Morgunblaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1943, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. nóv. 1943 Framh. af bls. fimm. fulla ástæðu til grunsemda um það, að svo sje. Góðir íslendingar! Gegn áhrifum þessara manna er baráttan hafin. Frelsisbar- átta íslendinga er saga um heilagt stríð þjóðar, sem frá upphafi vega elskaði frelsi og fullveldi öðru fremur, en var snemma lögð í hlekk: erlendrar kúgunar. Þegar maður les þessa sögu, verða fyrst fyrir manni þeir fraro- sýnu menn, sem tendruðu ljós á þeim kyndlum, sem dáið höfðu í höndum þjóð- arinnar á niðurlægingartím um. Þessir menn trúðu á framtíð landsins og þeir treystu á mátt þjóðarinnar. En við hlið þessara manna, sem voru samnefn- ari þjóðarinnar í frelsisbar- áttunni, stendur fámennur hópur, sem fáir kæra sig um að vita nöfn á, en voru þrátt fyrir það tiltölulega sterk heild, sem gat beitt áhrifum sínum erlendis í þá átt að gera lítið úr frelsis- þörf þjóðarinnar. En þrátt fyrir það, að þessi „dökka fylking“ ætti ekki hljómgrunn hjá þjóð- inni, þá sannaðist á henni Bið góðkunna spakmæli: — „Fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott“. Það góði við þessa fylkingu var, að hún þjappaði íslending- um betur saman í sínu hei- laga stríði og ljet þá finna, að þeir áttu sameiginlegan óvin, sem varð að vinna. Hver einasti áfangi í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga varð til að sanna mál þeirra manna, sem trúðu á frels- ið. Fyrst kemur frjáls versl- un, þá stjórnarskrá 1874, ís- lenskur ráðherra 1904, full- veldisviðurkenning 1918. Eftir alla þessa sigra óx þjóð inni ásmegin, en áhrifa „dökku fylkingarinnar“ gætti minna. Og þau láta vart á sjer bæra alt frá 1918 og þar til nú í lokaátökum um fult frelsi þjóðarinnar og sjálfsforræði. Þá koma fram menn, sem í nafni mannúðar og norrænna um- gengnisvenja vilja setja okk ur stólinn fyrir dyrnar og biðja okkur að bíða. En hvað lengi? Það veit eng- inn! Nei, góðir íslendingar! Það er ekki til setu boðið í sjálfstæðismálinu. Baráttan er hafin og í henni skal vinn ast sá stóri sigur,- að ísland verði lýst lýðveldi á Þing- völlum 17. júní 1944. Nöfn gleymast, og rúnir mást af, en hugsjónir lifa, Og hugsjón, er hefir vakið heila þjóð af alda svefni kúg unar og ófrelsis, hún getur ekki dáið. Þess vegna ef sig- urinn íslendinga í sjálfstæð- ismálinu. HIÐ NÝJA handarkrika CREAM DEODORANT stöðvar svitann örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Notasi undir eins eftir rakstur. 3. Stöðvar begar svita. næstu 1—3 daga. Eyðir svitalvkt heldur handarkrikunum burrum. 4. Hreint. hvítt. fitulaust. ó- mengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fensið vottorð albióðleárar bvottarann- sóknarstofu fvrir bví. að vera skaðlaust fatnaði. A r r i d er svita stöðvunarmeðai' ið. sem seUt mes • reynið dós í da. ARRID Www . . . Faast í öllum uetri búítdn J Minningarorð um Gísla Gísiason. GlSLl GlSLASON verslun- armaður andaðist í sjúkra- húsi llvítabandsins 24. októ- ber eftir mjög stutta en þunga legu. Gísli var sonur hjónanna Rannveigar Jónsdóttur og Gísla Þorkellssonar á Urðar- stíg 14 hjer í bæ, hann Ijest einnig á þessu ári, áður höfðu þau mistu tvo syni sína, svo þeir eru orðnir þrír synirnir ásamt. eiginmanni sem Rann- veig hefir orðið að sjá af, það er mikil sorg og síendurtekinn harmur, sem þessi góða kona hefir orðið að þola og aðdáun arvert að vita til þess að hún skuli standa uppfjett eftir allt þetta, eru ekki einmitt þessar mæður kjarni hinnar íslensku upprisu. Gísli fæddist í Reykjavík 30. júlí 1928, og var því aðeins fimmtán ára, hann byrjaði sem sendisvéinn hjá einu stærsta fyrirtæki hjer í bæ, strax kom í ijós hjá honum afhurða gáf- ur samfara prúðmensku og drengskap, þetta varð sii lyí'ti- stöng, er gerði hann fljótlega að afgreiðslumanni. Þar eins og annarsstaðar reyndist hann ágætlega og hafði fult vald yfir starfi sínu. Yið þennan dreng voru alveg' sjerstaklega miklar vonir hyggðar, vonir, sem þó hafa hrostið, allt. í einu við liið skyndilega fráfall hans. Mjer er kunnugt um stóran hóp viðskiptamanna og vina er harma fráfall hins góða drengs. Og jeg og þeir þakka honum fyrir vel unnið starf, fyrir