Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 7
JVftðvikudagur 24. nóv. 1943. MORGUNBLAÐIÐ HIN MIKLA BLEKKING ÞJÓÐVERJA BLEKKING Þjóðverja varð- andi stríðsskaðabæturnar eftir síðustu heimsstyrjöld eru þær stórkostlegustu, sem sagan get- ur um. Varpar sagan um þenna blekkingavef skýru Ijósi yfir það, hversu heimuriim er orð- inn gjarn á að láta blekkjast af þýskum áróðri. — Þjóðverjum hepnaðist ekki eingöngu að telja heiminum trú um getu- leysi sitt til þess að greiða stríðs skaðabæturnar heldur jafnvel fengu þeir heiminn til þess að líta á Þýskaland sem pislarvott. Það er að vísu rjett, að næstu árin eftir styrjöldina átti þýska þjóðin við mikla erfiðleika að stríða, en skaðabæturnar voru ekki orsök þeirra, heldur stríð- ið, sem Þjóðverjar sjálfir höfðu stofnað til og gersamlega tapað. Þessir byrjunarörðugleikar vör uðu heldur ekki lengi, og skaða bæturnar voru að lokúm af- numdar, þá þjáðist þýska þjóðin áreiðanlega ekki meira, heldur jafnvel minna, en fórn- arlömb hennar. Hjer eru fimm höfuðatriðin í þessari raunasögu: 1) Þjóðverj- ar beittu miskunarlausri grimd, 2) það tjón, sem unnið hafði verið, var óbætanlegt, 3) Þýska land gerði enga heíðarlega til- raun til þess að bæta fyrir brot sín, 4) í þess stað beittu Þjóð- verjar furðulegum vífilengjum, 5) fullkominn sigur svika og undirförli kórónaði svo allt þetta. Skaðabæturnar vom ekki heppilegar. BANDAMKNN gerðu fyrstu skyssuna, er þeir gerðu tilraun til þess að neyða Þóðverja til að bæta það, sem þeir höfðu eyði- lagt. Þeir ákváðu skaðabóta- greiðslurnar of háar. — Hvað rjettlætið snerti, þá voru þær ekki of hátt ákveðnar, því að skaðabótaupphæðin — 6600 miljónir sterlingspunda — var aðeins fjórði hluti þess, sem stríðið hafði kostað bandamenn, en af öðrum ástæðum hefði verið heppilegra að ákveða þær læg'ri. Þessi skyssa hafði víð- tækar afleiðingar, því að hún fjekk þýskum áróðri vopn upp í hendurnar. Allt fyrir þetta hefði þó reynst auðið að komast að við- unandi samkomulagi, ef þýska þjóðin hefði nokkru sinni fund- ið til hinnar minstu iðrunar yf- ir öllu því böli, sem hún hafði valdið í heiminum, eða að minsta kosti fundið hjá sjer einhverja löngun til þess að gera umbætur. En þýska þjóðin þráði einungis að geta leikið á hina sigursælu andstæðinga sína, sem áttu að verða fórnar- lömb hennar. Hún var ákveðin í því að greiða eins lítið og þrjóskast eins mikið og mögu- legt væri. Hún viðurkendi eng- ar syndir sínar og myrti þá fáu borgara síná, er reyndu að minna hana á ljótar og óþægi- legar staðreyndir. Hvernig áttu þeir aS blekkja heiminn? VIÐFANGSEFNIÐ, sem Þjóð- verjar urðu fyrst að glíma við var það, hvemig best yrði auð- ið að svíkja heíminn. Til þess völdu þeir ákveðna aðferð. — Eftir Robert Gilbert Vansittard Höfundur greinar þessarar, Vansittard lávarður, hefir um langt skeið starfað í bresku utanríkisþjón- ustunni og var aðstoðar-utanríkisráðherra á árun- um 1930—1938. — Greinin er þýdd úr „Reader’s Digest”. Þeir komu auga á þá staðreynd löngu á undan Hitler, að menn trúa fremur stórlygum en smá- ósannindum. Þeir Ijetust greiða miklu meira en þeir raunveru- lega gerðu, og