Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 6
G ' ' ■■H UU, ; i: ; Ii Í5MÖR&US BLADIÐ • . il . Föstudágur sl.-ofet 1943. Útg'.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Auglýsingar: Ámi Óia. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Enn getur þjóðin orðið sterk ÍSLENSKA ÞJÓÐIN hefir kjörið 52 fulltrúa til setu á Alþingi, til þess að ráða fram úr erfiðum og flóknum vandamálum á örlagaríkustu tímum, sem yfir hana hafa komið. Þessir útvöldu þjóðfulltrúar hafa nú setið mán- aðartíma á ráðstefnu, án þess að hafa svo mikið sem lagt fram eina einustu tillögu um úrlausn þeirra mála, sem mest eru aðkallandi. Það væri vel til fallið, að hver einasti þingmaður vildi leggja fyrir sjálfan sig þessa spurningu og svara henni í fullri einlægni: Hvers ætlast þjóðin af mjer nú í augnablikinu? Svarið myndi áreiðanlega verða eitthvað á þessa leið: Þú átt að koma sjálfstæðismálinu í örugga höfn á næsta ári, og þú átt að finna lausn í dýrtíðarmálunum, sem allir flokkar — öll þjóðin — getur sameinast um. Þetta eru málin, sem þjóðinni liggja þyngst á hjarta nú í augnablikinu. Það er þess vegna áreiðanlega of veikt að segja, að þjóðin ætlist til, að þingmenn leysi þessi mál farsællega; hún beinlínis krefst þess. ★ Sje rætt um þessi mál einslega og í fullri einlægni við einstaka þingmenn, eru þeir nær undantekningarlaust sama sinnis og hjer hefir verið að vikið. Þessum mönn- um er fullkomlega ljóst, hvað þeir eigi nú að gera — hver skylda þeirra er. En þeir segja — eða ýmsir þeirra: Það er ekki til neins að tala um þetta; við vitum, að flokkarnir geta ekki komið sjer saman. Þetta svar kemur engum á óvart. Við vitum, að þannig hefir það gengið til á Alþingi undanfarið. Flokkarnir hafa ekki getað komið sjer saman um eitt eða neitt, ekki einu sinni um það, sem á að vera fyrsta skylda þingsins, að mynda þingræðisstjórn. Af þessari sundrung flokk- anna stafar öll ógæfan. Og hún er orsök þeirrar niðurlæg- ingar, sem Alþingi er nú í. 'k Þingmönnum er án efa ljóst, að þeim gagnar ekki að koma til þjóðarinnar með þá afsökun, að vegna flokka- drátta og sundrungar sje enginn möguleiki á því, að fá stórmálin leyst með alþjóðarhag fyrir augum. Með því væru þingmenn einungis að ákæra sjálfa sig og tilkynna umbjóðendum sínum, kjósendum, að þeir væru ekki færir um að vinna þau störf, sem þeim voru falin. Því að flokkarnir eru vitanlega ekkert annað en þingmennirnir sjálfir. Ekki er vitað, að gerð hafi verið nokkur tilraun á þessu þingi í þá átt, að þreifa fyrir sjer um möguleika fyrir víðtæku samstarfi flokkanna. Meðan svo er, að slík til- raun hefir alls ekki verið gerð, getur enginn fullyrt, að þeir möguleikar sjeu ekki fyrir hendi. Vissulega á að gera þessa tilraun. Fari svo, að hún verði árangurslaus, á þjóðin heimting á að fá að vita — ekki aðeins hvaða flokkar, heldur einnig — hvaða þing- menn það eru, sem standa í vegi fyrir samstarfi á þessum alvörutímum og eru þar með, vitandi vits, að stofna þjóð- inni í voða og draga Alþingi niður í skarnið. Þeir eiga aldrei að eiga afturkvæmt inn í sali Alþingis. ★ Þótt þau sjeu mörg, víxl-sporin, sem stigin hafa verið í okkar þjóðmálum undanfarið, er sem betur fer ekki svo komið ennþá, að þjóðin geti ekki komið sterk út úr þeirri eldraun, sem nú er á hana lögð. En til þess er ekki nema ein leið — aðeins ein — sú, að þjóðin standi sam- einuð. Hitt er svo hverjum manni Ijóst, að eina ráðið til þess að sameina þjóðina, er, að Alþingi standi sem einn mað- ur um lausn vandamálanna. Þetta verða þingmenn að skilja, án tillits til þess, í hvaða flokki þeir standa. K v e 8 j u s ö n g u r Guðmundar Jónssonar með undirleik Einars Markúss. TVEIR. kornvtngir lista- menn, þeir Guðmunclur .Jóns- son söngvari og Einar Markús- son