Morgunblaðið - 24.11.1943, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.11.1943, Qupperneq 1
30. árgangur 267. tbl. — Miðvikudakur 24. nóvember 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f, ÚRSLITAORUSTAN UM GOMEL IIRÐIST NÚ HAFIN Sfórárás á Rerlín í nótt sem leið Rússar hörfa enii austan Zitomir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Svo virðist, sem úrslita- átökin um Gomel sjeu nú loks hafin. Þjóðverjar við- urkenna, að þeir hafi neyðst til að horfa nokkuð fyrir suðvestan borgina, en Rúss ar segja í herstjórnartil- kynningu sinni í kvöld, að þeir hafi unnið talsvert á norðan hennar. Ástandið er þó fremur óljóst. Þá tilkynna Rússar áð þeir hafi enn orðið að hörfa nokkuð á Zitomirsvæðinu, og eru nú háðir harðir bar- dagar á Chernigov og Brus- ilovsvæðunum, en þeir bæir báðir eru alllangt fyrir aust- an Zitomir. Segjast Rússar hafa orðið að yfirgefa nokkra staði þarna, vegna harðra áhlaupa Þjóðverja, en sjálfir segja Þjóðverjar að þeim hafi tekist að hrynda Rússum úr nokkr- um vel víggirtum stöðvum, og. ná af þeim nokkru lands- svæði. í Dnieperbugðunni voru , miklir bardagar háðir í gær , að því er hernaðartilkynn- ingar beggja aðila bera með ■sjer. Segjast Rússar hafa tekið nokkrar varnarstöðvar við Kremenchug. Er jörð nú tekin að frjósa á þessum slóð um og því auðveldara að beita skriðdrekum en áður var. Þjóðverjar segjast hafa hrundið árásum Rússa hjá Kerch á Krímskaganum, en bæta við að þær hafi verið fremur smávægilegar. Rúss ar geta ekki um nein átök þar. Þá segja Þjóðverjar frá •staðbundnum viðureignum fj^rir suðvestan Nevel og vestan Smolensk, og tala um hörð áhlaup Rússa sumstað- ar, en staðbundnar viður- eignir annarsstaðar. — Fyr- ir sunnan Kricthev segja Þjóðverjar Rússa hafa brot- ist í gegn á einum stað, en verið hrakta til baka aftur. Rússar segjast berjast af mikilli hörku við að hrinda áhlaupum Þjóðverja á Zito- mirsvæðinu, en þau eru nú gerð af skriðdrekaliði og fót gönguliðssveitum á um 50 km. víglínu. Þjóðvei'jar segja einnig vörn Rússa þarna vera mjög snarpa. — Fffamh. á Hls. 10. Frá Berlín Myndin hjer að ofan er tekin í Lustgarten í Berlín við 1. mai hátíðahöld fyrir nokkrum árum. Dómkirkjan er í baksýn. Knox flofa- málaráðh. boð ar nýja sókn á Kyrrahafi London í gærkveldi. Knox flotamálaráðh. Banda- fíkjanna ljet svo um mælt* í dag, að sókn sú, sem Banda- ríkjamenn hefðu nú hafið á Gilbertseyjum, væri upphaf að allsherjartilraun til þess að ná þeim og ef.til vill fleiri eyjum úr höndum Japana. Sagði hann að landgönguliði Bandaríkja- manna gengi sóknin á eyjun- um Taraua og Machin. — Enn- fremur hafa nú Bandaríkja- menn sett lið á land á þriðju eyjunni í þessum eyjaklassa. Tekið var fram að engra jap- anskra herskipa hefði orðið vart, er landgangan var gerð. Kveður við annan tón. Japanar hafa gefið út til- kynningu um þessa atburði, og kveður þar heldur við annan tón. Segjast þeir hafa ráðist á innrásarflotann, sökkt einu flug vjelaskipi, laskað tvö og eitt stórt herskip í viðbót, en skotið niður 35 flugvjelar en misst 15 sjálfir. — Annars segja Jap- anar Gilbertseyjar ekki sjer- lega þýðingarmiklar. —■ Reuter. Áhlaup á Aunuseiði. LONDON í gærkveldi: — Þýska frjettastofan segir, að Rússar hafi í gær gert allsnörp | áhlaup / á stöðvar Finna á Aunuseiði, en tekur einnig fram að Finnar hafi hrundið þeim eftir nokkra baffdaga, sjer staklega með stórskotáliði sínu. Reuter. Messe stjórnar herráði á ný. London í gærkvaWti. Ambrosio hershöfðingja hef- ir nú verið vikið frá yfirher- stjórn hjá Badoglio, en hann var ákærður fyrir stríðsglæpi ásamt Roatta, sem nú hefir verið dæmdur. Messe marskálk ur, yfirmaður ítölsku hersveit- anna, sem börðust í Tunis, tek- ur við embætti Ambrosio. Hann var fangi hjá Bretum, en hefir nú vei-ið sleppt. .— Reuter. Áttundi herinn hefir unnið á London í gærkveldi. Engin staðfesting hefir feng- ist á þeim fregnum Þjóðverja enn sem komið er, að áttundi herinn hafi hafið stórsókn á Ítalíuvígstöðvunum, og allt er þar enn í leðju og vatnselg. Áttundi herinn hefir að vísu unnið nokkuð á, en það er í stað bundnum smáskærum, og Kan adamenn hafa hrundið allhörðu áhlaupi Þjóðverja, sem ætluðu að hrekja þá af hæðum nokkr- um á miðvígstöðvunum. Frá vígstöðvum fimta hersins hafa engar fregnir borist, nema um nokkrar stórskotaliðsviðureign ir. Flugvjelar bandamanna hafa gert harðar árásir á stöðvar Þjóðverja á Italíuskaganum austanverðum og ennfremur á samgönguleiðir þeirra að baki víglínunnar. Ennfremur hafa sprengjuflugvjelar allstórar, farið til árása á bæinn Civita Vecchia og varpað þar sprengj- um á olíugeyma og járnbraut- arstöðvar. Þjóðverjar segja enn í fregn- um sínum frá' harðvítugum á- hlaupum áttunda hersins, sem hafi brotist í gegn á nokkrum stöðum, en segja að víðast hvar hafi árásunum verið hrundið. Reuter. Eldar loga enn í borginni London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Bretar tilkyntu í dag, að floti sprengjuflugvjela þeirra hafi í nótt sem leið gert einhverja mestu loft- árás á Berlín, sem enn hefir verið gerð á höfuðstað Þýskalands, og er talið að skemdir hafi orðið einna mestar í miðri borginni, en þar eru margar opinberar bvggingar.________________ Alls segir í tilkynningu Breta, að hafi verið varpað niður 2300 smálestum af sprengjum í þessari árás einni saman. Veður var skýj að yfir borginni og fátt um orustuflugvjelar Þjóðverja á lofti, en skothríð úr loft- varnabyssum var hin harð- asta. Alls komu 26 breskar sprengjuflugvjelar ekki aft- ur úr árásinni. Flugmenn segja að mjög miklir eldar hafi komið upp, og hafa könnunarflugmenn leitt í ljós, að þeir hafa enn ekki verið slöktir. Þá sögðu flugmenn frá því, að gífur- leg sprenging hefði orðið á einum stað í borginni. Þjóðverjar segja í tilkynn ingum sínum, að skemdir hafi orðið miklar í borginni, og meðal annars hafi mörg fræg listaverk gjöreyðilagst. Ennfremur segja þeir að all margir menn hafi farist eða særst. Bretar segjast nú hafa varpað álíka miklu sprengju magni á Berlín og Þjóðverj- ar vörpuðu á London í árás- unum 1940—1941. . Bandaríkjamenn hafa tekið Machin London í'gærkveldi. FREGNIR seint í kvöld! skýra frá því, að landgöngu- lið Bandaríkjamanna áj Machin-ey, Gibevtseyjum hafi nú náð eyjunni algerlega áj sitt vald og yfirbugað 50Ö manna japanskt setulið, senf þar vár. Þá er svo frá skýrt, að Bandaríkjaherinn hafi bætti aðstöðu sína á Teraua, eif þar er álitið að Japanar hafil 5000 ípanna lið til vanar. Reuter,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.