Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 4
i MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. nóv. 1943. ÞEGAR ENGEYJAN TÝNDIST, OG KOM AFTUR — Jeg á heima á Vesturgötu - 20, gengið inn frá Norðurstíg upp á 2. hæð. Það var Kristinn Magnússon, fyrverandi skipstjóri, er sagði þessi orð við mig í síma, eí jeg fór fram á það við hann að jeg mætti heimsækja hann. Og svo kom jeg þar. En í dag á Krist- inn 70 ára afmæli. — Þjer eruð fæddur hjer í Reykjavík. — Já. Svo er það. En hátíða- sumarið 1874, er jeg var á fyrsta árinu, þurfti móðir mín að fara norður í Skagafjörð til þess að heimsækja skyldfólk sitt. Og þá kom hún mjer fyrir hjá frænda mínum og alnafna, Kristni Magnússyni í Engey og Pjetri Kristinssyni. Jeg hef víst kunnað vel við mig þar. Því jeð rjeðst þangað aftur tveggja ára og var þar „vinnumaður“ í 22 ár. Foreldrar mínir voru Skag- firðingar, faðir minn, Magnús Árnason t'rjesmiður, en Árni afi minn var alla sína tíð í Skagafirði, fjór giftur og átti 24 börn. Svo þar á jeg margt skyldfólk. En móðir ihín, Vig- dís, var dóttir sr. Ólafs Þor- valdssonar í Viðvík. I Engey. — í Engey? — Þar lærði jeg til allra verka, bæði sjávar- og sveita- störf, en fyrst af öllu lærði maður að róa, undir eins og maður gat skriðið fram í bát, áður en jeg var orðinn það Nokkrar endurminningar Kristins Hapiíssonar Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Eggert Claessen Einar Ásmundsson hæstarjettarmálaflutningsmenn, - Allskonar lögfrœðistörf — Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Augun jeg hvfll með gleraugum fri Týlihl „Goðafoss" fer vestur og norður á föstudag, 26. nóv., kl. 4 síðdegis. ECTI k 1^4,1.1 RIMI5INS m/b. Víðir Tekið á móti flutningi til Sauðárkróks árdegis á morgun. stálpaður, að manni væri trú- að fyrir að passa kýrnar. I Engey var myndarlegt og mannmargt heimili í þá daga, tvíéýli, allmikið bú, og mikill sjávarútvegur. Sr. Ólafur bróð- ir minn segir að það hafi ver- ið mjólkin í Engey sem hafi bjargáð mjer. Því systkini mín, þau, er voru yngri en jeg og ólust upp hjer í Reykjavík, eru öll dáin. — Hvenær fóruð þjer til sjós fyrir alvöru? — Þegar jeg var 14 ára. Þá fór jeg á Engeyna gömlu, sem Engeyjar-bændur áttu. Þeir keyptu hana 1885. Við erum fjórir lifandi af þeim, sem voru á Eyngeynni á þeirri vertíð, Bjarni Magnússon, er var skip- stjóri, Guðmundur Stefánsson, síðar lögregluþjónn, sem var stýrimaður, Þorsteinn í Þórs- hamri háseti og jeg kokkur. Þá hjet það kokkur en ekki mat- sveinn. Menn voru hjer svo danskir í þá daga. Happaskip þó lítil væri. Engeyjan var lítið skip, 27 smálestir að stærð. En aldrei hlektist henni á. — Týndust þið ekki einu sinni, spyr sonur Kristins, er hjá okkur sat. — Okkur hrakti einu sinni í 6 daga undan norðanveðri suð- ur í haf, og farið var að telja okkur af. Menn þóttust hafa fundið stýrið af skipinu, rekið á .Akranesi. Það átti að hafa komist þetta á móti veðrinu. Menn lugu ekki líkindalegar í þá daga en nú gerist. — Voruð þið aldrei hætt komnir í þessu volki? — Maður vissi það aldrei. Skútan lá auðvitað mikið á hlið inni, og sjórinn gekk yfir hana, eins og altaf var á þessum smá- skipum. — Var þetta ekki mesta vos- búð og erfitt líf á þessum smá- skipum? — Það