Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. ckt 1943. Aukið öryggi í um ferðumúlum STJÓRN AMERÍSKA SETULIÐSINS hefir farið þess á leit við íslensk stjórn- arvöld, að samvinna verði tekin upp milli íslenskra stjórnarvalda og setuliðsins um öryggi í umferðarmál- um. Er hjer um hið merk- asta og þarfasta mál að ræða. Blaðamenn frá Reykja- víkurblöðunum voru í gær boðnir til að ræða við for- ingja í hernum um þessi mál, og þar voru einnig við- staddir Bjarni Benedikts- son borgarstjóri og Agnar Kofoed-Hansen lögreglu- stjóri. Bjarni Benediktsson borg arstjóri hjelt stutta ræðu, þar serri hann skýrði frá því að setuliðsstjórnin hefði boð ið íslenskum yfirvöldum samvinnu um að gera til- raun til að vinna bug á um- íerðarslysum. Þetta væri þakkarvert og sjálfsagt að taka boðinu. En það væri svo, að ráðstafanir í þessa átt kæmu ekki að hálfum notum, nema að borgararn- ir sjálfir tækju þátt í því að reyna að koma í veg fyrir umferðarslysin. Það þyrfti ekki að lýsa því hve nauð- synlegt væri að gæta allr- ar varúðar í umferðarmál- um og væri skemst að minn ast, að dauðaslys hefði orð- ið af völdtim bifreiðarslyss. Samvinnu hersins væri tek- ið með þökkum, sagði borg- arstjóri. Góð samvinna við setuliðið. Agnar Kófoed-Hansen, lögreglustjóri, skýrði frá því, að ameríska herlögregl- an og íslenska lögreglan hefði jafnan haft samvinnu í umferðarmálunum og að sú samvinna hefði tekist vel og gert mikið gagn. Á næst- unni myndi verða hafin her ferð gegn umferðarmenn- ingunni 1 bænum. Það yrði að grípa til róttækra ráð- stafana til að koma umferð- armálum bæjarins í sæmi- legt horf. Nú væri tími fyr- ir höndum til þess. Menn hefðu haft sjer það til af- sökunar, að hitaveitan stæði í vegi fyrir góðri umferð, en nú væri þeirri hindrun brátt lirundið úr vegi og þá fengju bæjarbúar tækifæri tll að sýna að þeir vildu hafa góða reglu á umferðar- rnálunum. „Eílamir eru hættulegt vopn“. á tók tii raáls lögreglustjóri •setuliðsins hjer, Jesse P. Green. 3f;nm sagð'i m. a.: ,,I5ifreiðin er hættiilegt vopn. Það vérðttr að fara varlega með hana. En ef alíit vitft hvérnig uraferðar- reglurnar eru, þá er cngin vandi að forðast slysin. Ura- ferðarslys eru ekki eitthvað sern keinur af sjálfu sjer. 011 eiga ]>au sína orsök“, sagði fi reríski lögreglustjórinn. 49 slys á einum mánuði. (treen ofursti hafði’ meðferð is yfirlit yfir uraferðárslys í ágústmánuði, þar sem herinn átti hlut að raáli. Þ^iu slys vorn samtals 49 og þar af voru 8, sem menn höf'ðu særst í. Yfir- lit ofurstans sýndi af hvaða or- sökum slýsin höfðu orðið og var fróðlegt að sjá það yfirlit. Tvö slys höfðu orðið végna þess að b'ílar, sem komu á móti ökumönnum höfðu hlindað þá með Ijósum. 