Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1943, Blaðsíða 8
M0RGUNBLAÐI3 Miðvikudagur 24. nóv. 1943. GM EM MAEETIRLBTIÐ yFramh. af bls. fimm. iP eftirlitsins til þess að inna þjæsa skyldu af hendi, að það eni þessi ungmenni. / Hvað snertir fullyrðinguna um það, að ungmennaeftirlitið sækist eftir því, að fá þær telp- ur „dæmdar", er það fái til með férðar, þá er þetta ekki rjett. Meðferð eftirlitsins á málum uhgmenna er margvísleg. Mjög o'ft er látið nægja að áminna télpurnar og gera aðstandend- utn aðvart. Stundum koma hjálparbeiðnir frá aðstandend- um sjálfum, og er þá reynt að vinna með þeim eftir bestu getu. Yfirleitt er ekki leitað tíl dómstólsins nema sýnt þyki að heimilin annað hvort vjlji ekki' eða geti ekki komið í ;veg fyrir að ungmennin fari sjer að voða. Ef Arnfinnur Jönsson hefði sagt mjer frá áhyggjum sínum út af starfi rninu, hefði jeg boðið honum að kynna sjer það með því, að lesa dagbók mína, höfuðbók og allar skýrslur. , Alvarlegasta ásökun Arn- finns Jónssonar er sú, að með^ ferð á hinum umræddu stúlku- börnum hafi verið svo ill, að þær muni ef til vill ekki bíða hennar bætur. Það kemur ekki vel í ljós, hverjum brarnavernd arnefndarmaðurinn vill um þetta kenna, en um eitt af þrennu hlýtur að vera að ræða: Meðferðina á meðan á máls- rannsókn stóð, meðferðina á ugptöku heimilinu, eða með- ferðina á uppeldisheimilinu. =Hin tvö síðari atriði er ekki ástæða fyrir mig til áð gera að umtalsefni, þar sem þau eru á, engan hátt á minni ábyrgð, en standa aftur á móti Arnfinni Jónssyni mjög nærri. Hinsvegar hefi jeg að mestu leyti veg og vanda af meðferð á telpunum á meðan á rann- sókn mála þeirra stendur, og skal jeg skýra frá gangi henn- ar eins nákvæmlega og mjer er unt. Ungmenadómstóll eða barna- verndarnefnd byggja úrskurði sína í málum þeim, er ung- mennaeftirlitið leggur fyrir þau, á skýrslum um samtöl mín við telpurnar. Þegar dóm- stóil notar vald sitt til þesí að valda gagngerðum breytingum á uppeldisskilyrðum ungmenn- iSi þá er stigið mikið spor. Það hvílir þessvegna mikil ábyrgð á þeim, sem fær dómnum gögn í hendur, til þess að byggja úr- skurð sinn a. Jeg tel þvi skyldu mína að leggja fyrir dóminn sem allra nákvæmust skilríki um fortíð barnsins og ásigkomu lag. í þessu skyni spyr jeg um foreldra barnsins og ætterni, systkini, heimilisástæður, skóla göngu, dvöl utan heimilis, á- stundun vinnu, skemtanalíf, hugsunarhátt, áhugamál og fje- lagsskap. Jeg skýri frá fram- komu barnsins, klæðaburði, út- liti, orðbragði og geðshræring- um, og reyni að láta blæ sam- talsins koma sem gleggst fram í skýrslunni. Mjög oft er til- efni kvaðningar ungmennis til eftirlitsins grunur um her- mannafjelagsskap, og er þá sjer staklega spurt um hann. Ef kæra liggur fyrir um ósæmi- legar samvistir, eða frásögn telp unnar gefur tilefni til ótta um að þær hafi átt sjer stað, eru lagðar fyrir hana spurningar um þetta atriði. Þessi þáttur samtalsins er stundum einna erf iðastur vegna þess að margar telpur eru tregar að viðurkenna slíkt, þó að hitt komi líka mjög oft fyrir, að þær telji það sjálf- sagt. Margar telpur neita spurn ingum um þetta af ótta við að hermennirnir fái hegningu, 4enda kemur það alloft fram, að þær haf a lof að að koma ekki I upp um þá. Vegna þess að aug- ljóst er, hversu vandfarið er með þessa hlið málanna, er það ! regla mín að minnast