Morgunblaðið - 24.11.1943, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.11.1943, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIE Miðvikudagur 24. nóv. 1943. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Vgltýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Furðuleg vinnubrögð FRAM ER KOMIÐ á Alþingi frumvarp um framleng- ing á verðlækkunarskattinum. Skatturinn skuli innheimt- ur á næsta ári (1944) á sama hátt og gert er á þessu ári. Flutningsmenn þessa skattafrumvarps eru þeir Bernharð Stefánsson og Þorst. Þorsteinsson. Þessi skattur mun nema um 6—8 milj. króna. Það er gamla sagan, sem hjer endurtekur sig. Þegar yerið var að samþykkja þenna nýja skatt á síðastliðnu vori, var því marg yfir lýst, bæði af þingmönnum og ríkisstjórn, að þetta væri bráðabirgðaskattur, sem yrði alls ekki framlengdur. Skatturinn ætti að innheimtast aðeins þetta eina ár. Hann væri á lagður í því skyni, að geta haldið vísitölunni niðri meðan sex manna nefndin sæti á rökstólum. Um framlenging hans væri alls ekki að ræða. Hversu oft hefir ekki þessi sama fullyrðing komið fram á Alþingi, þegar á hafa verið lagðir nýir skattar? Og hverjar hafa svo orðið efndir þeirra loforða? Þær sömu og nú virðist stefnt að. Strax á næsta þingi hefir komið fram nýtt skattafrumvarp, um framlenging á þeim skatti, sem átti aðeins að innheimtast eitt ár. Þannig hefir þetta gengið koll af kolli, uns skatturinn var tekinn inn í hin föstu skattalög. ★ Flutningsmenn þessa nýja skattafrv. segja, að þeim miljónum, sem inn koma með þessum skatti, skuli varið til þess „að standast kostnað við dýrtíðarráðstafanir“. — Þetta er ekki nema hálfur sannleikur. Allir vita, að ætlunin er að nota þetta fje til þess að greiða niður verð landbúnaðarvara á innlendum markaði. Hitt vita og allir, að þessar niðurgreiðslur hafa alls engin áhrif á dýrtíðina. Dýrtíðin í landinu verður nákvæmlega hin sama, hversu mörgum tugum miljóna varið er í slíkar niðurgreiðslur. Það var hægt að verja þessar niðurgreiðslur á s. 1. vori, meðan verið var að undirbúa lausn dýrtíðarmál- anna. En að halda áfram á þessari braut og gera engar raunhæfar ráðstafanir gegn dýrtíðinni, það eru hrein Molbúa-vinnubrögð. ★ A síðastliðnum vetri ljetu allir flokkar í ljós vanþókn- un sína á þessum niðurgreiðslum á innlendum markaði. Alveg sjerstaklega mótmæltu bændur, að afurðir þeirra yrðu beittar þessari meðferð, og má í því sambandi minna á ályktun síðasta Búnaðarþings. Er og augljóst mál, að þessi aðferð er mjög varhugaverð fyrir bændur, því að einhvern tíma rekur að því, að ríkissjóður verður þess ekki megnugur að halda 'þessum greiðslum áfram. Þá blasir það ástand við bændum, að afurðaverðið hækkar mjög mikið (því að dýrtíðin verður hin sama), en kaup- geta almennings fer hrað-minkandi. Þetta er ekki glæsi- leg tilhugsun fyrir bændur. Samt eru það fulltrúar bænda, sem vilja halda þessum leik áfram! ★ En ef það er vilji meiri hluta Alþingis, að þessum niðurgreiðslum á innlendum markaði verði haldið áfram, hvað hafa þá þingmenn verið að hugsa, að gera ekki ráð fyrir þessum greiðslum, er þeir afgreiddu fjárlögin? Við 2. umræðu fjárlaganna hækkaði þingið útgjöldin á fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar um 17.6 miljónir króna. Eru rekstrarútgjöldin þá orðin yfir 80 milj. kr., og er þó hvergi nærri alt með talið, því að í sjerstökum lögum, sem þingið samþykkir, er gert ráð fyrir miljóna útgjöld- um. Við fjárlagaafgreiðsluna mintist enginn þingmanna á þessar greiðslur til lækkunar vísitölunnar (ekki dýr- tíðarinnar). En þegar búið er að ofhlaða fjárlögin, er nýju skattafrv; kastað inn í þingið, með þeim forsendum, að þetta hafi gleymst! Er nokkur heil brú í svona vinnubrögðum? Tónleikar Tónlistafjelagsins: Kathryn Overstreei Þau leyndardómsfullu öfl, er nú ráða ferðum þeirra, sem stríð heyja, hafa verið okkur