2 vegna tálmana á vegum, 4 vegna þess að veg- kantur var laus, 3 vegna þess, að bifreiðaí-stjórar höfðu ekið hílum sínum aftur á bak á ann an bíl, 3 vegna. þess, aö bílar höfðu staðið á götum í vegi fyrir umferðinni 'o. s. frv. Setuliðið setur upp merki á vegina. Richard E. Fischer ínajðr í verkfræðingadeild setuliðsins sýiidi hlaðamönnum umferðar- merki, sem setuliðsstjórnin er í þann veg að setja á þjóðvegi landsins. Eru merki þess sett þar sem hætta er fyrir umíerð- ina, t. d. þar sem hættulegar brekkur eru, slæmar og krapp- ar beygjur, kroSsgötur og fleira þessháttar. Þá hefir setuliðið í hyggju að sitja merki á vegina, til að marka hættulega staði fyrir bíla að mætast og þar sem hættulegt er að fara fram iir faratækjum. Verða merki þessi bæði á ensku og íslensku og ætti að koma öllum ökumönn- um að gagni, hverrar þjóðar sem eru. Sjerstök leið fyrir vöru- bíla hersins. A þessum fundi mn umferð- armál skýrðu fulltrúar setu- liðsins frá því, að ákveðið hefði verið, að vörubílar hersins, sem eru stærri en 1 smálest muni eftirleiðis fara áþveðnar leiðir innan bæjar. Þeir niega ekki aka um miðbæinn, heldur verða þeii’ að fara uin Skúlagötu, Tryggvagötu, Vesturgötu, Bræðraborgarstíg, Ilringbraut og Barónsstíg. Innan þessa svæðis mega vörubílar hersins íékki aka, Mun þetta verða mikil hjálp í umferðarvanda- málum bæjarins. Umferðarmerki við skóla. Green ofursti skýrði frá því, að herinn væri að láta gera umferðamerki, sem sett verða upp á næstunni við skóla í bænum. Þessi merki verða sett sitt hvoru megin við skóla bæj arins. Á merkjunum verður mynd af barni með skólabók. Á fundinum var eiimig stadd ur John E). White ofursti, sem er yfirmaður öryggismála hers ins. Ilarrn tók þátt í umræð- unum um þessi mál og skýrði frá því, að Kcy hershöfðingi hefði mikinn áhuga fyrir því að gera allar þær ráðstafanir, sem hugsast geta til að draga úr umfefðarslýsunum. Á fund- inum voru auk þeirra, sem. nefndir hafa verið, þeir Valdi- mar Björnson liðsforingi, blaðafulltrúi hersins og Dóri Hjálmarsson major í öryggis- máíadeild hersins. SKÚLI SKÚLASON 25 ái biaða Skúli Skúlason ritstjóri Formaður Blaðamnna- fje’Jagsins, Skúli Skúlason á 25 ára afmæli sem blaða- miaður um þessi mánaða- mót. Þann 1. október 1918 rjeðist hann sem starfs- maður Morgunblaðsins í ritstjórnartíð þeirra Óliafs heitins Björnssonar og Vil- hjálms Finsen_ Hafði hann undanfarin ár haft á hendi frjetþastörf fyrir blaðið og skrifaði auk þess talsvert af greinum, bæði meðton hann var við nám í Höfn, c-g eins eftir að hann kom lringað heim 1915. Hann ljet af starfi við Morgunblaðið eftir nokkur ár, stofmaði Frjettastofu blaðamlanna og rak hana um tíma, en fluttist til Noregs 1926, starfaði þar sem frjettaritari margiþi Minningarorð um Sigríði Sveinsdóttur Frú Sigríður Sveinsdóttir frá Svalbarðseyri verður til moldar borin hjer í bæn- um í dag. Hún andaðist 24. þ. m„ 73 ára að aldri, var fædd þ. 9. ágúst 1870. Hún var dóttir Sveins kaupmanns Guðmundsson- ar frá Búðum og frú Krist- ínar konu hans, Siemsen. — Sveinn frá Búðum var at- orkusamur gáfumaður og höfðingi í sjón og raun, frú Kristín fjölmentuð dugn- aðar kona. Bæði voru þau hjón fríð sýnum og sköru- leg í frarngöngu. En frú Sig- ríður fjekk acj erfðum mann kosti beggja foreldra sinna í ríkum mæli. Ung giftist Sigríður .Tak- ob Björnssyni kaupmanni, er reisti verslun á Svalbarðs