ekki á hana nema tilefni sje ótvírætt, en til þess að meta það, verð jeg vitanlega að nota eigin dóm greind og tilfinningu. í þessu sambandi verður að hafa í huga | hvaða ástæður liggja til grund- vallar fyrir því að óhjákvæmi- legt er að ganga svo nærrí einkalífi unglinganna. Er þar fyrst og fremst um tvent að ræða: í fyrsta lagi þarf dóm- arinn að vita alla málavexti til þess að geta kveðið upp rjettlátan dóm, annars verður málsmeðferðin kák. í öðru lagi er það aðkallandi nauðsyn að komast að niðurstöðu um brot hermanns gegn unglingi, ef um það er að ræða, til þess að hann fái þá hegningu, er hann hefir til unnið. Allir íslend- ingar hljóta að skilja hversu mikilvægt atriði það er í þess- um málum að hermennirnir viti, að nokkur áhætta fylgi glæpum þeirra gagnvart okkar dýrmætustu eign. Umrædd samtöl mín við telp urnar verða oft svo löng, að ekki er hægt að ljúka þeim á einum degi. Stundum gefur framburður telpunnar tilefni til þess, að óhjákvæmilegt er að halda henni á upptökuheim- ili barnaverndarnefndarinnar einhvern tíma. Um þetta tek jeg þó aldrei ákvörðun fyr en jeg hefi gert fulltrúa barna- verndarnefndarinnar eða for- manni ungmennadómstólsins kunna málavexti og fengið sam þykki þeirra. Stundum er uug- lingnum komið fyrir á stöðinni beinlínis eftir beiðni aðstand- enda, en fyrir kemur einnig að það er gert án þeirra vitund- ar, og er þeim þá þegar í stað tilkynt það. Oftast nær eru telpurnar ófúsar að fara á stöð- ina og komið hefir fyrir að for- ,eldrar hafa tekið tilkynningu um þessa ráðstöfun mjög illa. Fyrír þetta er ekki unt að synda, enda eru hjer í bæ tii svo athugaverð heimili, að börnunum þarf fyrst og fremst að bjarga frá þeim. Það er Ijóst af framangreindu að afskifti ungmennaeftirlitsins af börnunum valda þeim og að- standendum þeirra oft miklum .geðshræringum, þó að hitt sje raunar sorglega og ótrúlega al- gengt, að kæruleysi telpnanna sje svo mikið, að ekkert virðist koma við þær. Samherjarnir, frú Guð- rún Guðlaugsdóttir og Arnfinn- ur Jónsson, virðast líta svo á, að stofnun uppeldisheimilisins og afskifti af hinum margum- ræddu börnum sjeu til þess gerð að níðast á þeim. Þetta er óskiljanlegur hugsunarhátt- ur hjá fólki, sem tekið hefir að sjer að stuðla að barnavernd. Getur það verið að reynsla þeirra hafi ekki kent þeim, hve gagnslitlar prjedikanir eru vi^ börn, sem komin eru á veru- lega glapstigu? Vita þau ekki, að í öllum menningarlöndum eru rekin heimili eða skólar hliðstæðir Kleppjárnsreykja- heimilinu? Ef öðrum þjóðum er þetta nauðsynlegt á friðartím- um, hversu óhjákvæmilegt er það okkur þá ekki nú, einni smæstu þjóð veraldar, sem verð ur fyrir átroðningi tveggja stór veldaherja? Hafa þessir barna- verndarmeðlimir ekkert um það frjett, að Bandaríkjamenn hafa nú stórkostlegar áhyggjur af þeirri spillingu, sem ungum stúlkum þar i landi er búin af þeirra eigin setuliði? . Þegar Kleppjárnsreykjaheim ilinu var lokað og telpurnar fluttar heim til sín, hvarf ein þeirra samdægurs og fannst ekki aftur fyr en eftir 9 sól- arhringa. Svo að segja allan tímann var hún á vegum her- manna. Jeg sendi ungmenna- dómstólnum skýrslu um útivist hennar, þegar hún kom aftur. Nú vil jeg bjóða Arnfinni Jóns- syni að lesa þessa skýrslu, og biðja hann svo um að segja mjer, hvort hann er alveg viss um að telpan bíði þessarar ferð ar bætur. Og ef hún bíður