kveinuðu og börmuðu sjer viðstöðulaust. ■— Þetta krafðist einungis tak- markalausrar trúgirni hjá þeim er blekkja átti — sem auðvitað er undirstaða allra stórfeldra blekkinga. Skaðabótanefndin áætlaði heildarupphhæð þá, er Þjóð- verjar í raun og veru greiddu, samtals 1038 miljónir sterlings- punda. Dreifðist upphæð þessi yfir margra ára tímabil. — Af þessari upphæð voru einungis 253 miljónir sterlingspunda beinar fjárgreiðslur, hitt var greitt í vörum. Það er rjett að veita því eftirtekt, að endur- reisn Norður-Frakklands eins kostaði 830 miljónir sterlings- punda, sem Frakkar urðu að mestu leyti að greiða sjálfir. — Pólland, sem allt var í sárum, fjekk ekki grænan eyri.Skrípa- leikur Þjóðverja varðandi skaðabæturnar verður augljós, er þess er gætt, að Belgía og önnur eydd landssvæði varð einnig að byggja upp aftur með þessum lítilfjörlegu bótum Þjóðverja. Meðan þeir kvörtuðu, bjuggu þeir sig undir þetta stríð. í RAUNINN bar Þýskaland engan teljandi hluta þeirra skaðabóta, er það skuldbatt sig til þess að greiða með friðar- samningunum í Versailles. — Þjóðverjar ætluðust blátt áfram til þess, að fórnarlömb þeirra veiktu sig enn meir en orðið var með því, að greiða sjálf allan endurreisnarkostnaðinn, meðan Þýskaland sjálft hjeldi styrkleika sínum og gæti búið sig undir hefndarstyrjöld þá, er það þegar _var farið að á- forma. Þýskaland ljest vera ör- magna vegna ofurmagns skaða- bótanna. En til undirbúningS annars glæpaverksins — þess'- arar styrjaldar — eyddi Þýska- land 200.000 miljónum króna, eða átta sinnum meira en það greiddi í skaðabætur fyrir þá fyrri. Þjóðverjar ljeku sjer að því að ýkja stórlegá hinar ímynd- uðu fórnir sínar. Það var auð- velt. Þeir blátt áfram töldu til skaðabóta allt það, er þeir töldu þeir sem skaðabætur höfðu sjálfir mist. Til dæmis skipatjón það, sem þeir höfðu orðið fyrir í stríðinu. — Töldu þeir þar með flota sinn, er þe-ir sjálfir söktu í Scapa Flow og reiknuðu oss hann á 1750 milj. króna. Athugum'einnig, hversu mál um var háttað með Saar-kola- námurnar, sem Bandamenn tóku frá Þjóðverjum til þess að bæta Frökkum upp það ó- þokkaverk Þjóðverja að hleypa vatni í frönsku kolnámurnar, svo að þeir þyrftu ekki að ótt- ast í bili samkepni frá Frökk- um. Árið 1913 hafð þýski fjár- málaráðherrann metið námur þessar á 300 miljónir gullmarka en þegar meta skyldi verðmæti þeirra við skaðabótagreiðsluna gerðust Þjóðverjar svo ósvífn- ir að meta þær á 1028 miljónir gullmarka. Komust þeir upp með þetta? Já, vissplega, og það sem meira var, því að árið 1935 fengu beir aftur Saarhjeraðið — kolanám- urnar eru aðeins hluti þess — fyrir 140 miljónir gullmarka. Hvers vegna var bragðarefum sýnd þessi góðvild? Vegna þess, að í fimtán ár hafði heimurinn heyrt talað um „veslings Þjóð- verjana”. En þetta er ekki öll sagan um skaðabótblekkingarnar. ■— Meðal annara furðulegra hluta, sem Þjóðverjar töldu með sem hluta af skaðabótgreiðslum sín- um var verðgildi þýsku nv- lendnanna, kostnaðurinn við afvopnun Þýskalands, eyðilegg ing þýskra virkja, breyting þýsks iðnaðar úr stríðs- í frið- arframleiðslu. En þetta voru alls engar skaðabótagreiðslur, heldur