Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagnr 1. des. 1943. MORGUNBLAÐIÐ 5 Stofnun lýðveldis á næsta ári Haraldur S. Norðdahl, tollvörður: Hvorki Danir nje aðrir virtu dráttinn. _ « Jeg tel rjett Islend- inga til fullkomins skilnaðar við sam- bandsþjóð vora skil- yrðislausan næsta ár. Samningurinn er fall- inn úr gildi, og verð- ur ekki endurnýjað- ur. Vjer höfum ýmislegt við Dani að jtala, en ekkert um áframhaldandi samband, og ekkert sem haggar þeim vilja vorum, að mynda sjálfstætt lýð- veldi. — íslendingar hafa nokkurra ára reynslu í sjálfstæðri meðferð ut- anríkismála; hún er byrjunin á jafn- rjettisgöngu þeirra, meðal annara þjóða; því skaðlegt að þar togni eða slitni þráður. Danir skilja aðstæður vorar vel. Hvorki þeir, nje aðrir virtu við oss óþarfan drátt við sjálfsagðar fram- kvæmdir. Því tel jeg, þrátt fyrir styrjöldina, lýðveldisstofnun sjálfsagða á næsta ári. Har. S. Norðdahl. Helgi Hjörvar, skrifstofustj. útvarpsráðs: \ Eina leiðin f til sameiningar. ■ I) Þetta er sæmi- Jegast, og sjálfgert eins og komið er, og eina leiðin sem nokkr . ar líkur eru til að meg jnþorri þjóðarinnar geti orðið einhuga um. \i 2) Rás viðburðanna gerði sambandsslitin að formsatriði einusaman. Enginn má aetla Dönum slík firn, að vekja eftir- mál um efalaust meginatriði, þótt ein- hverjir formgallar kynnu á að sýn- ast. Því mun nú farsælast fyrir nor- ræna samvinnu, að sambandsmálið sje úr sögunni, þegar Norðurlanda- þjóðir hittast aftur í friði. I 3) Vera má að þjóðinni skiljist þá fremur, að eldurinn brenni heitar en askan, ef ekki verður lengur haldið uppi þeirri blekkingu, að frelsi okkar og fullveldi sje nú einkum í höndum Dana. [ Helgi Hjörvar. Dr. med. Helgi Tómasson, yfirlæknir: [. Stórhættulegt að bíða til stríðsloka. j Jeg er ekki sann- færður um, að lýð- veldi væri hentug- asta stjórnarfyrir- komulag fyrir okkur íslendinga, en tel þó sjálfsagt að hlíða dómi forráðamanna þjóðar- innar um það. | Jeg er fylgjandi því, að lýðveldið verði stofnað á næsta ári, af því mjer virðist það alls enga bið þola. ' Ef Evrópustyrjöld lýkur, getur ver- ið stórhættulegt fyrir okkur, að eiga eftir að ganga að fullu frá sjálfstæði landsins. Svo mörg mál verða þá uppi, sem varða líf og framtið þjóðar okkar, að meira en nóg annað verður fyrir okkui’ að hugsa ög gera. .y : , .. ■ „, .)7.,HeIgi Tómasspn. Hilmar Stefánsson, bankastjóri: Skýlaus rjettur má ekki verða úti. " I < Millilandasattmál- rar.l inn 1918 tryggir rjett mr íslendinga til algjörðs If ly ^jjÍÍÍm skilnaðar við Dani V innan 25 ára frá gild- ■ , JSkftí istöku, og hefir ein- 11|§I tE ' J| hugur rikt um að nota «. Raunir Dana eru ekki okkar sók. Sjúkleg meðaumkun og hugarvíl um brot á drengskap, kurteisi eða sambúðarvenjum, má ekki stofna þjóðfrelsi íslendinga í voða. Styrjöldin getur staðið lengi, ef til vill verða Danir aldrei frjálsir. Skýlaus lagalegur og siðferðilegur rjettur til að stjórna okkar eigin landi einir, má ekki verða úti fyrir hand- Vömm eða drátt. Frestum ekki að tryggja með stjórn- skipunarlögum um alla