hjer á landi óvenjulega hlið- holl, er þau af visku sinni sendu miss Kathryn Overstreet hingað austur um höf. Enda þótt hún hafi hingað til ekki ^ tekið beinan þátt í íslensku tón . listarlífi, er hún íslenskum tón- listarvinum þegar mætavel kurin fyrir leik sinn í amer- íska útvarpið hjer, bæði einleik og samleik með Sgt. Rodd. En þessir útvarpsliðir mega teljast til þess allra besta af tónlist, sem útvarpsstöðin hjer hefir sent frá sjer yfirleitt. Margir munu og kannast við miss Overstreet frá tónleikum Rauða Króssins fyrir skemstu. Enda þótt miss Overstreet væri þannig áheyrendum allt annað er ókunn, þegar hún gekk fram á pallinn í Gamla Bíó á sunnudaginn, varð þó þessi fyrsti leikur hennar á vegum Tónlistarfjelagsins, við- burður, sem vert er að hafa í minnum. Hjer heyrðum við hana í fyrsta skifti leika heil- an tónleik, heilsteypta röð veigamikilla tónverka án vjel- rænna milliliða, og hafi hún áð ur vakið athygli okkar og að- dáun, þá má segja að hún hafi nú vaxið með stækkuðum við- fangsefnum og orðið hugljúfari fyrir persónuleg kynni. Það er hægt að dást að leikni miss Overstreet, leikni, sem virð ist oft vera lýtalaus og leikur sjer að því að sigra allar tor- færur án þess að áheyrandinn verði þess eiginlega var, að for færur sjeu í vegi. En leiknin er ekki nema minni hluti listarinn ar. Það sem mestu varðar er neistinn, sem gerir listamann- inum kleift að skygnast í dýpsta innihald viðfangsefna sinna og fletta því upp fyrir áheyrendunum. Þennan neista á miss Overstreet, og þegar við það bætist, að hún hefir hljóm- kend með afbrigðum og eina þá mýkstu snertingu, sem hjer hefir heyrst, verður það ljóst, að hjer er ekki neinn miðlungs píanóleikari á ferð. Verkefnaskráin var mjög fjölbreytt, og hófst á róma- tiskri fantasíu og fúgu eftir Bach. Bach-leikur miss Over- street er allfjarri þeim hreina formalisma, sem sumir temja sjer í meðferð verka eftir Bach; hann er kvenlegur, en þó ein- arður og í fullu samræmi við erfðavenjur um Bach-leik. H- moll sónasta Chopins hefir oft heyrst leikin hjer, en sjaldan eða aldrei jafn skáldlega og nú, sjerstaklega þrír fyrstu kafl- arnir. í hinum erfiðu Paganini- tilbrigðum Brahms vakti hljóm fegurðin í köflum, þar sem flestir píanóleikarar láta sjer nægja, ef þeir hitta rjettar nót- ur, sjerstaka athygli. Á síðasta lið tónleikanna voru smálög eftir ýmsa höfunda nýrri tím- ans. Því miður verður ekki unt að endurtaka þessa hljómleika, og munu ýmsar ástæður fyrir því, en þeir sem sóttu þá mega þó hafa leyfi til að ala þá von í brjósti, að þetta vérði ekki í síðasta skifti, sem Kathryn Overstreet leikur fyrir íslenska áheyrendur. E. Th. Fagmaður svarar frystihiisseiganda. ÞAÐ eru oftast tvær hliðar á hverju máli. Brjef frystihúseig- anda, sem jeg birti hjer í sunnu- dagsblaðinu, hefir orðið til þess, að nokkrir iðnaðarmenn hafa rætt við mig um það mál frá sínu sjónarmiði. Einn af þessum fag- mönnum, Þórður Runólfsson verksmiðjuskoðunarstjóri, sem er einn af reyndari mönnum, sem við eigum á sviði vjeltækn- innar, hefir skrifað itarlegt og glögt svar við brjefi frystihús- eiganda, sem birtist hjer á eftir. Báðir eru þeir sammála, Þórður og frystihúseigandi um það at- riði, sem fyrir mjer vakti með umræðunum um skort á iðnlærð- um mönnum og það er að fjölga þurfi iðnlærðum mönnum: „í dálkum „Víkverja“ í Morg- unblaðinu 21. þ. m. kemur fram all róttæk gagnrýni á verkum einnar stjettar iðnaðarmanna hjer á landi. Gagnrýni þessi kemur fram í brjefi frá manni, sem „Víkverji“ kallar frystihúseiganda, og er þess eðlis, að fagmenn hljóta að eiga örðugt með að láta slíkt þegjandi fram hjá sjer fara. Jeg tel mig hafa nokkra þekk- ingu á því sviði tækninnar, sem hjer er tekið fyrir, og starfa míns vegna hefi jeg haft nokk- ur kynni af þeim málum, sem hjer um ræðir. • Það er satt, að í ýmsum grein- um iðnaðarins hjer á landi