píanóleikari efnclu til eigin tónleika í Gamla Bíó á þriðju- dagskvöldið. Eru þeir báðir á förum utan til náms, og má geta sjer þess til, að tónleik- arnir hafi verið haldnir í þeim tvöfalda tilgangi að þyngja of- urlítið fararsjóðinn og að tryggja sjer samhug tónlistar- vina hjer heima, um leið og lagt væri frá landi. Þetta hvort tveggja mun hafa tekist. Sal- urinn var þjettsetinn, og á- heyrendur urðu þess varir, að hjer var um tvo geðþekka og efnilega listamenn að ræða, sem hafa — enda þótt þeir verði enn að teljast til nýgræð- ingsins — fullkomin vaxtar- skilyrði á við margt það, sem nú þegar er orðið blómlegt og íturvaxið. Guðmundur .Jónsson var Reykvíkingum þegar kunnur af söng sínum í Jóhannesar- passíunni síðastliðinn vetur, enda kom það áheyrendum þá mjög á óvart, að svo ungur maður og óvanur opinberum söng skyldi leysa starf sitt af hendi af þeim myndugleik og því öryggi, sem raun bar vitni. Við þá frammistöðu gat í raun inni nú litlu verið við að bæta. Þó kom nú í ljós einn sá eig- inleiki Guðmundar, sem ekki var kunnur áður, seni sje ó- venjulegt raddþol, og má telja það ganga þrekvirki næst, að syngja svo langt og erfitt pró- gram með ótal endurtekning- um svo að segja hvíldarlaust, án þess að votti fyrir þreytu. Ber það og ekki hvað síst vott um, að söngvarinn hafi hlotið ágæta undirstöðumentun hjá kennara sínum hjer. En eins og eðlilegt er, er söngur Guð- mundar Jónssonar frá listrænu sjónarmiði enn söngur nem- andans. Hann hefir ekki enn náð þeim þroska, að hann sje fær um að blása lífi í mörg ólík viðfangsefni — og gerir sjer encla ekki far um það. Raunar er það gott. Ungur söngvari, sem er gæddur hinni óvenjulegu bassarödd Guð- mundar, getur varla, á þessu stigi málsins, gefið betri von- ir um framtíð sína, en með því að sanna, að hann sje góður nemandi. Undirleikarinn, Einar Mark- ússon, var að því leyti all- ólíkur söngvaranum, að leikur hans bar ekki vott um gott nám. Þar með sje þó ekki sagt, að hann mundi ekki reynast prýðilegur nemandi, ef á reyndi, en mjer er nær að halda, að hann hafi ekki til þessa notið mikillar leiðsagn- ar í píanóleik, og var leikur háns haldinn mörgum þeiip vanköntum, Sem góður kerin- ari mundi iaga á stuttipn tírna. En hann hefir ótvíræða tónlist- arhæfileika, og m. a. að upp- lagi mjög mjúkan ásiátt, sem mundi koma betur í ljós, ef hljórnaraðirnar væru, . ekki gruggaðar um of aí ófullnægj- andi pedalskiftingu. Undirstöð una þarf að læra, en manni með upplag Einars ætti ekki að þurfa að reynast sá róður þungur. E. Th. I uc^iec^ci Veðurlagið. SENNILEGA eru fá umræðu- efni almennari hjer á landi en veðurlagið. Jafnvel stjórnmálin eru ekki eins alment umræðu- efni manna. En nú er þetta breytt að því leyti, að ekki má tala um veðurfar opinberlega. Því veld- ur hernaðarástandið. Jafnvel áð- ur en Bretar hernámu Island var hætt að útvarpa veðurfregnum, vegna þess, að við gátum ekki sem hlutlaus þjóð gefið upplýs- ingar, sem mátti koma stríðsað- ilum að notum. Blöðin segja ekki frá óvenju- legu veðri, hvort sem það er gott eða slæmt. Þó eru ekki lagðar eins miklar hömlur á blöð í þessu efni eins og útvarp. Blöðin berast seinna til þeirra, sem gagn gætu haft af frásognum um veðr- áttu hjer á landi. Þegar íslensk blöð koma til Þýskalands, þá er veðurfarið breytt hjer á landi frá því sem var, þegar blöðin sögðu frá því. Það er því ein- staka sinnum, sem blöð geta sagt frjettir af veðráttunni. Hitabylgja og ofsa- veður. ÞAÐ ER NÚ EINMITT veðrið, sem jeg ætla að gera að umtals- efni í dag. Jeg get ekki getið um stund eða stað. En svoleiðis stendur á, að kunningi minn einn sem var fyrir nokkru á ferðalagi um Austur- og Norður- land hefir skrifað mjer um merki legt veðurlag austur þar nyrðra. Þegar sögumaður minn