Morgunblaðið - 24.11.1943, Síða 11

Morgunblaðið - 24.11.1943, Síða 11
Miðvikudagur 24. nóv. 1943. MORGUNBLA.ÐIÐ 11 Þau gengu gegnum garðinn og náðu síðan í leigubifreið. Er þau voru sest inn í hana, tók Chang hönd konu sinnar og byrjaði ósjálfrátt að nudda hrjúfa bletti á fingrum henn- ar. . „Dráttarkarlshendur“, sagði Pearl og brosti. Hann tók af •sjer gleraugun og bar hönd hennar upp að augum sjer til að skoða hana betur. Mikil bliða og ástúð fólst í tilburðum hans. „Hvernig gekk þjer í Nan- king?“ spurði Pearl. Yutsing svaraði ekki strax. „Mjer gekk ekki sjerlega vel“, sagði hann loks. í augna- blikinu skortir fólk bæði pen- ing'a og áhuga fyrir skátahreyf ingunni. Það kom meira að segja fram uppástunga um að fresta Jamboree-mótinu. En við skulum ekki gefast upp“. Hann sat um stund niðursokk- inn í hugsanir sínar, en hjelt ósjálfrátt áfram að nudda hrjúfu blettina á höndum Pearl. „Eftir því, sem jeg hefi kom- ist næst, stendur tuttugasti og; níundi herinn sig með afbrigð- um vel, en engu að síður er á- :standið í Norðri alvarlegra en okkur grunar“, sagði hann. „Marskálkurinn er kominn frá Kuling. Jeg heyrði ávæning af því í lestinni, að Rauði herinn hefði drepið sextíu þúsund Japani“, bætti hann við. Ská-! sett augu Pearl loguðu. „Sextíu þúsund Japani!“ hrópaði hún. „Gott, ágætt, fyr- irtak! Við skulum sýna Japön- um í eitt skifti fyrir öll, að þeir eru ekki ósigrandi. Ein títuprjónsstunga í útblásna blöðru — þá springur hún! Þeir hafa enn aldrei barist við sameinað Kína“. Chang horfði á konu sína og 'brosfi ástúðlega, en þó dálítið háðslega. Þegar hún hleypti í sig þjóðernisofstæki eins og núna, minti hún hann oft á Fong' Yung. Konur brunnu oft meira af áhuga en karlmenn, ef til vill vegna þess, að þær skorti röksemi til að halda sjer í skefjum. „Sá sem söðlar tígr- -isdýrið, verður einnig að geta riðið því“, var það eina, sem hann sagði. Þau sátu þegjandi um stund, en stigu út úr bif- reiðinni hjá Hongkew skemti- garðinum. Þar var svalt og þar úði og grúði af enskum barn- fóstrum, sem spókuðu sig á- samt ljóshærðum og hraustleg- um börnum húsbænda sinna. — Chang og kona hans gleymdu stjórnmálunum, er þau gengu meðfram tjörninni undir laufi trjánna. Þau ræddu ítarlega og af miklum áhuga, ‘ hvert þau ættu að fara og hvað þau ættu að borða. Þau komu sjer sam- an um Fung Hei gistihúsið, og urðu alt í einu glorhungruð. Þau stóðu nokkra stund skamt frá tennisbrautunum og horfðu á leik þeirra, sem þar voru staddir. Rakan svala lagði upp úr snöggum gras- sverðinum. ,,Við ættum eiginlega að iðka tennis“, sagði Pearl. 4 „Við ættum að gera það“, svaraði Yutsing. Það gegndi sama máli um það og einka- bifreiðina, sem þau voru altaf að tala um að kaupa, en komst aldrei í framkvæmd. „Við ætt- um að kaupa okkur bifreið“, sögðu þau, er þau komu út á strætið og enga leigubifreið var að fá. Þetta var á þeim tíma dags, sem allar skrifstof- ur og verslanir í alþjóðahverf- inu voru að loka og raflýst auglýsingaspjöld byrjuðu að lýsa upp borgina, enda þótt himininn væri enn bjartur. Loks náðu þau þó í tóma leigu- bifreið og Yutsing tók þegar aftur utan um stórar, hrjúfar hendur konu sinnar. Pearl hafði hrist af sjer alla þreytuna, því að kvöldysinn í borginni minti hana á New York og rak á flótta óyndi það, sem einstaka sinnum gagntók hana. Hún hafði farið með Chang til Kína vegna þess, að hún hafði alið í brjósti óljósa þrá eftir hinu ókunna ættar- landi sínu, og einnig var það álit hennar, að köllun biði henn ar í Kína. Orðaflaumur og andag'ift stúdentanna í kín- verska klúbbnum í New York hafði fylt hana ákafa og sterkri þrá til að leggja