er skortur á fagmönnum, en það vill nú svo til, að líklega erum við einna lengst komnir í járn- iðnaðinum, en það er aðallega sú stjett iðijpðarmanna, sem vik- ið er að í áðurnefndu brjefi. © Fyrstu hraðfrysti- húsin. TIL þess að annast uppsetn- ingu vjela og tækja í fyrstu frystihúsunum, sem reist voru hjer á landi, sem aðallega voru til kjöt- og síldárgeymslu, voru fengnir erlendir fagmenn, en þegar það hafði sýnt sig, að inn- lendir fagmenn leystu verk þetta fult eins vel af hendi, sem auk þess var miklu ódýrara, var auðvitað algerlega horfið að því ráði að fela þetta innlendum mönnum eingöngu. Þegar svo var hafist handa um byggingar frystihúsa til fisk- frystingar, voru það í flestum tifellum innlendir sjerfræðing- ar, sem gerðu uppdrætti og önn- uðust annan undirbúning, en innlendir iðnaðarmenn, sem unnu síðan verkið. „Frystihúseigandi“ virðist hafa slæma reynslu af verkum þessara fagmanna og telur van- þekkingu þeirra hafa bakað þjóðinni miljónatöp, eða að því er hann segir, sennilega 10 milj- ónir á síðastliðnum 5 árum. Hjer er ekki svo lítið sagt, og Ijótt, ef satt væri. Sje um slíkt tjón að ræða, sem jeg tel þvætt- ing einan, er orsökina að finna annars staðar en hjá fagmönn- unum. • Þykjast vita alt sjálfir. GALLINN er sá, að einstaklinri arnir margir hverjir telja sig vita of mikið, til þess að hafa þörf fyrir aðstoð fagmanna eða til þess að fara eftir leiðbeining- um þeirra. Stundum neyðast þessir menn þó til að leita þeirra, til þess að ganga frá ein- hverjum smáatriðum, sem þeir telja, en sem nægja þó oftast til þess að gera fyrirtækið starfs- hæft og á eftir og til þess að kenna þeim missmíðarnar. Er mjer næst að halda, að „frysti- húseigandi" sje einn í tölu slíkra vitringa. Gæti harmsaga sú, sem hann segir, bent til þess. Hann breytir þrisvar eða fjórum sinn- um um fyrirkomulag vjela og tækja í húsi sínu, fær sjer ný tæki og kastar þeim gömlu — verður síðan ósáttur við nýju tækin og tekur þau gömlu síð- an í sátt aftur! Eða var það að ráðum fagmanna, sem þetta var gert? * • Betri tímar — betri tæki. AÐFERÐIR við frystingu fiskj ar, eins og annara matvæla, eru nokkuð margar og sjerfræðing- ar víðsvegar um heim, bæði hjer í álfu og Ameríku, hafa ekki orð ið á eitt sáttir um það, hver að- ferðanna væri heppilegust. Stöð- ugt er leitast við að endurbæta aðferðir þessar og finna nýjar leiðir og hafa töluverðar breyt- ingar til bóta komið fram á síð- ustu árum, og það á skemri tíma en liðinn er síðan fyrsta fisk- frystihúsið var reist. Þegar svo tillit er tekið. til þess, að flest húsa þeirra, sem reist voru fyrir stríð, áttu meira eða minna við fjárhagsörðug- leika að stríða, svo að mjög þurfti að horfa í allan kostnað, varð afleiðingin sú, að einung- is þau tæki voru tekin, sem ó- dýrust voru í svipinn. Ætti eng- an að undra, þó breytt væri til hins betra með vaxandi velmeg- un, samfara auknum kröfum um vörugæði og vinnusparnað í samkepni við önnur nýrri fyrir- tæki. En sannleikurinn er sá, að ótrúlega lítið hefir verið um slíkar breytingar. Það ætti heldur að þakka þeim. ÞEGAR litið er svo á það, að bestu tæki þau, sem fram að þessu hafa verið notuð hjer á landi, eru einföld og tiltölulega ódýr innlend gerð af líkum dýr- um erlendum tækjum, sem til eru orðin vegna kröfunnar um sem minstan stofnkostnað, mið- að við vörugæði og afköst, bæri miklu frekar að þakka þeim mönnum, sem að þessu hafa unnið, en ráðast að þeim með rógskrifum eins og brjefi frysti- húseiganda. Að endingu er jeg sammála frystihúseiganda í því, að fjölga þurfi fagmönnum og stuðla að því, að þeir nái sem mestri full- komnun í fagi sínu, en þetta verð ur ekki gert eða örfað með því að ráðast á þá iðnaðarmenn, sem fyrir eru og níða niður verk þeirra, sem að dómi fagmanna eru flest prýðilega unnin. Þórður Runólfsson".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.