einungis óhjákvæmilegt tjón sigraðs árásarríkis. bamt hlýddi heimurinn á blekking- ar Þjóðverja og áleit, að Þýska- land væri á glötunarbarmi. — Svo sterkt var áhrifavald hins þýska áróðurs. Þýskaland var betur statt en margir sigurvegaranna. VJER skulum athuga dálítið nánar ástandið í þessu landi, sem átti að vera „mergsogið” af skaðabótgreiðslunum, sem það þó greiddi ekki og ætlaði sjer aldrei að greiða. — Hafa ginningarfíflin nokkru sinni gefið sjer tíma til þess að íhuga það, að verðhrun þýska gjald- eyrisins þurkaði út allar skuld- ir ríkisins innanlands, meðan Bretland varð að standa straum af 7000 miljón sterlingspunda og Frakkland 250.000 mi’ion franka innanríkisskuldum. — Hafa þeir gert sjer grein fyrir þvi, að á árunum 1924—1939 voru þjóðartekjur Þýskalands 50% og stundum jafnvel 75% hærri en næstu árin fyrir síð- asta stríð? Á þessum „skorts”- árum hafði því þýski borgarinn meiri tekjur en á blómaöld frið arins á ríkisstjórnarárum Vil- hjálms keisara. Árið 1935 voru þjóðartekjur Þýskalands 60 % hærri en fyr- ir styrjöldina og ríkisstjórnin gat veitt stórar fjárfúlgur til iðnaðarins, sem hafði á prjón- unum stórkostlegar áætlanir um nýtísku framleiðslu aðferð- ir. Fimm árum síðar fór þýsk utanríkisverslun í fyrsta sinni fram úr utanríkisverslun Eng- lendinga, og Þjóðverjar tóku nú með mikill hreykni að sýna út- lendum heimsækjendum hinar nýju stórkostlegu byggingar, akvegi, skip og verksmiðjur. Hið „mergsogna” Þýskaland blómgaðist sannarlega, meðan sigurvegararnir árangurslaust nauðuðu á því að greiða hin síminkandi framlög til endur- reisnar þeim hjeruðum, sem það hafði eytt. Brátt var svo komið, að sigurvegararnir lán- uðu Þjóðverjum meira að segja peninga til þess að greiða þessar skuldir. Þýskaland sló nú öll met í lántökum. — Það fjekk að láni rúmlega 30.000 miljónir kr. hjá fyrri óvinum sínum, eða sex sinnum hærri upphæð en Þjóðverjar greiddu í skaðabætur í reiðu fje. Árið 1929 hafði Þýskaland greitt 3000 miljónir króna í reiðu fje, eftir tíu ára rukkun- arstarfsemi. Var fjárupphæð þessi mun minni en skaðabætur þær, er Frakkar greiddu Þjóð- verjum næstu tvö árin eftir stríðið 1871. Þjóðverjar vissu, hvað þeir voru að fara. ÞAÐ var sem þungum steini ljetti af mönnum, er skaða- bótagreiðslurnar voru afnumd- ar. Ef lengra hefði verið hald- ið, gæti svo hafa farið, að sig- urvegararnir hefðu verið farn- ir að borga Þjóðverjum. Samt var máttur þýska áróðursins svo mikill, að heiminum var blásin í brjóst sú skoðun, að allur friðarsamningurinn í Ver- sölum hefði verið óverjandi og skaðabótagreiðslurnar höfðu neytt þýsku þjóðina til þess að varpa sjer í faðm Hitlers. Fæst ir athuga það, að skaðabóta- greiðslurnar höfðu verið af- numdar ári áður en Hitler komst til valda. Gáfuðustu menn Þýskalands höfðu sjeð, að ef Þýskaland gæti fengið nógu stórar fjár- fúlgur að láni í Bandaríkjun- um, myndi það gert til þess, að heill hópur sparifjáreigenda og fjármálamanna í Banda- ríkjunum fengi áhuga á örlög- um Þýskalands og þeir myndu áreiðanlega ef í harðbakka slægi, stuðla að því, að skaða- bótagreiðslurnar yrðu af- numdar, heldur en