Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 1
30. árgangur 273. tbl. — Miðvikudagur 1. desember 1943. Isafoldarprentsmiðja h.f. Affunds herinn SASUIÍOMIJÍ.AG MILLI fRIGGJA ÞING- FLOKKA jJM LAJLJSN LVeVELDISMALSIIMS Lýðveldisstjórnarskráin affgreidd á Alþingl, er saman kemtir 10. jan. SEINT í GÆRKVÖLDI barst blaðinu svohljóð- andi tilkynning frá þrem stærstu þingflokkunum: „Þingflokkar Framsóknarflokks, Sameiningar- fíokks alþýðu- Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðis- flokks eru sammála um, að stofna íýðveldi á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944 og hafa ákveðið að bera fram á Alþingi stjórnarskrárfrumvarp milliþinganefndarinnar í byrjun næsta þings, enda verði Alþingi kallað saman til reglulegs fundar eigi síðar en 10- janúar 1944 til þess að afgreiða málið"- London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Iteuter. Áttundi herinn hefir enn bætt aðstöðu sína norðan Sangro- árinnar og sótt fram í hörðum bardögum. Hefir hann brotist inn í meginvarnai'stöðvar Þjóð verja á allstóru svæði og fært stórum út yfirráðasvæði sín norðan árinnar. Er búist við því að hinir tveir brúarsporðar hans verði brátt samfeldir. Mestir bardagar eru nú háðir við hæðadrög nokkur, sem her fræðingar segja að sjeu hin þýð ingarmestu í öllum varnarstöðv um Þjóðverja á þeim slóðum, sem áttundi herinn stendur. Eru hæðir þessar um 1000 feta háar en um 8 km. að lengd. — Ekki hafa enn borist frjettir um það, hvort hersveitum Mont gomerys hefir tekist að ná fót- festu á hæðum þessum, en þarna er barist af miklum á- kafa. Loftsóknin er stöðugt mjög hörð, en af vígstöðvum fimta hersins er ekkert að frjetta. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld segir, að herir þeirra hafi yfirgefið bæinn Kor osten, en áður höfðu Þjóðverj- ar tilkynt að þeir hefðu um- kringt hann. Segja Þjóðverjar, að þeir hafi unnið Rússum mik ið tjón á þessum slóðum, tekið meðal annars 4.800 fanga. Ennfremur segir í herstjórn- artilkynningu Rússa, að sókn þeirra til Slobin gangi allvel, en þar hefir nú brugðið til snjó komu. Eru Rússar nú komnir allnærri borginni Slobin, en varnir Þjóðverja eru harðar þarna og bardagar miklir. I Dnieperbugðunni eru einn- ig háðir harðir bardagar og aukast gagnáhlajup Þjóðverja stöðugt. Segjast Rússar þó hafa náð á sitt vald nokkru land- svæði á þessum slóðum. Bardagar eru einnig háðir enn við Nikopol og Kherson, en þar virðast breytingar ekki hafa orðið miklar. Segja Þjóð- verjar að hörkurnar hafí dregið úr áhlaupum Rússa á þessum slióðum. Elbert D. Thomas Henry A. Wallace Forystumenn Bandarikjanna og Bretlands hafa sent íslensku þjóðinni ávörp í tilefni af fullveldisdeginum. Henry A. Wall ace varaforseti Bandaríkjanna, A. V. Alexander flotamálaráð- herra Bretlands, Elbert D. Thomas þingmaður Utah-fylkis og Paul Douglass rektor American háskólans í Washington hafa allir sent ávörp og eru þau birt á bls. 2 í blaðinu í dag. Þjóðhöföingjahindur bandamanna Reutersfrjettastofan hefir þá fregn að fœra frá Lissa- bon; að Roosevelt forseti, Churchill forsætisráðlierra og" €hiang Kai Shek marskálkur hafi að undanförnu setið á funduni í Cariro. Sagði fregn, þessi enfremur að frú Chiang Kai Shek hafi setið fundina með nianni síimm. í»á segir fi'egnin að hinir þrír forsprakkar hafi í gær farið frá Cairo og muni ætla til einhvers staðar í Riisslandi) eða Persíu til þess að ræða viö' Stalin. Fregnir þessar hafa, sem komið er ekki verið stað- festar af opinberum heimikt- um, en það bendir t. ð. til þess að ]>ær sjeu rjettar, að ekki var getið ura það að Churchill hafi sjálfur veitt móttöku heillaóskum í tilefni af afmæli sínu, en hann varð (i9 ára í gær. Var svo að orði komist í opinberum fregnum af af- mæli Churehills, að ,,tekið. hefði verið á móti