sinn skerf til endursköpunar mikillar og fornrar menningarþjóðar. En það, sem hún síðar kyntist í Kína, fylti hana blygðun fyr- ir hönd landa sinna og hún varð oft að bíta á jaxlinn og kreppa hnefana, til þess að von brigðin yfirbuguðu hana ekki. Hún reyndi að telja sjálfri sjer trú um, að það, sem hún gerði, hefði mikla þýðingu fyrir Kína og kínversku þjóðina. Annast sýfilissýkt börn. Gefa mönnum inn salvarsan. Berjast gegn ópíumnautninni. Kenna fátæk- um mæðrum undirstöðuatriði almennrar heilsufræði. Flestir Kínverjar trúðu enn, að galdraþula prestanna megn- aði meira en alment hrein- læti. Pearl starfaði af óþrjót- andi, örvæntingarblandinni bjartsýni og elju, og sjerhver smásigur' gerði hana hreykna og hamingjusama. Hún elsk- aði einnig mann sinn heitt og innilega, en það varð hún að dylja að miklu leyti, vegna þess, hversu ókínverskt það var að láta bera of mikið á til- finningum sínum. Hann var í hennar augum öllum öðrum betri, dygðugri og göfugri. Göfugar hugsjónir og hrein- leiki hjartans voru sjaldgæfir og dýrmætir eiginleikar í Kína. Hann talaði aldrei um fortíð sína, en hana rendi grun í, að hún hefði verið örðug og örlagarík, þrátt fyrir lygnuna á yfirborðinu. Skáldið Liu, einn hinna fáu vina Yutsings, sem hafði þekt hann lengi, hafði látið orð falla, sem bentu til þess. Stundum lá hún vak- andi á nóttinni og hlustaði á andardrátt hans, þar sem hsnn svaf. Maðurinn minn, hugsaði ’.ún, minn. „Eigum við að taka Liu með?“ spurði Yutsing og vakti hana upp úr hugsanamókinu. „Það er sjálfsagt“, sagði Pearl, enda þótt hún hefði heldur viljað eyða kvöldinu ein með manni sínum. Liu bjó í kín- verska hverfinu Hongkew, við eitt hinna þröngu stræta, sem engum bifreiðum var fært. Pearl beið, uns Yutsing kom aftur með Liu. Þrátt fyrir hit- ann var skáldið í brúnum, hálf skítugum baðmullarkyrtli. — Hann var í honum alla daga, hvernig' sem viðraði, og það fjekk Pearl stundum til að kalla hann skáldið tilgerðar- lega. Liu svaraði góðlátlegum spaugsyrðum hennar með hnyttnum kvæðum, sem hann sendi heim til hennar ásamt blómvendi. Andlit hans var skarplegt og greindarlegt og háls hans, sem kom í ljós upp úr óhreinni skyrtunni, var ó- trúlega hvítur og grannur og gerði, að hann sýndist yngri en hann raunverulega var. Reyndar var fátækt og einsetu- mannslifnaður Liu aðeins kenjar, því að hann var af ríkri og voldugri ætt og átti lönd og hús einhversstaðar og konur og börn. „Komdu sæl“, sagði hann og tók í hönd Pearl. ,,Sæll“, sagði hún og brosti. Þau tÖluðust ævinlega við á ensku, því að enda þótt Oxford enska Liu og New York mál- lýska Pearl væri næsta ólíkar tungur á að heyra, skildu þau hvort annað ágætlega, og Liu áleit hina bjöguðu lágstjetta kínversku, sem Pearl annars varð að tala sjúklinganna vegna, henni algerlega ósam- boðna. „Nokkuð að frjetta?“ spurði Pearl, um leið og hún hag- ræddi sjer í sætinu milli mann anna tveggja. Nú þegar Liu var á annað borð kominn, var hún hin ánægðasta. Hann var að vissu leyti mikilvægur og ómissandi þáttur í hjónalífi hennar og Yutsing. Kvöldin voru ætíð fjörugri og bjartari, þegar Liu var með þeim. PJETUR PRANGARI Æfintýr eftir P. Chr- Ásbjörnsen. 