eyri með miklum stórhug og myndarskap. Rak hann mikil viðskifti og útgerð um skeið. Var hann maður vinsæll og besti drengur, en heimili þeirra hjóna sönn háttprýði- Voru þau hjón mjög samhent og ákaflega vinsæl. Eftir að frú Sigríður misti mann sinn, hjelt hún sífelt þeirri trygð við Sval- barðseyri, að hún undi lítt hag sínum annarsstaðar til langframa. Þar hafði hún lifað sínar bestu stundir, sem glæsileg húsmóðir á mannmörgu heimili. Þar lifði hún best við’ endur- minningar sínar. Slíkt var trygglyndi hennar. Meðan frú Sigríður var í blóma lífsins, leyndi það sjer ekki, strax við fyrstu sýn, að hún var tápmikii kona. Hún var rösk til starfa, einbeitt, stjórnsöm og skyldurækin með afbrigð um. Er harmar voru að henni kveðnir á síðari hluta æfinnar, kom kjarkur henn- ar ef til vill ennþá betur í ljós. Jafnvel þegar hún öldr uð ekkja átti á bak að sjá einkasyninum Theodór heitnum skipamiðlara, þeim ágæta dreng, ljet hún sökn- uðinn ekki buga sig, frekar en ung væri með óbilaða krafta. Hún hafði hlotið í vöggu- gjöf þann andlega styrk og vald yfir tilfinningum sín- um, sem aldrei brást. Ana- streymi verður oft einskon- ar aflgjafi slík .a kvenskör- unga. Ættingjar frú Kristínar og vinir fjær og nær sakno hinnar tigulegu konu úr hópi íifenda; sakna hlýhug- arins, er allir nutu er um- gengust hana, sakna þeirra vorgeisla er hún dreifði út frá sjer undan silfurhárum. En mestur verður söknuður sonarbarna hennar, er hún lengst og best vildi vera í föður og móður stað. blaða, stofnaði Fálkann með Vilhjálmi Fin.sen 1927 og hefir verið laðalristjóri þess blaðs alla tíð fram á þennan dag, þótt hann ým- ist hafi verið í Noregi eða hj'ér heima í Reykjavík. Hjelr verða störf Skúla ekki rakin til neinniar hlýt- ar að þessu sinni. En eitt er vitað, að hvað sem hpnn hefir tekið sjer fyrir hend- ur, og hvað sem hann kann síðar meir að taka sjer fyr- ií’ hendur, þá verður hlann alltaf fyrst og fremst blaða maður, með blaðamanns- ins einkennum, þeim, að vilja fylgjast með því sem er að gerast fjær og nær, miðla því til fjöldfans, ei1 Rann verður áskynja, og greiða götu góðra málefna. Þetta hafa verið einkenni hans a. m. k. frá því jeg fyrst man eftir honum, og sennilega frá því hann mlan ,‘eftir sjer. Það er cngin tilviljun,, að blaðamenn hafa kosið ,hann einróma sem formánn fjelagi sínu, fje’lagi, sem ilengi hefir átt erfit upp- |dráttar, m. |a. af því, að blaðamenn allra flokkja og allira blaða eru því ekki vanir að vinna samlan. En þeir geta allir hugsað sjer að eiga samvinnu við Skúla Skúlason. Og þessvegna þykir okkur sjerstök á- stæða til þess lað minnast þessa aldarfjórðungsafmæl- is hnns. V. St. — Rússland Framh. af 1. síðu. svæðinu. Þjóðverjar skýra fra hörðum varnarorustum þarna. Við Zopdroshe geysa og ákafar orustur, en ekki er Ijóst hvernig aðstaðten er sunnar, á Melitopolsva^ðinu en þar hefir sókn Rússla verið langsamlega hægust að undanförnu. Á Kubansvæðinu segja Þjóðverjar, að Rússter haldi uppi áhlaupum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.