fyrimm af heillaskeytum í bústað hans, þar á meðal skeyti frá Wal- lace, varaforseta liamlar'kj- anna" (ekki fi'á Roosevehj. I Lítur ])ví út fyrir að Churchill 'sje á í'erðalagi,. hvort sem frengiu utu Cairo- fuiulinn er sönn. Bardagar í „Hrísborgínni" Chungking í gærkveldi. Japanar hafa nú brotist inn í Cha-Chei, hina miklu borg við Tungtingvatnið í Miðkína, og standa þar harðir götubar- dagar. Hafa Japanar auk þess haldið uppi miklum loftárásum og stórskotahríð á borgina tvo undanfarna daga. Kínverjar munu bráðlega fá liðsauka og vonast til þess að geta hrundið Japönum út úr þessari mikil- vægu borg, sem nefnd er „Hrís- borgin", vegha þess að hún er miðstöð eins mesta hrísræktar- svæðis í Kína. — Reuter. Hitler gefur gjafir. Breska flugmálablaðið „Flight" segir frá því, að þýskir flug- menn, sem koma heim til sín særðir, sjúkir éða í orloti, fái jafnan gjafapakka frá ríkisleið- toganum, ef yfirmenn þ°irra í hernum hafa tilkynna, að þeir væru slíks heiðurs verðir, og er það síðan ski'áð á skjöl þeirra. í gjafapökkum þessum eru sagðir vera matarbögglar, skömmtunarseðlar og 10 rtkis mörk í peningum. Fiugvirki ráðast á Soiingen London í gærkveldi. Amerísk flugvirki, varin or- ustuflugvjelum, fóru í gær til Þýskalands og gerðu fyrstu loft árásina á hina miklu stáliðn- aðarborg Solingen, fyrir aust- an Dusseldorf. Thunderbolt- og Lightningflugvjelar fylgdu þeim alla leið, en Spitfire- og Typhoonflugvjelar komu til móts við þær á heimleiðinni. Alls voru 7 þýskar orustuflug- vjelar skotnar niður. Tvö flug- virki og ein orustuflugvjel komu ekki aftur. — Reuter. Loftárásin á Kjeller truflaði heræfingar. Fregn frá norska blaðafull- trúanum segir, að miklar þýsk- ar heræfingar hafi truflast við Kjeller, er amerískar sprengju flugvjelar vörpuð sprengjum á staðinn, þann 18. þ. m. Einnig er sagt í fregnum þess um að þar hafi 250 Þjóðverjar farist, en 400 særst. Norðmenn þeir, sem þarna voru í þving- unarvinnu, höfðu verið sendir burt vegná heræfinganna, og eru því aðeins þrír Norðmenn á listanum um særða og fallna, Þrjú ný og stór flugskýli of nokkur minni eyðilögðust, tvö verkstæði, liðsforingjaskálinn, 18 þýskar flugvjelar og merg hundruð flugvjelahreyflar. — Bensinbirgðir flugvai'arins sprungu í loft upp, fleiri kbxkku stundum eftir árásina. Það er mikið gleðiefni, að þessi tilkynriing skuli vera kom in fram, því að undanhalds- mennirnir í sjálfstæðismálinu hafa notað tækifærið, meðan Alþingi ljet ekkert frá sjer heyra, til þess á allan hátt að reyna að sundra þjóðinni og rugla dómgreind hennar í þessu höfuð máli. Nú hefir Alþingi markað stefnuna, skýrt og greinilega, svo að hjeðan af getur enginn verið í vafa. Lýðveldið verður stofnað eigi síðar en 17. júní 1944, og lýðveldisstjórnarskrá- in afgreidd á regiulegu Al- þingi, sem kvatt verður saman eigi síðar en 10. jan. n. k. Þetta veit nú alþjóð, og mun hver einasti sannur íslending- ur styðja þessa lausn, hvaS sem áður kann að hafa á milli bor- ið. • Að sjálfsögðu veita menn því athygli, að Alþýðuflokkurinn er eini þingflokkurinn, sem ekki stendur að ofa;ngreindri til- kynningu. Ástæðan er án efa sú, að á nýafstöðnu aukaþingi Alþýðuflokksins var gerð á- lyktun gegn lausn sjálfstæðis- 'málsins nú í bráð. En þótt þannig hafi farið á flokksþing- inu, má fullyrða, að ýmsir af þingmönnum flokksins standa með þeirri lausn, sem nú er á- kveðin. Hitt þarf heldur ekki að efa, að kjósendur Alþýðu- flokksins munu ekki bregðast í sjálfstæðismálinu, þegar til þeirra kasta kemur. Alþingi hefir enn á ný mark- að stefnuna. Þjóðin mun ein- huga fylkja sjer um hana. Japönskum skipum 1 grandað. Flugvjelar ameríkumaafia í Kína hafa gert harðor áxásir á skip Japana við Kínastrendur og sökkt mörgum þeirra —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.