framtíð það lýðveldi, sem við höfum búið við í tæp 4 ár og lífið sjálft hefir viðurkent. Hilmar Stefansson. Hjörtur Hansson, formaður V. R.: Svo fljótt, sem verða má. Jeg hefi ætíð ver- ið því fylgjandi, að þjóðinni beri að keppa að stjórnskipulegu sjálfstæði svo fljótt, sem við yrði komið. Og nú, eftir að hafa lesið og kynt mjer þau skrif, sem fram hafa komið í sjálfstæðismálum þjóð- arinnar, bæði í blöðum og ritum, um það, hvenær tiltækilegast þætti, undir núverandi kringumstæðum, að koma í framkvæmd stofnun lýðveldis á Is- landi, — er það mitt persónulega álit, að fylgja beri hinni rökföstu skoðun þeirra manna í þessum málum, er stofna vilja lýðveldi á íslandi ekki síðar en 17. júní 1944. Hjörtur Hansson. Síra Jakob Jónsson: Því frjálsari — því meiri manndómur. Því f r j álsari sem þjóðin er, því meir mun manndómur hennar koma í ljós. — Stofnun lýðveldis skapar meðal annara þjóða gleggri skilning á þjóðarrjetti íslands. Reynslan hefir sýnt, að því frjálsari sem íslendingar hafa orðið gagnvart Dönum, því meiri hef- ir orðið gagnkvæm virðing og vinátta þjóðanna. Endurteknar yfirlýsingar íslendinga um væntanlegt lýðveldi hafa sýnt sambandsþjóðinni vilja okk- ar, og jeg trúi þjóð Kristjáns tíunda og Kai Munks til að skilja sjálfstæðis- þrá okkar og þjóðarmetnað. Vilji frændþjóðirnar ekki sætta sig við á- kvarðanir okkar, verðum við þó að rneta mest skuldina við horfnar frels- ishetjur. Þær þráðu að standa í okk- ar sporum. * Jaltob Jónsson. Jóhannes Elíasson, stud. jur.: Hví skyldum við hika? Árið í 918 fögnuðu íslendingar fengnu filllveldi, 25 áia bið átti að færa oss dag fullkom- ins sjálfstæðis. Sá dagur hefir í hug- mynd vorri verið sleg in ljóma. Danir hafa ekki gert sig líklega til mótstöðu við óskir vorör í því efni. Jeg tel því óþarfar getsakir, "að þeir muni þykkjast þótt vjer neytum fyrsta fær- is á að öðlast rjett vorn. Jeg tel stöðu vora síður trygða með sambandi við Dani en fullkomnu sjálf- stæði, því óvíst er nú um framtíð Danmerkur. íslendingar hafa menningarlegan, siðferðilegan og lagalegan rjett til að vera sjálfstæð þjóð með innlendum þjóðhöfðingja. Feður vorir hafa hvergi hikað í aldalangri baráttu. Hví skyld- um vjer nú hika við síðasta skrefið? Jóhannes Elíasson. Síra Jón Auðuns: Þá vansæmd heimtar enginn af oss. Ohamingja Dan- merkur gengur ís- lendingum að hjarta, en hörmulegt væri, að láta samúðina með bræðraþjóðinni blinda oss á skyldur vorar við ættjörðina. Þá vansæmd heimtar enginn hugsandi maður af oss. Ráðum vjer örlögum þjóðar vorrar, er öllum auðsætt, hvað gera ber. — Ráðum vjer þeim ekki, getum vjer þá búist við að stórveldin, sem mál- um eiga að skipa í hafróti eftirstríðs- áranna, virði sjálfstæðisvilja vorn, ef vjer gætum þess ekki sjálfir í tíma, að láta eindreginn vilja vorn uppi? Það gerum vjer með því að stofna lýð- veldið þegar á komanda ári. Þá er öllum ljóst, hvað vjer viljum, og vjer höfum gjört það, sem gjöra bar. Jón Auðu.ns Jón Steffensen, prófessor: Algert sjálfforræði er þjóðinni fyrir bestu. Jeg lít svo á, að al- gert sjálfforræði