eiga það á hættu að glata fje sínu. Nokkur fyrstu lánanna runnu til hinna stóru þýsku vopnaframleiðenda — tíu milj. dollarar til Krupps og tólf milj. dollarar til Thyssen. — Þessir góðu Þjóðverjar höfðu ekki drepið nægilega marga góða Evrópumenn, svo að „ þeim voru veittar nýjftr birgðir til hergagnaframleiðslu. Næsta gildran var sú, að því aðeins væri þeim auðið að standa í skilum með „verslun- ar” skuldir sínar, ,að skaða- bótagreiðslurnar yrðu látnar niður falla, en varðandi þær greiðslur höfðu Bandaríkin engra hagsmuna að gæta. — Allur máttur til þess að láta heilbrigða dómgreind ráða haf^i verið lamaður af hinuiú þýska áróðri. Þjóðverjarnir voru sjálfir undrandi yfir því, hversu svikafyrirtæki þeirra hafði hepnast vel. í stað þess að vera gramur yfir atferli þeirra, mæltist heimurinn til þess, að vera aftur hafður að ginningarfífli. Eftir að Þjóð- verjarnir höfðu náð sjer eftir undrun sína, Ijeku þeir einnig á „viðskifta” skuldheimtumenn sína og stungu í vasa sinn öðr- um 25.000 miljónum króna. — Þannig höfðu þeir fengið vopn í hendur til þess að hefja nýja styrjöld. Hvað er að gerast nú? ÞAÐ er ékki hægt að Ijúka þessari sögu án þess að minn- ast á það, sem nú er að gerast. Þjóðverjar sjálfir heimta nú af þjóðum þeim, er þeir hafa kúg- að árlega greiðslu, er nemur um það til 25.000 miljónum króna í reiðu fje. Þetta er fjórum sinn um meira en heildarupphæð sú, er Þjóðverjar greiddu í skaða- bætur á 12 árum eftir síðustu styrjöld. Hjer tel jeg ekki með hin stórkostlegu rán þeirra og gripdeildir í þessum löndum. Getum Vjer hindrað Þjóð- verja í því að blekkja mann- kynið á nýjan leik. Oss mun ekki takast það, ef vjer trú- um á hina gömlu kenningu um „góða Þjóðverja”. „Góðir Þjóð- verjar” sátu að völdum í Þýska landi eftir síðustu styrjöld, en þeir gengu samstundis í bræðra lag við hernaðarsinnana og stór iðjuhöldana, sem áttu að sjá fyr ir herbúnaðinum til næstu styrj aldar. Meðal vor eru þegar margir teknir að skipuleggja með- aumkun gagnvart Þjóðverjum eftir stríð. Eitt heróp þeirra er „að í þetta sinn megi ekki heimta neinar stríðsskaðabæt- ur”. Brátt mun oss verða sagt, að ekki eigi heldur að heimta bætur fyrir það, sem þeir hafa hrifsað til sín. Þjóðverjar og vinir þeirra munu leggja til, að Þjóðverjar fái að minnsta kosti að halda hluta af ráns- feng sínum. Ef vjei- föllumst á þessar kenn ingar, hafa Þjóðverjar unnið stríðið. Jeg held því ákveðið fram, að ekki einungis beri að tryggja það, að ágengni borgi sig ekki, heldur verði að láta gjalda fyrir hana. Það verður að svifta Þjóðverja öllu her- fangi sínu á sama hátt og verð- ur að afvopna þá. Síðast voru þjáningar þýsku þjóðarinnar að mestu leyti blekking, ekk- ert sambærileg við þjáningar margra annara þjóða. Vjer skul um ekki aftur láta hafa oss að leikfíflum. . Það var ekki Sveinn Tryggvason Að gefnu tilefni vil jeg taka það fram, að það var ekki Sveinn Tryggvason mjólkur- fræðingur, sem skrúfaði fyrir vísirinn á mæliskífu Stassano- Vjelarinnar, enda var haijn ekki kominn til Samsölunnar, er sá atburður gerðist, Eyjólfur Jóhannsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.