hennar ekki bætur, hver ber þá ábyrgðina? Mjer er kunnugt um. að nefndir á Alþingi hafa nú til at hugunar frumvarp um endur- bætta barna- og ungmennalög- gjöf. í nefndum þessum hefir komið fram rödd um, að rje.t væri að breyta ákvæðum um ungmennadómstól á þann vr.g, að hann hefði ekki siðferðismál til meðferðar. Ungmennadóm- stóllinn var stofnaður að tilhlut un Alþingis fyrir tveimur ár- ur síðan einmitt til þess að hafa þessi mál með höndum vegna knýjandi nauðsynjar. Síðan hafa ástæður i þessu efni afar mikið breyttst til hins verra, og kunningsskapur hermanna við kvenfólk er áreiðanlega lang- hættulegasti farvegurinn ,fyrir hin erlendu áhrif. Jeg skýrði frá því hjer á .undan, að eft- irlit með þessum málum mum leggjast niður, ef nýtt uppeldis heimili verður ekki reist. En jafnvel þó það verði gert, þá kemur það ekk'i að fullu'm not- um, ef ungmennadómstóllinn fellur úr sögunni. Engin ástæða er til að óttast að margir þingmenn vilji stuðla að því, að Alþingi leggi sínar eigin varnarráðstafanir að velli, einmitt þegar þeirra er mest þörf. En það er ekki nóg að Alþingi láti þær ákvarð- anir standa, sem gerðar voru 1941. Um þær þarf einnig mik- ið að bæta, ef vel á að fara. Og það er heldur ekki nóg að forustumenn þjóðarinnar taki '• ákvarðanir um þessi mál. Öll • þjóðin þarf að taka undir. Ungmennaeftirlitið biður alla góða menn og konur í landinu um samvinnu. Reykjavík, 19. nóv. 1943. Jóhanna Knuclsen. Föísku frfeerkm Stokkhólmi. MIKIL frímerkjasýning var haldin hjer á dögunum og opn- aði póstmálastjóri Svía, And- ers Örne, sýninguna. — Frí- ' merkjasafnarafjelag Stokk- hólms stóð fyrir sýningunni og verðmæti frímerkjanna á sýn- ingunni var metið á um 1 milj. sænskar krónur. Meðal sjald- gæfustu frímerkja sýningar- I innar voru gömul „skilling- | banco" frímerki, þar á meðal var eitt frimerki þar sem skjald armerki sænsku konungsættar- innar kom út eins og hauskúpu merki. Verðmætasta frímerkið á sýningunni var Tuscany 3 líru frímerki, sem var virt á 200.000 franka. En það, sem vakti einna mestu eftirtektina var sænskt safn af fölsuðum frímerkjum. í því safni voru nokkur gömul ítölsk frímerki, sem voru svo vel fölsuð, að þau virtust- betrí heldur en ófölsuð, svo notuð sjeu orð eigandans. í safninu voru nokkur svonefnd ,,sedang" frímerki, sem frímerkja falsari í París hafði gefið út. — Hann kallaði sig prins af ríkinu Se- dang í Indlandi, en það ríki er alls ekki til í Indlandi, en hann seldi frímerki fyrir svo mikíð fje, að hann gat lifað í allsnægt um í heilt ár. Eigandi þessa falska frí- merkjasafns er prentari og heit ir G. Olofsson og býr í Stokk- hólmi. Hann segir að það eina, sem hann óttist sje, að ekta fri- merki slæðist óviljandi inn í saí'nið. Vegna efnisskorts hefir orð- ið að neyta mönnum um að fá síma í Danmörku. Eftir Robert Storm 0000<K><X>0O0<K>0<>0<><X><X><K><XXX> ) MBANWHtLEx NEAfZ TH£ £YJT Of- Th'B MADDENIN6 HALL OF MlWORi Gílda: -—- X-9 fór' inn í þetjta vöíuhdárhiis. Jeg ætía að hjáípa honum. Ö, hjer er alt í speglum. X-9! Hvar"ert þú? ,& ^y •* , 'i . .....%T:':'' í, * ¦Xl-Ö'! ítha$ vaté' af honum?,,.-I Ha',' hver ér nú 'i.^'S-.^^ápg ^fípfegl^h'^bergisins stendur Litli að kalla? Hann heyrir rödd' Gíldu, sem; .;kallar á corporal og bíður. Hann segist nú hafa ráð þeirra hann. í hendi sjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.