hefir víst verið :;vö. Menn fundu ekki mikið til þess. En oft var loftið slæmt í lúgarn um, þar sem allir sváfu, og alt var eldað og brent kaffi, og fötin þurkuð við kabyssuna, eftir því sem hægt var. En ekki bar mikið á því að menn veikt- ust samt. Prentsmið j upósturinn. — Var ekki lítið um neyslu- vatn hjá ykkur stundum? — Það var ólystugt, og oft- ast ógerlegt að drekka það ósoðið. Við tókum það oftast hjerna úr Prentsmiðjupóstinum í Aðalstræti, þurftum að vera komnir þangað kl. 2—3 á næt- urna, því um kl. 6 á morgnana komu vatnskarlar og vatns- kerlingar, og þá var ekki nokk- ur friður úr því. Vatnsburðar- fólkið amaðist með orðum og handagangi við okkur, þessum aðskotadýrum. — Var ekkí oft lítið í þess- um brunni, þegar þið skútvi- mennirnir bættust við? — Það var furða, hve mikið vatn kom í þann brunn. En ef hann þraut, varð að fara suður í Brunnhús við Suðurgötu. Og Kristinn Magnússon. svo var bakaríisbrunnurinn hjá Bernhöft. En það var langt og seinlegt að velta vatnstunnum þaðan niður á bryggju. Við máttum aldrei þvo okk- ur nema úr sjó — þegar við annars þvoðum okkur á þessum smáskipum. — Hvar veiddu þið? .— Helst hjerna í Flóanum, í Miðnessjó og á Köntunum. Mað ur fór helst ekki suður fyrir land á þessum smáskipum, nema þegar norðanátt var. Eft- ir vetrarvertíðina var venjulega fiskað fyrir Vestfjörðum. „Sjóborgir“. — Það hafa verið mikil við- brigði, þegar togarnir komu? — Það voru mikil viðbrigði, þegar kútterarnir komu til sög- unnar. Þetta 80-—90 tonna skip. Manni fanst þeir vera hrein- ustu „sjóborgir“. — Hvenær urðuð þjer skip- stjóri? — Jeg var á Stýrimanna- skólanum árin 1891—’93. Og nokkru eftir það varð jeg skip- stjóri á Guðrúnu frá Gufunesi. En aldamótaárið 1900 sigldi jeg með Birni Kfistjánssyni til Eng lands og keypti kútterinn Björg vin í Yarmouth. Við áttum hann Nic. Bjarnason, Þórður í Oddgeirsbæ, og Gunnlaugur bróðir hans, og Guðmundur í Ánanaustum. Er jeg var nýbúinn að kaupa skipið, kom Hjalti Jónsson til Englands í sömu erindum. Mjer datt ekki annað í hug, en að jeg þyrfti að fá enskan skip- stjóra með meira prófi en jeg hafði, til þess að sigla skipinu til Islands. En Hjaiti var eins staddur og jeg. Hann dreif sig til London og hann fjekk því til leiðar komið, með Birni Kristjánssyni, að við mættum sigla skipunum sjálfir heim, fengjum þau vátrygð alt fyrir það. Hjalti kunni altaf ráð og þurfti ekkert að læra, nema af sjálfum sjer. Hann gat talað við alla menn. Við fórum 4 með skipið heim, lentum i norðanveðrum og ýms um erfiðleikum, vorum 16 daga á leiðinni. Hjalti var einum degi fljótari með sitt skip. Aflinn. --Hve margir voruð þið á smáskútu'eins og Engeynni? — 12—16 manns. — Og vetraraflinn? — Var þetta 10—14 þúsund fiskar. Allir voru ráðnir upp á hálfdrætti, áttu helminginn af því sem þeir drógu, en borg- uðu salt og verkun á sínum afla. Auk þess fengu þeir tros- ið sem hver dróg, lúðu, stein- bít, skötu o. fl. Það varð gott búsílag fyrir mörg heimili há- setanna, er seldu sveitabænd- um tros sitt og fengu sveita- vörur í staðinn, smjör og annað. Þessi ráðning hjelst á kútt- erunum, en þar voru skipverj- ar 24—28 og aflinn þetta 20—30 þúsund fiskar á vetrarvertíð eða 180—300 skippund. En