sje þjóðinni fyrir bestu, á hvaða tíma sem er. En jeg er því mótfall- inn, að sambandsslit- in sjeu bygð á van- efndum á sambands- lagasamningnum og vildi eigi að við notfærðum okkar þá aðstöðu gagnvart Dönum 1942. Því síður eigum við að beita vanefndum gagnvart okkur sjálfum 1944, þegar við samkvæmt samningum getum skil- ið að fullu við Dani. Sje það þess vengna vilji þjóðarinnar og Alþingis, eins og nánar er ákveðið í samningn- um, að slíta sambandinu, ber að gera það þegar á næsta ári. Jón Steffensen. Jón Þorleifsson, listmálari: sjálfir hafa gert það sama í okkar sporum. Stríðið getur vel staðið lengi enn. Er þá nokkuð vit í að bíða með lýð- veldisstofnun í óákveðinn tíma aðeins fyrir siðasakir, þar sem við höfum lagalega heimild til algerra sambands- slita Tíminv er dýrmætur fyrir þann, sem koma þarf mörgu í verk. f>rætur um sjálfstæðismálið myndu óhjákvæmi- 'lega tefja ýmsaii’ bráðnauðsynlegar framkvæmdir. Þess vegna vona jeg að það verði ekki dregið til morguns, sem hægt er að gera í dag. Jón Þorleifsson. Katrín Thoroddsen, læknir: Aðstæðurnar hliðhollar nú. Vegna þess, að jeg vil ísland alfrjálst. Það er skýlaus rjett- ur íslendinga að fara með öll sín mál og ráða einir fram úr þeim. Þótt þeim rjetti hafi með órjetti ver- ið fyrir okkur haldið <«* i um margar aldir, er hann engu að síður óvjefengjanlegur, því hann er okkur í blóð borinn. Það væri að mín- um dómi ófyrirgefanlegt andvaraleysi, ef við ekki endurheimtum frelsi okk- ar, er færi gefst og lög standa til. Að- stæðurnar til tryggingar sjálfstæðis ís- lands til frambúðar eru okkur hlið- hollar nú, en enginn veit hvernig þær síðar kunna að verða, og einnig þess vegna má ekki hika. Katrín Thoroddsen. Knútur Arngrímsson, gagnf ræðaskólakennari: Kallar fram raunhæfa yiðurkenning sjálfstæðis vors. Með rangindum var röskra þriggja alda þjóðveldi voru koll- varpað. Skortur máttar — ekki siðferðilegs rjett ar olli aldalöngum drætti á endurreisn þess. Samningshelgi í nútímaskilningi mun sámband vort við Dani fyrst hafa hlotið 1918. Að samningstímanum útrunnum er end- urheimtur var forni fótumtroðni rjett- ur fulls sjálfstæðis. Sjálfir eiga Danir fullveldi að heimta úr höndum hersterkara ríkis. Væri ómaklegt vantraust á stjórn- málaþroska þeirra, að væna þá nu. um skírskotun til forns hnefarjettar síns gágnvart oss. Endurreisn þjóðveldisins á kom- anda ári innibindur tímabæra áskor- un til annarra ríkja, um raunhæfa viðurkenningu sjálfstæðis vors og lög- eggjan hverjum íslendingi að vera ættjörð sinni trúr. Knútur Arngrímsson. Ekki draga það til morguns, sem hægt er að gera í dag. Jeg lít svo á, að stofna beri lýðveldi hjer sem allra fyrst. Islendingar hafa lengí þráð algert frjálsræði, ■— Danir, sambandsþjóð okkar, hljóta að skilja af- stöðu okkar og mundu Sr. Kristinn Daníelsson, præp. hon.: Öll töf er áhætta. Vegna þess ' verið sammóla um laBMSHP i það, þangað til ágrein ingur hófst með þcim ^^if§ff||^kk þjóðhættulegu afleið- ingum, að þjóðin um .■%£*•.$§

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.