Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 1
FIMTI HERIIMIM K O M I IM IM AÐ Drotningin var á íslandi UTHVERFUM IMAPOLI Wilhelmina Hollandsdrottning, sem hefir ásamt fleiri stórmennum gist fsland. Wilhelmina Hollands- drotning á Islandi FLEIRI iSTÓRMENNI hafa gist fsland undanfar- in tvö ár, en almenningur hjer á landi veit alment um. Meðal þeirra eru þjóð- höfðingjar eins og Wil- helmina Hollandsdrottning, Pjetur Júgóslafakonungur, Eduard Benes forseti Tjekkóslóvakíu og fleiri. ísland er orðið áfangi á leiðinni milli Ameríku og Evrópu. En vegna hernað- arástandsins er sjaldan kunnugt um þá erlendu gesti, sem hjer koma við. Margir frægir menn, sem ekki • er hægt að nefna, hafa komið til íslands á undjanförnum mánuðum og staðið hjer við stutta stund Meðal frægra gesta, sem hingað hafa komið, eru nokkrir amerískir leikaral*. Einna frægastir þeirrla eru Jack Benny og Bob Hope, sem kunnir eru hjer á Landi úr kvikmyndum og í útvarpi Ameríkumanna. Framhald á bls. 10. Eisenhower og Badoglio finnast. LONDON í gærkveldi: — Fregnir frá Algiers herma, að Eisenhower hershöfðingi hafi í dag' ræti við Badoglio mar- skálk í herskipi einu í La Val- ettahöfn, Malta. Var rætt uni það, hvernig ítalir gætu sem best hjálpað bandamönnum í styrjöldinni. — Reuter. Á nc*rðurvígstöðvunum segjfa fregnir, að Rússar sjeu komnir í skotfæri við Gomel, og að sókn þeirra frá Smolensk til Vitebsk gangi hratt. Hiafa Rússar tekið járnbrautarbæ einn á þessu svæði, um miðja vegu milli bojrganna. Sunnar er ekki fullljóst, hvernig Rússum gengur að komlast yfir Dnieperfljótið, og víða munu Þjóðverjar Manntjónið viS Salerno London í gærkveldi. Bretar hafa tilkynt, að manntjón hers þeirra í or'- ustunum um Salerno hafi numið 5211 mönnum dag- ana 8.—20. september. Eru þarna með taldir fallnir, særðir og týndir. — Mann- tjón Bandaríkjamanna fyrstu fjóra daga orustunn- ar við Salerno var einnig tilkynt í dag af Stimson fjár málaráðherra. Nam það 3500 manns þessa fjóra daga- — Reuter. Lottárás á Bochum London í gærkveldi. Breskar flugvjelar gerðu árás á þýsku borgina Boc- hum í nótt sem leið. Borg þessi er í Rínarbygðum. Ár- ásin er sögð hafa verið hörð. Einnig voru árásir gerðar á fleiri borgir um þessar slóðir. Átta sprengjuflug- vjelar komu ekki aftur úr þessum ferðum. Þýsk or- ustuflugvjel var skotin nið ur yfir Hollandi af einum frægasta næturflugmanni Breta. — Reuter. hafa nokkurt lið enn fyrir þustan ána, og er þar bar- ist af miklum móði, að því er frjettaritarar í Moskvja segja í dag. Herst j órnartilkynning Rússa í dag greinir frá framsókn sem nemi 10—12 km. og segir að herir Rússa þafi sótt svipaða vegalengd fram á Vitebsk- Framh. á 2. síðu. Othverfi Kiev í höndum Rússa London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR hafa brotist út á ey eina mikla í Dnieper- fljótinu og náð henni á sitt vald, en á ey þessari eru raunverulega úthverfi stórborgarinnar Kiev, og segja fregnritarar, að varla sje við öðru að búast, en að borg- in öll falli bráþlega Rússum í hendur. Harðar orustur á sljetftunni sunn an borgarinnar London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BÚIST ER VIÐ ÞVÍ, að fregnir um fall Napoli, eða brottför Þjóðverja úr borginni, geti borist á hverri stundu úr þessu- Framsveitir fimta hersins sækja norður eftir Napolisljettunni og fara skriðdrekar fyrir. Þjóðverjar hörfa hægt og eiga baksveitir þeirra í hörðum bardögum við framsveitir fimta hersins. Hin fornfræga borg Pompeii var tekin í gær. Oeirðir hafa orðið í Napoli, og kenna Þjóðverjar komm- únistum um. Segja þeir, að þeim sem komu upphlaupum þessum af stað, hafi verið refsað miskunnarlaust. Hörð vörn rja á Korsíku London í gærkveldi. Fregnir frá Algiers skýra frá því, að vörn Þjóðverja á norðausturhorni Korsiku sje mjög hörð, enda þreng- ist nú mjög það landsvæði, sem þeir hafa þar enn á sínu valdi umhverfis hafn- arborgina Bastia. Hersveitir bandamanna sækja þarna hart á, og eru bardagar mikl ir. Franskar flugvjelar eru nú komnar til Korsiku, og farnar að taka þátt í hern- aði. Er sagt, að þær hafi þeg ar skotið niður 6 flugvjelar þýskar. — Reuter., Fregnritari Reufers fellur Lundúnafregnir í gær- kveldi skýra frá því, að Stewart Sale, fregnritari Reuters á Salernovígstöðv- unum hafi beðið bana þar í dag ásamt tveim öðrum blaðamönnum. Voru þessir menn að baki vígstöðva bandamanna, er sprengi- kúla frá Þjóðverjum sprakk skamt frá þeim. Biðu þeir allir bana. Stewart Sale hafði annast fregnirnar frá Salernovígstöðvunum, og birtust nokkrar frásagnir hans þaðan hjer í blaðinu. Mikið bollaleggja herfræð ingar það nú, hvar Kessel- ring marskálkur muni næst taka herjum sínum varnar- stöðu. Þegar er orðið hættu legt að taka stöðu meðfram Volturno-ánni minna en 32 km. fyrir norðan Napoli, og er það vegna þess, hve langt hægri fylkingararmur fimta hersins er þegar kominn. Þá eru og samgöngumiðstöðv- ar Avellino og Benevento í hættu, vegna framsóknar hægri arms fimta hersins. Flugvjelar bandamanna gera stöðugar árásir á Bene vento og Avellino og hafa engar þýskar flugvjelar sjest frekar en fyrri daginn, en skothríð af jörðu hefir verið hörð. Aðallega var ráð ist á brýr og vegamót, og varð af mikið tjón á sam- gönguleiðum. Áttundi herinn sækir fram fyrir norðan Foggia, og eru þar margar sprengjur lagðar í jörðu, en mótspyrna þýskra hersveita hverfandi. Wellington sprengjuflug- vjelar frá Norður-Afríku gerðu í nótt sem leið harða árás á borgina Formia, sem er um miðja vegu milli Róm og Napoli. IMAPOLI FALLIIM Sænskir frjettaritarar hafa það eftir talsmanni þýska hersins, að Þjóðverj- ai’ hafi í gær (fimtudag) yfirgefið Napoli samkvæmt áætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.