var á Austfjörðum gekk þar yfir hita- bylgja, sem kom vestan af land- inu og hófst með úrhellisrign- ingu að morgni. „Það var ein- kennilegt að sjá mann að slætti nærri klæðlausan vegna hita á þessum tíma árs“, segir kunn- ingi minn. Hitinn var þenna dag 16 gráður og var þó lítið sólskin og mistur í lofti. Svo furðulegur þótti Austfirðingum þessi hiti, að menn töluðu alment um að eld- ur myndi vera uppi. „En það grunaði mig síst“, heldur sögumaður minn áfram, ,,að tveimur dögum síðar myndi sauðfje og hross fenna og krókna víðsvegar um Norðurland. Var tilfinnanlegt að sjá, hve mikið var úti af heyjum í öllum sveit- um. Sá maður þetta alstaðar af þjóðveginum og var mikið af heyinu flatt“. í þessu sama óveðri, sem gekk yfir Norðurland, var veðurhæðin svo mikil á Akureyri, að síma- staurar brotnuðu inni í bænum og stórt reynitrje í lystigarðin- um þverbrotnaði við jörðu. Þetta trje var tvístofna og að minsta kosti tveggja mannhæða hátt. Frám í Eyjáfirði brotnaði einn- ig trje í veðurofsanum. Það trje var á annað hundrað ára gamalt. Kálmaðkurinn ekki kominn til Aust- fjarða. GULRÓFÚR eru svo að segjá ófáanlegar hjer sunnanlands og þykir mörgum skaði, að geta ekki fengið gulrófur í kjötsúpu, r: I ifinu | kálmaðkurinn hefir eyðilagt alla gulrófnauppskeru hjer sunnan- lands. Ferðamenn, sem komið hafa á Austfirði í haust, segjast öfunda Austfirðinga af gulrófunum þeirra. Kálmaðkurinn hefir ekki sjest ennþá fyrir austan. Þótt rófurnar sjeu ekki stórar, eru kálgarðar á Austfjörðum blóm- legir. Það þyrfti að gera alt, sem mögulegt er til að hjálpa Aust- firðingum til að verjast þessum kálmaðksvágesti. Hrossaketi fleygt í sjóinn. MAÐUR nokkur, sem býr í bæ hjer skamt frá Reykjavík, skrif- ar mjer og segir frá ótrúlegri sögu. En vegna þess, að jeg þekki þenna mann af heiðarleik í hví- vetna og sje enga ástæðu til að rengja hann, skal jeg segja frá sögu hans. Hann segir, að Samband ís- lenskra samvinnufjelaga hafi átt 10 smálestir af hrossaketi geymt í íshúsi bæjarins, sem hann býr í. Hefir hrossaketið legið í íshúsinu upp undir ár. Vegna sláturtíðarinnar þurfti að nota rúm íshússins fyrir nýtt kjöt núna, og þessvegna var far- ið fram á við SÍS, að það tæki hrossaket sitt úr íshúsinu. Svarið frá SÍS var á þá leið, hvort íshússtjórinn vildi ekki láta kasta hrossaketinu í sjóinn, því það væri ekkert hægt við það að gera. Mun þetta svo hafa ver- ið gert. Mörgum bóndanum, sem hefir refabú og verður að kaupa ket dýrum dómum, mun finnast þetta einkennileg ráðsmenska í mesta máta. Hefði nú t. d. ekki verið nær að gefa refabúseigend- um kost á þessu hrossaketi í refa- fóður fyrir lítið verð, heldur en að kasta ketinu í sjóinn? Umferðin í Austur- stræti. UMFERÐARÁSTANDIÐ í Aust urstræti er gjörsamlega óþolandi eins og það er nú. Oft hefir það verið slæmt. En nú er verið að grafa hitaveituskurð norður með götunni frá Landsbankanum vestur að Veltusundi. Þar áð auki er tálmi á gangstjettinni fyrir framan ísafoldarhúsið vegna við- gerða og breytinga á því húsi. Milli ísafoldarhússins og Austurstrætis 7 er aðeins mjótt sund i götunni fyrir ökutæki og gangandi fólk. Þrátt fyrir þetta leyfist bílum að staðnæmast á götunni og nær stundum bílaröð in meðfram öllum hitaveituskurð inum. Það er mesta furða, að ekki skuli hafa orðið þarna.slys og skemdir á farartækjum. Lög- reglan ætti að sjá um, að bílstjór um verði alls ekki leyft að stað- næmast með vagna sína á þess- um hluta Austurstrætis eins og er. Það ér ,ill nauðsyn að þurfa að hafa götuha opna meðan hún er í þessu ástandi, þö ekki sje g'ert erfiðara fyrir með því að bílar .teppi umferðina með því að % ctanda þarna aðgerðarlausir heila eða rófustöppu með sviðum. En og hálfa daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.