vináttu og dreng- skap. Við sendurn fólki hans okk- ar innilegustu samúðarkveðj- ur. S. S. Starfsvið fræðslu- málafulllrúa bæj- arins. SKÓLANE FNDIR barna- skólanna í Reykjavík ha.fa haldið sámeiginlegan fund með hinum nýja fræðslumála- fulltrúa bæjarins, Jónasi B. Jónssyni. Á fundinum var rætt um starfssvi ð fræðsl umál afullt rú- ans og gerðar samþyktir um, að mæla með, að erindisbrjef hans yrði gefið út með ■ákveðn um fyrirmælum um starfssvið hans. 1 umboði skólanefnda harna skólanna skal fræðslumálafull trúinn annast um eftirfarandi atriði: Að strangt eftirlit sje ha.ft með þvi, að öll skólaskyld börn, sem ekki eru löglega forfölluð, sæki skóla. Að þeim börnum, sem ekki eiga samleið með öðrum börn- um, sje útveguð skólavist við þeirra hæfi. Yeita undanþágu frá skóla- skyldu. Fylgjast með störfum barna skólanna og vera vel á verði um alt, sem verða má til þess að árangur af starfi skólanna verði sem liest.ur. Útvegun kenslutækja og efnis til kenslunnar. Veita leyfi til einkaskóla- halds (smábarnask.) og fylgj- ast. með störfum þeirra. Að yfirfara stunda- og starfsskrár skólanna og sam- ræma. þær eftir ])ví, sem ástæð ur leyía. Að ákvörðunum skóla- nefnda og ályktunum verði framfylgt. Ýmislegt, sem skólanefndir kunna að fela fræðslumála- fulltrúa í þágu skólanna. 1 umboði borgarstjóra (bæjarstjórnar) ska.l íræðslu- málafulltrúinn ha'fa umsjón og eftirlit með öllum þeim málum, sem varða fræðslu barna og unglinga og kostuð eru eða styrkt úr bæjarsjóði Reykjavíkur, til þess að það fje, sem veitt er til þessara mála, komi að sem bestum notum. Auk þessa á fræðslumála- fulltrúi bæjarins að hafa marg vísleg störf með höndum, t. d. sem, námsstjóri hæjarins. Ný bók: Jatur og Hegin‘ Eftir nokkra daga kemur út 3. fræðslurit Náttúru- lækningafjelags íslands. — Það er bók eftir sænska heilsufræðinginn Are Waer- land, sem er orðinn víðkunn ur fyrir bækur sínar og rannsóknir. Bókin heitir á íslensku „Matur og megin“ og er þýdd af Birni L. Jónssyni. Hún f jallar um efnainnihald ýmsra algengustu matvæla og áhrif þeirra á' heilsuna, um meðferð matarins, rjetta og ranga samsetningu mál- tíða og lýsir ítarlega matar- æði og lifnaðarháttum höf~ undar, sem var heilsuveill i æsku, en telur sig hafa öðl- ast 100% heilbrigði. í bók- inni er m. a. uppskrift höf- undar af einskónar graut, sem hann kallar „krúska“ og er mjög næringarmikill rjettur, ódýr og saðsamur, og svo að segja óbrigðult ráð við tregum hægðum. ÞEGAR NASISM- INN HRYNUR. Framhald af bls. 7 flytja tíu til tólf miljónir verkamanna heim til ætt- jarða sinna á fáeinum dög- um, vikum eða jafnvel mán uðum. Þennan tíma verða verkamennirnir að búa í sambýli við þýsku verka- mennina. En erlendi verka- maðurinn mun ekki finna til neinnar ósigurkendar, engrar niðurlægingar eða ábyrgðartilfinningar. Þvert á móti verður hann í flokki sigurvegaranna, og hann mun snúast með mikiili heift gegn þeim, er *verið hafa kúgarar hans. Þetta mun hafa í för með sjer upp hlaup og óeirðir, en hin nýja þýska ríkisstjórn mun vart þora að skjóta þá nið- ur, þar sem þeir eru borg- arar sigrandi þjóðar, er hún vonast eftir góðum friðar- skilmálum frá. X - 9 Eftir Robert Storm OOOOOOOOOOOOOOOOOO-OOOOOOOOO ) VBS, IHlS IB X-9!,, what/ you say YOU FOUNO T GtLPA 2 J 7 WO TÍZUCKSASN PlCKED HEZ t“*5 UP ON THE ZOAP, UNCONSClOUS. HOLD THB FOZT HBRB, BILL, > v t'LL CALL YOU LATBR! Æ PfZ/VB FASTE/Z, MAC. WE'VE ONLV TiNO MILBS | TO <30/ THEN 0B SAFB/ / / HOPE ^CfSO. UTTLE { cozpoeal!á Copf. 1943. Kme Icarufts fiCíte, Inr , World bts reserved. Maðurinn, sem fann Gildu á veginum, símar til leynilögreglunnar og talar við X-9 og segir honum, að hann hafi fundið Gildu. X-9 segir Bill söguna í .síuttu ,málir að Gilda sje .meðvitundarlaus og .segir honum að vera kyrrum, þar til hann láti hann vita. Á meðan halda þeir Litli corporal og Mac áfram í vörhþílnum. — Reyndu að alia fti'áðhl,' ^sfegir Litli ( ' - •"**'* s i i t t * .» > i t i ti't r t i * ■ t t i t i corporal. Við eigum ekki nema lítinn spöl eftir og þá erum við úr hættu. — Jeg vona það, Litli corporal, segir Mac. : j | 11 j |u J • 111 u . í | t ■«. I B * 9 i f • » I " •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.