5. „Það er nú svo, drengur minn“, sagði hann við piltinn, „að það er nú ekki alveg vandalaust, að eiga dóttur mína fyrir konu, enda verður þú, ef þú vilt eiga hana lengur, að fara til drekans í Dimmufjöllum og ná fyrir mig í þrjár fjaðrir úr stjelinu á honum, því hver sá, sem þær hefir, getur fengið hvað sem hann vill“. „Hvernig á jeg nú að finna þenna dreka“, sagði tengda- sonurinn. „Það verður þú sjálfur að annast, ekki veit jeg neitt um það“, sagði Pjetur. Piltur lagði nú af stað og var hinn hughraustasti. — Þegar hann hafði gengið alllengi, kom hann að konungs- höll einni. Það er best jeg fari hjer inn og spyrji ráða, því konungar og slíkt fólk veit meira en almúginn, kannske konungurinn viti um leiðina til drekans. Konungur spurði hvaðan pilturinn væri og hvert hann ætlaði að fara. „Jeg ætla að fara til drekans í Dimmufjöllum og ná þrem fjöðrum úr stjelinu á honum. Bara að jeg geti fund- ið þenna dreka“, sagði piltur. „Gæfumaður verðurðu þá“, sagði konungur, því enn hefi jeg aldrei heyrt, að neinn kæmi aftur, sem ætlaði að heimsækja hann. En ef þú hittir hann, þá gæturðu gjarna spurt hann frá mjer, hvernig jeg eigi að fara að því, að fá hreint vatn í brunninn minn, það er alltaf gruggugt, hvernig sem jeg fer að“. „Já, það skal jeg gera“, sagði pilturinn. Konungurinn ljet veita honum vel og gaf honum bæði nesti og peninga, þegar hann fór. Eftir nokkra ferð kom hann að annari konungshöll. — Þegar hann kom inn í eldhúsið þar, kom konungur fram þangað til hans, spurði hann síðan hvaðan hann væri og hvert hann ætlaði. „Jeg ætla til drekans í Dimmufjöllum og ná þrem fjöðrum úr stjelinu á honum“, sagði piltur sem áður. „Mikla hamingju þarf til að gera það“, sagði konung- ur, „því enn hefi jeg ekki heyrt, að neinn hafi komið það- an aftur. En skyldir þú komast þangað, þá geturðu spurt hann fyrir mig um það, hvar dóttir mín sje. — Hún hvarf fyrir mörgum árum“, sagði hann. „Jeg hefi bæði leitað og lýst eftir henni, en enginn hefir getað sagt mjer neitt um hana“. „Þetta skal jeg gera“, sagði piltur. Honum var gerður góður beini í þessari konungshöll, og þegar hann fór þaðan, fjekk hann bæði peninga og nesti með sjer. „Hvort þykir % þjer vænna íum pabba þinn eða mömmu?" ,,Pabba“. „Hversvegna?“ „Hann er næstum því aldrei beima“. ★ „Þú segir, að jeg hafi aldrei verið ástianginn. — Það er bölvuð vitleysa. Þegar jeg var með Maríu. var jeg svo skot- inn í henni, að jeg tók skroið út úr munninum og spýtti þrisvar áður en jeg kysti hana“. , ★ „Hefirðu heyrt það, að í gær sást Olsen kríthvítur í framan, löðrandi í froðu og með hníf í hendinni“. „Hvað gekk að honum, varð hann brjálaður?“ „Nei, hann var að raka sig“. ★ Prófessorinn: „Jeg er oi'ðinn leiður á öllum þessum vitlausu gamansögum um gleymna pró- fessora. — Þess vegna hefi jeg tekið upp þann sið að skrifa alt, sem jeg hugsa, niður í vasa bók, sem jeg svo geymi í vest- isvasa mínum“. ★ „Hefirðu boðið ungfrú Sjg- urðar til miðdegisverðar?“ „Nei, maðurinn minn getur ekki liðið hana“. „En ungfrú Gunnars?“ „Nei, manninum mínum lík- ar vel við hana“. ★ Hún: „Finst þjer ekki, Pjet- ur, að við þyrftum að fara að gifta okkur?“ Hann: „Jú, sannarlega, en það er víst enginn kvenmaður, sem vill giftast mjer, og eng- inn karlmaður þjer“. ★ Tveir reyndir sjóarar ræðast við: „Jeg hefi nú siglt meira og komið á fleiri staði en þú. Jeg sigldi eitt sinn svo langt norð ur, að jeg sá norðurpólinn eins og svart prik í fjarska“. „Hvenær var það?“ „Það var 1895“. „Það stendur heima, þú sást alls ekki norðurpólinn, heldur mig“. ★ „Pabbi, þú sagðir, að „tattú- ering“ nú á tímum væri alveg sársaukalaus“. „Já, er hún það kannske ekki?“ „Nei, alls ekki. Þú hefðir átt að heyra, hvað tannlækn- irinn öskraði hátt, þegar jeg beit hann í fingurinn“. ★ Kona, sem á heima í kjall- .araíbúð, við lítinn dreng: „Þú spýttir á gluggann minn, óþokkinn þinn. Hvað heldurðu að hún mamma þín segði, ef jeg spýtti á gluggana hjá henni?“ Snáðinn: „Hún myndi segja, að það væri vel gert, því að við eigum heima á fimtu hæð“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.