þeirra eign, og þeir vissu eigi hvernig á þeim stæði. Skoti nokkur, að nafni Bell, situr nú í tveggja ára fangelsi sökum þess að forboðinn pési fanst í vörslum hans. Hann hefir átt heima í Toronto í 9 ár og hafði doktorspróf við háskólann. Hann gat sannað að hann hafði keypt pésann á opinberri sam- komu, á'n þess að hafa hugmynd um að hann væri forboðinn. Pólverji nokkur, að nafni Rot- chyld, var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir samskonar sök, enda þótt hann hefði á stríðstímunum verið mjög mikill fylgismaður Bandamanna og staðið fyrir sam- skotum til Pólverja, í baráttunni gegn Rússum. (Framh.) Stivelsi fæst hjá H. P. Duus. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.