um aldamótin fór að verða hörgull á að fá góða menn á skúturnar. Þá breyttust kjör- in. Þá fóru menn að ráða til sín háseta upp á premíu, 3—5 aura fyrir hvern fisk sem þeir drógu og fast mánaðarkaup. En dug- legir fiskimenn voru hálfdrætt ingar áfram, því þeir fengu meira upp úr sjer á þann hátt. Þá var framförin þó mikil frá smákútterunum, því nú gat mað ur fiskað alla vertíðina fyrir sunnan land, ef svo vildi verk- ast. Breyttir tímar. Síðan komu mótorar í kútt- erana og togararnir og altaf fullkomnast veiðarfærin, en afl inn eykst ekki eftir því, að manni sýnist. Ekkert aflahlaup kemur hjer í Flóann á þessum styrjaldarárum, eins og þeim fyrri. Er fiskurinn ekki að ganga til þurðar? Nú er sljettur botn um öll miðin, hvergi sem öngull festist í botni, alt jafn- að a£ vörpunum, svo þorskur- inn hefir þar hvergi afdrep. En tilskostnaðurinn orðinn allur annar. Um aldamót kost- aði 50 tonna kútter útbúinn á veiðar 15 þúsund krónur. Nú kostar 50 tonna vjelbátur 750 þúsund, eða sama og 50 kútt- erar. á 50 kútterum voru 1200 manns á sjó, en 11—12 á vjel- bátnum. — Hve lengi voruð þjer skipstjóri á Björgvin Margskonar störf. — I 4 ár. Var svo eitt sumar á gufuskipi, er Leslie hjet, og Aug. Flygenring og Thor Jen- sen áttu. Við vorum á línuveið- um og höfðum doríur. Síðan hefi jeg ekki verið fastur á sjón um. Ellert Schram tók við Björgvin í nokkur ár. Við átt- um hann þangað til árið 1912. Þá seldum við Duusverslun. En síðar var hann seldur til Fær- eyja. Og nú nota Færeyingar hann í fiskflutninga til Eng- lands. Hann hefir staðið sig vel. Er jeg hætti við sjóinn, keyptí jeg verslun Carls Bjarna sonar í Aðalstræti og rak hana í 3 gr. Gerðist síðan yfir- fiskimatsmaður á Vesturlandi. Það var argsamt starf. Ekki nema einn stimpillinn, til þess að stimpla með farmskírteinin. Svo jeg varð að vera til staðar hvar sem fiskflutningaskip var á einlægu ferðalagi, og kaupið lítið, eins og gengur. Síðan var jeg lengi starfsmaður hjá Duus og eftir að sú verslun hætti og útgerð hennar, fór jeg að selja fisk í bæinn og var við það í 10 ár. Svo það er sitt hvað sem jeg hefi haft með höndum, og ekkert af því merkilegt. — En samt gaman að rifja það upp, þegar árin eru orðin þetta mörg. — Kanske fyrir sjálfan mig, en naumast fyrir aðra. Það þyk ir okkur eftirtektarvert, stofn- endum skipstjórafjelagsins Öld unnar, er varð 50 ára fyrir nokkru, að enginn af okkur 30 höfum lent í sjóinn. Þeir, sem dánir eru, hafa allir andast á sóttarsæng. En við erum 8 eftir lifandi. Alls munu vera á lífi um 60 manns, er voru skipstjórar eða stýrimenn hjer í bæ um alda- mót. Jeg hef talið þá saman. Það var gróandi í sjómanna- stjett okkar þá. Margir, sem tóku við skipstjórn á unga aldri. Svo ætti það altaf að vera, seg- ir Kristján. Þeir eldast ekki heldur eins og annað fólk, þeir, sem voru ungir sjómenn um aldamót, hugsaði jeg er hinn sjötugi, hressilegi húsbóndi fylgdi mjer til dyra. V. St. SJÚKRAFLUTNINGUR A SJÓ Myndin sýnir sjómann vera fluttan milli skipa á hafi úti. Veiktist hann hastarlega í tundurspilli og þurfti uppskurðar við, en til þess að hægt væri að gera á hon- um uppskurð, varð að flytja hann í beitiskip,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.